Morgunblaðið - 18.09.1993, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ
IÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
KNATTSPYRNA
Fallbaráttan í algleymingi
íslandsbikarinn afhentur á Akranesi í dag. Nær Þórður að slá markametið?
FALLBARATTAN í 1. deild
karla veður í algleymingi í dag
þegar næst siðasta umferðin
fer fram. Fjögur lið eru töl-
fræðilega enn í fallhættu; Vík-
ingur, ÍBV, Fylkir og Þór. Vfk-
ingar mæta IBV á Valbjarnar-
velli og má hvorugt liðið við
því að tapa og sama má segja
um Fylki sem mætir Fram í
Árbænum. Þórsarar mæta Val
á Akureyri og nægir jafntefli til
að gulltryggja sæti sitt.
Þrír leikmenn Víkings taka út
leikbann gegn ÍBV. Miðheij-
inn Thomas Javorek og vamar-
mennirnir Björn Bjartmarz og Hall-
dór Jónsson. Eyjamenn era með tvo
leikmenn í banni þá Nökkva Sveins-
son og Rút Snorrason. Möguleikar
Víkinga era óneitanlega minnstir í
stöðunni. Tapi Víkingur stigi gegn
ÍBV er það fallið og ef Fylkir tapar
fyrir Fram verður hreinn úrslitaleik-
ur milli ÍBV og Fylkis í Vestmanna-
eyjum í síðustu umferð um hitt fall-
sætið. Vinni hinsvegar Víkingur og
Fylkir sína leiki eru bæði ÍBV og
Víkingur fallin.
ÍA fær íslandsbikarinn
Skajgamenn tryggðu sér endan-
lega Islandsmeistaratitilinn í síð-
ustu umferð og fá íslandsbikarinn
afhentan á Akranesi eftir leikinn
gegn ÍBK í dag. Spennan í kringum
þennan leik verður sjálfsagt spurn-
ingin um það hvort Þórði Guðjóns-
syni takist að slá markamet Péturs
Péturssonar og Guðmundar Torfa-
sonar. Hann hefur þegar gert 18
mörk í deildinni og þarf því aðeins
tvö í viðbót til að slá metið. Óli Þór
Magnússon Keflvíkingur er ekki
langt undan því hann hefur gert
15 mörk og hann lætur sjálfsagt
ekki sitt eftir liggja á Skaganum í
dag.
Fimmti leikur 17. umferðar fer
fram á morgun, sunnudag, á KR-
velli þar sem KR-ingar taka á móti
næst efsta liði deildarinnar, FH,
sem þegar hefur tryggt sér UEFA-
sætið að ári.
í 2. deild er aðeins spuming um
það hvort það verður Stjaman eða
Leiftur sem fylgja Breiðablik upp í
1. deild. Stjarnan leikur á heima-
velli gegn Þrótti Neskaupstað og
Leiftur mætir UBK í Kópavogi og
heíjast báðir leikimir kl. 14. Tinda-
stóll og BÍ era þegar fallin.
Fj. leikja U J T Mörk Stig
ÍA 16 14 1 1 58: 16 43
FH 16 10 4 2 33: 19 34
FRAM 16 8 1 7 36: 30 25
ÍBK 16 7 3 6 28: 27 24
VALUR 16 6 3 7 24: 21 21
KR 16 6 3 7 32: 30 21
ÞÓR 16 5 4 7 18: 25 19
FYLKIR 16 5 1 10 19: 34 16
ÍBV 16 3 4 9 21: 39 13
VÍKINGUR 16 3 2 11 19: 47 11
Markahæstir
Þórður Guðjónsson, ÍA.............18
Óli Þór Magnússon, ÍBK............15
Helgi Sigurðsson, Frain...........14
Haraldur Ingólfsson, í A..........13
Hörður Magnússon, FH..............12
Mihajlo Bibercic, í A.............11
Anthony Karl Gregory, Val..........9
Höttur sigurvegari í 4. deild karla
Morgunblaðið/Kristinn
Höttur frá Egilsstöðum sigraði Fjölni í úrslitaleik 4. deildar 1:0 að Varmárvelli í Mosfellsveit fyrir skömmu. í liði Hattar eru eftirtaldir. Efri röð frá vinstri:
Sigurður Magnússon, Ágúst Ólafsson, liðsstjóri, Sigurður Amar Jónsson, Valgeir Pétursson, Smári Brynjarsson, Haraldur Klausen, Veigur Sveinsson, Hörður
Guðmundsson, Kári Hrafnkelsson, Ómar Jóhannsson, þjálfari, Gunnar Leifsson, Víðir Guðmundsson, liðsstjóri, Eyjólfur Skúlason, liðsstjóri og Hermann Níels-
son, formaður knattspymudeildar Hattar. Neðri röð frá vinstri: Guðgeir Siguijónsson, Þórður Ragnarsson, Jón Fjölnir Albertsson, Jón Kristinsson, Baldur Braga-
son, Heimir Hallgrímsson, fyrirliði, Magnús Jónasson, Árni Ólason, Grétar Eggertsson, Hilmar Gunnlaugsson, Viðar Jónsson og Jón Gunnar Axelsson.
Frá
Bob
Hennessy
í Englandi
FOLX
■ TOTTENHAM seldi miðvallar-
spilarann Paul Allen til Southamp-
ton í gær fyrir 550 þús. pund, en
hann skrifaði undir þriggja ára
samning. Ossie
Ardiles, fram-
kvæmdastjóri Tott-
enham, sagði að All-
an væri ekki inní
framtíðarliði sínu. Állen er 31 árs
og kom til Tottenham frá West
Ham fyrir fimm árum.
■ LIVERPOOL keypti bakvörðinn
Julian Dicks frá West Ham á 1,5
millj. punda, en West Ham fékk tvo
leikmenn frá Liverpool í staðinn —
David Barrows og Mike Marsh, en
þeir leika með West Ham gegn
Blackburn í dag.
■ DICKS,, sem er 25 ára, hefur
átta sinnum verið rekinn af leikvelli
á keppnisferli sínum og þar af þrisvar
á sl. keppnistímabili.
■ WEST Ham fékk þriðja leik-
manninn til liðs við sig í gær — keypti
Lee Chapman frá Portsmouth á
250 þús. pund, en Portsmouth
keypti hann frá Leeds í sumar á 220
þús. pund.
■ MANCHESTER City keypti
írska landsliðsmanninn Alan
Kernaghan frá Middlesbough á 1,5
millj. punda í gær. Það er aðeins
þijár vikur síðan Kernaghan skrif-
aði undir þriggja ára samning við
“Boro“ — en félagið ákvað að selja
hann til að kaupa þijá nýja leikmenn
fyrir upphæðina sem fékkst.
■ TONY Adams, fyrirliði Arsenal
mun leika með félaginu gegn Man.
Utd. á Old Trafford á morgun og
einnig Ian Wright, sem meiddist lít-
ilsháttar í Evrópuleiknum gegn OB
í vikunni.
■ MARK Hughes kemur á ný inn
í lið Man. Utd., en Bryan Robson
mun missa stöðu sína í liðinu.
■ IAN Marshall og Paul Mason,
sem Ipswich keypti í sumar, leika
sinn fyrsta leik með félaginu í dag
— gegn Aston Villa.
■ JIM Bett og Joe Miller, leik-
menn hjá Aberdeen, meiddust í
Evrópuleiknum gegn Val, geta ekki
leikið með liðinu gegn Glasgow
Rangers í dag. Fjórir aðrir leikmenn
liðsins eru einnig á sjúkralista.
ISLANDSMOTIÐ
2. D EI L D
• •
KOPAVOGSVOLLUR
- AÐALLEIKVANGUR
Breiðablik - Leiftur
í dag kl. 14.00
i 09
Knattspyrnuóhugamenn!
Sjáið Breiðablik taka
á móti bikarnum.
HANDKNATTLEIKUR
ísiandsmótið
hefsl um helgina
Islands- og bikarmeistararnir mætast í fyrsta leik
Íslandsmótið í handknattleik hefst
um helgina, en á sunnudaginn
verður leikin heil umferð í 1. deild
kvenna. íslandsmeistarar Víkings
hefja titilvöm sína með leik gegn
bikarmeisturum Vals að Hlíðarenda
kl.20. Aðrir leikir verða sem hér
segir: Fylkir - Fram í Austurbergi
kl. 20 og strax á eftir, eða kl. 21.30
leika Ármann og Grótta. FH leikur
gegn Haukum í Kaplakrika kl. 20
og ÍBV fær KR í heimsókn kl.
20.30.
Fyrsta deild karla hefst á mið-
vikudaginn með leik FH - Selfoss
í Kaplakrika, en á fimmtudaginn
verða leiknir fimm leikir: KR - Vík-
ingur, Stjarnan - Haukar, KA -
ÍBV, Valur - ÍR og Afturelding -
Þór.
BYKO
w
VIKIHGUR - IBV
í dag kl. 16.00 á Laugardalsvelli.
Komið og sjáið spennandi leik
EJ^
A3T TÖLVUR
ISLENSKAR
to mMHIR
ipróttamiðstOðinni v/sigtun
104 REYKJAVÍK SÍMI 68 83 22