Morgunblaðið - 18.09.1993, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.09.1993, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Vesturbær Til sölu 207 fm raðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr í Aflagranda 11. Húsið er tilbúið undir tréverk og málningu. Fullfrágengin lóð með hitalögn í bíla- stæði. Afhendist strax. Til sýnis laugardag kl. 14.00-16.00 Birgir R. Gunnarsson hf., sími 32233. Hraunbær - laus Höfum í einkasölu fallega 4ra-5 herb. íbúð á 3. hæð 100 fm í fjölbýlishúsi sem stendur við Rofabæ. Parket á stofu og herb. Gott aukaherb. í kjallara. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Nýmálað og viðgert hús að utan sem innan. Verð 7,9 millj. Opið ídagfrá kl. 10.00-12.00 Skeifan f asteignamiðlun, Skeifunni 19, sími 685556. Tilsölu glæsilegar eignir - til sýnis um helgina - Tvær fullbúnar 3ja herb. íbúðir — 1 svefnherb. og 2 sam- liggjandi stofur - í Þverholti 3, Reykjavík. Væntanlegum kaupendum gefst kostur á að skoða eignirnar á laugar- dag kl. 17-19 og sunnudag kl. 14-18. Einnig upplýsingar í síma 71264 eða 624593. FA5T6IGNASALA VITASTÍG 13 aeoao-aGoss Grettisgata Falleg 4ra herb. íbúð á 3. hæð 118,4 fm að stærð. Rúmgóðar stofur. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Ein íbúð á hæð auk 2ja herb. í risi, 22 fm að stærð. Góð lán áhvílandi. Hagstætt verð. Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. 011 01 07H LÁRUS Þ' VALD|MARSS0N framkvæmdastjori . L I I v v'm I 0 / V KRISTINNSIGURJ0NSS0N,HRL.lóggilturfasteignasali Nýkomnar til sölu og sýnis: Fyrir smið eða laghentan Vel skipulögð 3ja herb. íb. af meðalstærð á 4. hæð við Kaplaskjóls- veg. Sólsvalir. Sameign í endurnýjun. Risið yfir íbúöinni fylgir. Langtíma- lán kr. 4,6 millj. Tiiboð óskast. Góð íbúð - bílskúr - gott verð Suðuríbúð 2ja herb. á 2. hæð við Stelkshóla. Stórar sólsvalir. Góður bilskúr. Langtímalán kr. 2,4 millj. Verð aðeins kr. 6,2 millj. Skammt frá Háskólanum Mjög góð 4ra herb. íb. á 4. hæð í reisulegu fjórbýlishúsi. Sólsvalir. Útsýni. 40 ára húsnæðislán kr. 3,1 millj. Nánari uppl. á skrifstofunni. Úrvals íbúð - sérþvottahús - bílskúr Á móti sól og suðri 4ra herb. íb. á 2. hæð við Digranesveg. Öll eins og ný. Sólsvalir. Ágæt sameign. Bílskúr 27,3 fm. Frábært útsýni. Nokkrar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á vinsælum stöðum í borginni. Mikil og góð langtímalán. Vinsamleg- ast leitið nánari upplýsinga. Þurfum að útvega traustum kaupendum: 5 herb. ibúð með 4 svefnherb., á fyrstu eða annarri hæð við Fells- múla, Háaleiti, nágrenni Einbýlis- eða raðhús í borginni af meðalstærð, ekki fullbyggt eða eldra hús sem þarfnast endurbóta. í Smáíbúðahverfi eða nágrenni óskast 2ja-3ja herb. íbúð sem má þarfnast endurbóta. • • • Opiðídagkl. 10-15. Teikningar á skrifstofunni. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150*21370 Aðeins einn útlending- ur keppir í alþjóðaralli ÍSLENSKIR keppendur munu ekki fá mikla mótspyrnu frá er- lendum keppendum í lengsta ralli ársins, sem verður um helg- ina og nefnist Reykjavíkurrall. Keppnin var jafnframt Norður- Iandamót í fyrra, en nú kemur aðeins einn keppandi erlendis frá. 14 keppendur eru skráðir til leiks, en keppendafjöldi hefur oft verið í kringum 30 talsins. Reykjavíkurrallið hófst í gær, föstudag, kl. 17.00 við Perluna, þar sem stjómstöð keppninnar verður, en hún stendur yfir fram á sunnu- dag. Margir bestu rallökumenn landsins eru meðal keppenda. Keppnin gildir tvöfalt í stigagjöf til meistaratitils á við önnur rall- mót og skiptir því verulegu máli að ná góðum árangri. Fyrstir á stað verða meistarar síðasta árs, þeir Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metró. Þeir hafa góða forystu til meistara eftir sigra í mótum ársins. Steingrímur Inga- son og Páll Kári Pálsson á Nissan munu veita þeim hvað mesta keppni. Rallkappinn Jón Ragnarsson mætir að nýju undir stýri, eftir langt hlé, þar sem sonur hans Rún- ar getur ekki keppt vegna bak- meiðsla. Með honum mun aka Þór Daníelsson, sem hefur verið í við- gerðarliði feðganna. í fiokki óbreyttra bíla verða meðal annarra forystumennirnir Óskar Ólafsson Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson. Sigurvegarar SIGURVEGARAR síðasta al- þjóðaralls, Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metró lögðu fyrstir af stað í Reykjavík- urrallið. og Jóhannes Jóhannesson á Mazda. Þeir leiða íslandsmótið í sínum flokki. Starfsmann hálft árið í fyrra gerðu Reykjavíkurborg, Ferðamálaráð og Bifreiðaíþrótta- klúbbur Reykjavíkur með sér sam- starfssamning með það fyrir aug- um að efla þátttöku útlendinga í rallinu, sem dró að sér sterkar finnskar áhafnir. Var í bígerð að kynna rallmótið vel á erlendum vettvangi, bæði á Norðurlöndum, Bretlandseyjum og víðar af hálfu BÍKR. Hérlendis eru allar aðstæður til að halda stórmót í rallakstri utan venjulegs ferðamannatíma og líta margir þann möguleika hýru auga. En kynning þetta árið brást, sama og ekkert var unnið í þeim málum. Útkoman er sú að Frakkinn Philip Goubert, sem oftsinnis hefur keppt hér á landi, verður eini út- lendingurinn sem keppir. „Það var engu eytt í markaðs- setningu og við ákváðum að nýta kraftana í útfærslu á keppninni, sem ætti að nýtast okkur á næsta ári. Menn hafa einfaldlega verið uppteknir í vinnu og finna þarf rekstrargrundvöll, þannig að laun- aður starfsmaður geti unnið að þessu ralli hálft árið,“ sagðir Birg- ir Már Guðnason hjá Bifreiða- íþróttaklúbbi Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið. „Það hjálpaði heldur ekki að Norðurlandameist- aramótinu var stillt upp á sama tíma og okkar keppni. Við höfum sent kvörtun vegna þess til alþjóða bílaíþróttasambandsins í París. En vissulega brást kynningin á rallinu, en við mætum bara tvíefldir til leiks næst og gerum gott úr rallinu eins og það er,“ sagðir Birgir. G.R. iöaigOsö máfl Umsjónarmaður Gísli Jónsson 710. þáttur Og svo tekur aftur til máls Jóhannes Björnsson í Ytri- Tungu: „Nú er blessuðum bömunum, helstu ljósgeislum þeirra, stíað frá þessu gamla fólki, stíað burtu frá því á leikskóla eða dagvistir. Og síðan læra bömin málið að meginhluta af jafnöldr- um sínum, þótt þau njóti af- bragðs fjölfróðra fóstra. Mæður sínar og feður sjá sum þeirra helst við kvöldverðarborðið. Þau vinna daglangt úti, oft af knýj- andi, jafnvel örvæntingarfullri nauðsyn, en líka stundum vegna þess að löngunin í sólarlanda- ferðir er umhyggjunni fyrir vel- ferð bamanna yfirsterkari. Þessi aðskilnaður kynslóðanna hefur nú þegar valdið óbætanlegu tjóni, sem fer stöðugt vaxandi. Hann er sannkölluð helstefna íslensks samfélags. Orðfæðin er ef til vill einn þáttur töfraráðsins mikla, sem nefnist hagræðing, og er allra meina bót. íslenskan hefur oft notað mörg heiti á sama hlut eða líffæri til nánari skýringa eða blæbrigða. Eins og allir íslendingar vita, hefur bláendi hryggsúlu hrygg- dýranna margvísleg nöfn eftir lögun og tegundum dýra: Kött- urinn hefur stýri, selurinn dind- il, fuglinn stél, hundur og refur skott, fískur og hvalur sporð, hrossin stert og loks svínin og aparnir rófu, já, svo og maðurinn með hana í felum ennþá, en það lagast sjálfsagt fljótt, svo hratt virðist hann breytast til upp- runans. En þróast þetta ekki allt að danskra hætti í einn allsherjar hala, eða eftir einhveijum lög- festum staðli frá Brussel, þegar deilan þar er leyst um smokk- inn, hvort hann verður sniðinn eftir Frökkum eða Þjóðverjum. Enn er ekki of seint að hefja björgunarstarfið til viðreisnar íslenskri tungu. Þú hefur efa- laust séð litlu innrömmuðu greinina í Morgunblaðinu í vetur eftir Helga Hálfdanarson — Helga lyfsala eins og við nefnd- um hann hér nyrðra áður —: „Vísu Gríms“. Hana kunni ég og átti í Þingeyskum ijóðum. En eftir hugleiðingu Helga var sem álfasmyrsli eða steini væri strokið um augu mín, og mér birtust nýir fletir á þessum gim- steini Gríms. Og ég sá þá hvað það getur hefnt sín að trufla skáld, sem hefur náð fluginu. Já, enn er ekki of seint að snú- ast til varnar íslenskri tungu. Minnumst þess hvað Björn heit- inn Guðfínnsson orkaði miklu með eldmóði sínum á örskammri ævi. Við eigum enn fjöldann allan af frábærum íslenskumönnum, sem gætu bjargað tungunni frá hörmulegum örlögum: þeim að stór hluti þjóðarinnar fari að hugsa á erlendri tungu, sem gætir verulega nú þegar. Hætti að unna íslenskunni, skynja tær- leika hennar, sjái ekki lengur mikilvægi litlu blæbrigðanna, fínni ekki áfram til þessarar sjálfsögðu skyldu okkar að varð- veita hana sem minnst breytta hinum óbornu, svo þeir geti eins og við átt samfundi með höfundi Njálu, Snorra og öðrum snilling- um íslandssögunnar. Og að sjálfsögðu er okkur einnig skylt að varðveita „stuðl- anna þrískiptu grein“ sem við einir þjóða héldum hátt á lofti fram á þessa öld. Gæti ekki hugsast að Sigurð- ur Nordal hafi einmitt haft þenn- an forna arf okkar í huga, þegar hann ritaði hinar eftirminnilegu aðvaranir til landa sinna: „Vér vitum hvorki nógu ljóst, hvað við eigum frá fornu og nýju fari, né hvers virði það er í hlutfalli við auðlegð annara þjóða. Þessvegna erum vér of fljótir að elta skugga erlendra hugsana, siða og menningar, grípa þar í tómt, um leið og vér gloprum úr hendi eigu sjálfra vor.“ Sjá Áfanga (Svipir) bls. 134. Að endingu þetta: Það þýðir ekkert að skipa nefnd til að athuga þróun máls- ins. Hér þarf að bregðast hart við, þar sem líka er sótt inn í menn- ingarhelgi okkar úr öllum áttum og ofan frá. Nú þarf að skera upp herör og kalla til 60 menn- ingana færustu ög dugmestu. Og ekki bara þá, heldur alla sem einhveijum nýtilegum vopnum valda í baráttunni fyrir endur- reisn og varðveislu íslenskrar tungu. Við getum ekki vænst þess að „Guð vors lands“ sendi okkur annan Rask.“ Umsjónarmaður þakkar þetta mikla og merka bréf og mun á næstunni reyna að gera því ein- hver skil. Hlymrekur handan kvað: Loksins gekk út hún gamla Kristjana, er guð lagði miskunn á hana. Með Þórveigu gekk undir hjónabands hlekk sem háttur er Norðmanna og Dana. Auk þess legg ég til að menn gefi nú frí um sinn orðinu „bæt- ing (bætingar)" og muni eftir því að til er framför (framfar- ir). Og ég vona og bið að örlög- in þyrmi orðinu sláturtíð frá því að breytast í *sláturvertíð. En, ó og vei! Ekki hafði ég fyrr skrifað þetta en orðið „slát- urvertíð" birtist á forsíðu Dags 10. þessa mánaðar. Hvað skyldi verða í desember?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.