Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 3 Sala á undanrennu og léttmjólk eykst SALA á undanrennu og léttmjólk hefur aukist á síðustu árum á kostnað nýmjólkurinnar, að sögn Baldurs Jónssonar, fram- kvæmdasljóra sölusviðs Mjólkursamsölunnar. Þá hefur sala á ijóma aukist á sama tíma og segir Baldur að líklegasta skýr- ingin á því sé að meira sé notað af honum í matargerð en áður. Baldur segir að sala á ný- mjólk, léttmjólk og undanrennu í heild hafi staðið í stað undan- farin fimm ár en léttmjólk og undanrenna hafi sótt á og séu þessar tvær tegundir nú um helmingur af heildarsölu þess- ara þriggja tegunda. Mjólkur- samsalan selji árlega um 27 milljónir lítra af mjólk og hafi gert undanfarin fimm ár. Sem dæmi um aukningu í sölu á léttmjólk og undanrennu má nefna að árið 1988 seldi Mjólkursamsalan á sínu sölu- svæði um 6 milljónir lítra af léttmjólk og um 1,9 milljónir lítra af undanrennu. Árið 1992 voru 9 milljónir lítra af létt- mjólk seldar og um 2,9 milljón- ir lítra af undanrennu. Árið 1988 seldi Mjólkursamsalan um 18,5 milljónir lítra af nýmjólk en á síðasta ári hafði salan fall- ið niður í um 14,8 milljónir lítra. Baldur segir að gífurleg aukning hafi orðið í sölu á ýmiss konar sýrðum mjólkur- vörum með ávaxtabrögðum, svo sem jógúrti, þykkmjólk og ABT mjólk. „Fólk hefur í raun ekki minnkað mjólkurneyslu heldur hefur það fært neyslu sína yfir í aðrar mjólkurvörur. Hins veg- ar hefur mikil aukning á neyslu gosdrykkja, ávaxtasafa og þess háttar drykkja, sem telja má að keppi óbeint við mjólkur- drykki, óneitanlega haft ein- hver áhrif á sölu mjólkur," seg- ir hann. Þá segir Baldur að neysla á ijóma hafi aukist þó nokkuð undanfarin ár. Mun meira virð- ist vera notað af honum í mat- argerð nú en áður. Time fjallar um sólóplötu Bjarkar Tímabært að Island komist á poppkortið YIKURITIÐ Time fjallar í nýj- asta tölublaði sínu um söngkon- una Björk Guð- mundsdóttur. Undir fyrirsögn- inni „Með ástar- kveðju frá Is- landi“ segir blað- ið að þótt Island hafi hingað til ekki komið í hug- ann þegar nefnd eru lönd sem framkallað hafa poppstjörnur þá sé að verða breyt- ing þar á. Klausan um Björk er aðalefnið á „Fólks í fréttum“- síðu blaðsins. Þar segir: „Nefnið þau lönd sem framkall- að hafa poppstjöm- ur. Kemur Island í hugann? Líklega ekki, en e.t.v. er tími til kominn. Björk, 27 ára gömul, fyrrverandi aðalsöngvari íslensku rokksveitar- innar sérvitru, Sykurmolanna, hef- ur nú gefíð út kraftmikla sólóplötu sem kallast Debut. í annarri viku eftir útgáfu komst hún upp í 6. sætið á breskum vinsældalistum. Þetta er sú fyrsta sem „inniheldur mín lög,“ segir hún, „tónlistina sem hljómar í huga mér.“ Björk hefur ekki bara sagt skilið við Molana heldur er hún nú flutt frá Reykja- vík til London til að auka eigin hróður (þótt hún hafí reyndar fellt niður hið hljómfagra, torskilda eft- irnafn sitt, Guðmundsdóttir). Björk er dökkhærð og skáeyg og var uppnefnd „Kínastelpan“ af skólafé- lögum sínum. En sjálf segir hún að útlit sitt gerist ekki öllu íslensk- ara. Ýkt.“ Tveir teknir með fjög- ur kíió af fíkniefnum TVEIR menn voru handteknir í Leifsstöð sl. sunnudag en á öðrum þeirra fundust 3 kg af hassi og 900 g af amfetamíni. Mennirnir voru að koma frá Amsterdam en efnið fannst við tollskoðun. Að sögn fíkniefnalögreglunnar er annar mannanna rúmlega fímm- tugur en hinn á fimmtugsaldri. Fíkniefnin fundust innanklæða á öðrum þeirra en sá hefur ekki kom- ið við sögu fíkniefnalögreglunnar áður. Félagi hans mun hinsvegar þekktur hjá lögreglunni. Báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. ágúst. Málið er í rannsókn. Á mánudagskvöldið fundust svo 1.100 grömm af hassi í Flugleiða- vél. Verið var að þrífa vélina er hassið fannst í læstri hirslu sem starfsfólk hefur aðgang að. Það mál er einnig í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.