Morgunblaðið - 18.09.1993, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
39
HANDKNATTLEIKUR
a
ÍR-ingar
Reykjavíkur-
meistarar
IR-ingar tryggðu sér í gærkvöldi
Reykjavíkurmeistaratitilinn í
handknattleik í meistaraflokki karla
i fyrsta sinn síðan 1989 er þeir sigr-
uðu KR-inga 25:21 í íþróttahúsinu
Austurbergi í Breiðholti. KR hafði
frumkvæði í leiknum til að byija
með en ÍR átti góðan endasprett.
Branislav Dimitrivitsch var marka-
hæstur ÍR-inga með 8 mörk. Rób-
ert Þór Rafnsson og Ólafur Gylfa-
son gerðu fímm mörk hvor. Hilmar
Þórlindsson var markahæstur KR-
inga með 9 mörk.
Valur og Víkingur gerðu jafn-
tefli, 26:26, í síðasta leik mótsins
í gær. Valur hafnaði í 2. sæti, Vík-
ingur í þriðja, KR í fjórða sæti,
Fylkir í fímmta, Ármann í sjötta
og Fram í sjöunda og neðsta sæti.
Danir til íslands?
Danska landsliðinu í handknatt-
leik hefur verið boðið að koma
til ísiands og leika hér landsleiki á
milli jóla og nýárs. Danir hafa ekki
gefíð Handknattleikssambandi ís-
lands ákveðið svar, en miklar líkur
eru á að þeir taki boðinu og mæti
til leiks.
íslenska landsliðið leikur fjóra
leiki í nýstofnaðri Evrópukeppni
landsliða á næstu vikum. Fyrsti
leikurinn verður gegn Finnum ytra
Enn allt
íhnúthjá
- Fram og Aftureldingu
Forráðamenn handknattleiks-
deildar Fram og Aftureldingar
hittust í gær til að reyna að kom-
ast að samkomulagi um félaga-
skipti Gunnars Andréssonar og Ja-
sonar Ólafssonar úr Fram og yfír
í Aftureldingu. Ekki náðist sam-
komulag á fundinum en menn
töluðu þó saman á skynsömum nót-
um, eins og einn fundarmanna orð-
aði það. Forráðamenn félaganna
ætla að hittast aftur um helgina.
Fyrsta deild kala hefst í næstu viku
og því ekki mikill tími til stefnu.
URSLIT
Knattspyrna
Þýskaland
VfB Stuttgart - Kðln............1:1
(Kögl 79. - vsp.) - (Passlack 13.). 23.000.
■Eyjólfur Sverrisson lék allan leikinn með
Stuttgart. Hann átti m.a. fallegt skot í stöng
rétt áður en Kögl jafnaði úr vítaspymunni.
Dubajek, leikmaður Stuttgart, var rekinn
útaf um miðjan síðari hálfleik.
Leipzig — Hamburg.............. 1:4
(Liebers 83.) - (Baeron 25., von Heesen
37., Baeron 74., Spies 88.). 18.000.
Freiburg — Kaiserslautern........2:3
(Cardoso 52., Todt 72.) - (Ritter 23., Kadlec
67., Kuntz 80.). 15.000.
Staða efstu liða:
Eintracht..........7 6 1 0 21: 5 13
Hamburg............8 6 1 1 20:10 13
WerderBremen.......7 5 11 16:11 11
Duisburg...........7 34015: 810
Leverkusen.........7 4 2 1 13:10 10
Kaiserslautem......8 4 2 2 15:10 10
BayemMunchen.......7 3 2 2 16: 8 8
Dortmund...........7 3 1 3 12: 9 7
Köln ..............8 3 1 4 8: 9 7
VfB Stuttgart......8 1 5 2 14:17 7
Evrópukeppni bikarhafa
Ljubljana, Slóveníu:
Ihyduk Split — Ajax (Hollandi)...1:0
Ivica Momar (44.). 10.000.
KNATTSPYRNA
10. október, en síðan koma Króatar
og leika í Reykjavík 20. október.
Landslið Búlgaríu kemur hingað til
lands og leikur tvo leiki í keppninni
11. og 12. nóvember. Eftir áramót
fer landsliðið til Króatíu og þá koma
Finnar og leika hér. Landslið Hvíta-
Rússlands leikur báða leiki sína hér
á landi.
Sigurvegarinn í riðlinum kemst
í 16-liða úrslitakeppni EM, sem fer
fram í Portúgal í júní 1994.
Morgunbiaðið/Ámi Sæberg
Ólafur Gylfason , fyrirliði ÍR-inga, lyftir hér bikamum eftir sigurinn á KR
í gærkvöldi.
IMei! — við2milljóna
króna kröfu Rússa
Heims- og Ólympíumeistarar Rússa verða ekki með á sterku móti
í Strassborg ásamt íslendingum, Frökkum og Svíum
Heims- og Ólympíumeistarar
Rússa taka ekki þátt í fjög-
urra þjóða handknattleiksmóti í
Strassborg í Frakklandi, sem ís-
lenska landsliðið tekur þátt í 7. -
9. desember. Rússar settu fram þær
kröfur að þeir fengju þijátíu þúsund
dollara fyrir að leika í mótinu, en
Alþjóða handknattleikssambandið
sagði; Nei, þið fáið engar greiðslur.
Frakkar buðu þeim þjóðum sem
urðu í fjórum efstu sætunum á
Ólympíuleikunum í Barcelona 1992
á mótið. Talið er að ástæðan fyrir
kröfum Rússa, séu að handknatt-
leiksforustan í Rússlandi hafí ekki
mikla peninga á milli handanna,
en það er þó ekkert nýtt-að Rússar
fari fram á dágóðar peningaupp-
hæðir fyrir að mæta með landslið
sitt í keppni.
Miklar líkur eru á að Þjóðverjum
verði boðið að taka sæti Rússa, þar
sem það verður haldið við landa-
mæri Þýskalands. Það myndi jafn-
framt gefa Frökkum dágóðar fjár-
hæðir vegna beinna útsendinga í
sjónvarpi til Þýskalands og auglýs-
ingatekjur samfara sjónvarpsút-
sendingum.
ÍMém
FOLK
■ HELGI Bjarnason, varnarmað-
ur Fylkis, fór til náms í Danmörku
fyrir skömmu, en kom gagngert frá
Danmörku í gær til að leika með
liði sínu gegn Fram í 1. deildinni í
dag.
■ DÓMARINN Burge frá Wales
mun dæma síðari leik Feyenoord
og ÍA í Rotterdam 29. september.
Petersen frá Noregi mun dæma
leik Vals og Aberdeen í Skotlandi
sama dag. Þá mun Huzu frá Rúm-
eníu dæma síðari leik KR og MTK
í Búdapest.
■ DÓMARAR í Englandi hug-
leiða að fara í verkfall í næsta mán-
uði. Ástæðan fyrir því er sjálfsmorð
dómarans Frank Martin frá Wales,
en hann framdi sjálfsmorð eftir að
hafa verið settur í bann af enska
knattspyrnusambandinu. Ástæðan
fyrir banninu var að Martin var með
létt spaug þegar dómarar komu sam-
an í próf fyrir keppnistímabilið —
en það þoldu forráðamennirnir ekki.
■ UNNIÐ er að rannsókn vegna
sölu Paul Gascoigne til Lazio á
Ítalíu. Grunur leikur á að Terry
Venables, fyrrum framkvæmda-
stjóri félagsins, hafí ekki hreint mjög
í pokahorninu vegna sölunnar — að
peningum hafí verið stungið undir
stól. Þá hefur vakið athygli að ít-
alskur veitingastaður í London fékk
greidd 200 þús. pund. Ýmsar aðrar
einkennilegar upplýsingar um pen-
ingagreiðslur til ákveðna manna —
hafa komið fram.
■ HOLLENDINGAR verða að
leggja landslið San Marínó að velli
með miklum mun í undirnkeppni
HM í næstu viku, en þeir berjast
um sæti í lokakeppninni í Banda-
ríkjunum við Norðmenn og Eng-
lendinga. Tveir leikmenn frá Fey-
enoord er í sextán manna landsliðs-
hóp Hollands — þeir Ed de Goey,
markvörður og sóknarleikmaðurinn
Rob Witschge.
Þjálfaranámskeid
Fræðslunefnd ÍSÍ gengst fyrir þjálf-
aranámskeiði, A-stigs, sem er sam-
ræmt bóklegt námskeiðs og und-
anfari A-stigsnámskeiða sérsam-
bandanna. Námskeiðið verður hald-^
ið í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal
föstudaginn 24. september til
sunnudagsins 26. september.
Skráning á skrifstofu ÍSÍ.
UM HELGINA
Knattspyrna
1. DEILD KARLA
17. umferðin verður leikin í dag og á morg-
un.
Laugardagur:
Akranes: IA - ÍBK....................14
Akureyri: Þ6r - Valur................14
Valbjarnarv.: Víkingur - ÍBV.........16
Fylkisv.: Fylkir- Fram...............16
Sunnudagur:
KR-völlur: KR - FH...................16
2. DEILD
Slðasta umferðin í 2. deild karla verður
leikin f dag, laugardag.
Kópavogur: UBK - Leiftur.............14
Þróttarv.: Þróttur R. - UMFT.........14
Grindavík: UMFG-KA...................14
Atjömuv.: Stjaman - Þróttur N........14
ísafjörður: ÍB - ÍR..................13
2. FLOKKUR
Fram og ÍBV leika síðasta leikinn I a-deild
2. flokks karla á Framvellinum á morgun,
sunnudag, kl. 14. Sigri Fram eða geri jafn-
tefli, verða Framarar íslandsmeistarar, en
sigri ÍBV verða Skagamenn meistarar.
Golf
Opið styrktarmót verður hjá Golfklúbbnum
Keili í dag. Mótið er haldið til styrktar sveit
Keilis, sem tekur þátt í Evrópukeppni fé-
lagsliða á Spáni.
Hjá Golfklúbbi Suðamesja verður Spari-
sjóðsmót. í dag, laugardag, verður leikið I
Grindavík en á morgun í Leirunni.
Skvass
Fyrsta skvassmót vetrarins verður haldið í
Veggsporti við Stórhöfða um helgina. Mót-
ið er öllum opið.
Körfuknattleikur
KR og Valur mætast í Reykjavfkurmótinu
í Iþróttaúsinu á Seltjamamesi kl. 20 á
sunnudag
í dag kl. 14.00 leika Haukar og UMFG í
Reykjanesmótinu í Hafnarfirði.
Eldri knatt-
spyrnumenn ath.l
Skrokkamót eldri flokks Breiðabliks í knattspyrnu verður
haldið á sandgrasvellinum í Kópavogi laugardaginn 25. sept-
ember. Rétt til þátttöku eiga lið skipuð leikmönnum 30 ára
og eldri. Einnig verður leikið í sérriðli 40 ára og eldri ef næg
þátttaka fæst. Keppt verður í 7 manna liðum.
Þátttökugjald er 10.000.
Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 688777/46263
(Andrés), 684280 (Hákon), 641990 (Einar eða Jón) eða
643397 (Sighvatur). Einnig er hægt að senda inn þátttökutil-
kynningar á símrita 40050.
"N
GETRAUNADEILDIN
Hollensku liðin töpuðu öll
Hollenska liðið Ajax tapaði óvænt 1:0 á útivelli fyrri Hajduk Split frá
Króatíu í Evrópukeppni bikarhafa í gærkvöldi. Leikurinn var fluttur
til Ljubljana í Slóveníu vegna ástandsins í Króatíu.
Þar með töpuðu öll fimm hollensku liðin í fyrstu umferð keppninnar.
Þetta er ein versta útreið sem hollensk lið hafa fengið í Evrópukeppni í
fjölmörg ár. Meistarar Feyenoord töpuðu eftirminnilega fyrir Skagamönn-
um á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöld og PSV Eindhoven, Vitsesse
Arnhem og FC Twent töpuðu öll leikjum sínum í fyrstu umferð.
KR-VÖLLUR, SUNNUDAGÍNN 19. SEPTEMBER, KL. 16.00
Bakarameistaraleikurinn
KR-FH
KR-ingar! Fjölmennum og styðjum okkar menn til sigurs.
KR-klúbburinn hittist fyrir leik. Léttar veitingar.
SUÐURVERI
llll FORMPRENT
dcftctas
■ QUXPMBMT