Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 „ /i&dómurinn f/nnur SaJcborrjing éakLausan, ve&rux; ge&biluruzir." Með morgunkaffínu Hvað meinarðu með að hafa sett allt I uppþvottavélina? Við eigum enga uppþvottavél. Ast er ... ... að horfast í augu TM Reg. U.S Pat Ott.—all rights reserved © 1993 Los Angeles Times Syndicate Sópurinn brotnaði, svo ég fékk lánaðan tannburstann hjá Rosta rostungi. BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Nýir spámenn eða fals- spámenn í ferðaþjónustu Frá Ingólfí Guðbrandssyni: HINGAÐ til Ítalíu hefur mér borist lítið tilskrif með áminningu frá Unni Guðjónsdóttur, sem verið hefur dans- kennari lengi, m.a. í Svíþjóð, en kennir sig við „Kínaklúbbinn" á síð- um Morgunblaðsins. Svona ómerki- legt skítkast er auðvitað ekki svara- vert, enda hendir DV óspart gaman að því daginn eftir í Ummælum dags- ins, en fyrir þá, sem ekki vita betur og kynnu að trúa orðum hennar, óska ég birtingar á eftirfarandi at- hugasemd. Ahugi minn á Kína vaknaði ekki með Unni Guðjónsdóttur, sem fyrir nokkru fékk birta gi'ein eftir sig um Kína í Lesbók Morgunblaðsins. Greinin var þó minnst um Kína en mest um Unni Guðjónsdóttur og að hún hefði farið tvær ferðir til Kína sjálf. Reyndar vantaði lítið annað en samasemmerki milli Unnar og Kína, og er það auðvitað ljós vottur um lítillæti höfundar. Út á þetta telur hún sig greinilega einhvem Kína- fræðing, sem hún er auðvitað ekki fremur en ég, enda dugir vart minna en mannsaldur til. Gott skipulag, reynsla og fagkunnátta gerir það hinsvegar kleift að gera út ferðalög um fjarlæg lönd með aðstoð inn- fæddra. A unga aldri var ég svo lán- samur að kynnast tveimur löndum mínum, sem höfðu dvalist langdvöl- um í Kína og gátu með réttu talist Kínafræðingar, en þeir voru trúboð- amir Ólafur Ólafsson og Jóhann Hannesson. Fyrir þeirra tilstilli m.a. hef ég átt kínverska spekinga eins og Lao Tse og Konfúsíus að læri- meisturum frá unga aldri. Ekki hef ég trú á að árstíðir né náttúruöfl breytist neitt í Kína, þótt við Unnur Guðjónsdóttir séum þar á ferðinni; og við höfum sáralítil áhrif á ferðamannatímabilið þar í landi. Hins vegar er ódýrara að ferðast um Kína eins og önnur lönd að vetrar- lagi, en ég þekki það af reynslunni að aðeins það besta í Kína er nógu gott fyrir kröfuharða Vestur- landabúa. Lítil auglýsing Heims- klúbbsins á ferð, sem er löngu upp- seld, benti á þá alkunnu staðreynd að september sé betri ferðamánuður en nóvember í Norður-Kína, en hvers vegna er konan svona uppstökk þess vegna? íslendingar sem búa við kulda og vosbúð næstum allt árið vilja frek- ar ferðast í góðu veðri og við það verður Unnur að sætta sig. „Ekki er allt sem sýnist“ Klúbbar eru í tísku um þessar mundir. Með misjöfnum árangri hafa ýmsir reynt að líkja eftir því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, sem er í sjálfu sér ágætt, meðan það veldur ekki hagsmunaárekstrum. Heims- klúbburinn hefur átt góðu gengi að fagna, hann nýtur almennra vin- sælda og virðingar. Það þýðir þó ekki að hver sem er og hefur eitt- hvað ferðast geti stofnað klúbba eða atvinnurekstur að hans fyrirmynd, án þess að uppfylla ákveðin skilyrði hvað snertir leyfí, tryggingar, skatt- greiðslur, auk reynslu og kunnáttu. Fyrir tveimur til þremur árum var Unnur Guðjónsdóttir tíður gestur á ferðakynningum mínum hjá Heims- klúbbnum. Síðan sótti hún fast að fá starf hjá mér sem aðstoðarfarar- stjóri í heimsreisum til að læra af mér tilhögun og skipulag ferðalaga, en ég gat ekki orðið við ósk hennar. Upp úr því stofnaði hún „Kínaklúbb- inn“, sem hún af lítillæti sínu leggur að jöfnu við Heimsklúbb Ingólfs og er þess nú albúin að taka mig á skóla- bekk. Hins vegar er margt á huldu um starfsvettvang og réttindi þessa fyrirbæris, sem hún kallar „Kína- klúbb“ Unnar. í upphafi þessa árs reis upp nýr þjónustuaðili sem kallaði sig „Fram- tíðarferðir" og bauð fólki hvorki meira né minna en „Allan heiminn fyrir lægra verð“; þátttöku í „stærsta ferðaklúbb heimsins", og voru stórar myndir birtar m.a. af lögreglufull- trúa með frú til að staðfesta heiðar- leikann og sannleiksgildi. Ég gerði mér ferð til að kynnast þessu ein- stæða tilboði og komst fljótt að því að svik voru í tafli og fyrirtækið ekki einu sinni skráð. Þrátt fyrir ábendingu mína brást samgönguráð- herra seint við, með þeim afleiðing- um að hópur fólks lét pretta sig og hefur væntanlega tapað stórum fjár- hæðum. Unnur Guðjónsdóttir spáir óförum Heimsklúbbsins en fyrirtæki sínu, „Kínaklúbbnum" miklum frama á minn kostnað. Er vandséð, hvort það ber vott um lítillæti hennar eða ör- yggisleysi. Þeir sem þekkja mig bet- ur en hún, hafa aldrei orðað mig við ósannsögli né oflof, en ferðir mínar standa vel undir því lofí sem þær fá frá fjölda fólks í áraraðir. Löngu á undan Unni Guðjónsdóttur ferðaðist ég vítt og breitt um Kína til að velja bestu aðstöðu fyrir farþega mína, þótt Unnur lýsi því yfir, að ég hafí aldrei þangað komið. Árið 1987 efndi ég til fyrstu stóru Kínaferðar íslend- inga með þátttöku um 100 manns. Omakleg aðdróttun hennar dæmir sig sjálf. Fjöldi fólks stundar ferðalög til fjarlægra landa sér til fróðleiks og ánægju, en fyrir það eitt verður eng- inn sjálfskipaður sérfræðingur né atvinnumaður og ferðaskipuleggj- andi í neinu landi. Lögum um ferða- mál hefur verið illa fylgt eftir á ís- landi, eins og sést af nýlegu dæmi um „Framtíðarferðir", sem áttu sér enga framtíð. Á umræddri ferða- kynningu „Kínaklúbbs Unnar" á Holiday Inn á dögunum komst ég að því, sem mig grunaði, að Unnur Guðjónsdóttir skipuleggur sjálf ferðir fyrir einkafyrirtæki sitt og áuglýsir ferð „Kínaklúbbsins 1. október í eig- in nafni. Sé Unnur Guðjónsdóttir hinn raunverulegi skipuleggjandi og ábyrgðarmaður ferða „Kínaklúbbs- ins“, brestur hana allar heimildir til þess starfs samkvæmt landslögum, jafnvel þótt hún hafi löglegan útsölu- stað. Brugg er ólöglegt og bruggari verður ekki löglegur fyrir að selja framleiðslu sína í löggiltri verslun. Það er lítil fiskisæld á íslandi í dag, einnig á sérhæfðum ferðamarkaði. Enginn fær lengur að físka án leyf- is, jafnvel þótt hann bjóði feng sinn fram á löglegum fiskmarkaði. Það er krafa þeirra sem fara að lögum og borga skatta sína og skyldur að aðrir geri hið sama. Það er ijóst, að Unnur sniðgengur bæði sannleikann og lögin. Sú aðferð hlýtur nú að fá umfjöllun á réttum stöðum. INGÓLFUR GUÐBRANDSSON, Heimsklúbbi Ingólfs, Austurstræti 17, Reykjavík. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrífar að var vel til fundið hjá Reykja- víkurhöfn að halda hafnardag um síðustu helgi. Víkveiji fór niður á höfn til að skoða fiskútsölumark- að sem þar var settur upp í tilefni dagsins. Það er ekki að orðlengja það, að Víkverji hreinlega gleymdi sér við að ganga á milli söluborð- anna og skoða og bragða á sjávar- fanginu sem þar var á boðstólum. Það er undarlegt að markaðir af þessu tagi skuli ekki fyrir löngu vera orðnir rótgrónir í borginni eins og í öðrum fiskihafnarborgum úti í heimi. Og Víkveiji er raunar að vona að undirtektirnar við markað- inum á laugardaginn verði til þess að hann festist í sessi. Víkveiji bar að minnsta kosti úttroðna poka af fiski út úr tjaldinu sem hýsti fisk- markaðinn og sá ekki betur en flest- ir aðrir gerðu slíkt hið sama. Einu óánægjuraddirnar sem Víkveiji hef- ur heyrt eru frá börnum hans en að þeirra mati hefur helst til oft verið fiskur í matinn síðustu dag- ana. xxx Víkveija brá nokkuð í brún þeg- ar hann las fréttir af því að Mick Jagger væri orðinn fímmtug- ur. Það virtist svo stutt síðan Jagg- er var eitt helsta átrúnaðargoð unglinganna og jafnframt einn helsti hrellir foreldra en nú eru Jagger og Rolling Stones orðnar virðulegar stofnanir í dægurlaga- heiminum. Þetta leiddi huga Víkveija að því hve unglingatískan hér á landi hef- ur undanfarin misseri horft til for- tíðarinnar. í vetur komst tónlist áranna 1968-73 skyndilega í tísku og hljómsveitin Trúbrot varð aftur ein vinsælasta hljómsveitin meðal unglinganna þótt 20 ár væru frá því hún hætti. Og allir fóru að ganga í útvíðum buxum og her- mannamussum eins og tíðkuðust á þessum tíma. Þegar líða tók á vorið hljóðnaði blómabarnatónlistin smám saman og nú heyrir Víkveiji ekki betur en unga fólkið sé farið að hlusta á diskótónlistina, sem var vinsælust á síðari hluta áttunda áratugarins, og aðra taktfasta tónlist frá þessum tíma. Víkveiji dagsins var á táninga- aldrinum á þessum árum og þykir þetta því ekkert miður.. Það er hins vegar nokkuð einkennileg tilfinning að heyra útvarpsstöðvarnar nánast hraðspóla dægurtónlistartísku heils áratugar á tæpu ári.' Með þessu áframhaldi fer tónlistartískan að minna á slöngu sem bítur í halann á sér, því hún er að ná upphafi 9. áratugsins, áratug Bubba Morthens sem enn er í fullu fjöri og hefur raunar náð hliðstæðri stöðu í ís- lenska dægurlagaheiminum og Mick Jagger í þeim alþjóðlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.