Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 1
64 SIÐUR LESBOK/C
STOFNAÐ 1913
205. tbl. 81.árg.
LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Yitzhak Rabin forsætisráðherra Israels viðurkennir PLO fyrir hönd Israelsstjórnar
Blóðsúthellingarnar og hörm-
ungamar em vonandi á enda
Framkvæmdastjórn PLO samþykkir sjálfstjórn - Hussein Jórdaníukonungur boðar friðarsamning
Jerúsalem. Reuter, The Daily Telegraph.
YITZHAK Rabin, forsætisráðherra Israels, undirritaði í gær skjal
þar sem ísraelsstjórn viðurkennir formlega Frelsissamtök Palestínu,
PLO, sem fulltrúa palestínsku þjóðarinnar. Við hlið hans sátu Shim-
on Peres, utanríkisráðherra ísraels, og Johan Jorgen Holst, utanríkis-
ráðherra Noregs, sem gegndi hlutverki sáttasemjara í leynilegum
viðræðum Israela og Palestínumanna undanfarna mánuði. „Þetta
er söguleg stund sem vonandi verður til þess að binda enda á hundr-
að ára blóðsúthellingar og hörmungar í samskiptum gyðinga og
Palestínumanna, Palestínumanna og ísrael," sagði Rabin eftir að
hann hafði ritað undir skjalið með einföldum kúlupenna.
Hart hefur verið deilt undanfarna öllum þeim fimm fyrrum forsetum
viku um orðalag gagnkvæmrar við-
urkenningar ísraela og PLO. í fyrra-
dag náðist hins vegar samkomulag
og nokkrum klukkustundum áður en
undirritunarathöfnin átti sér stað í
ísraelska forsætisráðuneytinu hafði
Holst komið til ísrael frá Túnis með
bréf frá Yasser Arafat, leiðtoga PLO,
þar sem tilveruréttur ísraels er viður-
kenndur og PLO hafna hryðjuverk-
um og ofbeldi. Lofa samtökin einnig
að aga þá til sem ekki eru reiðubún-
ir að taka þátt í þeirri samvinnu, sem
nú er að hefjast.
Rabin las vandlega yfir bréfið frá
Arafat áður en hann undirritaði sitt
skjal, rétt eins og hann vildi fullvissa
sig um að ekki væri verið að gabba
hann á síðustu stundu. Að því búnu
undirritaði hann svarbréf sitt, sem
er ein málsgrein að lengd.
ísraelski forsætisráðherrann hefur
nú lagt grunninn að brottför ísraela
frá þeim svæðum sem hann hernam
sem yfirmaður heraflans í sexdaga-
stríðinu árið 1967. Hann viðurkenndi
í samtali við ísraelska blaðamenn á
fimmtudag að hann væri með „fiðr-
ildi“ í maganum út af þeirri ákvörðun
að taka upp opinber samskipti við
samtök sem áratugum saman hafa
barist fyrir tortímingu Israelríkis.
Mikil óvissa ríkir meðal ísraela um
hvert samvinnan við PLO muni leiða.
Hin hægrisinnaða stjórnarandstaða
í ísrael er sannfærð um að Rabin sé
að stuðla að stofnun sjálfstæðs ríkis
Palestínumanna, sem verði ísraelum
skeinuhætt. Samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun styðja 57% ísraela sjálf-
stjómarsamkomulagið en 41% er því
andvígt.
Þúsund gestir við athöfnina
í yfírlýsingu frá Bill Clinton
Bandaríkjaforseta segir að náðst
hafi söguleg málamiðlun milli
tveggja þjóða sem hafí barist hvor
við aðra í nánast hálfa öld.
• Nú þegar hin gagnkvæma viður-
kenning PLO og Israela liggur fyrir
er hægt að ganga frá samkomulagi
um sjálfstjórn Palestínumanna á
Gaza-svæðinu og í borginni Jeríkó á
Vesturbakkanum. Akvað fram-
kvæmdastjórn PLO á fundi í Túnis-
borg í gærkvöldi að samtökin gætu
fallist á sjálfstjómarsamkomulagið
og að þau myndu undirrita það í
Washington í Bandaríkjunum á
mánudag. Tveir af leiðtogum PLO,
þeir Taysir Khaled og Abdul Rahim
Hallouh, sögðu sig hins vegar úr
framkvæmdastjórninni í gær í mót-
mælaskyni.
Um þúsund manns verður boðið
að vera við athöfnina, þar á meðal
Bandaríkjanna, sem enn eru á lífi.
Þjóðarleiðtogar og ríkisstjómir um
allan heim fögnuðu í gær að sáttir
hefðu náðst milli Israelsstjómar og
PLO og á Gaza-svæðin dönsuðu þús-
undir manna á götum úti. Fjölmarg-
ir föðmuðu að sér ísraelska hermenn
og hrópuðu „salaam, salaam" sem
er arabíska orðið yfir frið. í yfirlýs-
ingu frá íslenska utanríkisráðuneyt-
inu segir að íslensk stjórnvöld fagni
því tímamótasamkomulagi sem náðst
hefur í málefnum ísraela og Palest-
ínumanna. Vonast þau til að hin
gagnkvæma viðurkenning Israels og
Frelssisamtaka Palestínumanna, sem
í því felist, verði til að endir verði
bundinn á blóðug átök þessara aðila,
sem staðið hafa áratugum saman.
Friðarsamningur við Jórdani?
Hussein Jórdaníukonungur lýsti
því yfír í gærkvöldi að hann teldi að
í byijun næstu viku væri hægt að
undirrita viljayfirlýsingu um að gerð-
ur yrði friðarsamningur milli ísraela
og Jórdaníu. Jórdanir og ísraelar
hafa þegar lagt grunninn að slíkum
samningi en endanlegur frágangur
hefur beðið þess, að árangur næðist
varðandi samskipti ísraela og Palest-
ínumanna. Hussein sagði í viðtali við
bresku sjónvarpsstöðina Channel
Four í gærkvöldi að samkomulag
milli Israela og Jórdana gæti leitt til
friðar í Mið-Austurlöndum.
Óvinur tekinn í sátt
Reuter.
YITZHAK Rabin undirritar skjal um viðurkenningn á Frelsissamtökum Palestínumanna. Til hægri situr
Shimon Peres utanríkisráðherra Israels en til vinstri Johan Jorgen Holst, utanríkisráðherra Noregs.
Veija aðgerðir friðar-
gæsluliðsins í Sómalíu
Meira en 100 særðust en engar staðfestar upplýsingar um mannfall
Fangar Króata
Reuter.
MEÐFERÐ stríðsfanga í borgarastyijöldinni í fyrrverandi Júgóslavíu
er oft á tíðum hörmuleg. Þessum múslimum var nýlega sleppt úr
haldi úr fangelsi Króata í borginni Dretelj og voru þeir að bíða eftir
hádegismat í barnaskóla í bænum Jeblenica er myndin var tekin.
Mogadishu, Washington. Reuter.
TALSMAÐUR friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Mogadishu í
Sómalíu sagði í gær, að ávallt væri reynt að koma í veg fyrir mann-
fall en hins vegar væri litið á þá, sem tækju þátt í árás sem stríðs-
menn. Var hann að svara ásökunum Sómala og stuðningsmanna
stríðsherrans Mohameds Aideeds um að 100 manns, þar á meðal
konur og börn, hefðu fallið í átökum við gæsluliða í fyrradag. Banda-
ríska öldungadeildin hefur beðið Bill Clinton, forseta Bandaríkj-
anna, að skilgreina markmið bandaríska gæsluliðsins í Sómalíu.
„í átökum af þessu tagi eru engin
svæði ætluð áhorfendum," sagði
David Stockwell majór og talsmaður
bandaríska friðargæsluliðsins í gær
en Sómalir halda því fram, að 100
manns hafi fallið á fimmtudag. Þá
komu bandarískar þyrlur til hjálpar
friðargæsluliðum, sem gerð hafði
verið fyrirsát. Féll einn gæsluliði og
fimm særðust. Að sögn starfsmanna
SÞ er ekki vitað hvað hæft er í full-
yrðingum Sómala um að 100 manns
hafi fallið en starfsmenn Rauða
krossins segja, að gert hafi verið að
sárum 107 manna eftir átökin á
fímmtudag.
Frakkar styðja aðgerðirnar
Franska stjómin lýsti í gær yfír
stuðningi við aðgerðir gæsluliðs SÞ
í Sómalíu og sakaði málaliða Aideeds
um að skýla sér á bak við óbreytta
borgara þegar þeir réðust gegn her-
mönnum SÞ. Hvatti hún til, að geng-
ið yrði harðar fram við að afvopna
skæruliðana. í gær voru tveir Sómal-
ir, starfsmenn bandarísku sjónvarps-
stöðvarinnar CNN, skotnir í Moga-
dishu þegar reynt var að stela bif-
reið, sem þeir voru á.
Bandaríska öldungadeildin sam-
þykkti í fyrrakvöld að biðja Clinton
forseta um að skilgreina betur mark-
mið bandaríska gæsluliðsins í Sómal-
íu og fara fram á samþykki þingsins
við áframhaldandi veru þess í iand-
inu. Óttast margir þingmenn, að
bandaríska herliðið sé að lenda í ein-
hveiju fúafeni í Sómalíu ogteljajafn-
vel skynsamlegast að kalla það heim.