Morgunblaðið - 19.08.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 19.08.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Gróðureyðing og uppblástur eftir Krislján Benediktsson það kemur vissulega við hjartað í mér þegar sjónvarpið sýnir rykský- ið yfir Haukadalsheiðinni og frétta- maðurinn segir okkur að hluti af landinu sé að fjúka á haf út. Þetta skeður nokkuð árvisst eftir langvar- andi þurrka og í hvassri norðaust- anátt. Umræður um gróðureyðingu og áhrifavalda hennar hafa verið með mesta móti síðustu vikur og mán- uði. Öfgakenndir sjónvarpsþættir Baldurs Hermannssonar komu vissulega róti á hugi margra og stuðluðu að umræðu bæði manna á meðal og í sjónvarpi. Einn slíkur umræðuþáttur var í sjónvarpinu þriðjudaginn 10. ágúst sl. Slíkir þættir eru mjög af hinu góða sé fjallað um málefnið á fræðandi og öfgalausan hátt. Því miður fór stjórnandinn- offari í umræddum þætti í tilraunum sínum til að koma eigin skoðunum á framfæri og þröngva þeim upp á viðmælend- uma. Það spillti mjög þessum þætti. Þá lágmarkskröfu verður að gera til fjölmiðlanna að þeir feli ekki öðrum að annast svona þætti en þeim sem einhverja lágmarksþekk- ingu hafa í málefninu sem til með- ferðar er. Á það skorti vissulega í þetta sinn. Þáttur sauðkindarinnar Mjög held ég að þáttur sauðkind- arinnar sé ofmetinn þegar íjallað er um gróðureyðingu landsins. Þar eru að mínum dómi aðrir áhrifa- valdar sem mun meira kveður að. Má þar til nefna langvarandi kulda- tímabil, eldgos og síðast en ekki síst skógarhöggið þar sem næstum öllum skógum landsins var eytt á seinni hluta síðustu aldar og í bytj- un þessarar. Skógana voru menn tilneyddir til að nota á öldum áður bæði til eldiviðar og kolagerðar til þess hreint og beint að lifa af. Kolin voru nauðsynleg til að geta hamrað jám í ljái en án þeirra varð heyja ekki aflað. Svona einfalt var þetta í raun og vem. Eyðing skóganna varð hvað mest að talið er á átjándu og nítjándu öldunum enda vom þá mikil harð- indatímabil af og til og stórkostleg eldgos. Þegar skógurinn fór sigldi uppblásturinn í kjölfarið á móbergs- svæðunum þar sem jarðvegurinn er alla jafna laus í sér. Gleggsta dæmið um þetta era uppsveitir Rangárvallasýslu. Þar teygði birki- skógurinn sig áður langt upp í land- ið, allt upp undir Tungnaá. Ég held að engum heilvita manni detti í hug að halda því fram að sauðkindin eigi sök á þeim stór- felldu landspjöllum sem orðið hafa á þessu svæði og náðu áður en við- nám var veitt allt niður undir hið foma höfuðból Odda. Önnur svæði skoðuð Til skamms tíma vom Dalirnir og Strandasýslan hreinræktuð sauðijárhémð og víða ijármörg býli. Frá Holtavörðuheiði að Gilsfirði og „Veikburða gróður og þá sér í lagi nýgræðing- ur á uppgræðslusvæð- um þolir ekki ágang búfjár. Slík svæði verð- ur að friða. En það er eins með grösin og svif- ið í sjónum. Þau eru hluti af lífkeðjunni. Hæfilegt beitarálag bætir landið en spillir því ekki.“ Bitrufirði iiggja^ afréttir þessara sýslna saman. Á heiðunum milli byggðanna hefur sauðfé gengið hvert sumar í u.þ.b. ijóra mánuði. Nú kynni einhver að álykta sem svo að þarna hlyti að vera sviðin jörð eftir allan þennan ágang sauðkind- arinnar. Slík ályktun væri eðlileg hjá þeim sem gagnrýnislaust hefðu horft á þætti Baldurs Hermanns- sonar eða hlustað á lærisvein hans sem stjórnaði sjónvarpsþættinum sem áður er minnst á. Þarna er hins vegar allt öðm vísi um að lit- ast. Að vísu eru skógamir horfnir og lággróður kominn í staðinn. Gróðurþekjan má heita samfelld. í sumar fór ég alllangt inn á eina af þessum heiðum og kynnti mér þetta af eigin raun. Kunnuga menn hef ég spurt um önnur svæði. Þess- Kristján Benediktsson ar heiðar eru utan hins eldvirka móbergssvæðis. Þarna er jarðvegur þéttur og rætur fá því góða festu. Þrátt fyrir mikið beitarálag lítur Iandið og gróðurinn vel út séð með augum ferðamannsins. Grösin hluti lífkeðjunnar Þar sem ég dvaldi í sveit á 4. áratugnum vom afréttarlönd frem- ur þröng. Þar voru þó 6-8 þúsund fjár í sumarhögum. Oft hef ég skoð- að þessi afréttarlönd síðan. Þarna er að vísu færra fé í högum en áður var. Ekki verður hins vegar annað séð en gróðurinn haldi vel hlut sínum gagnvart sauðkindinni. Vissulega má ofgera landinu með of miklu beitarálagi hvort sem um er að ræða sauðfé, hross eða naut- gripi. Dæmi um slíkt má því miður finna og ekki er hægt að mæla því bót. Veikburða gróðurinn og þá sér í lagi nýgræðingur á uppgræðslu- svæðum þolir ekki ágang búfjár. Slík svæði verður að friða. En það er eins með grösin og svifið í sjón- um. Þau eru hluti af lífkeðjunni. Hæfilegt beitarálag bætir landið en spillir því ekki. Eyðingaröflin Yfirborð móbergssvæðanna er víða vikur og eldfjallaaska, laust í sér. Þar sem svo er má stormurinn ekki komast undir gróðurþekjuna. Þá er voðinn vís. Síðan kemur sand- fokið og kæfir gróðurinn. Gróður- eyðingin sem orðið hefur á þessum svæðum er fyrst og fremst af völd- um náttúmnnar svo og forfeðra okkar sem eyddu skógunum og skildu eftir opin sár í landinu. Þátt- ur sauðkindarinnar er ekki stór í þessari miklu eyðingu þótt ýmsir vilji telja hana aðalsökudólginn. Þeir hinir sömu benda gjarnan á sandfláka, mela og moldarflög og segja: „Þama sjáið þið hvað rollum- ar hafa gert.“ Ég tel rétt að sauðkindin njóti sannmælis. Skrifum ekki á hennar reikning meira en hún á. Til að skilja eðli þess vanda sem nú blasir við varðandi stöðvun eyðingar og uppgræðslu er nauðsynlegt að byggja á réttum forsendum. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi Ungmenni í klóm fast- eignasala og Islandsbanka eftir Vilhjálm Inga Árnason Vorið 1990 gerðu tvö ungmenni rúmlega 10 milljóna króna tilboð í einbýlishús á Akureyri í gegnum fasteignasalann A. Upp í kaupverð- ið buðu þau andvirði íbúðar sem þau áttu, peninga og skuldabréf. Af- ganginn ætluðu þau svo að greiða með 6 milljónum í húsbréfum. Jafn- framt var íbúðin sett á söluskrá hjá fasteignasalanum, með fyrirvara um að ekki yrði gengið frá sölu, fyrr en eftir að þau væm búin að fá staðfestingu á láni frá Húsnæðis- stofnun ríkisins, sem dygði fyrir húsbréfum vegna kaupanna á ein- býlishúsinu. Fasteignasalinn hafði þennan fyr- irvara ungmennanna að engu, seldi íbúðina nær samstundis og fékk ungmennin til að skrifa undir samn- inginn með því að fullvissa þau um, að þau fengju innan tíðar, nógu hátt lán frá Húsnæðisstofnun til að geta keypt einbýlishúsið. Þegar svar barst frá Húsnæðis- stofnun kom í ljós að ungmennin fengu ekki nema 4 milljóna lánslof- orð, og því ekki nógu hátt til að geta fest kaup á einbýlishúsinu. Nú var illt í efni, íbúðin seld, en eigna- staðan ekki nógu góð til að Hús- næðisstofnun lánaði það sem upp á vantaði. Húsnæðisstofnun ginnt með graðfola Fasteignasalinn uppgötvaði að ungi maðurinn átti graðfola. Hann fær hann til að skrifa undir falskan sölusamning upp á hluta úr graðfol- anum, þar sem fram kemur að fol- inn sé milljóna virði. Þessi sölusamningur er síðan sendur Hús- næðisstofnun, sem bítur á agnið og sendir um hæl nýtt lánsloforð þar sem kemur fram að ungmennin geti nú fengið 7 milljónir í húsbréf- um, enda einnig búið að senda falsk- an kaupsamning þar sem sagt er að ungmennin ætli að borga 11 milljónir fyrir einbýlishúsið en ekki rúmar 10. Um þetta leyti veikist fasteigna- sali A og við tekur fasteignasali B en sami starfsmaður sér áfram um húsakaupin. Nú var lánsloforðið komið, og meira að segja milljón krónum Islenskt kvöld í Norræna húsínu UNNUR Guðjónsdóttir, ballett- meistari, verður með dagskrá í Norræna húsinu í kvöld, fimmtu- daginn 19. ágúst kl. 20, sem hún nefnir „Island i bild, sáng och dans“ og er hún flutt á sænsku. Unnur sýnir litskyggnur frá Is- landi, syngur vísur og kennir gest- um einfaldan vikivaka. Kaffíhlé verður eftir fyrirlesturinn og í kaffí- stofu er hægt að fá veitingar. Að loknu hléi verður kvikmynd Osvalds Knudsens, „Ubrottet pá Hemön“ sýnd. Það er opið til kl. 22 í kaffi- stofu og á bókasafni. Norræna húsið hefur undanfarin þijú sumur staðið að fyrirlestrum um íslenskt samfélag fyrir norræna gesti hússins. Á sunnudaginn 22. ágúst kl. 16 flytur Einar Karl Har- aldsson í síðasta sinn á þessu sumri yfírlit á sænsku um gang þjóðmála á Islandi. Allir era velkomnir og gefst fóiki tækifæri á að koma með fyrirspumir á meðan á yfírlitinu stendur. (Fréttatilkynning) Vilhjálmur Ingi Árnason áhvflandi veðum, þoka fyrir væntan- legu láni ungmennanna. Það sem ungmennin vissu ekki, var að bankastjórinn hafði enga formlega heimild til að láta öll fjögur veðin þoka, og að þar að auki hafði lög- fræðingur bankans gert veðleyfið skilyrt með því að setja inn í það klásúlu um það að seljandi einbýlis- hússins yrði, til þess að fá veðleyf- ið, að gjöra svo vel að borga gjald- fallinn víxil óviðkomandi aðila út í bæ, en sá víxill er talinn hafa verið í eigu Aðalgeirs Finnssonar hf. Fasteignasali B vissi um þetta skilyrði sem seljandinn var neyddur til að gangast undir, því hann kom fram gagnvart bankanum sem lög- fræðingur seljandans. Lögfræðingar íslandsbanka og Aðalgeir Finnsson birtust á skrifstofu hans og sögðu, „ef ekki verður gengið að skilmálum bankans, verður ekkert veðleyfi gef- ið út“ sem þýddi að ungmennin hefðu ömgglega tapað öllu sínu. Hann ráðlagði því seljandanum að ganga að skilmálum bankans, þó óeðlilegir væru. „Nú er verið að leita upplýsinga um það hver séu réttindi og skyldur fasteignasala og hversu brotlegir þeir þurfi að gerast við skjólstæð- inga sína, til að greiðsl- ur úr Tryggingasjóði fasteignasala komi til.“ hærra en ungmennin þurftu á að halda. Bankastjórinn og falska veðleyfið Á einbýlishúsinu hvíldu veð á nafni Aðalgeirs Finnssonar hf. þing- lýsts éiganda eignarinnar, þannig að gefa þurfti út veðleyfi. Banka- stjóri íslandsbanka á Akureyri var fenginn til að vera milliliður og búa til.veðleyfí, vegna þess að ef skilyrt veðleyfí hefði komið frá Aðalgeiri hefðu engin húsbréf fengist. Bankastjórinn býr til ódagsett og rangt veðleyfí þar sem hann gefur leyfí til að láta fjögur veðbréf með Unnur Guðjónsdóttir, ballett- meistari. Lögbrot íslandsbanka Þegar húsbréfin komu í íslands- banka á Akureyri notaði bankinn andvirði þeirra til að borga upp þijú skuldabréf auk víxilsins og tók þar að auki ólöglega tæpa hálfa milljón og lagði inn á reikning Aðalgeirs Finnssonar hf. Eftir var skilið ógreitt eitt skuldabréf, enda pening- amir ekki nægir þegar búið var að borga víxilinn og greiða inn á reikn- ing Aðalgeirs Finnssonar hf. Óveðrið skellur á Tíu dögum eftir að bankinn fékk húsbréfin sem áttu að duga fyrir eftirstöðvunum og ungmennin urðu formlega eigendur einbýlishússins, óskar eigandi ógreidda skuldabréfs- ins eftir uppboði á húsinu og ósköp- in byija fyrir alvöm. Ungmennin reyndu að halda nýja einbýlishúsinu sínu, en fjármálaleg- ar vanefndir seljandans, sem naut fulltingis lögfræðings og banka- stjóra Islandsbanka á Akureyri urðu til þess _að þau misstu húsið sitt í greipar íslandsbanka. Vonlaus barátta? Ungmennin hafa ítrekað reynt að fá hlut sinn leiðréttan gagnvart Islandsbanka, en án árangurs. Selj- andinn er nú sjálfur orðinn gjald- þrota, og því ekkert þaðan að hafa. Enginn lögfræðingur hefur viljað hjálpa ungmennunum með máls- sókn á hendur fasteignasala A sem tældi þau út í kviksyndið, enginn lögfræðingur hefur hingað til, viljað „klekkja á kollega". í dag standa ungmennin uppi sem tveir einstaklingar úr sundraðri fjöl- skyldu, 5 milljón krónum fátækari, eftir að hafa verið auðveld bráð og leiksoppar siðblindra fagmanna. Siðferðispróf Félags fasteignasala Nú er verið að leita upplýsinga um það hver séu réttindi og skyldur fasteignasala og hversu brotlegir þeir þurfi að gerast við skjólstæð- inga sína, til að greiðslur úr Trygg- ingasjóði fasteignasala komi til. Það er staðreynd að aldrei hefði orðið af þessum húsakaupum ef ekki hefði komið til tilbúningur falskra skjala og þrýstingur af hálfu fasteignasala A og íslandsbanka. Höfundur er formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. < ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.