Morgunblaðið - 29.07.1993, Page 4
VEÐUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993
Spáð aðgerðalitlu veðri um mestu ferðahelgi ársins
Útlit fyrir að fólk dreifist
meira um landið en áður
VEÐURHORFUR I DAG. 29. JUU
YFIRUT: Um 400 km austnorðaustur af Langanesi er 990 mb lægð sem
þokast vestur og grynnist. Frá henni liggur lægðardrag með suðaustur-
strönd landsins. Yfir N-Grænlandi er síðan 1.018 mb hæð.
SPA: Norðlæg átt, víða strekkingur vestanlands en hægari austantil.
Afram nokkuð vætusamt á Norður- og Norðausturlandi, en sunnantil
verður nokkuð bjart veður. Þar má búast við 11-17 stiga hita, en áfram
verður svalt norðan heiða.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðanátt, fremur hæg. Skúrir norðan- og
austanlands, en bjartviðri um sunnanvert landið. Hiti frá 6 til 16 stig.
HORFUR Á LAUGARDAG: Norðan- og norðaustangola eða -kaldi. Skýj-
að norðan- og austanlands, en bjartviðri um sunnan- og suðvestanvert
landiö. Hiti 8 til 15 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Norðvestangola, víða skýjað vestan- og norð-
anlands en bjartviðri suðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 10 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsimi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
o
Heiðskírt Léttskýjað
f r r * r *
f f * f
f f f r * r
Rigning Slydda
&
Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
v Ý V
Skúrír Slydduél Él
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörín sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
ít'9-.
■p
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Fært er orðið um flesta hálendisvegi. Fært er orðið um Syðra-Fjallabak
og um Nyrðra-Fjallabak. Gæsavatnaleið og Sprengisandsleið úr Skaga-
firði og Éyjafirði eru enn ófærar. Víða er unnið við vegagerð, og eru
vegfarendur að gefnu tilefni beðnir að virða þær merkingar sem þar eru.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hitl veöur
Akureyri 6 rigning
Reykjavlk vantar
Björgvin 13 skýjað
Helsinkl 16 skýjaö
Kaupmarmahöfn 16 skýjaö
Narosarasuaq 12 heiðskfrt
Nuuk 9 léttskýjaö
Ósló 18 akýjað
Stokkhólmur 17 skúr
Þórahöfn 10 skýjað
Algarve 28 heiðsklrt
Amsterdam 19 skýjað
Barceiona 28 heiöskírt
Berlín 17 rignlng
Chicago vantar
Feneyjar 26 halfskýjað
Frankfurt 21 rigning
Glasgow 16 skúr
Hamborg 19 skúr
London 22 skýjað
LosAngeles 18 alskýjað
Lúxemborg 17 rigning
Madríd 35 heiðskírt
Malaga 28 heiðskfrt
Mallorca 27 heiðskirt
Montreal 21 iéttskýjað
New York 25 heiðskírt
Orlando 23 þokumóða
Parí8 21 alskýjað
Madeira 23 léttskýjað
Róm 27 heíð8kírt
Vín 20 skúr
Washington 28 léttskýjað
Wlnnipeg 15 8kýj8ð
Áhöfn þyrlunnar
ÁHÖFN þyrlunnar í útkallinu í Skerjafjörðinn. Á myndinni sjást þeir
Benóný Ásgrimsson flugstjóri, Hafsteinn Hreiðarsson flugmaður, Árni
Jónasson sigmaður, Halldór B. Nellet spilmaður og Sigurður E. Sigurðs-
son læknir.
Gæsluþyrlan í þijú útköll á einum degi
Var orðið spum-
ing um mínútur
- segir Benóný Ásgrímsson um skútuslysið
TF-SIF þyrla Landhelgisgæslunnar fór alls í þrjú útköll sl. þriðjudag
en það er óvenjumikill fjöldi útkalla á einum degi. Benóný Ásgrímsson
sem var flugstjóri í tveimur útkallanna segist vart muna eftir degi þar
sem jafn mikið var að gera hjá þyrlunni. Síðasta útkallið var kl. 23.24
eftir að skútu hvolfdi í Skerjafirði. Fann þyrlan annan skipbrotsmanna
í sjónum þrátt fyrir að skyggni væri orðið slæmt. Segir Benóný að
þar hefði það verið spurning um mínútur áður en myrkur hefði haml-
að leitinni.
Fyrsta útkall dagsins var sjúkra-
flug vegna umferðarslyss á Snæfells-
nesi en síðdegis um daginn var þyrl-
an kölluð út vegna leitarinnar að
trillusjómanninum á Nökkva frá
Flateyri. „Við fórum í það útkall um
sexleytið og vorum komnir norður í
Breiðafjörð þegar við heyrðum að
Guðbjartur hefði tekið manninn um
borð,“ segir Benóný. „Þá snerum við
aftur til baka og lentum í Reykjavík
um klukkan níu um kvöldið.“
í Ijósaskiptunum
Útkallið vegna skútunnar í Skeija-
firði kom síðan um hálftólfleytið.
„Það mátti ekki miklu muna þar því
farið var að rökkva og komið fram
í ljósaskiptin er við hófum leitina að
manninum sem saknað var af skút-
unni,“ segir Benóný. „Þetta var mín-
útuspursmál því maðurinn var orðinn
mjög þrekaður þegar við náðum hon-
um upp úr sjónum. Það var einkum
tvennt sem hjálpaði okkur við að
finna manninn svo fljótt sem raun
varð á. í fyrsta lagi var leitarsvæðið
mjög afmarkað og það hjálpaði okk-
ur mikið og í öðru lagi var maðurinn
í rauðu björgunarvesti. Það er spurn-
ing hvort við hefðum komið auga á
hann dökkklæddan."
Tyrknesk stiómvöld
Handtöku-
skipun á
HalimAl
TYRKNESK sljórnvöld hafa gefið
út handtökuskipun á hendur Hal-
im A1 fyrrum eiginmanni Sophiu
Hansen. Skuli hann handtekinn
hvar og hvenær sem til hans náist.
Eftir að Halim hefur verið hand-
tekin er gert ráð fyrir að hann verði
færður í fangageymslur. Síðan verði
hann færður ríkissaksóknara í Ist-
anbúl til yfírheyrslu.
Samtök um vestræna samvinnu
Helmut Schmidt
heldur fyrirlestur
HELMUT Schmidt fyrrum kansl-
ari V-Þýskalands er væntanlegur
til íslands í september í boði Sam-
taka um vestræna samvinnu. Að
sögn Jóns Hákonar Magnússonar
formanns SVS mun Schmidt flylja
fyrirlestur á vegum samtakanna
laugardaginn 25. september.
Helmut Schmidt er 74 ára gam-
all. Hann var kanslari Sambandslýð-
veldisins Þýskalands í stjóm jafnað-
armanna á árunum 1974 til 1982.
Meðan hann gegndi því embætti kom
hann í opinbera heimsókn til Islands
sumarið 1977. Frá árinu 1983 hefur
Helmut Schmidt verið aðalritstjóri
dagblaðsins Die Zeit, sem gefíð er út
í heimaborg hans, Hamborg. Hin síð-
ari ár hefur hann jafnframt verið
eftirsóttur ræðumaður og fyrirlesari
vestanhafs og austan.
Fyrirlestur Schmidts hér á landi
mun fyalla um stöðu efnahags- og
stjómmála í Evrópu nú á dögum,
með sérstöku tilliti til stöðu og hags-
muna íslands, að sögn Jóns Hákonar
Mágnússonar.
Helmut Schmidt, fyrrum kansl-
ari V-Þýskalands.
HÁTT í fjögur þúsund manns eru þegar búnir að ákveða að fara á
Þjóðhátíð í Eyjum um Verslunarmannahelgina og hafa á þriðja þúsund
miðar selst í forsölu. Á aðrar stórar útihátíðir eins og bindindismótið
í Galtalækjarskógi og Eiðar '93 er ekki eins skýrt hversu margir koma
enda auðvelt að komast þangað á eigin vegum. Svo virðist sem það sé
að færast í aukana að fólk leyti minna en áður á skipulagðar útihátíð-
ir og frekar á staði þar sem færra fólk er.
Hátt í tvö þúsund farþegar munu á lendingarljósum á Egilsstaðafiug-
fljúga á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
í dag og á morgun og tvö þúsund
til viðbótar eiga pantað far með
Herjólfi.
A bindindismótið í Galtalæk hafa
um 500 keypt miða í forsölu en þá
eru börn ekki talin með þar sem þau
fá ókeypis inn á svæðið. í Galta-
lækjarskóg mæta árlega um verslun-
armannahelgina átta til tíu þúsund
manns að sögn Guðna R. Björnsson-
ar, blaðafulltrúa mótsins. Hann sagði
að venjan væri að um 90% af gestum
mótsins kæmu á bflum.
Jónas Jóhannsson framkvæmda-
stjóri Eiða ’93 segir að í fyrra hafi
langflestir komið á bflum á hátíðina.
Ef hins vegar hægt verði að kveikja
velli muni þota frá flugfélaginu Atl-
anta fljúga með mótsgesti frá
Reykjavík til Egilsstaða.
Margir leita að ró og næði
Ferðamáti landsmanna um versl-
unarmannahelgina virðist vera að
þróast í það að fólk leiti sífellt meira
á rólegri og fámennari staði, þar sem
ekki eru skipulögð hátíðarhöld. Þetta
sagðist Ómar Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Austurleiða, hafa orðið
mikið var við í fyrra og núna aftur
í ár. Hann sagði að hjá Austurleiðum
hefðu undanfamir dagar verið á ró-
legri nótunum og fólk virtist ætla
að dreifast á fleiri staði en áður.
Dæmi um þetta er að á Búðum á
Snæfellsnesi verða um 300 til 400
manns í tjöldum og er búinn að vera
biðlisti síðan sl. sunnudag. Þetta er
árlegur viðburður á Búðum.
Rólyndisveður um helgina
„Það er útlit fyrir að það verði
rólyndisveður um mest allt landið
föstudag, laugardag og sunnudag.
Norðanáttin er að ganga niður á
föstudaginn og þá verður væntan-
lega ennþá svalt og einhver væta
fyrir norðan en öllu bjartara og
sæmilega hlýtt um landið sunnan-
vert. Á laugardaginn verður hæglæt-
isveður á Iandinu, hægur vindur og
víðast verður úrkomulaust eða úr-
komulítið og það ætti sumstaðar að
sjást til sólar einkum þó um landið
sunnan- og austanvert,“ sagði Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Á
sunnudaginn sagði hann að útlit
væri fyrir hæga vestanátt með skýj-
uðu veðri um landið vestanvert og
með norðurströndinni en þokkalega
björtu í öðrum landshlutum.
16
Heimild: Veðurotofa Islanda
(Byggt é veðurapá.kl. 16.15 (gœr)
ÍDAGkl. 12.00