Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 9

Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 9 Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og hlýhug meÖ gjöfum og heilla- skeytum á 70 ára afmœli mínu 6. ágúst sl. Lifið heil. Jakob Sigurðsson, Stóragerði 21. Enn meiri verðlækkun á tilboðsdögum. Póstsendum. X & Z barnafataverslun, Laugavegi 12, sími 62 16 82. SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUMIAR Allar útsöluvörur scm efftlr eru seldar á liálfviröi fimmtudag, fföstudag og laugardag. Guðrún, Rauðarárstíg. NILFISK GM200 NILFISK GM200 hefur nýjan 5-þrepa síunarbúnað og hreinni útblástur en nokkur önnur ryksuga (heldur eftir 99% rykagna stærri en 0,3/1000 mm). GM200 er líka hljóðlátari (58 desibel), kraftmeiri (1150W mótor) og endingarbetri (2000 tímar áður en skipta þarf um kol í mótor). ★ 7m inndregin rafmagnssnúra ★ Innbyggt sogstykkjahólf ★ Aflaukandi kónísk slanga ★ Þægileg sogaflsstilling ★ Rykmælir lætur vita þegar skipta á um poka ★ létt (7,8 kg.) og lipur NILFISK GM200 kostar aðeins kr. 23.150.- 21.990.- staðgreitt og er hverrar krónu virði! /?anix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 VERÐHRUN Stórkostleg verðlækkun á lokaspretti útsölunnar. FIDRII.DID Aukið frelsi -aukin ábyrgð Undanfarinn áratug hefur frjálsræði auk- izt mjög í þjóðfélaginu, m.a. með afnámi hamla í verðlags-, gjaldeyris- og vaxta- málum, svo og hefur dregið úr hvers konar ríkisafskiptum og einkavæðing haldið innreið sína. En auknu frelsi fylgir aukin ábyrgð, ekki sízt fyrirtækja og fjöl- miðla. Þetta segir í grein eftir Finn Geirs- son hagfræðing í Vísbendingu. Hömlum aflétt f nýlegri grein Finns Geirssonar í Vísbend- ingu, sem nefnist „Frelsi og ábyrgð“, segir m.a.: „Á undanförnum tiu árum hefur hömlum ver- ið aflétt í verðlags-, gjald- eyris- og vaxtamálum til samræmis við það sem gengur og gerist í við- skiptalöndum okkar. Jafnframt hafa ríkisfyr- irtæki verið seld og einkaréttur ríkisútvarps- ins afnuminn. Þetta voru umdeildar aðgerðir og í brennidepli stjórnmála- umræðunnar á þessum tíma. Deilt var um það hvort stjómvöld ættu að ákveða verð á vöm og þjónustu fyrir fyrirtæki, skammta fólki gjaldeyri og hvort þau ættu að ákveða vexti. Um þetta er varla lengur deilt, enda hefur verðbólgan þjaðnað, krónan styrkst og ekki verður vart gjaldeyrisútstreymis í meira mæli en eðlilegt getur talist. Engar radd- ir heyrast heldur um að afhenda eigi ríkinu út- varpseinkarétt að nýju. Mönnum finnst auðvitað nóg um hátt vaxtastig en ræða fremur um með hvaða hætti hægt sé á óbeinan hátt að ná þvi niður heldur en um það að afnema frelsi til vaxtaákvarðana. Og enda þótt við séum að ganga í gegnum eitt lengsta stöðnunar- og samdráttartímabil í manna minnum, sem ekki sér fyrir endann á, þá em fáir þeirrar skoð- unar að orsakasamhengi sé á milli þess og aukins frelsis einstaklinga til ákvarðana. Sterkari inn- viðir Þvert á móti má leiða likur að því að frelsið og sú aukna ábyrgð sem þvi óþjákvæmilega fylgir hafi styrkt innviði efnahags- lífsins og menn séu á ýms- an hátt betur til þess falln- ir en ella að glima við þann vanda sem fylgir tekjusamdrætti vegna minni afla og lægra út- flutningsverðs en áður. Dæmi em um að laun i fyrirtækjum hafi beinlínis lækkað þar sem starfs- mönnum var ljóst að ella hefðu þeir misst vinnuna, en slikt hefði þótt óhugs- andi fyrir nokkrum miss- erum. Nýjar leiðir í mat- vöruverslun og gífurleg samkeppni á því sviði hafa stuðlað að lækkun mat- vömverðs og fyrirtæki í ýmsum greinum hafa bmgðist við tekjusam- drætti með sameiningu og hagræðingu. Verðbréfa- fyrirtæki hafa með aukn- um þroska náð að efla spamaðarvitund fólks og þau hafa gert eignaskipti auðveldari en áður var, sem eykur líkur á þvi að fjármunir nýtist betur en ella. Fjölmiðlar em orðnir óbundnari af flokkahags- munum og opinskárri fyr- ir vikið og upplýsinga- streymi er nú greiðara en áður var. Við höfum færst nær alþjóðlegum straum- um í viðskiptum sem eiga eftir að verða enn nánari þegar fólk getur fengið aðgang að helstu gervi- hnattastöðvunum með ódýrum hætti. Mest em þetta breytingar sem stjómmálamenn hafa ekki bryddað upp á. Frelsi og ábyrgð fyrir- tækja Nýfengið frelsi og auk- in ábyrgð fyrirtækja hef- ur jafnframt breytt hlut- verki stjómmálamanna. Það liggur ekki eins beint við og áður að leita til þeirra um sértækar, íviln- andi aðgerðir; þeir hafa einfaldlega ekki sömu völd og áhrif og áður. Stjórnendur fyrirtækja geta í ríkara mæli en áður einungis sjálfum sér og náttúmöflunum um kennt ef hlutirnir ganga ekki að óskum. Og þegar þeir verða að treysta á sjálfa sig em meiri líkur á því að þeir sýni hvað i þeim býr.“ Frelsi og ábyrgð fjöl- miðla „Á sama tíma er ekki síður þörf fyrir áreiðan- legar upplýsingar og ít- arlega greiningu á þeim málefnum sem efst em á baugi hveiju sinni. Vand- aðar og vel ígrundaðar umræður í ræðu eða riti um viðskipti stuðla auk þess að bættu viðskiptasið- ferði og auðvelda mark- vissa og árangursríka ákvarðanatöku. Þær myndu gera sitt til að snúa vöm í sókn til bættra lífs- kj:ira. UmQöllun fjölmiðla um fyrirtæki og viðskipti má gjaman vera uppörvandi og jákvæð; ekki veitir af þegar svartsýni ríkir um horfur í efnahagsmálum. En hún má ekki vera gagnrýnislaus auglýsing fyrir viðkomandi fyrir- tæki eins og allt of oft vill brenna við. Það hjálp- ar engum þegar upp er staðið og getur gert illt verra ef í Jjós kemur að sú mynd sem upp var dregin er ekki sannleik- anum samkvæm. Umfjöll- un af þessu tagi skaðar ekki aðeins viðkomandi fyrirtæki sem tapar trú- verðugleika heldur einnig viðkomandi fjölmiðil fyrir utan að geta valdið við- skiptamönnum þess tjóni." BORGARKRINGLAN 103 Reykjavík. Sími 68 95 25. Metsölublad á hverjum degi! s SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU? Ef A tekur of þrönga vinstri beygju á vegamótum og lendir í árekstri við B, sem er að koma að vegamót- unum, getur A lent í órétti gagnvart B. í 3. mgr. 15. greinar umferðarlaga segir: Við vinstri beygju skal aka sem næst miðju akbrautar og á akbraut með einstefnu eins nálægt vinstri brún og liægt er. Beygjuna skal taka þannig að þegar ökutækið kemur út af vegamótunum sé það hægra megin á akbraut- inni sem beygt er inn á. Sýndu aðgæslu í umferð- inni og haltu þig á réttum stað á akbrautinni. TILLITSSEMl í UMFERDINNI ER ALLRA MÁL. SJÓVÁuÍDALMENNAR AUKhf/ SÍAk116d11-113

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.