Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 Bónus býður nú uppá framköllunarþjónustu Morgunblaðið/Bjami Vistvænir tauburðarpokar Fyrirtækið Húfugerð og Tau- prent hefur nýlega hafið fram- Íeiðslu á vistvænum burðarpok- um úr taui og hefur forstöðumað- ur fyrirtækisins, Bjarni Olafsson, gert samning við Skógræktarfé- lag Islands og Landvernd þess efnis að hlutfall af andvirði hvers poka renni til samtakanna. Tilgangurinn var sá að fá pokana viðurkennda sem vistvæna vöru því væntanlegir viðskiptavinir eru fyr- irtæki, sem vilja gjaman vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Þarna gefst þeim kostur á að styrkja ímynd sína í tvennum skiln- ingi, annarsvegar rennur hluti and- virðis til uppgræðslu og umhverfis- vemdar og hinsvegar eru þessir pokar vistvænir og þá er jafnframt hægt að þvo og nota aftur og aftur. Pokana er hægt að fá í ýmsum útgáfum og þá er hægt að fá af- I VIKUNNI var farið að taka við filmum til framköllunar í Bónus. Viðskiptavinirnir setja sjálfir film- una í sérstakan poka sem þeir merkja og láta síðan í kassa. Að tveimur dögum liðnum má sækja filmuna. Það kostar 435 krónur að láta framkalla 12 mynda fiimu, 15 mynda fiima er á 501 krónu, 699 krónur kostar að láta framkalla 24 mynda litfilmu og 36 mynda filmu- framköllun kostar 963 krónúr. Ef um stækkun er að ræða kostar 145 krónur að stækka mynd í 13X18. Mynd sem er 20X30 kostar 340 krónur og eftirtaka 34 krónur hver mynd. Þjónustan er veitt nú þegar í versl- unum Bónus í Kópavogi, í Hafnar- firði og á Seltjarnarnesi. ■ greidda með stuttum fyrirvara. Tauburðarpokunum er ekki ætlað að koma í stað einnota plastpoka. Þeir eru fyrst og fremst hugsaðir sem auglýsing eða bónusgjöf frá fyrirtæki til viðskiptavinar. Tildrög- in að framleiðslunni voru þau að burðarpokamir passa mjög vel inn í framleiðslulínu fyrirtækisins þar sem fyrirtækið framleiðir ýmsar aðrar áprentaðar vörur úr taui, svo sem derhúfur og auglýsingafána. Tæki sem mælir mengun DEB þjónustan á Akranesi hefur hafið innflutning á búnaði sem mælir eiturefni í lofti og vatni. í fréttatilkynningu segir að bún- aðurinn henti vel fyrirtækjum í skipa- og málmiðnað og í efna- og matvælaiðnaði. Með vatnsmæli- tækjunum er auðvelt að mæla mengun í ám og vötnum, s.s.við fiskeldisstöðvar og frárennsli. Tækin sem mæla loftmengun eru tvenns konar. Annars vegar þau sem mæla magn einnar lofttegund- ar og annars vegar stærri búnaður sem mælir fleiri lofttegundir í einu. Meðal annars er fluttur inn bún- aður frá Neotronics og þegar óæski- legt magn af efni er vælir loftmæli- tækið. Geta menn þá forðað sér, eða ef slys verður vísar ýlfrið björg- unarmönnum leið. ■ VERÐKÖNNUN VIKUNNAR Bónus Faxafeni kr. Hagkaup Skeifunni kr. Fjarðar- kaup kr. Garða- kaup kr. Kjöt og fiskur Mjódd kr. Nóatún v/Nóatún kr. Ömmu-flatkökur 1 pk. 28 39 37 37 36 36 Bugies-nasl 1 pk. 141 15 156 193 209 214 Rautt Merrild-kaffi 500 g 239 265 249 249 277 269 Kók 2 itr. 137 149 148 149 149 154 Rauð epli 1 kg (ópökkuð) 77 139 129 89 99 98 Swiss Miss-kakóduft 737 g 399* 375** 365** ekki til 436 472** Lambakótilettur í kjötborði 1 kg ekki til 764 657 777 795 759 Bökunarkartöflur 1 kg 59 99 94 79 79 69 Maggi-grænmetissúpa 1 pk ekki til 56 56 71 69 77 Marie-súkkulaðikex frá Frón 1 pk. 69 69 107 99 103 116 Rauð paprika 1 kg 459 749 599 669 703 728 Tómatar 1 kg (íslenskir) 93 99 215 149 119 98 Kínakál 1 kg 99 199 148 137 223 239 Agúrka 1 kg 109 149 139 145 195 159 Hraunbitar frá Góu 400 g 137 148 158 208 179 ekki til Eldhúsrúllur 2 stk. ekki til 99 98 98 108 98 ‘sykurlaust **með sykurpúðum Hagkaup Fis Papco Fis Eva Innkaup í ferðalagið SVO virðist sem kaupmenn séu í stríði um verð á grænmeti þessa dagana. Til að mynda var kínakál rösklega 125% dýrara í Nóatúni en Bónus sl. þriðju- dag, en þá hafði verðið nýlega verið lækkað um tæp 30% í Bónus. Rauðar paprikur voru ríflega 60% dýrari í Hagkaup en í Bónus og var munur á kílóverði 269 krónur. Mik- ill munur var á hæsta og lægsta verði á tómötum, sem Bónus selur á 93 kr. kg meðan Fjarðakaup selur kílóið á 215 krónur. Augljóst er að misjafnlega dýrt er að fylla innkaupa- körfuna fyrir verslunarmannahelgina og allar líkur eru á að verð á grænmeti og ávöxtum sé ekki hið sama í dag og það var á þriðjudag. Grænmeti, og sérstaklega kartöflur, var misjafnlega ásjálegt og í Hagkaup var megnið af kartöflunum grænt. I Bónus virtust þær aðallega óhreinar. ■ ÁÁ/BT/GRG Visa kynnir akstursleið um Evrópu Visa ísland hefur gefið út bæklinginn „VISA- leiðin um Evrópu,“ þar sem kynnt er aksturs- leið um nokkra áhugaverða staðir í Evrópu. Á þessari leið er einnig að finna hótel þar sem gull- og farkorthafar njóta sérstakra vildar- kjara. Sigmar B. Hauksson, markaðsfulltrúi hjá Visa sagði að leiðin lægi um fjögur lönd, Lúxemborg, Þýskaland, Sviss og Frakkland. Þessi lönd hefðu ver- ið valin því flestir íslendingar sem leigja sér bíl erlend- is byija ökuferðina í Lúxemborg. Fjölmargt væri að sjá á þessari leið, hótelin væru öll fjölskylduhótel, verðið á herbergjunum hagstætt og á flestum þeirra væru góð veitingahús. Hann sagði að vildarkjörin væru mismunandi eftir hótelum, stundum fælust þau í stærra herbergi fyrir Morgunblaðið/Þorkell F.v er Sigmar B. Hauksson, markaðsfulltrúi, Eydís Einarsdóttir og Lára Ingadóttir, sem sjá um Far- klúbbinn og Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri. lægra verð, sums staðar fengi fólk vín og blóm upp á herbergin og einnig væri veittur beinn afsláttur. í bæklingnum kemur fram hvað hægt er að skoða á leiðinni og einnig er í honum að finna nákvæma lýsingu á akstursleiðinni að hótelunum. ■ Vínarbrauð Bergþóru eru einföld ódýr og bragðgóð BERGÞÓRA Gústavsdóttir er matráðs- kona á Hótel Djúpuvík norður á Strönd- um. Af henni fer orð um að hún sé lista- kokkur og frábær listamaður frá náttúr- unnar hendi. Hún gerir til dæmis feg- urstu borðskreytingar úr rekaviðsbút, þangi og mosa. „Blessuð vertu. Listaverkin í náttúrunni ™ eru svo mörg að það þarf ekkert að hafa fyrir þessu,“ segir hún hæversk. Daglegt líf var á Djúpuvík nýlega og naut þar mgi m.a. gestrisni Bergþóru og hjónanna Evu ^ Sigurbjömsdóttur og Ásbjörns Þorgilsson- ^ ar sem reka hótelið. Hótel Djúpavík er fyrrum kvenna- % braggi. Þar bjuggu síldarsöltunarstúlkur á 5S velmektarárum Djúpuvíkur þegar silfri hafsins var mokað upp. Nú er öldin önn- ur. Þorpið er í algerri einangrun á veturna. Á sumrin lifnar staðurinn við og fólk flyst í sumar- húsin sín og Hótel Djúpavík er þekktur áningar- staður ferðamanna. Bergþóra kemur með vor- inu, líkt og lóan og sér um matseld á hótelinu. Hún gaf okkur uppskrift að ljúffengum vatns- deigsvínarbrauðum, sem væru „sko ekkert mál“. 500 g hveiti 400 g smjörlíki 1 bolli vatn rabarbarasulta 4 msk. flórsykur 1 msk. kakó 1 -2 msk. heitt vatn 1. Smjörlíki mulið og blandað saman við hveiti. 2. Hnoðað saman og vatni smám saman bætt út í. 3. Deiginu skipt í 6-8 hluta og hver flattur út í jafnstórar lengjur. 4. Rabarbarasultu er smurt í miðjuna á hverri lengju. 5. Hver Jengja brotin saman utan um sultuna. Athugið að bijóta vandlega saman á endum. 6. Bakað við 180 gráður í 20 mín. 7. Flórsykur sigtaður saman við kakó og heitu vatni blandað við. Glassúr látinn leka yfir iengj- ur til skrauts. Vel má frysta vínarbrauðin og síðan hita í ofni eða láta þiðna við stofuhita. Stundum not- Vínarbrauð- in við kerta- skreytingu sem Berg- þóra gerði úr rekaviði, þangi og mosa. Morgunblaðið/Ingvar ar Bergþóra eplafyllingu í stað sultu. „Ég nota súr matarepli, saxa þau smátt og set í miðjar lengjurnar. Þegar þær eru bakaðar strái ég kanilsykri á þær í stað glassúrsins og ber með þeyttum ijóma." ■ Brauðbretti úr tré eru betri en bretti úr plasti NYLEGA komust rannsóknar- menn í Bandaríkjunum að því að skurðarbretti úr viði eru mun hreinlegri og því öruggari en samskonar bretti úr plasti. Því hefur löngum verið haldið fram að matarafgangar hafi tilhneigingu taka sér bólfestu í litlum raufum sem myndast á viðar- brettum. Erfitt væri að þrífa brettin sómasamlega og því væru þau sælureitur alls kyns baktería. Rannsóknir við Wisconsin-Madison háskóla hafa nú sýnt fram á að bakt- eríum líður mun betur á skurðar- brettum úr plasti. í tímaritinu Redbook er greint frá niðurstöðum sem komu vísindamönn- unum verulega á óvart. Þeir létu salmonellu-bakteríur og aðra sýkla sem algengir eru í matvælum á ólík skurðarbretti, bæði úr við og plasti. 99,9% baktería drápust innan 3ja mínútna á viðarbrettum, en þær voru talsvert lífseigari á plastbrettunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.