Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 32

Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 smá Hvítasunnukirkjan Völvufell Almenn samkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herínn Kirkjustræti 2 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Hugvekja: Olga Sigþórs- dóttir. Verið velkomin. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Kvöldferð fimmtudaginn 19. ágúst Kl. 20.00: Skammt suðvestur af Straumsvík er lítið hús falið í hraunbolla. Þetta hús er byggt eins og Slunkaríki á ísafirði, allt öfugt við það venjulega. Auðveld ganga fyrir alla fjölskylduna. Verð kr. 700/800. Dagsferð sunnud. 22. ágúst Kl. 08.00: Básar ÍÞórsmörk. Þar er stansað í 3 klst. Kl. 09.00: 9. áfangi fjallsyrpu Útivistar. Botnsúlur 1095 m.y.s. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bens- ínsölu. Miðar við rútu. Frítt fyrír börn 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Helgarferðir 20.-22. ágúst Fimmvörðuháls. Uppselt, miðar óskast sóttir. Básar f Þórsmörk. Gist í skála eða tjald. Skipulagðar göngu- ferðir. Nánari upplýsingar og miða- saia á skrifstofu Útivistar. Árs- rit Útivistar 1993 er komið út. Útivist. /singar Mhfí VEGURINN * Kristið samféiag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Lækningasamkoma kl. 20.00 í kvöld á Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Kennt verður um guðlega lækn- ingu og beðiö fyrir sjúkum. „hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa." fómhjálp I kvöld er almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.30. Ræðumenn verða Stefán Baldvinsson og Þórir Haralds- son. Mikill söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Samhjálp. Orð lífsins, Grensásvegi8 Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir! FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Hélgarferðir 20.-22. ágúst: 1) Landmannalaugar - Eldgjá - Álftavatn Skálagisting, fyrri nóttina í Land- mannalaugum og seinni í Álfta- vatni. Spennandi hringferð að Fjallabaki. 2) Þórsmörk. Gönguferðir og notaleg gisting í Skagfjörðs- skála. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.l. „Landmannalaugar - Þórs- mörk.“ Nokkur sæti laus 20. og 27. ágúst. Ferðafélag fslands. ÁRNAÐ HEILLA Barna- og íjölskylduljósmyndir HJÓNABAND. Gefín voru saman þann 10. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni, Halla Katr- ín Amardóttir og Óskar Björnsson. Heimili þeirra er í Kaupmannahöfn. Barna- og fjölskylduljósmyndir HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 26. júní sl. í Háteigskirkju af sr. Ægi F.R. Sigurgeirssyni, Erla Viggósdóttir og Bragi Valgeirsson. Heimili þeirra er í Engjaseli 85, Reykjavík, Barna- og Qölskylduljósmyndir HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 17. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni, Anna Kristín Kristófersdóttir og Viktor Þór Reynisson. Heimili þeirra er að Ásgarði 18, Reykjavík. Barna- og Qölskylduljósmyndir HJÓNABAND. Gefin voru saman í Dómkirkjunni þann 26. júní sl. af sr. Guðmundi Þorsteinssyni, Guð- björg Jónsdóttir og Eiríkur Braga- son. Heimili þeirra er á Álagranda 8, Reykjavík. Barna- og ijölskylduljósmyndir HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 3. júlí sl. í Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guðmundssyni, Birna Sigurðardóttir og Ólafur Páll Jóns- son. Heimili þeirra er í Blikahólum 2, Reykjavík. Ljósmyndastofa Reykjavíkur HJÓNABAND. Gefin voru saman þann 26. júní sl. í Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guðmundssyni, Þórdís Sigurðardóttir og Kristján Vigfús- son. Heimili þeirra er í Ljósheimum 20. ATVINNU/ i /( :/ YSINGAR Frá Menntaskólanum á Egilsstöðum Laus staða frá 15. september nk. að hluta til við bóka- vörslu og að hluta til á skrifstofu. Umsóknarfrestur til 1. september. Skólameistari. Bóka- og ritfangaverslun í miðbænum vill ráða starfskrafta í tvö hálfsdagsstörf. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. ágúst, merktar: „E - 12813“. KIÖIBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTI Með tilvísun til laga nr. 48 frá 1986 er aug- lýst eftir kennara í listgreinum. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 1993. Skólameistari. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Kennarar Kennara vantar í eftirtaldar kennslugreinar í meistaraskóla: Byggingatækni, burðarvirki, kostnaðar- og verkáætlun, meðferð vinnuvéla, steinsteypa. Umsóknir skulu hafa borist skólanum fyrir 24. ágúst nk. Grunnskólinn f Ólafsvík Vegna forfalla vantar grunnskólakennara til starfa nú þegar. Kennslugreinar: Danska, verslunargreinar og smíðakennsla. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Gunnar Hjartarson, skólastjóri, s. 93-61150 og 93-61293 og Sveinn Þór Elinbergsson, aðstoðarskólastjóri, s. 93-61150 og 93-61251. Y Grunnskólinn Sandgerði Kennarar Vegna forfalla vantar kennara við skólann. Um er að ræða 2/3 stöðu smíðakennara og 1/1 stöðu almenns kennara. Upplýsingar veita Guðjón Þ. Kristjánsson, skólastjóri, í síma 92-37436 og Þórunn B. Tryggvadóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 92-37730. Sími skólans er 92-37610. Lögfræðiskrifstofa - fulltrúi Lögfræðiskrifstofa í miðborginni óskar eftir löglærðum fulltrúa til starfa og þarf viðkom- andi að geta hafið störf sem allra fyrst. Starfið er einkum fóígið í umsjón með inn- heimtumálum auk annarra lögfræðistarfa. Umsóknum, með viðeigandi upplýsingum um umsækjanda, skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 31. ágúst nk., merktum: „Lög - 12812“. Barngóð kona í Vesturbænum óskast frá kl. 17.00-19.00 alla virka daga til að sækja tvö börn, 2ja og 4V2 árs, úr leikskóla og vera heima hjá þeim. Upplýsingar í síma 624968 á morgnana eða frá kl. 21.00-22.00. Verkamenn Viljum ráða nokkra vana byggingaverkamenn til starfa. Upplýsingar gefur Sveinn á Smiðshöfða 5, sími 686885. ÍSTAK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.