Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 18

Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Ljósin kosta 1,5-3 milljónir KOSTNAÐUR við uppsetningu umferðarljósa við gatnamót er á biiinu 1,5 tii 3 milljónir, að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamálastjóra. Á milli 12 og 15 milljónum er varið til gerðar umferðarljósa í borginni árlega. „Ef við getum sett ljósin upp samhliða gatnaframkvæmdum en þurfum ekki að saga malbik og lag- færa aftur er þetta ódýrara," segir Sigurður. Tæplega 40 umferðarljós hafa verið sett upp við gatnamót í borginni á síðustu fímm árum. -----»■-»■■■»—.. Norræn fimleikahá- tíð fyrir 60 ára og eldri FIMLEIKASAMBAND íslands stendur fyrir stórri hátíð, Gym i Norden eða Fimleikar í norðri, í Laugardal í Reykjavík dagana 19. til 23. ágúst nk. Þessi hátíð, á ári aldraðra í Evrópu er mót fyrir 60 ára og eldri og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið hér á landi. Mót þetta er samnorrænt mót þar sem áhersla er lögð á sameigin- lega menningu norrænna þjóða. Þátttaka er góð og munu margir gestir gista Laugardal þessa móts- daga, þar á meðal um 300 þátttak- endur frá hinum Norðurlöndunum. Á dagskrá verður leikfimi og vatnaleikfimi, ratleikir, stöðvar- þjálfun og skipulagðar gönguferðir. Eins verða tvær sýningar föstudag- inn 20. ágúst kl. 20 og sunnudaginn 21. kl. 13. Opnunarhátíðin í kvöld, fimmtu- daginn 19. ágúst, hefst kl. 21. Þar mun borgarstjóri, Markús Örn Ant- onsson, flytja ávarp og sýndir verða þjóðdansar og fimleikar. Stefán Jasonarson flytur hvatningarorð af sínum alkunna hressileik en setn- ingunni lýkur síðan með samsöng allra viðstaddra undir stjórn Sigurð- ar R. Guðmundssonar. Föstudaginn 20. ágúst verður sérstök hátíðarsýning sem hefst kl. 20 þar sem þátttakendur mótsins koma fram með fjölbreytt sýningar- atriði. Laugardaginn 21. ágúst verður sýning í Laugardalshöll og hefst kl. 13. Um kvöldið verður hlöðuball í höllinni. -----»-♦-♦-...-. Biskupábiblíu- hátíð í Svíþjóð BISKUP Islands, herra Ólafur Skúlason, verður viðstaddur há- tíðarhöld í Svíþjóð um næstu helgi, sem efnt er til í tilefni þess að í ár eru fjögur hundruð ár síðan ákveðið var að leggja Biblíuna, trúaijátningar kirlq- unnar, auk Augsborgarjátning- arinnar til grundvallar í starfi sænsku kirkjunnar. Ólafur þáði boð sænsku kirkjunn- ar um að taka þátt í sérstakri hátíð- arguðsþjónustu í dómkirkjunni í Uppsölum 22. ágúst næstkomandi að viðstöddum fjölaa gesta víða að úr heiminum, svo sem Desmond Tutu biskupi í Suður-Afríku. Biskupshjónin munu í kjölfarið fara til Gautaborgar og heimsækja íslendinga búsetta þar í borg. Herra Ólafur messar af því tilefni í norsku kirkjunni sunnudaginn 29. ágúst og kór íslendingafélagsins syngur. Hjónin munu loks heimsækja ís- lenska sjúklinga, sem dvelja á Sahl- grenska sjúkrahúsinu í borginni, segir í frétt frá Biskupsstofu. Góð silungsveiði í Mývatni í sumar Björk, Mývatnssveit. SILUNGSVEIÐI í Mývatni hefur víða verið góð í sumar. Mjög mikið rykmý hefur verið undanfarna daga við vatnið og ekki síst ofan á vatninu. Þar er mýgrútur yfir að lita enda silungurinn vel feitur og sjaldan eða aldrei verið betri og virðist hafa næga átu. Þá er ánægjulegt að sjá stóra væri að silungurinn lifði veturinn af hópa andarunga á Mývatni. Allt vegna átuskorts. Virðist því betur bendir því til að lífríki sé hér með að sú hrakspá hafí ekki haft við miklum blóma. Einn bóndi hér í sveit mikii rök að styðjast. setti fram á síðasta vetri, að hæpið - Krislján Hlýjasti dag- ur sumarsins Björk, Mývatnssveit. ÞRIÐJUDAGURINN 17. ágúst var hlýjasti dagurinn hér í Mývatns- sveit það sem af er sumri og komst hitinn í 19 stig. Ágætur þurrkur var og gátu margir hirt hey. Sumir bændur hafa lokið heyskap og telja heyfenginn sinn vel í meðal- lagi. þrátt fyrir verulegt kal í túnum og mjög erfíða tíð. Margir fullyrða að verkun í rúllur hafí víða algjörlega bjargað heyskap bænda. Enn er kartöflugras ófallið hér og vænta menn þess að ef ekki koma frostnætur á næstunni sé von um einhveija uppskeru í haust. - Kristján ------»--♦-♦---- ■ Sumarkapp KEA og Coca cola er heiti á getraunaleik sem Kaup- félag Eyfirðinga og Vífilfell hafa efnt til, en hann er fólginn í því að svara nokkrum spurningum á getraunaseðli sem fylgir kaupi menn eina kippu af tveggja lítra kóki, Sprite eða Fanta og skila honum í kassa í KEA- verslunun- um. I fyrstu verðlaun eru ferð fyrir tvo frá Akureyri til Flórída, önnur verðlaun eru 12 innkaupa- körfur frá matvöruverslunum KEA og þriðju verðlaun eru 30 kippur af gosi frá Vífilfelli. Þá verða gefnir bolir í aukaverðlaun. Dregið verður 20. og 27. ágúst og loks 3. september. ------»-■»-»---- Listasumar GUÐRÚN Jónsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson koma fram á tónleikum í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 19. ágúst, og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í Listas- umri, sem staðið hefur yfír að undan- fömu. Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir Schumann, Brahms, Ma- hler, Strauss, Mozart, Boito, Puccini og Doniazetti. Nær sólinni FREYR Áskelsson og Viktor Ingimarsson komust aðeins nær sólinni en sumir aðrir Eyfirðingar þegar hún lét sjá sig í vikunni. Þeir félag- ar vinna hjá Rafmagnsveitu ríkisins og voru að störfum á Svalbarðs- strönd, klifu staurana í átt til sólar og nutu útiverunnar í ríkum mæli eftir votviðrasamt sumar. Listasafn Akureyrar verður formlega opnað með sýningu í næstu viku Myndverk sýnd í 3 sölum LISTASAFN Akureyrar verður formlega opnað í næstu viku, en ötullega hefur verið unnið að breytingum og endurbótum á húsnæði þess, þar sem áður var Mjólkursamlag KEA í Gróf- argili. Það er fyrsti áfangi safnsins sem nú verður opnað- ur, en gert er ráð fyrir að það fái til umráða aðra hæð í hús- inu eftir að Brauðgerð KEA flytur þaðan starfsemi sína. „Það sem er að gerast héma er bylting í bænum, ekki bara fyr- ir listalífið, heldur bæjarlífið yfír- höfuð,“ segir Haraldur Ingi Har- aldsson, forstöðumaður Listasafns Akureyrar. Þrír sýningarsalir Listasafnið skiptist í þijá sýn- ingarsali auk þess sem þar eru skrifstofur, afgreiðsla og fleira. Á opnunardaginn verða í austursal safnsins sýnd verk í eigu Akur- eyrarbæjar, en alls á bærinn um 300 listaverk og þá verða einnig sýnd þar verk eftir fímm aku- reyrska listamenn, þau Kristinn G. Jóhannsson, Helga Vilberg, Guðmund Ármann, Dröfn Friðf- innsdóttur og Aðalstein Svan Sigf- ússon. í miðsalnum verður samsýning ungra listamanna sem rætur eiga eða rekja til Akureyrar, en það eru þau Kristján Steingrímur, Þor- valdur Þorsteinsson, Kristíri Gunn- laugsdóttir, Sigurður Ámi Sig- urðsson og Kristinn Hrafnsson. „Við emm stolt af þessum krökk- um, þau hafa staðið sig vel og verið áberandi í íslensku listalffi," sagði Haraldur Ingi, en þau sýna hvert sitt verk sem ætlunin er að gefa safninu og sagði Haraldur Ingi að fyrir það væri hann þakk- látur. Verk eftir Kristján Guðmunds- son verða sýnd í þriðja salnum í vestanverðu húsinu og sagði for- stöðumaður safnsins að sérlega Morgunblaðið/Golli Haraldur Ingi Haraldsson, for- stöðumaður Listasafns Akur- eyrar, sem opnað verður í næstu viku. ánægjulegt væri að sýna verk hans á þessum tímamótum. Inn af vestursalnum em þrír fyrrver- andi kæliklefar, sem verða notaðir fyrir litlar innsetningar, að sögn Haraldar Inga, og mun Finnbogi Pétursson ríða á vaðið með hljóðskúlptúr. Nótt við dag í sumar hefur verið unnið að breytingum og endurbótum á hús- næðinu og sagði Haraldur Ingi að sjálfsagt yrði að leggja nótt við dag til að standast áætlun, en opna á safnið laugardaginn 28. ágúst næstkomandi. Hafnarframkvæmdir standa yfir í Grímsey Morgunblaðið/Hólmfríður Hafnarframkvæmdir VERIÐ er að smiða nýja trébryggju í höfninni í Grimsey. 40 metra bryggja í smíðum í innri höfn FRAMKVÆMDIR hafa að undanförnu staðið yfir við smiði nýrr- ar trébryggju í innri höfninni í Grímsey og er áætlað að verkinu verði lokið í haust. Það er flokkur smiða frá Vör hf. á Akureyri ásamt verkstjóra á vegum Hafnarmálastofnunar sem annast smíðina, sem gengur vel. Trébryggjan sem er í innri höfninni í Grímsey verður 40 metra löng, en gert er ráð fyrir á teikningum að hún verði síðar 60 metrar að lengd. Þessi nýja bryggja bætir úr brýnni þörf, fýrir eru trébryggja og lítil flotbryggja hér í höfninni, en plássið hvergi nærri nóg fyrir þá báta sem hér liggja að jafnaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.