Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 20
-tr 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 NATO undirbýr loftvemd í Bosníu New York, Washington, Sar^jevo. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, framkværadastgóri Sameinuðu þjóðanna, seg- ir að herflugvélar Atlantshafsbandalagsins ættu að geta byijað að veita gæsluliðum SÞ í Bosníu vernd úr lofti snemma í næstu viku. Hann sagði í gær að enn væri eftir að ganga endanlega frá nokkrum skipulagsatriðum, m.a. samþykkja reglur sem yfirmenn herliðsins yrðu að hlíta varðandi beitingu vopnavalds. Framkvæmdastjórinn sagði að Serbar hefðu verið að verki. Yfirmað- einnig þyrfti að skipuleggja eftirlit á jörðu niðri og ákveða hvemig skuli verða háttað stjóm árásaraðgerða úr ratsjárflugvélum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti seg- ir stjórn sína munu íhuga vandlega beiðni um aðstoð bandarískra her- flugvéla fari SÞ fram á hjálp. Skotið var á franska gæsluliða á þriðjudag og sunnudag. Var talið að Bosníu- ur gæsluliðsins hótaði að næst yrði goldið í sömu mynt. Viðræður deiiuaðila héldu áfram í Genf í gær en leiðtogar Króata, Serba og múslima hittust augliti til auglitis á þriðjudag í fyrsta sinn um langa hríð. Ekkert lát varð þó á bar- dögum í gær, einkum í norðurhluta landsins. Hugljúfur áróður gegn hvalveiðum Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. HUGUÚF bandarísk kvikmynd um vináttu götustráks og háhyrnings er á góðri Ieið með að verða beitit vopn í baráttunni gegn hvalveiðum, en rúmlega tvær milljónir manna sáu myndina fyrstu sýningardagana í Bandaríkjunum. Myndin um hvaiinn Villa er gerð af Wamer Brothers en framleiðandi er Richard Donner sem meðal ann- ars framleiddi Lethal Weapon og er hann yfirlýstur hvalavinur. Eftir hjartnæma sögu um frelsun háhym- ingsins er gefið upp símanúmer í myndarlok fyrir þá sem vilja fá sendan bækling og límmiða gegn hvalveiðum og hafa undirtektir verið góðar. Einnig fylgir með kort til Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs. Á því em mótmæli við hrefnuveiðum Norðmanna og þarf einungis að undirrita og setja kortið í póst. Villi íslenskur? Þess má geta að líklegt er að há- hymingurinn Keiko, sem leikur Villa í myndinni, sé íslenskur að uppruna. Aðstandendur myndarinnar fengu Keiko frá sædýrasafni í Mexíkó og að sögn Jóns Kr. Gunnarssonar, sem á sínum tíma veiddi háhyminga fyr- ir hönd Sædýrasafnsins, var einn háhymingur, sem veiddist út af Austfjörðum, sendur þangað árið 1979. Veit Jón ekki til þess að aðrir háhymingar hafí verið seldir þangað. Yamaha ekki fyrstir ÞAÐ er ekki allskostar rétt sem sagt var á forsíðu Morgunblaðsins í gær og byggt á frétt Reuters-fréttastofunnar að Yamaha-verk- smiðjurnar hafi orðið fyrstar til að kynna rafknúið reiðhjól. A.m.k. tveir aðrir aðilar hafa boðið rafmagnshjól til sölu. Gísli Júlíusson rafmagnsverk- fræðingnr hjá Landsvirkjun er áhugamaður um rafknúin farar- tæki. Hann benti Morgunblaðinu á að Sinclair-fyrirtækið í Bretlandi hefði kynnt rafknúið reiðhjól á síð- asta ári. Samkvæmt bæklingi frá fyrirtækinu kostar hjólið 499 pund, eða um 54.000 íslenskar krónur, en hjólið frá Yamaha kostaði um 90.000. Hjólið frá Sinclair kallast Zike og getur rafhlaðan í því knúið hjólið í klukkustund án endur- hleðslu en lengur ef hjólreiðamað- urinn hleypur undir bagga með því að nota fótstigin. Gísli hafði einnig í fórum sínum augiýsingu í fréttabréfí frá því í maí á þessu ári sem nefnist Batt- ery Vehicle Review þar sem boðin eru rafknúin reiðhjól til söiu. Rennireið Sinclairs Verkfallsvarsla Reuter HOLLENSKIR flutningaprammaeigendur koma hér í veg fyrir að sojabaunafarmi verði skipað upp í Rotter- dam í gær. Yfír þeim gnæfír mokstursáhald eitt mik- ið, sem verður ekki við komið vegna varðstöðu eigend- anna. Þeir eru í verkfalli, vilja að núverandi farmgjalda- kerfi verði fest í lög. Ásakanir General Motors um iðnaðarnjósnir Volkswagen styður Lopez Wolfsburg. Reuter. FORSTJÓRI þýsku bílaverksmiðjunnar Volkswagen (VW), Ferdinand Piech, vísaði í gær á bug ásökunum þess efnis að Ignacio Lopez de Arriortua framleiðslustjóri hefði gerst sekur um iðnaðarnjósnir. Piech sagði að fyrirtækið stæði hiklaust með Lopez og það hefði hreina samvisku. Piech sagði að málatilbúnaður ar sem sæi ofsjónir yfir velgengni allur á hendur Lopez, sem sakaður er um að hafa stolið áætlunum um bílaframleiðslu General Motors næstu ára áður en hann réðst til VW, bæri keim af öfund keppinaut- Rússar græða á risaeðlum Melbourne. Reuter. RÚSSAR hafa ákveðið að fara ótroðnar slóðir í gjaldeyrisöflun með því að senda risaeðlur á sýningar í útlöndum. í næsta mánuði verður Stóra rússneska risaeðlusýningin opnuð í Ástralíu. Vonast er til að aðgangseyrir að risaeðlusýningunni nemi a.m.k. fímm milljónum ástralskra dollara, jafn- virði 241 milljóna króna, en helming- urinn rennur óskiptur til rússnesku steingervingastofnunarinnar. Á sýningunni yerða meðal annars sýndar 24 heilar beinagrindur úr risaeðlum og öðrum forsögulegum dýrum. Steingervingamir eru taldir vera allt að 120 miiljóna ára gamlir. samkeppnisaðila. Vart hafði blaðamannafundi Piech lokið er stjórnendur Adams Opels, dótturfyrirtækis General Motors í Þýskalandi, lýstu vandlæt- ingu sinni í garð keppinautarins. Vísaði það á bug fullyrðingum Piechs um að ásakanirnar á hendur Lopez væri hefndaraðgerð af hálfu GM þar sem Lopez starfaði þar til VW keypti hann til sín sl. vetur. Boðaði GM/Opel til fréttamanna- fundar í dag þar sem til stóð að svara ásökunum VW út í æsar en Piech sakaði GM um að hafa beitt lágkúrulegum aðferðum og misnot- að þýska réttarkerfið til þess að koma höggi á keppinaut. Slakað á IGNACIO Lopez de Arriortua framleiðslusljóri Volkswagen (VW) hefur dvalist í afslöppun í Marbella á Spáni í framhaldi af ásökunum um að hafa stundað iðnaðarnjósnir skömmu áður en hann fór frá General Motors til VW. SUMARTILBOÐ 20% afsláttur af öllum íþróttaskóm fram að verslunarmannahelgi Skóverslun Kópavogs Hamraborg 3,sími 41754

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.