Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
ASI segír ríkisstjórnina ganga á bak orða sinna í f járlagafrumvarpinu
Hætta á trúnaðarbresti
MIÐSTJÓRN ASÍ álítur að verði ekki gerðar verulegar breytingar
á atriðum í fjárlagafrumvarpinu, sem lúta að forsendum kjarasamn-
inga, muni það óhjákvæmilega hafa áhrif á niðurstöðu við endur-
skoðun samninganna í nóvember. Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra telur ekki að fjárlagafrumvarpið bijóti í bága við yfirlýsingu
ríkissfjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana í vor.
Miðstjórnin kom saman í gær og
ræddi um fjárlagafrumvarpið og end-
urskoðun kjarasamninga. Fundurinn
sendi frá sér ályktun og áréttar að
yfirlýsing ríkisstjórnarinnar hafí ver-
ið helsta forsenda þess að kjarasamn-
ingar náðust í vor.
Miðstjórnin bendir á að í fjárlaga-
frumvarpi fyrir 1994 séu ákvæði sem
ekki er hægt að meta öðruvísi en
Kjör í þingnefndir
Sljórnar-
andstaðan
fær þijá
formenn
KJOR í nefndir þingsins fer fram
í dag. Akveðið er að Halldór As-
grímsson, Framsóknarflokki,
verði formaður efnahags- og við-
skiptanefndar og talið er að Svav-
ar Gestsson, Alþýðubandalagi,
verði formaður iðnaðarnefndar
og Kristín Einarsdóttir, Kvenna-
lista, formaður umhverfisnefndar.
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, verður
varaformaður utanríkisnefndar,
Steingrímur J. Sigfússon, varafor-
maður Alþýðubandalagsins, varafor-
maður sjávarútvegsnefndar og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, Kvenna-
lista, varaformaður félagsmála-
nefndar. Ekki var ákveðið í gær hvort
framsóknarmennirnir Finnur Ing-
ólfsson eða Ingibjörg Pálmadóttir
yrðu varaformenn heilbrigðis- og
tryggingamefndar.
„Áhrif mikilvægari en titlar“
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, var formaðiir
efnahags- og viðskiptanefndar. „Ég
lít svo á að pólitík snúist númer eitt
um árangur, númer tvö um völd og
númer þijú um titla. Af því mér
finnst meira varið í árangurinn en
titlana ákvað ég að gefa titilinn eftir
til þess að flokkurinn nái meiri
árangri. Pólitísk forysta stjórnarliðs-
ins í nefndinni verður áfram á minni
hendi þó_ ég verði varaformaður, en
Halldór Ásgrímsson mun sjá um hinn
stjórnunarlega þátt í starfinu og ber
ég fullt traust til hans í því,“ sagði
Vilhjálmur. Alþýðuflokkurinn gefur
eftir formennsku í tveimur nefndum.
Tvö embætti eru laus vegna breyt-
inga í þingliði flokksins.
Sjá bls. 16: Sljórnarandstaðan...
að ríkisstjómin hyggist ganga á bak
orða sinna frá því í vor. Þar er átt
við íjármögnun vegna lækkunar virð-
isaukaskatts á matvælum með 0,5%
skatti á allar tekjur launafólks, út-
gáfu heilsukorts, frestun fjármagns-
tekjuskatts og skerðingu framlaga
til atvinnuskapandi aðgerða.
Þá segir í ályktuninni: „Með þessu
móti gæti ríkisstjórnin ekki einungis
Í fréttatilkynningu frá Green-
peace segir að reynt hafi verið að
stöðva veiðar íslenskra togara í
Smugunni í gær. Tékist hafi að
stöðva togarann Stakfell ÞH um
tíma með því að sigla fram fyrir
stefni hans á gúmbátum. Þá hafi
verið gerð tilraun til að hindra veið-
ar togarans með því að festá upp-
blásnar slöngur á poka trollsins er
valdið verulegum trúnaðarbresti í
samskiptum aðila heldur einnig dreg-
ið úr þeim stöðugleika sem ríkt hefur
bæði á vinnumarkaði og í efnahags-
lífi hér á landi á undanfömum árum.“
Fjárlögin ekki í bága við
yfirlýsinguna
Friðrik Sophusson ijármálaráð-
herra telur að fjárlagafrumvarpið
bijóti ekki í bága við yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar sem_ gefin var við
kjarasamnmgana. „Ég hef átt tal við
forseta ASÍ og við munum bera sam-
an bækur okkar á næstu dögum.
Von mín er að við getum leiðrétt
misskilning ef hann er fyrir hendi,"
því var slakað út. Ekki tókst að ná
sambandi við skipin í Smugunni í
gær og útgerðarfélag Stakfellsins
hafði ekki frekari upplýsingar um
málið.
Brjóta siglingareglur
Jónas Haraldsson skrifstofustjóri
Landsambands íslenskra út-
vegsmanna sagði að sambandið liti
sagði Friðrik við Morgunblaðið.
Friðrik segir að við fjárlagagerð-
ina hafi verið reynt að stuðla að sem
mest.ri atvinnu með framkvæmdum
og viðhaldsverkefnum. Einnig sé
Ijóst að skattar muni í heiid lækka
um 700-800 milljónir vegna áforma
um lækkun virðisaukaskatts á mat-
vælum, tilkomu íjármagnstekju-
skatts og tryggingagjalds á laun og
fyrirtæki. „Vegna þessara aðgerða
mun skattbyrðin léttast, hins vegar
lækkar kaupmáttur launa og verður
lakari á næsta ári vegna verðbólg-
unnar. Það er ekki skattbyrði um að
kenna heldur eru þjóðartekjur að
dragast verulega saman."
aðgerðir Grænfriðunga mjög alvar-
legum augum þar sem þeir væru
að trufla sigiingu skips á alþjóðlegu
hafsvæði og hugsanlega að setja
skipveija þess og sjálfa sig í hættu.
Hann sagði að kannað yrði hvort
atferli Grænfriðunga á miðunum
bryti í bága við alþjóðlegar sigl-
ingareglur. Hann sagði að Green
peace hefði fengið aðild að Alþjóða
siglingamálastofnuninni fyrir
nokkrum árum með því skilyrði að
þeir létu af fyrri hegðan, er þeir
sigldu á skip eða í veg fyrir þau
þannig að sæfarendum stafaði
hætta af. LÍÚ íhugar að kæra hátt-
erni Grænfriðunga í Smugunni fyr-
ir stofnuninni.
Scanfoto
Grænfriðungar trufla veiðar
GRÆNFRIÐUNGAR á gúmmíbáti freista þess að hindra veiðar Stakfellsins í Smugunni í gær. í
baksýn er skipið Solo.
Grænfriðungar hindra
veiðar skipa í Smugunni
SKIPVERJAR á skipi Grænfriðunga, Solo, stöðvuðu togarann Stak-
fell ÞH þar sem hann var á veiðum í Smugunni í gærmorgun með
því að sigla í veg fyrir hann á gúmbátum. Einnig var reynt að hindra
veiðar skipsins með því að festa slöngur á poka vörpunar þannig
að hann næði ekki að sökkva. Landssamband íslenskra útvegs-
manna íhugar að kæra Grænfriðunga fyrir brot á alþjóðlegum sigl-
ingareglum.
Þyrlukaup
ákveðin
fljótlega
KAUP á stórri björgunarþyrlu
hafa ekki verið afgreidd endan-
lega í ríkisstjórn. Hugmyndir hafa
verið uppi um að fresta þyrlu-
kaupum vegna efnahagsástands-
ins en þær munu ekki njóta meiri-
hlutafylgis á Alþingi. Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra býst
við að ríkisstjórnin afgreiði málið
fljótlega, jafnvel í þessum mánuði.
Frá því að samningsdrög um kaup
á notaðri Super-Puma þyrlu voru
undirrituð hafa komið fram fieiri til-
boð um þyrlur sem ástæða þótti til
að skoða nánar. Friðrik Sophusson
á von á að ríkisstjórnin taki endan-
iega afstöðu til samningsdraganna
þegar undirbúningsnefnd um þyrlu-
kaup hefur kannað tilboðin sem síðar
bárust.
Ovissa um framtíð björgunarsveit-
arinnar á Keflavíkurflugvelli mun
einnig hafa sett strik í reikninginn.
Þyrlusveit varnarliðsins hefur sinnt
þeim útköllum sem kreijast meiri
tækjabúnaðar en íslendin'gar ráða
yfir. „Ef þyrlusveitin á Keflavíkur-
flugvelli fer þá eru gjörbreyttar að-
stæður. Það kynni að hafa áhrif á
val á þyrlu, en vonandi kemur ekki
til þess í bráð,“ sagði Friðrik í sam-
tali við blaðið. Engin niðurstaða ligg-
ur fyrir um framtíð björgunarsveitar-
innar í Keflavík og verður hún vænt-
anlega ekki ljós fyrr en viðræður um
framtíð varnarstöðvarinnar eru
komnar lengra á veg.
-----♦ ♦ ♦---
Víkingalottó
80 milljón-
ir í pottinn
HVORKI fyrsti vinningur né
bónusvinningur gengu út í Vík-
ingalottói í gærkvöldi.
Vinningsupphæðin fyrir sex rétta,
eða rúmar 80 milljónir, bætist því
við fyrsta vinning í næstu viku. Sama
er að segja um bónusvinninginn, sem
var 673.295 kr. Fyrir 5 rétta feng-
ust tæpar 59 þúsund krónur og fyrir
fjóra rétta 1.943 kr. Fyrir 3 réttar
tölur og bónustölu fengust 235 kr.
Góð loðnuveiði
GÓÐ loðnuveiði hefur verið á
loðnumiðunum norður af Vest-
fjörðum. Níu skip fóru þangað til
veiða eftir að Ioðnugangan fannst
á mánudag og voru fjögur þeirra
á leið til lands með fullfermi í gær.
Huginn VE var á leið til löndunar
hjá Krossanessverksmiðjuni á Akur-
eyri í gær með 560 tonn af loðnu.
Tómas Guðmundsson stýrimaður
sagði að mikið af loðnu væri á stóru
svæði 30 til 40 mílur norð-vestur af
Straumnesi. Hann sagði að gott veð-
ur væri á miðunum og liti vel út með
veiði næstu daga.
/ dag
Lýðveldisgarður________________
Skipulag Lýðveldisgarðs á horni
Smiðjustígs og Hverfisgötu hefur
verið kynnt í borgarráði 7
Sendiherra
Parker Borg, sem tilnefndur hefur
verið sendiherra Bandaríkjamanna
hér, ólst upp við sögur af norræn-
um mönnum 25
Japan
Japanska þjóðin elskar hvalkjöt
34-35
Leiðari________________________
Ríkisstjórnin heldur pólitísku frum-
kvæði 26
Viðskipti/Atvinnulíf
► Batnandi rekstrarafkoma
Flugleiða - Fjárhagsáætlun fyrir
heimili - Umbrotatímar í flugi -
Islenskt lambakjöt lúxusvara í
Bandaríkjunum
Dagskrá
► Kvikmyndir vikunnar - Pava-
rotti og Domingo í Metrópólitan-
óperunni - Atskák-Mýkri efni
ríkjandi áður en börnin fara að
sofa - Á tali sjöunda árið
Staðarfelli lokað að
óbreyttum fjárlögum
ÞÓRARINN Tyrfingsson hjá SÁÁ segir að núverandi fjárveiting
ríkisins dugi ekki til reksturs SAA, og því hafi eftirmeðferðarheim-
ili þeirra í Vík á Kjalarnesi verið
Eftir lokun í Vík eru aðeins 45
sjúkrarúm í endurhæfingu í stað 60
en ef áætlaður niðurskurður komi
til framkvæmda á næsta fjárlagaári
muni Staðarfelli verða lokað og Vík
opnað að nýju með 30 sjúkrarúmum.
„Þetta veit heilbrigðisráðherra og
hann hefur sagst ætla að beita sér
fyrir áframhaldandi rekstri að Stað-
arfelli," segir Þórarinn.
Þórarinn segir að ljóst sé að Vík
verði fyrir valinu ef SÁÁ verði vegna
niðurskurðar gert að minnka umsvif
sín í endurmeðferð, þar sem Vík sé
í eigu SÁÁ og þurfi minna viðhald
lokað síðustu mánuði.
og umhirðu en Staðarfell vegna ald-
urs byggingarinnar.
Óskynsamlegt
Þórarinn segir niðurskurð í
áfengismeðferð óskynsamlegan og
dapurlegan þegar til lengri tíma er
litið. Hann segir að ef framlag ríkis-
ins til SÁÁ árið 1991 sé framreikn-
að til dagsins í dag ætti það að nema
um 250-260 milljónum kr. en
núverandi framlag sé um 170
milljónir kr., sem sýni raunverulega
skerðingu til SÁÁ á seinustu árum.