Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 25 Reuter. Fundað í Kaíró YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísrael og Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO) hitt- ust í gær á fyrsta vinnufundi sínum í Kaíró. Var þar ákveðið að formlegar samningaviðræður vegna sjálfsstjórnar Palestínumanna myndu hefjast 13. október. Arafat sagði þá einnig hafa samþykkt að útnefna sérstaka fulltrúa til að ræða um framtíð borgarinnar Jerúsalem. Rabin og Arafat sögðust báðir vera ánægðir með fundinn en hins vegar neit- uðu þeir að takast í hendur er teknar voru myndir af þeim ásamt Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, fyrir fundinn. Þá héldu þeir sitt hvorn blaða- mannafundinn að loknum viðræðunum. Múslimsku öfgasamtökin Hamas gagnrýndu Arafat harðlega fyrir að hafa átt fund með Rabin. Endurminningar varpa skugga á flokksþing íhaldsmanna Thatcher sögð lýsa Major sem barnalegum og óákveðnum Blackpool. Reuter, The Daily Telegraph. BRESKA síðdegisblaðið Daily Mirror hélt í gær áfram að birta meintar tilvitnanir í væntanlegar endurminningar Margaretar Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, þar sem hún gagnrýnir arftaka sinn John Major. Hefur þetta valdið bresk- um íhaldsmönnum miklum erfið- leikum en þeir halda nú árlegt þing sitt í borginni Blackpool. Með þinginu ætiuðu íhaldsmenn að sýna fram á hversu sameinað- ir þeir væru en tilvitnanirnar í Mirror, . sem er vinstrisinnað blað, hafa beint kastljósinu að innanflokksdeilunum. Ef trúa má Daily Mirror verður harkalega gagnrýni að finna á per- sónu Majors og stjórnarhætti hans í bókinni. Talið er að hún hafi frest- að útgáfunni og birtingu kafla úr henni fram yfír flokksþingið til að koma í veg fyrir að það færi alfarið undir umræður um framtíð Majors. Breskir fjölmiðlar telja margir að Thatcher ætli með endurminningum sínum að hefna sín á íhaldsflokknum fyrir að hafa rekið hana úr embætti flokksleiðtoga og forsætisráðherra og hefur því jafnvel verið haldið fram að hún' hafi bætt við kafla vegna óánægju með frammistöðu Majors. í Daiiy Mirror segir að hún segi Major vera pólitískt barnalegan, vitsmunalega óákveðinn og ekki hafa hæfni til að gera sér grein fyr- ir öllum þáttum margslunginna málaflokka. í yfirlýsingu sem hún gaf út vegna skrifa ' síðdegisblaðsins sagðist Thatcher hafa stutt Major sem arf- taka sinn fyrir þremur árum og að hún myndi gera það sama í dag. Nánir vinir hennar sögðu einnig að hún bæri hlýjan hug til flokksleið- togans og að þær lýsingar sem mætti lesa í Mirror væri ekki að finna í bókinni. Flestir leiðtoga íhaldsflokksins lýstu í gær yfir fullum stuðningi við Major og Michael Howard innanrík- isráðherra kynnti nýja stefnu í lög- gæslumálum. Ætlar ríkisstjórnin að leggja mikla áherslu á lög og reglu Sendiherrann sagðist ungur hafa gerst kennari á vegum Friðarsveit- anna á Filippseyjum 1961, ef til vill hefði sama ævintýraþráin rekið sig af stað og norrænu könnuðina. Síðar hefði hann gerst starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins. Hann hefði unnið þar margvísleg störf, m.a. verið sendiherra í Afríkuríkinu Mali árin 1981-1984. Borg minnti á að íslenska lýðveld- ið ætti 50 ára afmæli á næsta ári. á næstunni tii að draga úr glæpum í Bretlandi. Meðal annars stendur til að byggja sex ný fangelsi, herða reglur um lausn gegn tryggingu og slaka á reglum um notkun litninga- rannsókna til að finna glæpamenn. Þá fær lögreglan aukið svigrúm í baráttu sinni gegn hryðjuverka- mönnum. „í dag kynni ég umfangs- mesta átak gegn glæpum sem nokk- ur innanríkisráðherra hefur kynnt,“ sagði Howard í ræðu á þinginu. Hann rakti sögu samskipta Banda- ríkjanna og íslands, einkum í varnar- málum, tengdafaðir sinn hefði á unga aldri gegnt herþjónustu á ís- landi og sagt sér frá landinu. Mikil- væg lega íslands á Norður-Atlants- hafi hefði skipt sköpum fyrir varnir Atlantshafsbandalagsins. „í sögu Toms Clancys, Red Storm Rising, er því lýst á sannfærandi hátt hve mikilvægt ísland hefði orðið í átök- um við Sovétríkin." Clinton tilnefnir sendiherra á íslandi Olst upp við sögur af norrænum mönnum PARKER Borg, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt i embætti sendiherra á íslandi, kom fyrir utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings fyrir skömmu. Borg er ættaður frá Minne- sota, faðir hans lærði norsku í æsku. „Frá barnæsku ólst ég upp við sögur af ferðum gömlu norrænu landkönnuðanna til meginlands Ameríku og frásagnir af framlagi norrænna þjóða til bandarísks samfélags". Félagsmálagreiðsl- um til Færeyja út- hlutað eftirlitslaust Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RÍKISENDURSKOÐUNIN danska hefur harðlega fordæmt af- greiðslu Dana á félagsmálaframlagi til Færeyinga undanfarin ár. Um leið er bent á að frá 1991 hafi verið reynt að taka á vanda Færeyinga. Ávítunum er beint til fyrri stjórnar og félags- málaráðherra hennar. Einnig liafa komið fram fréttir um að Poul Schluter fyrrum forsætisráðherra hafi látið undir höfuð leggjast að greina þinginu frá Færeyjum. Færeysk málefni heyra undir forsætisráðuneytið, en færeyskar félagsmálagreiðslur fara í gegnum félagsmálaráðuneytið. Ríkisendur- skoðunin gagnrýnir að ekki skuli hafa verið fylgt gildandi reglum, en einnig að á sumum sviðum hafi ekki verið riSinar reglur og ekki hafi verið gerð nein tilraun til að koma þeim á. Afgreiðslan hafi því verið handahófskennd, en um leið sé ekki hægt að draga neinn til ábyrgðar. Skortur á eftirliti Nú eru félagsmálagreiðslur til skýrslum um slæmt ástand á Færeyja hluti af heildarframlagi Dana, sem Færeyingar ráðstafa sjálfir. Kirsten Jaeobsen þingmað- ur Framfaraflokksins gagnrýnir þetta fyrirkomulag, því um leið missi danska þingið einasta mögu- leikann til að fylgjast með hvernig dönsku fé sé ráðstafað á eyjunum. Hún hefur einnig sagt að Schlúter hafi fyrir löngu farið að fá skýrsl- ur um skuggalegar horfur á Fær- eyjum, án þess að sjá ástæðu til að tilkynna þinginu um þær. Hún hefur lagt til að komið verði upp rannsóknarnefnd til að komast til botns í málum Færeyinga og af- skiptum Dana af þeim. Skákeinvígi hald- ið áfram í Jakarta Jakarta. Reuter. SKÁKEINVIGI Rússans Anatólíjs Karpovs og Hollendings- ins Jans Timmans um heimsmeistaratitil Alþjóðaskáksam- bandsins (FIDE) verður fram haldið í Jakarta í Indónesíu, að því er Florencio Campomanes, forseti FIDE, skýrði frá í gær. Hlé var gert á einvíginu fyr- ir tveimur vikum en Karpov og Timman setjast að tafli á ný 16. október. Campomanes sagði að tryggingar hefðu fengist fyrir því að verðlaun í einvíginu yrðu ekki undir einni milljón svissneskra franka, jafnvirði 48 milljóna króna. Hins vegar neitaði hann að segja hvaðan verðlaunaféð kæmi en forseti indónesíska skáksambandsins, Mohammed Hasan, er einn helsti auðkýf- ingur Malasíu. Staðan í einvíginu eftir 12 fyrstu skákirnar, sem tefldar voru í Amsterdam, er sú að Karpov hefur hlotið sjö vinn- inga en Timman fnnm. Nú eru prestamir búnir á láta þig vita, hvaða dag og klukkan hvað bamið þitt fermÍSt. Pantaðu því myndatökuna tímanlega, svo þú fáir hana á þeim degi og tíma sem þér passar best. Fermingarmyndatökur frá kr. 12.000,oo * ' I öllum okkar myndatökum er innifalið: Að þú færð allar myndimar stækkaðar fullunnar í stærðinni 13x18 cm, að auki tvær stækkanir 20 x 25 cm og eina 30 x 40 cm í ramma. 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Barna og fjölsk. myndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópav. sími: 4 30 20 Lystafjaóradýn u r LystaJa tcxdýn u r Lystasvampdýnur DunlopiUo Hcilsulzoddar Rúmbotnar m Opió laugar- daga UL 10~14 elliv •ess LYSTAO Ú N-SN ÆLAN D hf Skútuvogi 11 • Sími 814Ó55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.