Morgunblaðið - 18.09.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
27
Minning
Páll Þorfinnsson
Fæddur 15. júní 1931
Dáinn 1. september 1993
Ég vil í nokkrum orðum minn-
ast Páls Þorfinnssonar, rafvirkja-
meistara á Skagaströnd, en hann
lést 1. september sl., eftir veikindi
sem reyndust miklu alvarlegri en
haldið var í fyrstu.
Páll varð ekki gamall maður,
en hann verður þeim minnisstæður
sem kynntust honum og fundu
hvað inni fyrir bjó. Páll var dulur
í lund á margan hátt og hleypti
ekki öllum að sér, en ef hann batt
vináttu við menn, var það gert af
heilindum og sönnum drengskap.
Þá sást að tryggðin var rík í huga
hans og hjarta. Það fór ekkert á
milli mála.
Páll Þorfmnsson var ekki borinn
og barnfæddur Skagstrendingur,
en hann var löngu viðurkenndur
sem slíkur. Hann festi rætur á
Skagaströnd og eignaðist þar fjöl-
marga vini og kunningja, enda
félagslyndur og ávallt vakandi fyr-
ir málefnum líðandi stundar. Hann
tók tryggð við litla byggðarlagið
undir Borginni og varð einn af
góðum sonum þess.
Ég naut þeirrar ánægju að
starfa samhliða Páli á ýmsum víg-
stöðvum í dagsins önn og urðum
við fljótt góðir kunningjar. Áhuga-
efni okkar fóru saman á mörgum
sviðum og ég lærði að meta þenn-
an mann og þykja vænt um hann.
Páll var eftirtektarverður persónu-
leiki. Þótt hann brygði fyrir sig
hárfínni kaldhæðni, þegar honum
fannst að menn færu ekki rétt að
málum, þá duldist engum að eðli
hans var hlýtt og gott. Hann bjó
yfir sérstæðri kímnigáfu og um
hann lék hressilegur blær, jafnvel
eftir langvarandi heilsubrest gat
hann slegið á ferska strengi og
gefið af sér gleði og jákvæðan
anda. Slíkt er sannarlega ekki á
allra færi.
Páll var maður góðra tilsvara
og næmur á alla orðlist. Það var
grunnt á glettninni hjá honum og
þegar hann laumaði frá sér hnytti-
legu tilsvari, sást iðulega stríðnis-
glampinn sindra í augum hans.
Þannig vil ég muna hann og þann-
ig er hann í mínum huga.
Páll var ávallt mjög vakandi
fyrir gamansömum hliðum dægur-
mála og fann ég oft að sjónarhorn
hans á ýmis atvik var mjög sér-
stakt. Hann sá spaugilegar hliðar
í málum öðrum fremur. En kímni
hans var jafnan þroskuð og jákvæð
og beindist fýrst og fremst að því
að laða fram léttan brag í dagsins
önn og amstri. Páll var ljóðelskur
og hafði djúpan skilning á kveð-
skap. Þar fóru margir strengir
saman hjá okkur.
Þegar við vorum einir saman,
barst talið iðulega að ljóðum og
vísum. Hann veitti mér mikla upp-
örvun og stuðning á þessu sviði
og fyrir það er ég honum innilega
þakklátur.
Við ræddum líka oft dýpri rök
tilverunnar og fann ég þá að Páll
var andlega sinnaður og mjög leit-
andi maður. Hann sagði mér að
hann hugleiddi mikið trúmálin og
vorum við þar sammála um margt,
svo sem um baráttu góðs og ills
og tilvist þeirra afla sem þar að
baki búa. Ég fann í gegnum slík
samtöl okkar Páls, að þar var
hann að ræða opinskátt við mig
um ýmislegt sem hann fjölyrti
ekki við um aðra. Mér þótti vænt
um traustið sem hann sýndi mér
og skildi að milli okkar hafði
myndast taug sem báðum var ein-
hvers virði.
í þessum efnum minnist ég
margra hluta sem bárust í tal á
milli okkar og sýndi mér manninn
Pál Þorfínnsson eins og hann var,
hjartahlýjan, tryggan og við-
kvæman í lund.
Og nú er þessi vinur minn af
heimi genginn. Hann reyndi bæði
gleði og þraut í sínu lífi og síðustu
árin var margt á herðar hans lagt.
Ég heyrði hann þó aldrei æðrast
eða hafa orð um neina uppgjöf.
Ég get því sagt með sanni, að ég
virti hann því meira sem ég kynnt-
ist honum betur. Ég vil í þessum
orðum þakka honum allt sem hann
var mér og byggðarlaginu okkar.
Jafnframt bið ég góðan Guð að
styrkja eiginkonu hans, böm og
aðra ástvini á þessum sorgartíma.
Ég flyt þeim öllum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Blessuð veri
minning Páls Þorfinnssonar.
Rúnar Kristjánsson.
Minning
Guðrún Magnús-
dóttir frá Fagranesi
Fædd 17. apríl 1913
Dáin 26. júní 1993
Enda þótt fólk á efri árum kveðji
snögglega, kemur lát þess okkur
alltaf á óvart, margt er ósagt þeg-
ar leiðir skilja. Andlát Guðrúnar
bar brátt að, en við sem þekktum
hana vissum að hún gekk ekki
alltaf heil til skógar. Þegar við
kvöddumst í vor að loknu vetr-
arstarfi sagði hún við mig: „Ég
ætla að fara með þér í eins dags
ferðina í sumar, það er nóg fyrir
mig.“ En henni var ætluð önnur
og lengri ferð, ferð sem við eigum
öll vísa.
Guðrún var fædd í Reykjavík,
foreldrar hennar voru hjónin
Magnús Magnússon og Arndís
Magnúsdóttir. Vora þau bæði ætt-
uð úr Dölum, bjuggu í Lækjar-
skógi í Laxárdal. Magnús lést þeg-
ar Guðrún var þriggja ára. Ólst
hún upp hjá móður sinni og stjúp-
föður, Guðbrandi Guðmundssyni í
Lækjarskógi, ásamt sjö hálfsystk-
inum. Haustið 1933 lá leið Guð-
rúnar til Blönduós, á kvennaskóla
Húnvetninga. Þar kynntist hún
tilvonandi manni sínuni, Óskari
Jóhannessyni frá Móbergi. Reistú
þau sér bæ í landi Holtastaða og
gáfu honum náfnið Fagranes.
Bjuggu þau þar uns þau fluttust
til Blönduóss. Síðustu árin áttu
þau heimili í Hnitbjörgum, heimili
aldraðra. Þar var gott að dveljast
í góðum félagsskap við aðra íbúa
hússins þar sem allir voru boðnir
og búnir að rétta hver öðrum hjálp-
arhönd.
Guðrún og Óskar voru bæði við-
mótsgóð og létt í lund, góð heim
að sækja. Það var gaman að sjá
hve samstillt þau vora og tóku
þátt í öllu félagsstarfi aldraðra
sem fór fram í húsinu. Eftir að
heilsu Óskars hrakaði rétti Guðrún
honum hjálparhönd við það sem
hann var að vinna að. Ég kynntist
Guðrúnu og Óskari þegar þau voru
nýflutt á staðinn, sameiginlegt
áhugamál okkar Guðrúnar var
Dalimir og mannlífið þar fyrr á
tímum á okkar feðraslóðum. Fyrir
tveimur árum fóram við í ferð til
Stykkishólms og um Dalina. Þá
var gaman að hafa Guðrúnu með
til að segja okkur nöfnin á bæjun-
um.
Dóttir Guðrúnar og Óskars er
Elsa sem býr á Blönduósi. Maður
hennar er Gunnar Sig. Sigurðsson
og barnabörnin þijú, Kristín, .Ósk-
ar og Sigurður. Langömmubörnin
eru tvö. Óskar lést árið 1988.
Þessi fátæklegu kveðjuorð mín
um Guðrúnu era ekki ættar- eða
ævisaga, aðrir kunna betur skil á
því, bara fátækleg orð um þakk-
læti fyrir góða viðkynningu við
glaðværa og elskulega konu sem
ég mun sakna þegar vetrarstarfið
hefst aftur í haust.
Jarðarför Guðrúnar fór fram frá
Blönduóskirkju hinn 3. júlí. Ég
sendi innilegar samúðarkveðjur til
Elsu og fjölskyldu hennar.
Elísabet Þ. Sigurgeirsdóttir,
Blönduósi.
Móðir okkar,
MÁLFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Steinum,
Aflagranda 40,
Reykjavik,
lést miðvikudaginn 15. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristján Finnsson,
Jón Finnsson,
Kolbeinn Finnsson,
Bjarni Finnsson
og fjölskyldur.
Jörundur Pálsson
frá Hrísey
Fæddur 20. desember 1913
Dáinn 6. september 1993
Listamaðurinn Jörundur Pálsson
hefur lokið jarðargöngu sinni. Fyrstu
kynni mín af honum urðu þegar
soroptimistar héldu fundi á heimili
þeirra hjóna, hans og Guðrúnar Stef-
ánsdóttur kaupkonu, en Guðrún var
einn af stofnendum og forystukonum
soroptimistaklúbbs Reykjavíkur. Þá
kom hann mér fyrir sjónir sem mynd-
arlegur og skörulegur maður með
gott skopskyn. Og fallegt hús þeirra
á Kleppsvegi 86 hafði hann að sjálf-
sögðu teiknað. Síðar höguðu örlög
því svo að Guðrún varð ritari í Náms-
flokkum Reykjavíkur og þá urðu
kynni mín og þeirra hjóna nánari og
bönd traustrar vináttu knýttust.
Öllum sem kynntust Jörundi hlaut
fljótt að verða ljóst að í fari hans
var listfengið sterkasti eðlisþáttur-
inn. Hann var söngmaður góður, og
hafði ríka frásagnargáfu og næmt
auga fyrir því sem frásagnarvert var
en fyrst og síðast var dráttlistin hans
höfuðgrein.
Ungur lærði hann auglýsinga-
teiknun og mun hafa orðið fyrstur
íslendinga til þess. Og fyrstu auglýs-
ingastofuna á íslandi stofnaði hann
fyrir hálfri öld. Hann var því frum-
heiji listiðnaðar sem í dag er blómleg
atvinnugrein. Frumheijaspor eru oft-
ast erfið, en hafa í sér fólgna ögrun
sem Jörundi hefur án efa fallið vel.
Á miðjum aldri lagði Jörundur á
aðra braut dráttlistar, sigldi til Kaup-
mannahafnar og lærði til arkiteks.
Þá var Guðrún eftir í Reykjavík og
sá fyrir heimilinu og bömum þeirra
hjóna, Guðrúnu og Stefáni.
Heimkominn gerðist Jörundur
arkitekt hjá Húsameistara ríkisins
og vann hjá þeirri stofnun næstu
áratugi. Hann teiknaði m.a. ýmsar
kirkjur. Sú síðasta mun hafa verið
kirkjan í Þorlákshöfn, fagurt og sér-
stætt listaverk þar sem allt er í sam-
ræmi; sjálf byggingin, innan stokks
— Minning
arkitektúr og garðurinn í kringum
kirkjuna.
Jörundur var líka arkitekt við
byggingu Hallgrímskirkju og starf
hans markar að sjálfsögðu spor í
þeim framkvæmdum. Það er því vel
við hæfi að frá þeirri kirkju var út-
för hans gerð. Þegar Jörundur var
kominn yfir sextugt hélt hann enn
óragur inn á nýjar, en þó gamlar,
brautir. Hann sagði upp hjá Húsa-
meistara — átti að vísu rétt á skert-
um eftirlaunum — fór að gera það
sem hugur hans hefur sjálfsagt alltaf
fyrst og fremst staðið til — mála.
Og Jörundur varð landsþekktur
sem Esjumálarinn, sæmdarheiti sem
hann bar með reisn. Esjan á öllum
árstímum og ýmsum tímum dags og
nætur, í alls konar veðri og frá mörg-
um sjónarhornum var verðugt við-
fangsefni og fjömargar snjallar Esju-
myndir eftir Jörund gleðja nú augu
landsmanna. Hann var einnig snjall
portrettmálari.
í öllu því sem Jörundur tók sér
fyrir hendur á lífsleiðinni, í leik og
starfi, átti hann sér traustan föru-
naut þar sem Guðrún var. Ung og
glæst höfðu þau heitið hvort öðru
ævarandi tryggð, hann Jörundur
Pálsson, kominn utan úr Hrísey, og
Akureyrarmeyjan Guðrún Stefáns-
dóttir, bæði komin af listrænu hæfi-
leikafólki og dugnaðarforkum. í lífi
sínu hafa þau bæði sýnt að engir
væru þau ættlerar og hæfileikarnir
ganga áfram frá kynslóð til kynslóð-
ar. Á ævikvöldinu gátu og geta þau
glaðst yfír efnilegum afkomendum
sem hlotið hafa hinn dýrmætasta
arf, listræna og skapandi hæfíleika,
sem munu bera góðan ávöxt.
Að lokum vil ég þakka Jörundi
vináttuna og þá birtu sem hann varp-
aði á vegferð mína og margra ann-
arra bæði með skopskyni sínu og list
sinni. Vinkonu minni Guðrúnu og
afkomendum þeirra votta ég samúð
en minni á það, að dauðinn er aðeins
myndbreyting lífsins.
Guðrún J. Halldórsdóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HANS NORMANN HANSEN,
Tjarnarlundi 13G,
Akureyri,
lést að kvöldi 16. september á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Kamilla Hansen, Viðar Pálmason,
Ingi Arnvifi Hansen, Ásta Birgisdóttir,
Gunnar Már Hansen
og barnabörn.
+
Stjúpfaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRGVIN FILIPPUSSON,
Leifsgötu 22,
Reykjavik,
lést 15. september.
Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 22. september kl. 15.00 frá
Fossvogskirkju.
Karl Hofdal,
Björg Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför
KARLS GUÐMUNDSSONAR,
Sundlaugavegi 7,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 21. september
kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Heimahlynn-
ingu Krabbameinsfélagsins.
Mrefna Sigmundsdóttir, börn,
tengcfaborn og barnabörn.
■ ............ "iii i .................
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför
FRÍMANNS JÓNSSONAR.
Gufirífiur Hreinsdóttir,
Jón Frímannsson, Afialheifiur Jónsdóttir,
Hreinn Frímannsson, Birgit Helland,
barnabörn og barnabarnabörn.