Morgunblaðið - 19.08.1993, Page 30

Morgunblaðið - 19.08.1993, Page 30
30 i MORGUNBLAÐIÐ F'IMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 PÍTA Brauð hefur alltaf verið mikil- væg fæða allra þjóða. Að sjálf- sögðu hefur það tekið miklum breytingum í aldanna rás frá því að frummaðurinn bakaði sitt fyrsta brauð á heitum steinum. Margar þjóðir eiga sér sitt sér- staka brauð, og erum við Islend- ingar engin undantekning þar sem er flatbrauðið okkar. Mjölteg- undir eru líka fjölmargar, einnig tegundir lyftiefna eða alls engar í sumum brauðum, sem samt lyfta sér. Það er pittabrauð eða pítu- brauð eins og við kölluð það, sem er boðið upp á í þessum þætti. Þetta brauð er nú selt víða um heim, einnig á íslandi, þar sem það er bæði innflutt og innlent. Mér fínnst alltaf sárt að sjá fólk eyða miklum peningum í að kaupa þetta brauð, sem er sára- einfalt að baka og hráefni í það kostar nánast ekkert. Pítubrauð er flatt út í hring og látið lyfta sér í miðjunni þannig að þar myndast holrúm fyrir fyllingu. Til þess að þetta sé hægt, þarf hiti við bakst- urinn að vera mjög mikill. Þessi brauð má baka í venjulegum bak- araofni, en þá verður að skrúfa upp hitann í botn, minnst 250°C, en sumir bakaraofnar hafa ekki hærri hita, en betra er að baka brauðið við enn meiri hita, allt að 300°C. En nú á „grillöld“ er best að setja brauðið á grillið og baka þannig. Pítubrauð er upprunnið suður við Miðjarðarhafið og mikið borðað af Aröbum, sem fylla það eins og við gerum, en einnig borða Grikkir mikið af því, brjóta bita af því og borða með hummus (kjúklingabaunamauki) eða mezze (eins konar forréttum). Allt er hægt að setja í pítu- brauð, grænmeti, kjöt, físk, ost og baunir, en íslendingum finnst nauðsynlegt að hafa pítusósu með, sem ég kýs þó heldur að sleppa. Pítubrauð 10 dl hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 tsk. fínt þurrger 4 dl fingurvolgt vatn úr krananum 1. Setjið hveiti, salt, sykur og þurrger í skál. Setjið volgt vatn út í og hnoðið deig. Leggið stykki yfír skálina og látið deigið lyfta sér í 30 mínútur eða lengur. 2. Takið úr skálinni og búið til litlar kúlur. Fletjið þær út með höndunum. Leggið á hreint hveit- istráð stykki og leggið annað stykki yfír. 3. Setjið mesta straum á bakara- ofninn eða grillið og bakið brauð- in þannig í 2-4 mínútur á hvorri hlið á grillinu, en í bakarofninum þarf ekki að snúa því við, þá tek- ur baksturinn um 5 mínútur. 4. Brauðin eru best nýbökuð, en þau má frysta. Tómatfylling 10-12 meðalstórir vel þroskaðir tómatar (2 á mann) safí úr 1 sítrónu 3/4 dl matarolía salt milli fingurgómanna 2 skvettur úr tabaskósósu 2-3 hvítlauksgeirar eða 'h tsk. hvítlauksduft nýmalaður pipar 1. Skerið tómatana í þunnar sneiðar. Leggið í skál. 2. Blandið saman sítrónusafa, matarolíu, salti og tabaskósósu. Metjið hvítlaukinn og setjið saman við. Hristið eða þeytið saman. Hellið yfír tómatana. Látið standa í kæliskáp í 'h-1 klst. 3. Hellið safanum af tómatsneið- unum, malið pipar yfir þær og setjið í pítubrauðin. Athugið: Þetta þarf að borða strax, annars blotnar brauðið og verður ekki lystugt. Hakk- og hvítkálsfylling 500 g hvítkál 3 msk. matarolía 500 g nautahakk 1 tsk. salt mikið af nýmöluðum pipar mikið af ferskri steinselju 1. Hitið pönnu, hafið meðalhita, setjið olíuna á hana. 2. Saxið hvítkálið gróft, setjið á pönnuna og brúnið örlítið, gætið þess að brenna það ekki. 3. Takið kálið og setjið á disk og geymið. 4. Setjið pönnuna aftur á helluna og hitið þar til rýkur úr henni. 5. Setjið helming hakksins á þurra pönnuna og brúnið, takið af og steikið síðari helminginn eins. Athugið, að aldrei næst brúning á hakk, ef mikið er sett á pönn- una í einu. Það verður of mikil kæling. Setjið síðan allt hakkið á pönnuna, stráið salti og pipar yfir og hellið vatninu út í. Klippið steinseljuna og setjið saman við. Minnkið hitann og sjóðið við hæg- an hita undir loki í 10 mínútur. 6. Setjið nú kálið ofan á, malið meiri pipar yfir, setjið lokið á og sjóðið saman í 5 mínútur. 7. Setjið fyllinguna í brauðin og berið fram. Athugið: Gott er að skera gúrku í sneiðar og setja með í pítubrauð- in. _____________Brids_________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Föstudaginn 30. júlí mættu 26 pör til leiks í Sumarbrids. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Miðlungur var 270. Efstu pör voru: NS Friðrik Friðriksson - Sigurleifur Guðjónsson 344 Guðmundur Pétursson - Þorleifur Þórarinsson 315 Hjálmar S. Pálsson - Viðar Jónsson 304 AV Sveinn R. Þorvaldsson - HalldórÞorvaldsson 315 Þráinn Sigurðsson - Vilhjálmur Sigurðsson 312 Ámina Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 305 Sunnudaginn 1. ágúst var spilaður tölvureiknaður Mitchell með þátttöku 16 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Miðlungur var 168. Efstu pör voru: NS GuðlaugurSveinsson-LárusHermannsson 189 PállÞórBergsson-UnnsteinnJónsson 179 TómasSiguijónsson-FriðrikJónsson 176 AV Þrösturlngimarsson-ÞórðurBjömsson 207 Þórir Leifsson - Sveinn R. Eiriksson 185 Guðjón Bragason - Helgi Bogason 183 Mánudaginn 2. ágúst mættu 24 pör til spilamennsku í Sumarbrids. Spilað- ur var 30 spila tölvureiknaður Mitch- ell. Meðalskor var 170. Efstu pör voru: NS Andrés Ásgeirsson - Bjöm Þorláksson 320 SiguijónHarðarson-HaukurÁmason 314 Sveinn R. Þorvaldsson - Páll Þór Bergsson 305 AV Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 336 Ragnheiður Tómasd. - Guðrún Jóhannesd. 306 SigfusÞórðarson-AmarGeirHinriksson 291 GuðjónBragason-HelgiBogason 291 Þriðjudaginn 3. ágúst mættu 36 pör til spilamennsku í Sumarbrids. Spilað- ur var tölvureiknaður Mitchell. Spiluð voru 30 spil og var miðlungur 420. Efstu pör voru: NS Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 482 SigfúsÖmÁmason-ÓmarJónsson 471 Kjartan Jóhannsson - Albert Þorsteinsson 464 Jón Þór Daníelsson - Ásmundur Ömólfsson 447 AV Láras Hermannsson - Guðlaugur Sveinsson 527 Páll Þór Bergsson - Sveinn R. Þorvaldsson 484 Jón Steinar Ingólfsson - Erlendur Jónsson 478 Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelsson 477 Sumarbrids er spilaður alla daga vikunnar. Alla virka daga auk sunnu- daga er spilaður tölvureiknaður Mitch- ell. Hann byrjar stundvíslega kl. 19. Á laugardögum er spilaður einmenn- ingur og byijar þá stundvíslega kl. 14. Spilað er í húsi Bridssambandsins, Sigtúni 9, og eru allir spilarar vel- komnir. Látið ekki veður og spilla helginni! Auk 200-800 m2risatjaldanna bjóöum viö nú upp á stórskemmtileg 36, 54 og 162 nfsamkomutjöld, sem leigjendur reisa auðveldlega sjálfir. vAiannnn.mil Upplýsingar og pantanir KOLAPORTSINS ísíma 625030. ÁRNAÐ HEILLA Ljósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 7. ágúst sl. í Hjallakirkju af sr. Kristjáni Einari Þorvarðarsyni Þórey Dögg Jónsdóttir og Erlendur Ólason. Heimili þeirra er í Engi- hjalla 25, Kópavogi. Ljósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman í Kópavogskirkju þann 31. júlí sl. af sr. Axel Árnasyni Unna Daníels- dóttir og Jón E. Davíðsson. Heimili þeirra er í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.