Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JULI 1993 19 Afmæliskveðja Guðrún Nielsen sjötíu ára Það er enn sólmánuður er ég sest niður til þess að færa á blað til birtingar í fjölmiðli frásögn um hlédræga forystukonu. Hún verður sjötíu ára í dag. Þrátt fyrir aldurinn og veikindi, sem hafa valdið henni ama, ber hún reisn íþróttakonunnar og léttleika á fæti. Einmitt þegar ég skrifa þetta, og sé fyrir mér hið sjötuga afmælis- barn, þar sem það á gervigrasvellin- um í Laugardal í vor sagði fyrir með hvetjandi rödd og mjúkum hreyfingum leikdans, koma maríu- erlurnar, hjón með tvo fleyga unga inn á grasflötina framan við skrif- stofugluggann. Það er rakt á eftir langþráða regnskúr og árdegis- geislar sólar verma. Ég legg frá mér pennann og horfi á eltingaleiki við skordýr á flugi og á hlaupum. Kvabbflug og hlaup unganna. Frá BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja hefur ákveðið að láta gera könn- un á því hvað Vestmannaeyingar greiði í styrki til landbúnaðar og hvað þeir myndu spara mikið með því að kaupa landbúnaðar- vörur á heimsmarkaðsverði, frekar en á islenzku verðlagi. Þetta var samþykkt á fundi bæj- arstjórnar síðastliðinn fimmtu- dag, að tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. í samþykkt bæjarstjórnarinnar er bæjarstjóra falið að fá Hagfræði- stofnun Háskólans til að kanna „hvað íbúar Vestmannaeyjabæjar greiða í styrk til landbúnaðar og njóta hans ekki sem framleiðendur, þar sem mjög lítill landbúnaður er í Vestmannaeyjum og fara Vest- mannaeyingar á mis við svonefndan framleiðendaábata, þar sem þeir eru eingöngu neytendur.“ Vestmannaeyingar í samkeppni í greinargerð með tillögunni seg- ir að Vestmannaeyingar framleiði eingöngu afurðir til útflutnings og þurfi að keppa við aðrar þjóðir um að geta selt framleiðslu sína á fijálsum markaði. „Það er því mjög mikilvægt fyrir Vestmannaeyinga, að þeir hafi kost á því að kaupa sínar helztu nauðsynjar sem ódý- rastar og ekki ósanngjarnt að það sé á heimsmarkaðsverði," segir þar. þessu amstri bregða erluhjónin sér á bylgjótt lotuflug upp á milli tijánna. Af augsýnilegri lífsgleði snúast erlurnar hvor um aðra. Kast- ast hærra, sendast til hliða, falla með fellda vængi, ýfa hami, hnykkja stélum, fetta bök, glenna upp gogga, tísta og stöðvast nær bringu við bringu á andófsflugi. En sú lífsgleði, sem túlkaðist eða var notið í fijálsum, mjúkum, snöggum og óþvinguðum hreyfing- um. Ég þakka erlunum þessar morg- unathafnir, sem voru mér upplifun og minna á konuna sem ég á að skrifa um sjötuga. Ég man hana í fimleikahópi Glímufélagsins Ár- manns, sem Jón Þorsteinsson stjórnaði á sýningu áður en hann hélt til Finnlands 1947. Ég minnist hennar sem stjórnanda stúlkna- Sigurður Einarsson, formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum, segir að könnun Hagfræðistofnunar á þessu máli yrði einkum ætluð til þess að vekja athygli á hinu háa verði landbúnaðarvara. „Okkur hef- ur oft fundizt að umræður um tengsl okkar við ýmis alþjóðasam- tök snúist einkum um að vernda innlendar atvinnugreinar fyrir inn- flutningi. Það gleymist þá kannski í hita leiksins að hugsa um að við þurfum að tryggja útflutningi okkar markað og þá erum við að keppa við sambærilegar vörur, sem njóta ýmislegrar verndar í löndum sem við flytjum til,“ sagði Sigurður. Tillagan var samþykkt í bæjar- stjórn með sjö atkvæðum, sex at- kvæðum sjálfstæðismanna og at- kvæði annars fulltrúa Alþýðu- flokks, en hinn bæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins og fulltrúi Alþýðu- bandalagsins sátu hjá. flokks Ármanns sem sýndi á Ling- hátíð í Stokkhólmi 1949. Mér er enn glögg í huga minning frá leik- fimisýningu sem Guðrún stóð fyrir í anddyrisskála Lauganesskóla. Hún lét þar stúlkur tengja hreyfing- ar við hljóðfall hinnar stórbrotnu hljómkviðu Hnotubijótsins. Þar hygg ég að hún hafi náð best fram löngum, líðandi mjúkum hreyfing- um með stúlkum innan við ferm- ingu. Hún náði fram frábærri færni hjá stúlknaflokki Ármanns, sem hún ferðaðist með til Noregs 1958. Þessar stúlkur höfðu um langt skeið æft hjá Guðrúnu og hún náð að tileinka sér áhrif frá fínnska fim- leikafrömuðinum Hilmu Jalkanen og fella að sínum vinnuaðferðum. Áður en þær urðu fullmótaðar hefur Guðrún orðið að skoða náið viðhorf sín til ýmissa áhrifa, þó einkum þeirra, sem hún varð fyrir sem iðk- andi frá Jóni Þorsteinssyni, sem til- einkaði sér alþýðuleikfimi Níelsar Bukh og þá sem nemandi hjá Birni Jakobssyni, sem hafði þróað sér- staka leikfimi kvenna, sem hann leiddi með því að leika á fíðlu. Guð- rún hafði náð alþjóðlegum tökum á sérstæðum hópæfíngum kvenna- fimleika er hún varð að hætta æf- ingastjórn og þjálfun hjá Glímufé- laginu Ármanni, sem hún þá hafði haft með höndum í tólf ár. Þessari stöðvun olli alvarlegur sjúkdómur, sem hún vann bug á. Áhugastörfum á sviði iþrótta hætti Guðrún ekki fyrir fullt og allt. Hún tók að sér forsögn um leikfimi aldraðra árið 1979. Hún sá, að fyrir aldraða þurfti að koma á víðtækri íþróttaiðkun. Bæði fyrir þá, sem bjuggu á stofnunum, sem og þá er dvelja á einkaheimilum. Hún kynnti sér störf að slíku í Danmörku og vann síðan að eflingu þeirra hér með því að gangast fyrir stofnun félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, sem í sjö ár hefur hjálpað til að líkamsæfingar séu iðkaðar á stofnunum aldraðra, efnt til námskeiða fyrir leiðbeinendur þeirra iðkana, efnt til sunddaga, ratleikja, útivistardaga og sælu- vikna. Guðrún hefur verið formaður félagsins frá stofndegi og gengið rösklega fram um að starfað sé og ekki dregið af sér. Vegna ötulleika síns hefur hún verið kosin eða skip- uð í félagsskap íþróttakennara, stjórn Fimleikasambands íslands, íþróttanefnd kvenna hjá ÍSÍ o.s.frv. Guðrún er fædd og uppalin í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Guðrún Ólafsdóttir, bónda að Skeggjastöðum í Gerðahreppi og Jörgen C.C. Nielsen, fæddur í Svendborg í Danmörku, bakara- meistari. Hann starfrækti um ára- bil rómað brauðgerðarhús á Berg- staðastræti í Reykjavík. Systur á Guðrún tvær og tvo bræður. Árið 1951 giftist Guðrún Gunn- ari Guðröðarsyni, sem lengi var kennari við Lauganesskóla en síðar skólastjóri Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Börn þeirra eru Karl jarðeðlisfræðingur og Bergrún hjúkrunarfræðingur, kvænt Gunn- ari vélaverkfræðingi Pálssyni. Eiga þau tvö börn. Þau hjónin Guðrún og Gunnar reistu sér hús að Lerkigrund 2 í Reykjavík þar sem heimili þeirra er nú. Vorið 1945 lauk Guðrún íþrótta- kennaraprófi frá íþróttakennara- skóla íslands. Hún hefur frá því að skólanámi lauk sótt námskeið í sín- um fræðum, að ég hygg árlega, innanlands eða utan og það til síð- astliðins árs. Stöðu íþróttakennara hafði hún við Lauganesskóla frá 1945 og Laugalækjaskóla frá 1961, síðast frá 1979 við Ármúlaskóla. Stundakennslu annaðist hún i Sam- vinnuskólanum og Kvennaskóla Reykjavíkur. Guðrún var í því áliti vegna íþróttakennslu í skólum, að menntamálaráðuneytið skipaði hana tvívegis í nefndir, til þess að semja námsskrár í skólaíþróttum. Á sumrum tók hún að sér sund- kennslu úti á landi í sambandi við framkvæmd sundskyldu. Hvar sem hún var, þá spurði fólkið á þeim stað næsta ár: „Fáum við ekki Guðrúnu aftur“. Þessa minnist ég sérstaklega frá íbúum TálknaQarð- ar. Skólabörnin voru ekki þau einu sem nutu forsagnar kennarans í sundi, leikfimi, leikjum og dansi, heldur þeir eldri, konur og karlar. Þannig var á kennslustöðum, þar sem Guðrún var við störf og þannig er enn í hennar nærveru, starfað af ötulleika og gleði. Við sem höfum notið kennslu og samstarfs við Guðrúnu, óskum henni og fjölskyldu hennar heilla. Þökkum Gunnari eig- inmanni hennar og börnum þeirra umburðarlyndi við okkur sem svo oft höfum ónáðað húsmóðurina. Þorsteinn Einarsson. VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKAN ' FARARBRODDl DRIFBÚHAÐUR ER SÉRGREIN OKKAR!^ou™ optibelt kílreimar - viftureimar - tímareimar REINOLD og OPTIBELT eru leiðandi merki á heimsmarkaði fyrir drif- og flutningskeðjur og reimar. Vörur frá þessum framleiðendum eru þekktar fyrir gæði. Eigum á lager allar algengar stærðir af keðjum, tannhjólum, reimum og reimskífum. Útvegum með skömmum fyrirvara allar fáanlegar stærðir og gerðir. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. Þekking Reynsla Þjónusta RENOLD keðjur og tannhjól FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK S(MI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS ■ VÉLADEILD FALKANS Bæjarstjórn Vestmannaeyja Kannað hvað Eyjamenn greiða til landbúnaðar 1 < V) K 3 Tjaldadagar 1 Skátabúðinni Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 49 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti. -SMRAR FRAMÚR Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45 r'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.