Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 12

Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 Um frelsisástina og gTund- völl lýðræðisþjóðfélags eftir Bryndísi Hlöðversdóttur Laugardaginn 4. september sl. var í Morgunblaðinu fjallað á grein- argóðan hátt um ráðstefnu Evrópu- ráðsins um félagafrelsi, sem haldin var á Holiday Inn í Reykjavík dag- ana 26.-28. ágúst sl. Mjög lítið hefur verið rætt um ráðstefnuna í fjölmiðlum, þrátt fyrir að efnið sem var til umfjöllunar hafi verið mjög vinsæll fjölmiðlamatur upp á síð- kastið. Ráðstefnan hafði á að skipa nokkrum helstu sérfræðingum um félagafrelsi víðsvegar að úr Evrópu og skiptust þeir á skoðunum. Hún var í marga staði mjög áhugaverð og umfjöllunin málefnaleg. Þar komu fram ákveðin meginsjónarmið sem verkalýðshreyfingin hér á landi hefur lengi haldið á lofti. Grundvöllur lýðræðis- þjóðfélags A ráðstefnunni voru haldin tvö framsöguerindi um réttinn til að stofna og vera í eða utan stéttarfé- laga. Framsögumenn eru báðir pró- fessorar í lögum, Bob Hepple pró- fessor við háskóla í London og Sheldon Leader við háskólann í Essex. Báðir nálguðust þeir við- fangsefnið út frá þörfum lýðræðis- þjóðfélagsins, þar sem þeir töldu tilvist stéttarfélaga vera mikilvæg- an þátt. Af erindum prófessoranna og umræðum var ljóst að viðfangs- efnið verður ekki rætt öðru vísi en að gera sér grein fyrir því hver sé grundvöllur lýðræðisþjóðfélagsins, hveijar þarfír þess séu. Um það hveijir þættir helst eiga að prýða lýðræðisþjóðfélagið eru menn hins vegar ekki á einu máli, eins og kunnugt er. Fyrirlesararnir tveir voru sam- mála um það að verkalýðsfélög hefðu mjög mikilvægu hlutverki að gegna í lýðræðisþjóðfélagi. Hags- munagæslu launafólks geti þau hins vegar ekki gegnt með góðu móti nema allt launafólk sé bundið af samningum stéttarfélaganna um kjaramál og að fólk greiði gjald fyrir þessa hagsmunagæslu. Þá kom fram að sérstaða verkalýðsfé- laga er það mikil að um þau gilda að mestu leyti önnur sjónarmið en um félög almennt. Sérstaða verkalýðsfélaga En af hveiju eiga verkalýðsfélög að hafa sérstöðu að þessu leyti? Hjá fyrirlesurunum kom fram að stéttarfélög eru samtök sem þurfa að taka ákvarðanir, sem eru gjarn- an óvinsælar af atvinnurekendum. Þetta hefur það í för með sér að félagsmenn þurfa að leggja mikið undir í baráttunni fyrir bættum kjörum og geta átt á hættu óvin- sældir hjá atvinnurekandanum og jafnvel misst vinnuna af þessum sökum. Það sem vinnst í baráttu stéttarfélaganna eru hins vegar ávextir sem allur þorri launafólks nýtur, hvort sem það stendur utan eða innan stéttarfélaga. Því er ekki óeðlilegt að þeir sem njóta góðs af starfí stéttarfélag- anna greiði fyrir þá hagsmuna- gæslu sem þar fer fram. Þetta er einmitt það sem skapar sérstöðu stéttarfélaganna umfram önnur fé- lög. Þau vinna að hagsmunum mun fleira fólks en þeirra sem eru félags- menn. Það sem vinnst í kjarasamn- ingum aðila vinnumarkaðarins eru kjör sem gjarnan eru notuð til viðm- iðunar, hvort sem þau eru lögbund- in sem lágmarkskjör eða ekki. Af þessu verður dregin sú álykt- un að skipulagið sem hér er við lýði um greiðsluskyldu í stéttarfélög og 1. gr. starfskjaralaganna um að laun og starfskjör sem aðildarsam- tök vinnumarkaðarins semji um, skuli vera lágmarkskjör fyrir alla launamenn í viðkomandi starfs- grein, er í raun forsenda þess að stéttarfélögin geti sinnt því hlut- verki sem þau gegna. Hlutverki sem er nauðsynlegt að sinnt sé vel í lýð- ræðisþjóðfélagi. Stéttarfélög á ís- landi eru ekki að troða á mannrétt- indum, eins og helst hefur verið að Bryndís Hlöðversdóttir „Það er að mínu mati ekki hlutverk okkar sem störfum hjá aðilum vinnumarkaðarins að skipta okkur af innri málefnum þess sem sit- ur hinum megin borðs. Hins veg-ar verður ekki lengur setið undir þeim stöðugu árásum sem samtök atvinnurekenda hafa gert á innra skipu- lag verkalýðshreyfing- arinnar.“ skilja af heittrúarmönnum um nei- kvætt félagafrelsi. Boðberar „frelsisins“ í umfjölluninni hér á landi hefur einu hugtaki verið veifað oftar en öðrum. Það er hugtakið „frelsi“. „Frelsi" einstaklinganna til að ráða málefnum sínum sjálfír, til að standa utan félaga. Þetta sé allt saman spurning um mannréttindi einstaklinganna, greiðsluskylda í stéttarfélög sé hreint og klárt mannréttindabrot. Boðberar þess- ara sjónarmiða hafa verið fullir af hneykslan yfir forpokun íslenskrar verkalýðshreyfingar. Dómur Mann- réttindadómstólsins í máli leigubíl- stjórans íslenska hefur verið helsta vopnið í herbúðunum og af honum dregnar svo víðtækar ályktanir að ætla mætti að bylting í íslenskri löggjöf væri í nánd. Það var því mjög athyglisvert að á ráðstefnunni um félagafrelsi var varla að finna nokkurn mann sem nálgaðist við- fangsefnið á þennan hátt. Umræð- an var einfaldlega málefnalegri en svo. Og þarna sátu þó nokkrir af hinum íslensku frelsisriddurum. En þeir viðruðu ekki frelsishugmyndir sínar á þessum vettvangi. Frelsishugsjón VSÍ Þá hafa fulltrúar Vinnuveitenda- sambands íslands lýst yfir þungum áhyggjum sínum af umsvifum verkalýðsfélaga. Af þeirri umræðu má ætla að hreyfmgin sé helsta tákn fyrir ófrelsi og hlekki einstakl- inganna. í nýútkomnu fréttablaði VSÍ, Af vettvangi, gefur að líta heilsíðuumfjöllun um umsvif og markmið verkalýðsfélaga. Ein síða til fer í umfjöllun um lífeyrismál starfsmanna ríkisins. Það er að mínu mati ekki hlut- verk okkar sem störfum hjá aðilum vinnumarkaðarins að skipta okkur af innri málefnum þess sem situr hinum megin borðs. Hins vegar verður ekki lengur setið undir þeim stöðugu árásum sem samtök at- vinnurekenda hafa gert á innra skipulag verkalýðshreyfingarinnar. En það ósmekklegasta er þó að árásirnar eru gerðar í nafni frelsis og mannréttinda í stað þess að klæða þær í sinn rétta búning. Ég vil nefnilega leyfa mér að efast um að þessi mikli áhugi VSÍ sé til kom- inn vegna mannréttinda eða um- hyggju fyrir frelsi einstaklinganna. Lögmál markaðarins á tímum atvinnuleysis í dag stöndum við frammi fyrir viðvarandi atvinnuleysi í fyrsta sinn frá því að skráning atvinnuleysis hófst hér á landi. Það er sumum atvinnurekendum eflaust þyrnir í augum að þeir geti ekki notfært sér þetta ástand og rýrt kjör launa- fólks í nafni sparnaðar. 1. gr. starfs- kjaralaganna stendur þessu einmitt í vegi, því í henni segir að samning- ar á milli atvinnurekenda og starfs- manna um lægri kjör en almennir kjarasamningar greini á um, skuli vera ógildir. Það er augljóst hveija hagsmuni atvinnurekendur hefðu af því ef 1. gr. starfskjaralaganna væri ekki til staðar. Þá réðu lögmál markaðarins kaupi og kjörum og launafólk væri háð framboði og eftirspum. Rétt eins og hver önnur markaðsvara. Við getum svo velt því fyrir okkur hvort það sé slíkt samfélag sem við viljum búa í. Og enn um félagafrelsið Umræðan um félagafrelsi hefur verulega markast af þeim þáttum sem hér hafa verið raktir. Hún hef- ur því ekki verið eins málefnaleg og skyldi. Það sannaðist hins vegar á áðurnefndri ráðstefnu að hér er um margs konar sjónarmið að ræða, sem taka þarf inn í umræðuna ef vel á að vera. Aðeins á þann hátt er hægt að skapa sér rétta mynd af málinu. Dómur Mannréttindadómstólsins í máli Sigurðar Siguijónssonar er enginn áfellisdómur yfir skipulagi íslenskrar verkalýðshreyfíngar eða þeim leikreglum sem ríkt hafa á íslenskum vinnumarkaði, eins og haldið hefur verið fram. Dómurinn fjallar ekki um réttarstöðu fólks í almennum stéttarfélögum. Það er orðið tímabært að menn komi sér niður á jörðina í þessari umræðu og leggi niður það trúarofstæki sem hún hefur einkennst af. Umfjöllun Morgunblaðsins þann 4. september sl. er gott dæmi um það hvernig hægt er að fjalla um efnið á mál- efnalegan hátt og vonandi verður hún fleirum til eftirbreytni. Höfundur er lögfræðingur ASÍ. Aðalstræti 16 - 400 ísafirði Óhæfa og mikil skammsýni að rífa þetta hús segir greinarhöfundur um Aðalstræti 16 en myndin af því er tekin um aldamót. eftir Helga Bollason Thoroddsen f miðbæ ísafjarðar, sem er einn af elstu kaupstöðum landsins, stendur reisulegt timburhús frá seinni hluta síðastu aldar. Húsið, Aðalstræti 10, er eign Pósts og síma, sem keypti húsið til niður- rifs fyrir rúmum áratug svo byggja mætti nýtt hús á lóðinni. Við fyrstu sýn virðist ísafjörð- ur, eins og svo margir íslenskir bæir, vera samansafn ólíkra húsa, þar sem öllu ægir saman, skúrum og stórhýsum, gömlu og nýju. En ef betur er að gáð, er bærinn mjög heilstæður, það þarf bara að horfa framhjá Iélégu viðhaldi _ og ein- staka „modemiseringu“. Á Isafírði eru til hús frá flestum tímabilum íslenskrar byggingarsögu. Neðstikaupstaður er einstakur, með sínum nýlega endurgerðu húsum frá átjándu öld, því hvergi annars staðar á íslandi fyrirfmnst húsaþyrping frá þessu tímabili. Áður en húsin voru lagfærð, var erfitt að sjá fyrir að þau yrðu perla ísafjarðar. Aðalstræti 16 er í Miðkaupstað, þar sem húsin eru flest frá seinni hluta nítjándu aldar. Miðkaupstað- inn mætti endurgera með sama góða árangri eins og náðst hefur í Neðstakaupstað. Þá fengist þar heilleg götumynd með nítjánduald- arhúsum. Nú þegar hefur verið ákveðið að endurbyggja Edinborgarhúsið (Aðalstræti 7) sem fyrsti íslenski arkitektinn, Isfírðingurinn Rögn- valdur Ólafsson, teiknaði 1907 og gera það að menningarmiðstöð. Sömuleiðis er elsta húsið í Mið- kaupstaðnum (Aðalstræti 12) í endurbyggingu. Það væri því mik- il) missir af Aðalstræti 16, sem ásamt þessum húsum setur mest- an svip á Miðkaupstaðinn. Fram kemur í nýlegri húsa- könnun, sem unnin var fyrir elsta hluta bæjarins, að Aðalstræti 16 er byggt á árunum 1876-1883, upphaflega sem krambúð og íbúð- arhús. Mikið af upprunalegum inn- réttingum hússins hafa varðveist. Húsið er úr timbri, vel viðað og vandað að allri gerð, það er í góðu ástandi þrátt fyrir lítið viðhald allra síðustu árin. Aðalstræti 16 er fallegt og reisulegt hús sem setur mikinn svip á umhverfi sitt. Húsið stendur á áberandi stað, þar sem Aðalstræti breytir lítillega um stefnu og þannig sést það víða að, blasir m.a. við Silfurtorgi, aðalt- orgi bæjarins. Póstur og sími er fyrirtæki í almenningseign sem er annt um ímynd sína og hlýtur því að endur- skoða ákvörðunina um niðurrif Aðalstrætis 16. Ef fyrirtækið get- ur ekki notað húsið, þá er nóg til af byggingarlóðum á ísafírði fyrir nýbyggingu Pósts og síma og kaupendur finnast örugglega að jafn glæsilegri húseign og Aðal- stræti 16 er. Ef auka á ferðamannastraum til Ísaíjarðar eins og unnið hefur verið að á undanfömum árum, er farsælast að halda í sérkenni bæj- arins og hlúa að þeim. Séð með augum aðkomumannsins er ísa- fjörður einstakur fyrir mikið safn fallegra húsa og heilstæðar húsar- aðir sem ekki er að finna annars staðar. Það er því óhæfa og mikil skammsýni, að höggva óbætanleg skörð í bæjarmyndina, eins og ert yrði með niðurrifi Aðalstrætis 16. Höfundur er arkitekt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.