Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 16

Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 Starfsmenn Stíg’amóta verða á þremur útihátíðum um verslunarmannahelgina Mikil þörf fyrir ráðgjöf á hátíðum STlGAMÓT, samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, ætla að senda ráðgjafa um verslunarmannahelgina á þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum, á útihátíð á Eiðum og í Þórsmörk. Að sögn aðstand- enda Stígamóta er nauðsynlegt að vera til staðar fyrir fólk, sem lendi í kynferðislegu ofbeldi á þessum hátíðum, en í fyrra hafi alls um 20 manns leitað til starfsmanna Stígamóta á þremur útihá- tíðum um verslunarmannahelgina. Þetta er þriðja árið sem Stíga- mót senda ráðgjafa á slíkar hátíðir um verslunarmannahelgina. Þrír ráðgjafar verða á þjóðhátíð fyrir kynferðislegu ofbeldi á þess- í Eyjum og tveir bæði á Eiðum og í Þórsmörk. Dómsmálaráðuneytið hefur veitt Stígamótum 500 þús- und króna styrk til þessa. Þá ætla starfsmenn Stígamóta að selja húfur með slagorðinu Nei þýðir nei Nauðgun er glæpur og rennur ágóðinn til að standa undir kostn- aði vegna útihátíðanna. Starfsmenn Stígamóta segja að aðeins lítill hluti þeirra, sem verði um útihátíðum, leiti til þeirra en það sé mjög nauðsynlegt að hafa fólk á staðnum ef fólk vilji leita sér hjálpar. Þá segja þær að sam- starf við lögreglu á þessum hátíð- um hafi verið gott og einnig beini þeir fólki til Stígamóta ef nauðsyn þyki. Heiðveig Ragnarsdóttir, starfs- maður Stígamóta, segir að fyrsta hjálpin eftir kynferðisiegt ofbeldi Morgunblaðið/Sverrir Ráðgjafar á útihátíðir STARFSMENN Stígamóta, þær Theódóra Þórarinsdóttir, Hólm- fríður Guðmundsdóttir, Bergrún Sigurðardóttir og Heiðveig Ragn- arsdóttir, sem heldur á húfunni, en slíkar húfur verða seldar á þeim útihátíðum þar sem starfsmenn Stígamóta verða um verslun- armannahelgina. sé mikilvægust því best sé að tala um málið sem fyrst. „Það er mik- il þörf fyrir okkur á svona útihátíð- um. Með veru okkar á útihátíðum er fólk farið að gera sér grein fyrir því hvað í rauninni er að gerast þar og svona hlutir koma okkur öllum við,“ segir Heiðveig. Oft leitað aftur til Stígamóta Hún segir að í flestum tilfellum, þar sem um nauðgun sé að ræða á útihátíðum, sé um unglings- stúlkur að ræða en einnig komi það fyrir að unglingsdrengir verði fyrir kynferðislegu ofbeldi, þó þeir leiti síður hjálpar. Unglingar leiti oft og tíðum aftur til Stígamóta eftir hátíðimar til að leita sér frek- ari hjálpar. „Unglingar, sem verða fyrir svona hræðilegri reynslu, vilja gleyma því sem gerðist og vilja oft ekki tala um það fyrr en þó nokkru seinna. Unglingum finnst það oft vera þeim sjálfum að kenna ef eitthvað slíkt kemur fyrir, sérstaklega ef þeir hafa dáið áfengisdauða eða eitthvað slíkt,“ segir hún. Lögreglan, Umferðarráð og Bifreiðaskoðun íslands hvetí’a ferðafólk til að sýna öryggi í akstri Hagnýtar upplýsingar fyrir ökumenn í Ferðafélaganum ÍÞRÓTTASAMBAND lögreglumanna hefur í samstarfi við Umferð- arráð gefið út upplýsingabæklinginn Ferðafélagann tíunda árið í röð en að sögn útgefenda er að finna í honum ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir ökumenn, sem eru á ferð um landið. Lögreglu- þjónar munu dreifa ritinu í bifreiðar, sem stöðvaðar verða við helstu þjóðvegi landsins í dag og á morgun föstudag. Lögreglan mun verðlauna þá, sem sýna gott fordæmi í umferðinni. Bifreiða- skoðun íslands mun einnig taka þátt í þessu átaki með því að dreifa sérhönnuðum Opal-pökkum með ábendingum tengdum umferðinni. Umferðarráð mun starfrækja upplýsingamiðstöð alla næstu helgi. Morgunblaðið/Sverrir Ferðafélaginn kynntur KARL Ragnars, framkvæmdasljóri Bifreiðaskoðunar íslands, Ragnheiður Daviðsdóttir frá íþróttasambandi lögreglumanna og Sigurður Helgason, Umferðarráði, kynntu í gær Ferðafélagann. Ragnheiður Davíðsdóttir hjá íþróttasambandi lögreglumanna segir að lögreglan muni gera sitt til að bæta umferðaröryggið þessa mestu umferðarhelgi ársins. „Við í lögreglunni ætlum að venju að fylgjast vel með umferðinni á land- inu en markmiðið með dreifingu Ferðafélagans er að sinna mikil- vægu forvamastarfi og sýna landsmönnum betri hlið lögregl- unnar,“ sagði Ragnheiður. „Við munum ennfremur verð- launa ökumenn, sem sýna gott fordæmi í umferðinni og aka bif- reiðum þar sem öll öryggistæki eru í notkun og í fullkomnu lagi og þeir hinir sömu geta átt von á óvæntum glaðningi.“ Að sögn Ragnheiðar verður upplagi tíma- ritsins, um 7.500 eintökum, dreift á nær allar lögreglustöðvar á land- inu. Hagnýtar upplýsingar Útgefendur segja að efni tíma- ritsins sé _ á margan hátt mjög gagnlegt. í því megi finna upplýs- ingar um allt, sem við kemur skoð- un og skráningu bíla. Einnig eru kynntar nýjungar í starfi lögregl- unnar og leiðbeiningar má finna um skyndihjálp og akstur yfir ár og vötn. Sýnt er fram á áhrifa- mátt bílbelta og loks má finna leiðbeiningar Náttúruverndarráðs hvernig ganga skuli um viðkvæma íslenska náttúru. Tímaritið er hannað fyrir alla fjölskylduna og í því má finna skemmtiefni bæði fyrir börn og unglinga. Varast ber framúrakstur Umferðarráð mun um verslun- armannahelgina starfrækja upp- lýsingamiðstöð, sem mun starfa i nánu samstarfí við lögreglu um allt land. Starfsmenn ráðsins munu aukinheldur koma inn í dagskrá útvarpsstöðvanna og segja frá umferð í einstökum landshlutum og benda á ýmislegt, sem betur megi fara í akstri. Sigurður Helga- son hjá Umferðarráði segir að markmiðið sé fyrst og fremst að leiðbeina ökumönnum. „Við vörum sérstaklega við framúrakstri, sem valdið getur mjög alvarlegum slys- um. Við verðum vinna að því að bæta umferðina og það gerum við aðeins með samstilltu átaki,“ sagði hann. Sorgarslagur Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar eftir Erlend Sveinsson í kjölfar fréttar Morgunblaðsins í gær, þar sem segir frá samskiptum stjórnar Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar og Pauls Zukofskys, sem verið hefur stjórnandi hljómsveitar- innar frá upphafi, óska ég eftir að Morgunblaðið komi eftirfarandi at- hugasemd á framfæri. I frétt blaðs- ins er ég einn nafngreindur af með- limum stjórnar Sinfóníuhljómsveit- ar æskunnar. Af fréttinni má því ráða að ég hafi átt hlutdeild að því, ásamt öðrum stjórnarmönnum, að segja Paul Zukofsky upp störf- um. Þessu er ekki þannig farið. Ég sagði mig úr stjórn Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar, þegar ekki tókust samningar um ráðningu hans til næstu 5 ára á stjórnar- fundi hinn 16. júní sl. Ég hafði áður tilkynnt bæði Paul Zukofsky og stjórn Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar að ég hygðist standa og falla með þeirri samningagerð, sem mér hafði tekist að koma í kring á sama tíma og samskipti stjórnarinnar og Paul Zukofskys voru orðin svo stirð að aðilar gátu ekki talast lengur við. Of langt mál yrði að rekja að svo stöddu ástæður þessa sorglega ástands. En að gefnu tilefni er rétt að fram komi nú, að mér og Paul tókst á endanum að koma saman texta bæði að samningi og bréfi, sem var til þess fallið að leysa þann hnút, sem samskipti stjórnar og Pauls voru komin í. Vegna þess sem á undan var gengið og þeirrar miklu vinnu, sem lögð var í gerð þessa samningstexta, var um það að ræða að samþykkja skjölin, eins og þau lágu fyrir án breytinga. Áður en að ákvörðunartöku kom kynnti ég hveijum stjórnarmanni fyrir sig samningsniðurstöðuna og studdi samningsgerðina skriflegum rök- um. Ég gerði einnig nokkrum mönnum, sem Paul treystir og 'stjórnin virðir, grein fyrir þessari þróun mála. Jákvæð viðhorf þeirra hefðu átt að gera stjórninni auð- veldara fyrir að samþykkja samn- inginn. En þegar á hólminn kom varð niðurstaðan önnur. En því fór fjarri að stjórnarmenn væru sam- mála á hinum örlagaríka fundi. Það athyglisverða er, að það voru full- trúar tónlistarskólanna í landinu, sem sögðust ekki geta skrifað und- ir þau skjöl, sem fyrir lágu, Halldór Haraldsson, skólastjóri Tónlistar- skólans í Reykjavík, og Gunnar Gunnarsson, skólastjóri, Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Töldu sig ekki geta varið það fyrir þeim hópi, sem þeir væru fulltrúar fýrir. Fulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Islands, Run- ólfur Birgir Leifsson, hefði setið hjá en ég sem fulltrúi foreldra og Hrafnkell Orri Egilsson, fulltrúi nemenda í Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar, vildum að skrifað yrði und- ir. Þegar það náði ekki fram að ganga sagði ég mig umsvifalaust úr stjórninni á umræddum fundi. Tveir úr hópi fimm réðu úrslitum í málinu. Ástæðan fyrir því að ég gerði ekki grein fyrir úrsögn minni opinberlega í kjölfar niðurstöðu fundarins var sú veika von mín að samningsaðilar myndu sjá að sér næstu daga og því, sem á milli bæri, yrði ýtt til hliðar, annaðhvort fyrir frumkvæði Pauls sjálfs eða eftirsitjandi stjórnarmeðlima. En til þess kom ekki. Síðan munu það hafa verið Halldór, Gunnar og Run- ólfur sem tóku endanlega ákvörðun á „stjórnarfundi" hinn 2. júlí sl., eins og segir í frétt Morgunblaðs- ins, að senda Paul Zukofsky orð- sendingu þess efnis að ekki gæti orðið af frekara samstarfi milli hans og Sinfóníuhljómsveitar æskunnar. Fulltrúi nemenda Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar, Hrafnkell Orri var ekki á þeim fundi. Nemendur hljómsveitarinnar hafa engin áhrif Erlendur Svelnsson „Nemendur hljómsveit- arinnar hafa engin áhrif haft á þessa ákvörðun.“ haft á þessa ákvörðun' og munu flestir ef ekki allir hafa haft fyrstu spurnir af henni við lestur fréttar Morgunblaðsins í gær. Dóttir mín, sem tekið hefur þátt í flestum námskeiðum Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar frá upphafi og er nú á sumarnámskeiði í Áust- urríki, hringdi í mig á dögunum og sagði mér frá því að virtur kennari hennar á námskeiðinu suður þar kannaðist mæta vel við Bandaríkja- manninn Paul Zukofsky. Lýsti hann því í hrifningu fyrir henni, hversu Islendingar væru lánsöm þjóð að fá notið starfskrafta hans. Ólán okkar lá þá ekki fyrir. Við þurfum ekki útlendinga til að segja okkur þetta og sú spurning vaknar hvort við þurfum að láta þetta yfir okkur ganga? Ég læt það ógert nú að kveða upp dóma, en ég tel að í þessu sorglega máli hafa ekki að- eins nokkrir einstaklingar orðið fyr- ir þeirri ógæfu að fara óvarlega með vald sitt og misstíga sig í mannlegum samskiptum, heldur hefur mikil ógæfa hent tónlistarlegt uppeldi íslensks æskufólks, íslenskt tónlistarlíf og menningu. Við höfum hrint frá okkur einum af helstu velgjörðarmönnum þjóðarinnar. Ævintýrið, sem hann skapaði og líkt hefur verið við kraftaverk, hef- ur veirð eyðilagt. Hvað við fáum í staðinn vitum við ekki hvað verður en það sem við höfðum þekkjum við og það mun lifa — í minning- unni. Með hag nemenda Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar í huga vona ég að nú sannist ekki hið forn- kveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. En vegna þeirrar sérstöðu, sem Paul Zukof- sky hafði sem kennari, skapmikill leiðtogi nemenda og samkennara, frumlegur listamaður og síðast en ekki síst íslandsvinur óttast ég að svo muni fara og að framtíð Sinfón- íuhljómsveitar æskunnar sé hér með teflt í tvísýnu. Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður og fyrrverandi stjórnarmaður í Sinfóníu- hijómsveit æskunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.