Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 41
í I I I i I I I I 1 Vj,KWí'Wt* f''*® sn&k B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 41 Colin Jackson. Reuter ■ COLIN Jackson frá Bretlandi setti Evrópumet í 110 metra grinda- hlaupi á alþjóðlegu fijálsíþróttamóti í Sestriere á Italíu í gær. Hann hljóp á 12,97 sekúndum, en fyrra metið sem hann átti sjálfur var 13,04 sekúndur. Heimsmetið virðist vera innan seilingar hjá Jackson, en það á Bandaríkjamaðurinn Roger Kingdom, 12,92 sek. ■ ÁRANGUR Jacksons er mjög góður, sérstaklega þegar það er haft í huga að mótvindur mældist 1,6 m/sek. meðan á hlaupinu stóð. Fyrir mótið höfðu mótshaldarar sagt að hver sá sem setti heimsmet fengi sportbíl af Ferrari gerð að launum, en enginn var svo heppinn. ■ „HINN fullkomni staður til að ná heimsmetinu verður Stuttgart; á heimsmeistaramótinu í næsta mánuði," sagði Walesbúinn Colin Jackson eftir hlaupið. „Það er ekki hægt að segja að ég hefði náð metinu ef ekki hefði verið mótvind- ur. Það er einfaldlega ekki þannig," sagði hann. ■ ÓLYMPÍUMEISTARINN Mark McKoy varð síðastur í hlaup- inu, og fátt virðist benda til þess að hann keppi á HM. Hann neitar að fara á úrtökumót Kanada- manna fyrir mótið, segir það ekki henta sér að fljúga þangað núna. ■ SERGEI Bubka var ansi ná- lægt því að setja heimsmet í stang- arstökki, og krækja sér þar með í Ferrari í Sestriere. í annarri til- raun við 6,14 metra fór hann vel Sir, en rak sig í á niðurleiðinni. Hg QUINCY Watts frá Bandaríkj- unum, Ólympiumeistari í 400 metra hlaupi, kunni vel við sig i þunna loftinu í Sestriere og náði þriðja besta tíma ársins í 400 metra hlaupi, 44,13 sek. ■ FRANKIE Fredericks frá Namibíu fann sig líka vel og sigr- aði bæði í 100 og 200 metra hlaupi. ■ HEIKE Drechsler tapaði óvænt í langstökki, stökk aðeins 7,12 metra meðan landa hennar Susen Tiedtke stökk 7,19 og sigr- aði. Drechsler kunni ekki eins vel við sig nú í Sestriere og fyrir ári, þegar hún stökk 7,63 metra og setti nýtt heimsmet. ■ MELVIN Stewart, heimsmet- hafi og fyrrum Ólympíumeistari { sundi, sigraði í 200 metra flugsundi á bandaríska meistaramótinu í sundi. Stewart hafði tekið sér árs- hlé frá sundinu eftir Ólympíuleik- ana í Barcelona og reynt fyrir sér sem leikari. Hann hafði lítið æft fyrir mótið og kom árangur hans því á óvart, honum ekki síst. ■ STEWART hefur lýst þvi yfir að hann ætli að keppa á Ólympíu- leikunum 1996, í Atlanta í Banda- ríkjunum. ■ JAVIER Sotomayor frá Kúbu sem setti nýtt heimsmet í hástökki á þriðjudaginn, er sannfærður um að enginn að núverandi keppinaut- um hans muni bæta metið. „Þetta met mun standa um nokkur ár, nema það sé einhver óþekktur tán- ingur sem er að gera góða hluti einhversstaðar og ég veit ekki um,“ sagði Sotomayor. KNATTSPYRNA Stórsigur Stjöm- unnar á Dalvík Stjarnan mætir Akranesi í úrslitaleik bikarkeppni kvenna „ÞAÐ var mikil barátta í byrjun leiksins og taugaspenna, en þegar við fórum að skora kom munurinn á liðunum í Ijós og sigur okkar var auðveldur," sagði Laufey Sigurðardóttir, sem stjórnaði Stjörn unni til sigurs á Dalvík, 1:6, í undanúrsiitum bikarkeppni kvenna í gærkvöldi. Stjarnan leikur því í fyrsta skipti til úrslita um bikar- inn; mætir bikarmeisturunum frá Akranesi, fyrrum félögum Laufeyjar. „Það verður gaman að leika gegn mínum gömlu félög- um í úrslitaleiknum, sem verður án efa spennandi,11 sagði Laufey. Dalvíkurstúlkurnar veittu Stjömustúlkum harða keppni til að byrja með, en eftir að Guðný Guðnadóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 20. Anton mín., komu tvö önn- Benjamínsson ur strax {kjölfarið — skrífar Elísabet Sveinsdótt- ir og Guðný skoruðu mörkin á 23. og 25. mín., og þá var sigur Stjörn- unnar í öruggri höfn. Ásgerður Ingibergsdóttir bætti fjórða mark- inu við fyrir leikhlé. Seinni háfleik- ur var vart byijaður þegar Laufey Sigurðardóttir skoraði, 0:5, og á 65. mín. skoraði Guðný Guðnadótt- ir sitt þriðja mark, 0:6. Mínútu síð- ar skoraði Dalvík sitt eina mark og var það Helga Eiríksdóttir að verki úr vítaspyrnu. Yfírburðir Stjörnunnar vom miklir og kom munurinn á 1. og 2. deild í ljós í leiknum í snerpu, knatttækni og styrk. Aðalbjörg Hólm Stefánsdóttir, markvörður Dalvíkinga, kom í veg fyrir að Stjaman skoraði fleiri mörk. Þá lék Iris Gunnlaugsdóttir vel í baráttu- glöðu liði heimamanna. Stjörnuliðið var jafnt, en Laufey Sigurðardóttir stjómaði leik liðsins á miðjunni eins og herforingi. „Eg er stolt af stelpunum, þrátt fyrir tapið. Þær börðust mjög vel, en reynslan hafði mikið að segja,“ sagði Þórunn Sigurðardóttir, þjálf- ari og leikmaður Dalvíkurliðsins, en hún er sú eina sem áður hefur leikið í undanúrslitum keppninnar. Morgnnblaðið/Golli Guðný GuAnadóttir sækir að marki Dalvikinga, en þær Iris Gunnlaugsdóttir og Jónína Jónsdóttir eru til varnar og ekki tilbúnar að sleppa Guðnýu að marki sínu. Guðný var á skotskónum og skoraði þijú mörk fyrir Stjörnuna. GOLF / LANDSMOTIÐ 3. FLOKKUR Július sterkari í einvígi JÚLÍUS Steinþórsson úr Golf- klúbbi Suðurnesja varð fyrsti sigurvegari landsmótisns, en hann sigraði í 3. flokki karla eftir mikla og spennandi keppni við Magnús Gunnars- son úr Golfklúbbi Reykjavíkur. mr pg er auðvitað mjög ánægður ■■ með sigurinn og það sem var fyrir mestu var að þetta var jafnt og spennandi allan tímann, Við Magnús vomm jafnir eftir fyrri níu holurnar og vorum sjö höggum á undan næsta manni þannig að þetta var einvígi í lokin og hafðist ekki fyrr en á síðustu holunni," sagði sigurvegarinn ánægður að aflokn- um skemmtilegum en erfiðum hring. Það má segja að það hafi verið taugastíð á milli þeirra á seinni níu. Morgunblaðið/Óskar S. Júlíus Steinþórsson. „Ef marka má púttin sem við vomm að missa þá voru þetta örugglega taugamar. Það vom mörg pútt sem við misstum en hefðu átt að fara niður við eðlilegar kringumstæður. Annars gekk þetta upp og niður hjá mér í mótinu og í dag var sér- staklega erfítt því það var hvasst og kalt, en það skánaði þó undir kvöldið," sagði Júlíus sem tók í fyrsta sinn þátt í landsmóti og sag- ist ætla að mæta á næsta mót að ári. Magnús Gunnarsson úr golf- klúbbi Reykjavíkur varð í öðru sæti og var tiltölulega ánægður með það. „Ég er nokkuð ánægður með spilamennskuna nema hvað pútter- inn minn fór að svíkja mig um tíma. Ég úórpúttaði á tveimur holum í röð, á þrettándu holu og þeirri fjórt- ándu. Fyrir utan það var þetta í nokkuð góðu lagi,“ sagði Magnús. Lewis látinn Reggie Lewis, fyrmm fyrirliði Boston Celtics, er látinn. Lewis sem fékk aðsvif í leik með Boston fyrir þremur mánuðum, 29. apríl, og hneig niður, lék ekki með Boston eftir það. Við rannsókn þá kom í ljós að hann var með hjartagalla og honum ráðlagt af þijátíu hjartasérfræð- ingum á sjúkrahúsi í Boston að hætta að leika körfuknattleik. Lewis leitaði á annað sjúkrahús, þar sem honum var tjáð að það væri allt í lagi fyrir hann að leika körfuknattleik. Það kom fram á þriðjudaginn, að það var ekki rétt, því að hann hneig nið- ur þegar hann var að leika sér að skjóta að körfu og lést. Lewis, sem var 27 ára, er annar kunni leikmaðurinn í NBA-deildinni sem hefur látist á stuttum tíma. Serbinn Drazen Petrovic hjá New Jersey Nets lést í bifreiðaslysi á hraðbraut í Þýskalandi 7. júní. Lewis var stigahæsti leikmað- ur Celtic sl. tvö ár. Hann skor- aði að meðaltali 20.8 stig í leik. ■ FRANK Rijkaard ákvað í gær að ganga til liðs við sitt gamla fé- lag Ajax, eftir að hafa leikið með AC Milan. Rykaard, sem er 30 ára, skrifaði undir tveggja ára samning og sagðist ætla að ljúka knattspyrnuferli sínum með Ajax. M SPÆNSKA knattspymufélagið Real Madrid ætlar að kaupa sló- venska miðjumanninn Petr Dubowski, sem er 21 árs. Hann hefur undanfarið leikið með Slovan Bratislava. Brasilíski vamarmað- urinn Claudemir Vitor, sem einnig er 21 árs, er kominn til Real Madrid frá San Paulo, en spænski landsliðsmaðurinn Rafael Alkorta er farinn frá Real til Athletic Bilbao. ■ HOLLENSKI landsliðsmiðheij- inn Peter van Vossen, sem hefur leikið með Anderlecht hefur gert þriggja ára samning við Ajax. ■ NIl Lamptey frá Gana, sem hefur verið í herbúðum And- erlecht, er í láni hjá Eindhoven. Hann skoraði tvo mörk þegar félag- ið gerði jafntefli, 2:2, við Antwer- Sen um sl. helgi í vináttuleik. I RONNIE Whelan, fyrrum fyr- irliði Liverpool, sem átti við meiðsli að stríða sl. keppnistímabil, hefur skrifað undir nýjan samning, sem gefur honum aðeins laun fyrir hvern leik sem hann tekur þátt í. Samn- ingurinn verður endurskoðaður um áramót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.