Morgunblaðið - 11.09.1993, Side 19

Morgunblaðið - 11.09.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1993 19 Doktorsvörn við lækna- deild Háskólans í dag SIGURÐUR Guðmundsson læknir Háskóla Islands í dag, laugardag hefst I Odda, stofu 101, kl. 14. Doktorsritgerð Sigurðar nefnist „The postantibiotic effect - from the test tube to the laboratory animal“ og hefur verið gefin út af Háskó- laútgáfunni. Fjallar ritið um rann- sóknir á svonefndri eftirvirkni sýklalyfja (postantibiotic effect) sem höfundur hefur unnið að ásamt samstarfsfólki við Háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum og Borgarspítalann í Reykjavík. Eftirvirkni sýklalyfja er skil- greind sem framhald lyfjaáhrifa er doktorsritgerð við læknadeild m 11. september. Doktorsvörnin eftir að lyf er horfið frá sýkingar- stað. Eftirvirkni hefur verið lýst eftir flest sýklalyf, sem könnuð hafa verið, bæði í tilraunaglösum og í tilraunasýkingum í dýrum, en tilvist hennar ræðst mjög af hvaða bakteríutegund á í hlut hveiju sinni. Gildi eftirvirkni við meðferð sýkinga tengist skömmtun sýklalyfja þar sem gefa má lyf sem hafa langa eftirvirkni sjaldnar en áður og draga þannig úr aukaverkunum og kostnaði. Hefur þetta verið staðfest með tilraunum í dýrum og nýlegar rannsóknir annarra á mönnum benda til að unnt sé að gefa tiltek- in sýklalyf (amínóglýkósíð) einu sinni á dag án þess að virkni sé skert. Athuganir á eftirvirkni geta veitt upplýsingar um áhrif sýklalyfja sem ekki fást með venjulegum aðferðum og veitt innsýn í verkunarmáta þeirra. Gildi eftirvirkni lýtur að leið- um til að ná sem mestri virkni frá sem minnstu magni lyfs, enda má minna á að sýklalyf eru stærsti þátt- ur lyijakostaðar stórra sjúkrahúsa Sigurður Guðmundsson. (um 25%) og því mikilvægt að kanna leiðir til bættrar (og vonandi ódýr- ari) nýtingar þessa lyfjaflokks. Reyndu að selja þýfið í Danmörku Rannsóknarlögregla ríkisins hefur upplýst að þýfi úr nokkrum innbrotum var flutt héðan til Kaup- mannahafnar til sölu. Viðtakandi gaf sig hins vegar ekki fram og var gámurinn því endursendur. Fyrr í sumar upplýsti lögreglan nokkur innbrot þar sem meðal annars var stolið tölvubúnaði, prentara, Zippo-kveikjurum og nokkru af leð- urfatnaði. tjófamir gátu í fyrstu ekki gert grein fyrir öllu þýfinu úr innbrot- inu. Reyndist það hafa verið sent til Kaupmannahafnar en viðtakandi þar hafði verið settur í fangelsi meðan sendingin var á leiðinni og gat því ekki vitjað hennar. Sigurðar Nordals fyrirlestur DR. PETER G. Foote fv. prófess- or við Lundúnaháskóla flytur opinberan fyrirlestur um Jóns sögu helga í boði Stofnunar Sig- urðar Nordals þriðjudaginn 14. september 1993, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, í Veitinga- stofunni Tæknigarði, kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist „Hugleið- ingar um Jóns sögu hins helga Ögmundarsonar". Peter G. Foote hefur um langt árabil verið einn helsti fræðimaður um íslensk efni á Bretlandseyjum og eftir hann liggja mörg rit um íslenskar fornbókmenntir, þýðingar og útgáfur. Þá hefur hann lengi verið einn af forvígismönnum Vík- ingafélagsins breska. (Fréttatilkynning) -----4------ Urval-Utsýn flytur í nýtt húsnæði Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn mun um helgina flylja aðalskrif- stofu sína frá Álfabakka 16 í Mjódd í Reykjavík í nýtt húsnæði að Lágmúla 4. Um leið verður söluskrifstofan í Mjódd lögð nið- ur en skrifstofan í Pósthússtræti starfar áfram. Símanúmer skrif- stofunnar verða óbeytt. í tilefni flutningsins verður sölu- skrifstofan nýja opin á sunnudaginn milli kl. 13.30 til 16. Eru allir við- skiptavinir skrifstofunnar gegnum árin boðnir velkomnir. Þar verður á boðstólum 2.000 manna afmælis- terta og skafmiðahappdrætti með ferðavinningum, samtals að verð- mæti 1 milljón króna. .....4------ Gerðardóm- ur í Heijólfs- málinu fordæmdur FUNDUR I framkvæmdasljórn Sjómannasambands Islands hefur fordæmt úrskurð gerðardóms vegna kjaradeilu stýrimanna við útgerð Heijólfs. I ályktun sem Morgunblaðinu hef- ur borist segir að fundurinn telji að gerðardómurinn hafi farið langt út fyrir umboð sitt, þar sem umsamin laun undirmanna við útgerð skipsins séu lækkuð umtalsvert, en að öðru leyti sé ekki tekið á deilunni. Síðan segir „Framkvæmdastjórn SSÍ mun ekki láta þessa aðför að sjómanna- stéttinni óátalda." HEIMILISBOKHALD!!! býður viðskiptavinum sínum upp á nýja ókeypis þjónustu fyrir þá sem þess óska. F&A er eina smásölufyrirtæki landsins sem býr yfir tækni til að prenta út mánaðaryfirlit yfir viðskipti korthafa sundurgreint í 72 mismunandi vöruflokka (sjá sýnishorn). Þetta yfirlit er kjörið sem grunnur fyrir heimilisbókhald. er nú opið öllum landsmönnum (16 ára og eldri) og eru viðskiptakortin endurgjaldslaus. Nú þegar eru rúmlega 9500 korthafar og sá tíu þúsundasti fær góðan glaðning. er með sérsamning við móðurfyrirtæki makro í Englandi og Hollandi. Fæstar vörur eru ódýrari á þeim stöðum, fyrir utan hátollavörur. Sparið ykkur utanlandsferð og lítið inn til okkar. Við erum á Ártúnshöfða, bak við ölgerðarhús Egils. StrætólOað Bæjarhálsi. er opið alla virka daga frá kl. 12.00 til 19.00. Laugardaga kl. 12 -18 og sunnudaga kl. 13 -18. tekur við greiðslu með Visa og Euro, en þeir sem staðgreiða fá minnst 4% afslátt. ösT 1993 ið****1 ,6S aói»ss°w ___________ --------- "llíl ________ aaia ----- A Birgðaverslun F&A Fosshálsi 27, 110 Reykjavík, sími 683211, fax 683501 p6öa1 1100 1200 1300 131° 1400 1420 161° 1650 1660 2100 2500 3200 3400 3450 4400 5100 6200 81°° _ vata pa^ara S*l<3*ti *ex papPlr ostat 6£Ur snyttl saro' ,tais

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.