Morgunblaðið - 18.09.1993, Side 1
56 SIÐUR LESBOK/C
STOFNAÐ 1913
211. tbl. 81.árg.
LAUGARDAGUR18. SEPTEMBER1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kínverjar hóta að
hundsa ÓL 1996
Mónakó. Reuter.
KÍNVERJAR hóta því að sniðganga Ólympíuleikana í Atlanta árið
1996 fái þeir ekki sjálfir að halda leikana á aldamótaárinu, en Al-
þjóðaólympíunefndin (IOC) ákveður nk. fimmtudag hvar leikarnir
árið 2000 verða haldnir.
Zhang Baifa, aðstoðarborgar-
stjóri í Peking og framkvæmda-
stjóri kínverskrar nefndar sem vinn-
ur að því að fá leikana ti! Kína,
hótaði í gær heimasetu 1996 ef
Kínverjar hefðu ekki erindi sem
erfíði. Þetta sagði hann í viðtali við
ástralska sjónvarpsstöð og ítrekaði
yfírlýsingarnar við blaðamenn í
Mónakó í gær.
Þvottastöð
fyrir fólk
Tókíó. Reuter.
JAPANSKIR hugvitsmenn hafa
fundið upp sjálfvirkan sturtu-
klefa, mannaþvottastöð, þar sem
líkaminn er þveginn án þess að
viðkomandi þurfi nokkuð að gera
annað en fara inn i klefann og
standa þar kyrr í nokkrar mínút-
ur.
Þvottastöðinni svipar til símklefa
að stærð og lögun og það eina sem
gera þarf er að skella sér inn og
ýta á takka. Fer þá allt í gang,
fyrst sprautast vatn út um túður
hér og þar á veggjum klefans til
að bleyta skrokkinn, því næst úðast
sápa yfír viðkomandi og svo er hún
hreinsuð af, allt án þess að manns-
höndin komi nærri, og í lokin leikur
hlýr loftstraumur um líkama þess
er í klefanum stendur og þurrkar
hvern blett.
Hægt er að velja mismunandi
þvottaforrit, þar sem m.a. er mögu-
legt að fá kaldan þurrk í lokin og
einnig að sleppa við hárþvott. Tæk-
ið þykir einkum hentugt fyrir þá
sem hafa eiginlega ekki nennu til
að skella sér í bað, t.d. vegna
þreytu, þó nauðsynlegt væri frá
hreinlætissjónarmiði séð.
Zhang sagði að Kínverjar myndu
gera Bandaríkjaþing ábyrgt fengju
þeir ekki leikina en þingið sam-
þykkti í sumar ályktunartillögu um
að ekki bæri að fela Kínverjum
leikjahaldið vegna mannréttinda-
brota kínverskra stjórnvalda.
Talsmaður IOC sagði í gær að
yfírlýsing Zhangs myndi fremur
draga úr líkum á að Kínverjar fái
að halda leikana en hitt. I gær-
kvöldi sagði He Zhenliang, formað-
ur Ólympíunefndar Kína og vara-
forseti IOC, að Kínverjar ætluðu
ekki að hundsa leikana í Atlanta.
Hann var margsinnis spurður að
því hvort hann vildi lýsa því afdrátt-
arlaust yfír að kínverskir íþrótta-
menn myndu keppa þar en svaraði
engu.
Reuter
Arafat
eftirsóttur
VEGGMYNDIR af Yasser Arafat,
leiðtoga Frelsissamtaka Palest-
ínumanna (PLO), seljast grimmt
þessa dagana og var myndin tek-
in í gær af sölumönnum sem önn-
uðu vart eftirspurn í Jerúsalem.
í gær voru m.a. hengdar upp
myndir af Arafat í vesturálmu
Hvíta hússins í Washington en
þar í borg opnar PLO sérstaka
skrifstofu í næsta mánuði. Skýrt
var frá því í gær að Bandaríkja-
menn og ísraelar beita nú Sýr-
lendinga miklum þrýstingi að
leggja blessun sína yfír friðarsátt-
mála ísraela og PLO og stíga
skref sem dugað gætu til að ijúfa
kyrrstöðu sem verið hefur í samn-
ingum um frið í Miðausturlöndum.
Háttsettur fulltrúi hjá PLO sagði
í gær að ísraelar hefðu samþykkt
að allt að 400.000 palestínskir
flóttamenn fengju að snúa til
heimkynna sinna á næstu fímm
árum.
Króatar jöfnuðu 11 þorp
Serba í Kraiina við jörðu
Eltlllb Krnoltu Rnlírroíl Rautor
Citluk, Króatíy. Belgrad. Reuter.
FULLTRUAR hersveita Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Króat-
íu sögðu í gær að króatíski stjórnarherinn hefði jafnað 11
þorp Serba í héraðinu Knin Krajina í suðurhluta landsins
við jörðu áður en sveitimar fóm þaðan á fimmtudag í
samræmi við vopnahléssamkomulag Serba og Króata. Af
ummerkjum væri augljóst að fyrirmæli um aðgerðirnar
hefðu komið ofan frá.
Jim Calvin ofursti, yfirmaður
kanadísks herfylkis í Krajina-
héraðinu, sagði að Króatar hefðu
gengið kerfisbundið og skipulega
til verks. Kveikt hefði verið í hveiju
einasta húsi og flest þeirra verið
jöfnuð við jörðu. Til þess hefði
þurft mikinn tækjakost og mikið
sprengiefni. „Það er greinilegt af
öllu að fyrirmæli um verknaðinn
hafa komið frá æðstu yfirvöldum
og hersveitirnar fengið sérstakan
mannafla og tækjakost til verks-
ins. Þetta er ekkert í líkingu við
það hvemig hersveitir á undan-
haldi eiga til að skilja við sig,“
sagði Calvin.
Calvin sagði að nokkur lík hefðu
fundist í húsarústum en jarðrask
benti til þess að teknar hefðu ver-
ið fjöldagrafir og óttast væri að
þar væri ijöldi líka.
Króatar náðu sneið af Krajina
er þeir sóttu þar skyndilega fram
fyrir rúmri viku. Serbar svöruðu
með stórskotaliðsárás á króatísku
höfuðborgina Zagreb. Um síðir
samdist um vopnahlé þar sem
Serbar settu það sem skilyrði að
króatísku sveitirnar yrðu dregnar
til baka frá Krajina.
Owen vongóður
Owen lávarður sáttasemjari í
Bosníudeilunni sagðist í gær von-
góður um að á þriðjudag tækist
að ljúka samningum um frið í
Bosníu. Leiðtogar þjóðarbrotanna
þriggja hafa þá verið boðaðir til
fundar á flugvellinum í Sarajevo.
Ofgamenn fagna sigri
STUÐNINGSMENN Breska þjóðarflokksins, flokks hægri öfgamanna
sem boðað hafa útlendinga- og kynþáttahatur, fagna óvæntum sigri
í aukakosningum til bæjarstjórnar Millwall í austurhluta Lundúna.
Frambjóðandi flokksins, Derek Beackon, hlaut 1.480 atkvæði eða sjö
umfram frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fulltrúi Íhaldsflokksins
fékk aðeins 134 atkvæði í fjórða sæti. Kirkjuleiðtogar og stjórnmála-
menn fordæmdu úrslitin og Michael Howard innanríkisráðherra sagði
óviðunandi að til opinberra trúnaðarstarfa veldust menn sem viður-
kenndu ekki að allir þegnar landsins væru jafnir fyrir lögum.
Kafbátaleitartækni við hvalarannsóknir á Atlantshafi
Telja stofnana stærri en
áður hefur verið áætlað
HVALASTOFNAR „tala“ hver með sínum hreim, að sögn
vísindamanna bandaríska flotans og Cornell-háskóla í New
York-ríki er undanfarna tíu mánuði hafa fylgst með hljóð-
um nokkurra hvalategunda á Atlantshafi. Þeir hafa að
sögn breska blaðsins The Independent notað hlustun-
artækni sem þróuð var til að fylgjast með kafbátaflota
Sovétríkjanna sálugu. Bráðabirgðaniðurstöður benda til
þess að hvalastofnarnir séu stærri en talið hefur verið.
Fylgst hefur verið með steypi-
reyði, langreyði og hnúfubak, teg-
undum sem allar eru taldar í útrým-
ingarhættu, en einnig hrefnu sem
hvalveiðiþjóðir álíta að nóg sé til
af. Fjöldi einstaklinga af hverri teg-
und kom vísindamönnunum mjög á
óvart og alls skráðu þeir um 35.000
afar ólík köll fyrstu þijá mánuðina.
Ekki er enn búið að ganga fyllilega
úr skugga um það hve mörg dýrin
voru. Vísindamennirnir telja hins
vegar góðar líkur á að hægt verði
að telja dýrin með mun meiri ná-
kvæmni en fram til þessa og fylgj-
ast með sveiflum í stofnstærð ef
frekari rannsóknir verði gerðar. Við
fyrri talningar hefur einkum verið
stuðst við kannanir úr lofti og af
skipum.
„Þetta er ekki ósvipað því að
fylgjast fyrst með nokkrum útvöld-
um næturklúbbum í Evrópu, heyra
kunnuglegt lag, heyra þar næst
tónlist frá öllum klúbbunum í álf-
unni og taka eftir því að sums stað-
ar er leikinn djass, annars staðar
rokk og loks dálítið af þunga-
rokki,“ sagði Christopher Clark,
stjórnandi rannsókna á náttúru-
hljóðum við Cornell-háskóla. „Fjöl-
breytnin í hljóðum langreýða var
miklu meiri en áður hafði mælst.“
Clark sagði að hvalir á hafsvæðinu
milli Grænlands, íslands og Noregs
virtust nota ákveðið hljómfall og
hrynjandi sem ekki hefði greinst
hjá frændum þeirra á vesturhluta
Atlantshafs.