Morgunblaðið - 19.08.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 19.08.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú er við hæfi að breyta til. Sumir fá stöðuhækkutij aðrir tilboð um ný störf. í kvöld getur reynt á vináttu- böndin. Naut (20. apríl - 20. maí) - Þú gætir orðið fyrir töfum í vinnunni í dag. Settu markið hátt og treystu á eigið framtak. Þá verður árangurinn góður. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Þér gefst nú nýtt tækifæri til að bæta afkomuna. Breytingar geta orðið á ferðaáætlun. Sinntu málefn- um fjölskyldunnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSS6 Nú er ekki rétti tíminn til að sækja um lán. Félagar vinna vel saman í dag og gætu farið út að skemmta sér í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Nú er heppilegt að reyna nýjar leiðir í vinnunni. Góðar fréttir berast varðandi fjár- máiin. Góð samvinna skilar árangri. Meyja (23. ágúst - 22. september) &£ Eitthvað sem þú ræður ekki við getur truflað þig við vinnuna í dag. Öll eamskipti við aðra ganga mjög þér í hag. Vog (23. sept. - 22. október) )£% Góð sambönd reynast þér vel í viðskiptum dagsins. Bam getur þurft á aðstoð þinni að halda í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Sköpunargleði þín þarf að —•• fá útrás í dag. Vinir standa með þér og þið njótið góðra samvista. I kvöld eru fjöl- skyldumálin í fyrirrúmi. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember). & Þú tekur til hendi við nýtt verkefni sem getur gefið góðan arð. Láttu það ekki á þig fá þótt ekki séu allir á einu máli í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ástvinir og makar gætu verið í ferðahugleiðingum. Einhver seinkun getur orðið á greiðslu sem þú áttir von á. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðk Sumir fá aukinn áhuga á að sinna mannúðarmálum. Örar breytingar á vinnustað eru þér hagstæðar. Félagar eru samhentir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) S* " • Þú ert í hátíðarskapi í dag og ættir að nota tækifærið til að heimsækja vini eða sinna hagsmunum heimilis- ins. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS i trn. TOMMI OG JENNI sb/yiu/z enz útjí v/e> i/eeemj'rr /if> H/tfýd MLtrirru/H 0/cKOe..y •jr.. £F V/t> /€TLUM AE> ri ee &/Usr/}E> /&o/H/tvr/MN r/t. re>/n/t«4 ^ m*. LJOSKA þó Vt/ZÐ/Sú &S 1/AK.Tt FBAM ÞeevTTugf'/) nAttv/b /)e> dasobJ ohþ/bbúa FERDINAND SMAFOLK I WONDER UUHAT IT UIOULD REALLY BE LIKE IF D065 COULD TALK... l'VE ALWAY5 WANTEP TO • CALL BILLIE JEAN KIN6! Ég er að velta því fyrir mér, hvernig Þú værir líklega í símanum allan daginn. Mig hefur alltaf langað til að hringja í það væri í raun og veru, ef hundar Hundavinafélagið! gætu talað. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Þú ert í austur í vörn gegn 3 Gr. Suður gefur, AV á hættu. Norður ♦ D7 ¥75 ♦ ÁD1083 ♦ ÁG75 Austur mlll ♦ G9653 II ^32 ▼ K6 + 102 Vestur Norður Austur 3 grönd Pass Suður 1 grand* Pass Pass Pass *12-14 punktar. Makker kemur út með hjart- afjarka, fjórða hæsta, og þú heldur fyrsta slag á gosa. Óg gerir hvað? Hjartastaðan liggur ljós fyrir; útspil makkers er frá kóng fjórða og sagnhafi er að dúkka með ásinn þriðja. Þú sérð því þijá slagi á hjarta og einn á tíg- ulkóng. Makker á einhvers stað- ar 3-5 punkta til hliðar við hjart- að. Kannski á hann spaðaás og þá fer spilið rakleiðis niður með því að sækja hjartað áfram. Eigi makker hins vegar spaðakóng, þarf millileik til að sækja þann slag strax: Norður + D7 ¥75 ♦ ÁD1083 + ÁG75 Vestur ♦ K82 ¥ K1084 ♦ 954 + 864 Austur + G9653 ¥ DG32 ♦ K6 + 102 Suður + Á104 ¥ Á96 ♦ G72 + KD93 Eina vörnin sem dugar er að skipta yfír í spaða í öðrum siag. Suður má ekki drepa á ásinn, því þá missir hann vald á litnum. Hann hleypir því á kóng vest- urs, sem verður nú aftur að skipta yfir í hjarta. Til að tryggja það, ætti austur að spila spaða- níunni, ekki fimmunni. Vestur veit þá til hvers er ætlast af honum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Genf í Sviss í vetur kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Vladímirs Epís- ins (2.620), Rússlandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Florins Ghe- orghiu (2.475), Rúmeníu. 28. Rxe5! - dxe5, 29. Bxe5+ - f6, 30. Bc3 - Ra4, 31. Hxa4! - Hxhl, 32. Kxhl - Bxa4, 33. Rg4 (Hvíti peðaflaumurinn á miðborð- inu er fyllilega hróksins virði) 33. - Dh8+, 34. Kgl - Kf8, 35. gxf6 - Bd6, 36. e5 - Bc7, 37. De3! - Ra6, 38. e6 - Bd6, 39. e7+ og Gheorghiu gafst upp. Atskákmót íslands - undan- rásir - fer fram um helgina í Reykjavík og á Akureyri. í Reykjavík fer keppnin fram í Faxafeni 12 laugardaginn 21. ágúst og sunnudaginn 22. ágúst. Á Akureyri byrjar keppnin kl. 14 laugardaginn 21. ágúst í félags- heimili Skákfélags Akureyrar. Þriðji riðillinn fer fram á ísafirði. Teflt er eftir Monrad-kerfi. Öllum er heimil þátttaka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.