Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 fclk f fréttum NAM Nýútskrifaður Danaprins Jóakim, yngri sönur Margrétar Danadrottningár og Hinriks prins, útskrifaðist frá Næsgaard- landbúnaðarskólanum í Danmörku um miðjan júlí. Þeir 55 nemendur sem voru brautskráðir höfðu allir köflóttar derhúfur á höfðinu og átti prinsinn þá hugmynd. Ekki vit- um við hvort nemendur skólans eru vanir að bera höfuðföt við útskrift- ina, en getum leitt að því að svo sé ekki. Jóakin er sagður all ánægður með einkunnina og kveðst feginn að prófín séu að baki. „Ég er að hugsa um að fara í frekara nám, en fyrst ætla ég að njóta lífsins, þótt það snúist ekki eingöngu um að sitja með fætuma upp í loft og glas í hendinni," sagði hann i sam- tali við Politiken. Prinsinn fer fyrst í frí til Frakk- lands, þar sem fjölskyldan á býli, en síðan hefst vinnan á Schacken- borg á Suður-Jótlandi, þar sem Jóa- kim rekur stórt bú. Margrét hertogaynja af Argyll, sem var þátttakandi í einhveiju mesta skilnaðar- hneyksli í Bretlandi á þessari öld, er látin. Skírnamafn hertogaynjunnar var Ethel Marg- aret Whigham og var hún af ríku foreldri en faðir hennar auðgaðist á textíliðnaði. Cole Porter fjallaði um hana í einu vinsælasta lagi sínu, You’re the Top. Hún varð fræg beggja vegna Atlantsála er hún giftist fyrsta sinni golfkappanum og verðbréfamiðlaranum banda- ríska Charles Sweeny. Kunnust varð hún þó er hún skildi við annan eiginmann sinn, hertog- ann af Argyll, en þau felldu hugi saman í lest frá París til Lundúna. í dómi í skilnaðarmálinu var henni lýst sem lausgirtri drós og þyrfti marga menn til að svala fýsnum hennar. Eitt helsta sönnunargagnið í málinu var mynd af hertogaynjunni í ástarbríma með friðli sínum og skýldu þijár perlufestar nekt hennar. Mynd- in var tekin í baðherbergi hennar og sást ein- ungis neðri hluti líkama elskhugans. Gekk hann undir nafninu „Höfuðlausi maðurinn" og hefur enn ekki verið upplýst hver var þar á ferð. Hertogaynjan átti í kostnaðarsömum máia- ferlum á seinni árum auk þess sem henni hélst illa á fé. Fyrir nokkrum árum varð hún hart- nær gjaldþrota og er talið að það hafi stuðlað að vanheilsu hennar. Hún var áttræð er hún lést á mánudaginn var á hjúkrunarheimili í London. Reuter Hertogayiy'an af Argyll er látin en hún öðlað- ist heimsfrægð er eiginmaður hcnnar krafð- ist skilnaðar fyrir dómstólum vegna framhjá- halds hinnar fögru konu sinnar. Claudia sem hefur lengi neitað því að vera í ástarsambandi með Albert Mónakóprins hyggst gift- ast Julio Bocca, að því er fregnir herma. ANDLÁT Lausláta hertogaynjan FYRIRTÆKI Þeir voru samein- ingartákn Flugieiða Margrét Danadrottning brosir hér stolt til Jóakims prins sem ber höfuðfatið með prýði. Þeir Amaldur Halldórsson og Kristinn Ásgeirsson, sem nú eru 22ja ára, hittust síðast þegar þeir voru tólf ára og þar áður að- eins tveggja ára gamlir. Þegar þeir hittust að þessu sinni og síðast var það fyrir tilstuðlan Morgunblaðsins og Flugleiða. Sjálfír gera þeir grín að því að eftir 50 ár muni þeir enn hittast og fá mynd af sér í Morgun- blaðinu. Þeir hefðu eflaust ekki þekkt hvor annan ef þeir hefðu hist á götu, en greinilegt var að þeim þótti gaman að uppátækinu. Léku í auglýsingu 2ja ára Forsaga málsins er sú, að þegar Loftleiðir og Flugfélag íslands sam- einuðust fyrir 20 árum vom tveir 2ja ára guttar fengnir til að vera með í auglýsingum á vegum fyrir- tækisins. Annar, Amaldur Hall- dórsson, er sonur Halldórs Guð- mundssonar sem þá starfaði hjá GBB auglýsingstofunni og sá um auglýsingaherferðina. Hinn, Krist- inn Ásgeirsson, átti frænda sem starfaði á sömu stofu. Vom þessir tveir valdir úr hópi nokkurra drengja sem til greina komu. Vilja safna heimildum Að vonum muna þeir ekki eftir myndatökunum, nema það sem þeir hafa séð á prenti og á fílmu. „Það hefur vaknað áhugi hjá mér nú á seinni ámm að sanka að mér öllum myndunum. Ég gerði heiðarlega til- raun til þess að leita að sjónvarps- auglýsingunum, því þær eiga að vera til á fílmum," sagði Kristinn. „Á tímabili, hélt maður fyrir augun þegar auglýsingarnar birtust í sjón- varpinu eða reif myndirnar út úr blöðunum. En núna hefur maður gaman af því að sjá þetta." Undir þetta tekur Amaldur og segir að löngu eftir að auglýsing- arnar vom hættar að birtast var verið að ganga til hans og spyija: Varst þú ekki í Flugleiða-auglýsing- unni? — Lékuð þið í fleiri augiýsingum eftir þetta? „Nei, það varð ekkert meira í kringum þetta hjá mér, þó svo að áhuginn hafi svo sem verið fyrir hendi,“ svarar Kristinn. Öðm máli gegndi með Arnald. „Jú, ég lék í Claudia Schiffer segir að hún hafi aldrei ætlað sér að verða sýningar- stúlka. Það voru örlögin sem réðu því, segir hún. Morgunblaðið/HF Arnaldur Halldórsson (t.v.) með gömlu Loftleiðahúfuna og Kristinn Ásgeirsson með Flugfélagshúfuna. Á milli þeirra er Elvar Þór Frið- riksson 3ja ára með Flugleiðahúfu. Auglýsingarnar frá Flugleiðum vöktu mikla at- hygli fyrir 15-20 árum og margir muna ennþá eftir þeim " Arnaldi Halldórssyni (t.v.) og Kristni Ás- geirssyni. mörgum auglýsingum þegar ég var yngri, en það er sjálfsagt vegna tengsla minna við auglýsingastof- una.“ Háskólanám og Ijósmyndun — En hvað skyldu ungu menn- irnir hafa fyrir stafni nú? Kristinn lauk prófí frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti fyrir ári og hefur starfað sem sölumaður hjá Kötlu. Hann stefnir á .stjóm- málafræði í Háskólanum í haust. Arnaldur er hins vegar að læra ljós- myndun og hefur af þeim sökum dvalist bæði í London og París. Nú liggur leiðin til New York, þar sem hann býst við að ljúka námi eftir tvö ár. HJÓNABAND Brúðkaup Sýningarstúlkan Claudia Schiffer, sem gegnum tíðina hefur verið orðuð við Albert Mónakóprins, er sögð hafa tekið bónorði — ekki Al- berts heldur balletstjörnunnar Julio Bocca. Þau munu hafa hist í veislu nokkurri í Buenos Aires og líkt og leikkonan Júlía Roberts og söngvar- inn Lyle Lovett munu þau hafa gert upp hug sinn á örfáum vikum. Eða svo segir sagan. Þó eru ekki nema í vændum? nokkrir mánuðir síðan hún sagði við fjölmiðlafólk þegar verið var að orða hana við Albert, að eins og allir vin- ir hennar vissu þá væri hún of ung til að gifta sig strax. Auk þess væru þau Aibert bara vinir. Hún sagði ennfremur að þegar þar að kæmi vildi hún giftá sig í hvítum kjól í kirkju og halda veislu fyrir fjölskyldu og vini. Allar líkur eru á því að Claudia haldi áfram sýningarstörfum, því hún segist hafa unun af starfínu. Hún hafi þó aldrei ætlað sér að verða módel og það hafí komið flestum sem þekktu hana á óvart þegar hún hóf störf, því hún kveðst hafa verið mjög feimin og óframfærin á yngri árum og það eimi eftir af því ennþá. „Það er þó kannski ekkert verra,“ segir hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.