Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 EHt högg skilur í kvennaflokki Morgunblaðið/Óskar Særaundsson Þorsteinn Hallgrímsson lék ótnálega vel í gær miðað við aðstæður og náði forystunni. „Það þarf kunnáttu til að leika í roki eins og hérna,“ sagði hann á eftir. KAREN Sævarsdóttir, íslands- meistari frá Keflavík, leiðir í meistaraflokki kvenna eftir tvo daga, en munurinn er aðins eitt högg og því útlit fyrir að keppn- in geti orðið spennandi og jöfn. Það var hin unga Ólöf María Jóns- dóttir úr Keili sem lék best af stúlkunum í gær og kom inn á 81 höggi, fímm höggum færra en næsta stúlka, sem var Karen. Ólöf lék mjög vel fyrri níu holurnar og notaði að- eins 39 högg á þær. „Eg er mjög ánægð með fyrri níu holumar en seinni níu hefðu mátt vera betri. Eg reyndi að láta veðrið ekki fara í taugamar á mér og hugs- aði ekki um það. Púttin hjá mér voru mjög góð þó svo það væri erfitt að standa kyrr á meðan púttað var, en þau rötuðu einhvem vegin rétta leið í dag. Ég ætla að gera mitt besta á morgun og föstudaginn og vona bara að það dugi eitthvað. Ef ég leik eins vel og ég get þá er ég nokkuð bjart- sýn á úrslit mótsins, en ég er eigin- lega viss um að þetta verður jafnt og spennandi næstu tvo daga,“ sagði Ólöf María. „Þetta gekk vel og illa,“ sagði Karen eftir hringinn en bætti við; „Ég læt ekki hafa eftir mér það sem mér fannst um veðrið. Annars var þetta ágætt þannig lagað. Ég lék seinni níu á 41 höggi og þar af þrí- púttaði ég á síðustu flötinni og svo fór ég þijá yfír á þrettándu braut, að öðru leyti er ég nokkuð sátt. Þetta verður spennandi næstu tvo daga,“ sagði Karen. Herborg Arnarsdóttir úr GR lék illa í gær en hún var aðeins einu höggi á eftir Karenu eftir fyrsta dag. Herborg kom inn á 93 höggum og er nú átta höggum á eftir Karenu eins og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR sem lék á 90 höggum í gær. Þórdís Geirsdóttir úr Keili og Asgerð- ur Sverrisdóttir úr GR koma ekki langt undan. Karen Sævarsdóttir hefur eins höggs forskot í meistaraflokki kvenna. Spennandi í 2. flokki kvenna Keppnin í 2. flokki kvenna er jöfn og spennandi. Sigrún Sigurðardóttir úr GG hefur tveggja högga forystu á Guðnýju Sigurðar- dóttur úr GS fyrir síðasta dag > keppninnar. Sigrún lék á 98 högg- um í gær og var eina konan í flokknum sem lék á undir 100 höggum. Raunar lék hún á sex höggum færra en næsti keppandi. Unnur Henrýsdóttir úr GS er í þriðja sæti og sækja nokkrar konur að henni og það er því barátta um öll sæti í 2. flokki kvenna sem lýk- ur leik í dag. Þorsteinn náði forystu GOLF / LANDSMOTIÐ ÞORSTEINN Hallgrímsson hefur forystu í meistaraflokki karla eft- ir tvo daga. Þorsteinn á eitt högg á Björn Knútsson úr Keili og Sigurjón Arnarsson úr GR og ekki er langt í aðra kylfinga þannig að útlit erfyrir jafna og skemmtilega keppni síðari tvo dagana. Gríðarlegar svíftingar Gríðarlegar sviftingar í öðr- um flokki karla á þriðja og næst síðasta degi þeirra, í gær. Jóhann Júlíusson úr GS hefur nú þriggja högga forystu og er ákveðinn í að halda henni til loka. Þegar 1. flokkur hóf leik í gær var Garðar Vilhjálmsson úr GS með tveggja högga for- skot á Helga Ölafsson úr GR sem var í öðru sæti. Garðar átti mjög slæman dag í gær, lék á 100 höggum en Helgi iék á 92 og hélt öðru sætinu. Garðar er nú í 14. sæti. Ungur kylfingur úr GS, Jó- hann Júiíusson, skaust hins veg- ar í fyrsta sætið og á hann þrjú högg á Helga. Jóhann lék hreint ótrúlega vel í gær þvi þrátt fyr- ir hávaða rok kom hann inn á 79 höggum, sem er sex höggum betra en Sváfnir Hreiðarsson úr GB sem lék á næst fæstum höggum í 1. flokki í gær og er nú í þriðja sæti. Jóhann sagðist hafá byijað illa í gær. „Ég missti teighöggið á fyrstu braut og komst ekki einu sinni fram fyrir bláu teig- ana, en síðan lék ég mjög vel og það munaði miklu að pútta vel," sagði Jóhann. Hann vann 13 högg af Helga og 21 högg af Garðari sem hafði forystu fyrir daginn í gær. Kári setti mikinn svip á leik meist- araflokksmanna eins og ann- arra kylfinga í gær. Þorsteinn Iét það þó ekki á sig fá ■■■■■■■ og bætt leik sinn frá Skúli Unnar fyrsta degi um fímm Sveinsson högg. Mun algeng- ara var að þróunin væri á hinn vegin því þó það hafi verið rok á þriðjudaginn þá var enn hvassara í gær. „Ég lék í rauninni í beinu fram- haldi af því sem ég var að gera á þriðjudaginn," sagði Þorsteinn eftir að hann kom inn í gær. „Ég er sátt- ur við það sem ég hef verið að gera, nema hvað ég þarf að ná betra skori á fyrstu brautunum. Fyrsta daginn var ég sex yfir eftir fjórar holur en í dag var ég þijá yfír eftir fjórar og er mjög sáttur við það. Annars eru þær gífurlega erfiðar, sérstaklega í þessu roki. Mér er alveg sama hvað menn segja og þeir geta kallað það grobb í mér, en það þarf kunnáttu til að leika í roki eins og hérna. Ég hef æft stuttu höggin mjög mikið og þá ekki bara með sandjárni og fleyg- járni, heldur með öllum járnum upp í fímmu og það skilar sér í svona veðri þegar maður verður að nota fjmm járn til að slá hundarð metra. Ég púttaði einnig mjög vel í dag og var ellefu sinnum á „regulation", sem er gott. Ég setti stefnuna á verðlaunasæti og ég held áfram að leika eins vel og ég get og ef það dugar þá er það í fínu lagi,“ sagði Eyjapeyinn hressi og var rokinn til Reykjavíkur til að sjá leik Fram og ÍBV í 1. deildinni í knattspyrnu. Bjöm Knútsson úr Keili lék einnig vel í gær, kom inn á 76 höggum, tveimur höggum betur en fyrsta daginn. „Ég er sáttur við þettta, þannig lagað en ég fór fjóra yfir á síðustu þremur holunum og það er of mikið. Ég hefði hæglega getað verið á betra skori því þetta voru óþarfa skollar sem ég fékk á síðustu holunum," sagði Björn, en hann lék mjög vel framan af, eða alveg þar til kom á 16. holu. Sigurjón Arnarsson úr GR er einn- ig á 154 höggum eins og Bjöm, en hann var ekki sáttur frekar en marg- ur annar. „Þetta er ekki hægt. Eg get bara ekki púttað í þessu roki. Boltinn er á hreyfíngu og maður er dauðhræddur við örstutt pútt. Ég slæ vel en skora bara alls ekki,“ sagði Sigurjón. Hann lék á 78 högg- um í gær, tveimur höggum fleira en fyrsta daginn. Gamli „refurinn" Ragnar Ólafsson úr GR er í fjórða sæti með 157 högg. Hann lék á 78 höggum í gær og bætti sig um eitt högg á milli daga. Ragnar sagðist þokkalega sáttur við hringinn þó svo veðrið hefði gert þeim lífið leitt. Hann fékk fálka á 14. holuna, átti gott upphafshögg og sló síðan úr karganum með sex járni og átti þá aðeins eftir rúmlega meters pútt sem hann setti niður. íslandsmeistarinn Úlfar Jónsson lék ekki vel í gær en er þó í sjötta sæti með 159 högg eins og þrír <.Jr- ir kylfingar. „Það eru hræðilega mikil vonbrigði að fá svona veður í landsmótinu. Völlurinn er frábær og það em mikil vonbrigði að fá ekki tækifæri til að nýta sér það. Ég get ekki leikið á pari í svona veðri,“ sagði Úlfar sem kom inn á 82 högg- um í gær. „Ég er að sjálfsögðu alls ekki hættur, en ég get varla séð að þetta sé í mínum höndum núna því eins og ég sagði þá get ég ekki leikið á pari í þessu veðri og það eru helst púttin sem reynast erfið. Mér finnst skorið hjá þeim Þorsteini og Birni alveg ótrúlega gott því sjálfur hafði ég varla nokkra tilfínningu fyrir því sem ég var að gera þarna úti,“ sagði íslandsmeistarinn. Björgvin Sigurbergsson úr Keili, sem hafði forystu eftir fyrsta dag átti ekki góðan dag í gær. Hann lék á 84 höggum og er nú í 6.-9. sæti. Björgvin lék mjög illa fyrri níu hol- urnar og var þá 12 höggum yfir pari þeirra. Á síðari níu gekk betur því þær lék hann á pari. Miklar sveiflur þar. ------»--»-♦..— Öruggt hjá Rut RUT Þorsteinsdóttir úr GS virð- ist nokkuð örugg með sigur í 1. flokki kvenna en þar hefur hún átján högga forystu fyrir síðasta dag. Rut hefur leikið mjög jafnt á þessu landsmóti, fyrsta dag- inn kom hún inn á 85 höggum, annan daginn lék hún á 86 höggum og í gær notaði hún aðeins einu höggi meira. ■ BJÖRGVIN Þorsteinsson úr Golfklúbbi Akureyrar tekur nú þátt í landsmóti 30. árið í röð. Logi Þormóðsson, mótsstjóri afhenti hon- um blómvönd af því tilefni, þegar Björgvin kom inn eftir fyrstu 18 holumar á mánudaginn. ■ ÞEGAR kylfingarnir í meistara- flokki karla voru að fara út á fyrsta teig var gríðarlega hvasst og höfðu margir á orði að réttast hefði verið að láta spila í Grafarholtinu, velli GR, enda veðrið í Reykjavík mun betra en í Leirunni. ■ ÞAÐ gerist ýmislegt í golfinu, ekki síst þegar veðrið er eins og það hefur verið fyrstu tvo dagana sem meistaraflokkarnir leika. í gær mis- heppnaðist til dæmis upphafshögg hjá Sigurði Sigurðssyni úr GS á 12. braut, en svo heppilega vildi til að boltinn lenti í auglýsingaskilti og kastaðist þaðan langt inná braut svo úr varð hið besta teighögg. ■ BERGVÍKIN er par 3 hola sem margir hræðast því slá þarf yfir sjó til að komast inná flöt. í mótvindi er hún enn erfíðari en ella og í gær var hún hræðileg. Það fékk kona úr 2. flokki kvenna að reyna. Hún sló sex bolta í hafíð en þrettánda högg- ið heppnaðist og náði hún að leika holuna á 17 höggum sem er „aðeins" 14 höggum yfir pari. ■ EIGINMAÐUR hinnar lánlausu frúar sagði eftir að hann kom inn, að vegna þess hversu margir boltar hefðu farið í hafið hefði hann ekki þorað öðru en hlaupa upp í golfskála til að kaupa fleiri bolta. ■ KRISTJÁN Einarsson er yfir- dómari mótsins og sagði hann að lít- ið merkilegt hefði komið uppá. Einn kylfingur lét þó kalla í dómara til að athuga hvort ekki bæri að víkja honum úr keppni því hann taldi að hann hefði leikið röngum bolta. Svo var ekki og hélt hann áfram leik. Kristján taldi þetta merki um heiðar- leika kylfinga. ■ TEIGURINN á 7. brautinni er alveg niður við fjöru og í gær var útlit fyrir að þyrfti að færa hann vegna roks og sjógangs. Úr því varð ekki en sumar konurnar í 1. og 2. flokki fengu yfir sig gusu á teignum. ■ RÆSAR mótsins sögðu meist- araflokksmönnum af þessu þegar þeir voru ræstir út og tóku stundum fram að teigurinn yrði færður ef Hilmar Björgvinsson myndi fjúka á teignum, en Hilmar er stór og þungur og var í fyrsta riðlinum og því góður mælikvarði á hvort teig- urinn væri nothæfur. ■ MARGIR meistaraflokksmenn höfðu orð á því að þeir hefðu aldrei leikið í öðru eins roki. Einn sagði til dæmis að hann hefði notað járn núm- er eitt til að slá rúma hundrað metra inná flöt og tekist ágætlega, en venjulega nota meistarflokksmenn sandjárn eða fleygjárn. ■ BJÖRGVIN Signrbergsson hafði forystu í meistaraflokki karla fyrir daginn í gær en lék illa í gær. Á 4. braut hreinlega fauk hann á teignum rétt í þann mund sem hann sló og kúlan fór auðvitað hafið. „Það er svona að vera svona lítill og létt- ur,“ sagði Björgvin. ■ HILMAR Björgvinsson úr GS og Guðný Magnúsdóttir kona hans eiga von á sínu fyrsta bami og á hún að eiga á morgun. Sigurður Sigurðsson, félagi Hilmars vill að hún eigi á sunnudaginn því þá verð- ur Sigurður þrítugur. ■ HILMAR sagði að konuan myndi hringja um leið og eitthvað færi að gerast og þá væri hann farinn upp á spítala. ■ MARGT getur gerst í golfi og meira að segja í logni. Á móti við- skiptafræðinga sem haldið var í Leir- unni ekki alls fyrjr lögnu í góðu veðri gerðist það að einn kylfingur var að slá á 16. teigi en hitti frakar illa. Boltinn fór til hægri og endaði í holunni á 9. flöt. Hola í höggi, en Sví miður ekki gild! I EFTIR að Ieik lauk á þriðjudag- inn höfðu 43 keppendur fengið þrjá fugla eða fleiri og þannig höfðu alls 152 fuglar litið dagsins ljós. Fimm kylfingar höfðu fengið fimm fugla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.