Morgunblaðið - 11.09.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993
15
Reykjavík og allir skólarnir okkar
merktir inn á. Til hvers í ósköpun-
um? Er ætlast til að maður hengi
þetta upp á vegg? Halda borgaryfir-
völd að kjósendum í borginni sé
slík meðferð á fjármunum þeirra
þóknanleg á sama tíma og fólk
þarf að gjalda háu verði þá þjón-
ustu sem verið er að kynna?
Þessi sömu borgaryfirvöld hafa
séð vandlega til þess að foreldrum
forskólabarna er kerfisbundið neit-
að um heilsdagsvistun. Það er þess-
um sömu yfirvöldum að þakka að
fólk víðs vegar um bæinn er í prívat-
reddingum í hádeginu til að tryggja
börnum sínum viðunandi öryggi
meðan það stundar vinnu. Og það
öryggi greiða foreldrar sannarlega
dýru verði - félagslega og peninga-
lega. Ef borginni skyldi einhvem
tíma detta í huga að bjóða upp á
heilsdagsvistun forskólabarna þá
frábið ég mér slíka kynningarbækl-
inga og ég er viss um að ég tala
fyrir munn margra foreldra. Það
er nákvæmlega jafn ögrandi og að
keyra um á Benz en þykjast ekki
hafa efni á stígvélum á krakkann
sinn.
„Ekkert er ókeypis“
„There is no such thing as a free
dinner" er haft eftir þeim mæta
manni Milton Friedman. Þetta er
sannarlega rétt hjá honum, hugsaði
ég með mér þegar ég neyddist til
að afþakka heilsdagsskóla fyrir
dóttur mína. Frændur Friedmans í
borgarstjóm virðast líka hafa skilið
að það er hápólitísk spuming hver
borgar hvað, og fer það ekki milli
mála þegar dagvistarmál eiga í hlut.
Það er hins vegar spuming hversu
langt sá skilningur þeirra nær. Það
er nokkuð ljóst að kosningasjóðir
Sjálfstæðisflokksins munu ekki
greiða fínu auglýsinguna um heils-
dagsskólana heldur ég og aðrir
skattgreiðendur í Reykjavík. Af því
tilefni finnst mér við Reykvíkingar
eiga heimtingu á að vita hvað sá
„dinner" meirihlutans hefur kostað
okkur. í nafni lýðræðis. Friedman.
Höfundur er foreldri.
Nissan Sunny lækkar í verði
Nýr og ódýr-
ari Nissan
Sunny sýndur
um helgina
NISSAN umboðið, Ingvar Helga-
son hf., kynnir um helgina nýjan
Nissan Sunny sem nú er fáanleg-
ur með minni vél en verið hefur
og því nokkru ódýrari en aðrar
Sunny gerðir. Verðið er 995 þús-
und krónur og er þar um að
ræða þrennra dyra hlaðbak með
1400 rúmsentimetra og 87 hest-
afla vél og er þessi bíll um 120
þúsund krónum ódýrari en
Sunny með 1600 rúmsentimetra
vél.
Nissan Sunny með þessari 1400
rúmsentimetra vél er með vökva-
og veltistýri og tveimur hátölurum
en ekki með samlæsingu eða raf-
drifnum rúðum. Fyrstu bílamir eru
komnir til landsins og verða sýndar
hjá umboðinu við Sævarhöfða milli
kl. 14 og 17 laugardag og sunnu-
dag. í fyrstunni verður eingöngu
um þrennra dyra hlaðbaksútgáfuna
að ræða en í nóvember er væntan-
legur fernra dyra stallbakur. Þá
sýnir Nissan umboðið um helgina
nýja gerð af Nissan Sunny GTi, sem
er fernra dyra stallbakur með 150
hestafla vél og kostar hann um
1.580 þúsund krónur en fram að
þessu hefur þessi gerð eingöngu
fengist tvennra dyra.
Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.l af 8
Beingreiðslur
eru ekki laun
til bænda...
Fullyrt er: Hið rétta er:
Beingreiðslur fara beint í vasa bænda.
Stór hluti bænda fær mánaðarlega yfir 400
þúsund króna ávísun frá ríkinu.
Beingreiðslur eru enn eitt dæmi um bruðl í
íslenskum landbúnaði sem þekkist hvergi
annars staðar í heiminum.
Beingreiðslur eru ekki eyðslufé bænda heldur renna
þær tii búrekstrar þeirra; til áburðar, véla, kjarn-
fóðurs, vinnulauna, afskrifta, viðhalds o.s.frv. Til
skamms tíma runnu sömu fjármunir til afurða-
stöðva sem niðurgreiðslur á heildsölustigi. Engum
datt í hug að tala um þá peninga sem launagreiðslur
til bænda. Tilgangurinn var og er enn hinn sami:
Að lækka verð á lambakjöti og mjólkurvörum til
neytenda. Beingreiðslur eru einungis greiddar á
afurðir sem seljast á innanlandsmarkaði.
Beingreiðslur eru framleiðslutengdar greiðslur og
verða eðlilega misháar eftir því hve mikið er fram-
leitt á hverju búi. Stærstu búin með hæstu bein-
greiðslurnar eru í flestum tilfeilum svokölluð félags-
bú, sem fleiri en ein fjölskylda byggir afkomu sína á.
Að meðaltali renna rúmlega 100 þús. kr. á mánuði
til hvers bús í nautgripa- og sauðfjárrækt.
Beingreiðslur fara milliliðalaust til frumframleiðslunnar
og þykja hagkvæm og einföld leið til að lækka verð á
landbúnaðarvörum til neytenda. Þær hafa lengi tíðkast
í Bandaríkjunum og á hinum Norðurlöndunum og í
Evrópubandalaginu er verið að taka upp beingreiðslur
í stað annarra greiðslna. í GATT-viðræðunum, þar sem
fjallað er m.a. um alþjóðleg viðskipti með landbúnaðar-
vörur, er litið á það sem mikilvægt framfaraspor að
beingreiðslur leysi niðurgreiðslur af hólmi.
... heldur breytt form
á niðurgreiðslum sem lækkar verð
til íslenskra neytenda.
ISLENSKIR BÆNDUR
:■ -