Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 37 foreldra- og nemendafélagi dansskói- ans sem stofnað var á liðnum vetri. Hún náði því að horfa á drenginn sinn, sem reyndar er ungur maður í menntaskóla, taka á móti gullverð- launum í keppni í samkvæmisdönsum á liðnu vori. Gleði réð þá ríkjum meðal ættingja og vina. Þórdís stóð á meðan stætt var og aldrei heyrði ég hana tala um neitt nema það sem gott var og ánægju- legt. Hún var alltaf jafn elskuleg og aðlaðandi og stutt í hlýja brosið. Ég minnist hennar sem yndislegrar konu og góðrar móður og mikið hlýtur hún að hafa verið góð við þá sjúklinga sem hún hjúkraði á allt of stuttri ævi sinni. Ég votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja hana. Blessuð sé minning Þórdísar S. Friðriksdóttur. Matthildur Guðmundsdóttir. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (E.B.) Þórdís Friðriksdóttir sjúkraliði lést langt fyrir aldur fram 28. september síðastliðinn. í annað sinn á aðeins tveimur mánuðum kveðjum við góð- an starfsfélaga og vin. Þórdís hafði starfað hér um árabil við góðan orðstí er hún veiktist fyrir einu og hálfu ári. Við vonuðum öll að henni tækist að sigrast á skæðum sjúkdómi, sjálf var hún lengi vongóð um bata. Þórdís var hreinskiptin og heiðar- leg, hafði ákveðnar skoðanir sem hún lét óhikað í ljós, fær í fagi sínu sem sjúkraliði og ósérhlífin þegar sjúkl- ingar hennar áttu í hlut. Hún var sjálfstæð í störfum og henni eigin- legt að hafa frumkvæði, en jafnframt mjög félagslynd og hneigð fyrir sam- starf. Sjúklingar hennar minnast þess hve hún var glöð og upplífgandi. Á haustmánuðum 1977 tók til starfa sjúkradeild fyrir aldraða í Hafnarbúðum við Tryggvagötu, skammt frá höfninni. Ýmsum þótti staðarvalið ekki lofa góðu, hávaði frá vinnuvélum og umferð væri svo mik- il að það samrýmdist ekki þörfum aldraðs fólks, sem fyrst og fremst þyrfti á ró og hvíld að halda, en fljót- lega kom annað í ljós. Hávaði utan dyra truflaði ekki okkar skjólstæðinga. Lífið við höfn- ina og litadýrð sólarupprásar og sól- arlags vakti aftur á móti unaðs- og gleðitilfinningu, bæði hjá vistmönn- um og starfsfólki. Þórdís Friðriks- dóttir hóf störf á fyrstu mánuðum deildarinnar. Við komu hennar fjölg- aði sólargeislunum, þessi hávaxna brosmilda stúlka vann verk sín af svo mikilli alúð og myndarbrag að unun var að fylgjast með því. Það er auðvelt að kalla fram í hugann ótal myndir af hennar fallegu vinnu- brögðum. Hún hafði lag á að láta fara vel um skjólstæðinga okkar, hvort sem þeir lágu í rúmi eða sátu á stól og spjalla við þá á sinn glað- lega og elskulega hátt. Hún fékk líka margt fallegt brosið að launum, jafn- vel frá þeim sem aðrir héldu að væru hættir að brosa. Þeir sem hafa unnið með Þórdísi frá stofnun deild- arinnar finna best hvað hennar skarð er vandfyllt. Margt hefur verið sagt um gildi þess að brosa. Á vinnustað sem þess- um eigum við sérstaklega mikið að þakka þeim_sem lífga og gleðja. Þórdís var mjög gefandi persóna, óspör á að gefa okkur hlutdeild í gleði sinni yfir lífi sínu, íjölskyld- unni: góðum eiginmanni Kai'el Krist- jánssyni prentara og börnunum þeirra Friðrik Inga og Þórdísi. Fjöl- skyldan var mjög samrýnd og sam- hent. Öll æfðu þau dans af miklum áhuga og náðu þar góðum árangri, einkum sonurinn Friðrik Ingi, enda var dansinn hjartans mál þeirra allra. Það er sárara'en tárum taki að þurfa að kveðja þetta líf á miðjum aldri. En harmtölur voru Þórdísi síst í hug. Hún bar veikindi sín af miklum hetjuskap og sinnti störfum sínum á meðan orkan entist. Vinnustað sínum Hafnarbuðum, starfsfélögum og skjólstæðingum auðsýndi hún mikla tryggö og rækt- arsefni. Hún 'ífeit hér inn er hún fékk því við komið, hress og hlýleg og bjartsýn þrátt fyrir slæmar horfur. Við viljum að leiðarlokum þakka samfylgd sem einkenndist af sam- viskusemi, kurteisi, virðingu fyrir einstaklingnum ásamt glettni, hlýju og lífsgleði. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Þó trú- in vilji falla í skuggann meðan allt leikur í lyndi á yngri árum, þá er hún styrk stoð þegar á reynir og erfiðleikar og sorgir steðja að. Því ■viljum við að lokum riija upp orð skáldsins: Þótt þú gleymir guði þá gleymir guð ekki þér. (Mggas) Blessuð sé minning Þórdísar Kristjánsdóttir. Starfsfólk og sjúklingar Hafnarbúðum. Kveðja frá Seyðisfirði Hve sæl, ó hve sæl, er hver leikandi lund sri lötaOu’ engan flag fynr solarlags stund. Þessar ljóðlínur Matt. Joch. komu mér í hug, þegar okkur hjónunum barst símleiðis fregnin um lát Þórdís- ar Soffíu Friðriksdóttur, en hún lést 28. september sl. á Landspítalanum eftir erfiða sjúkralegu. Sorgarfregn þessi átti þó ekki að koma okkur alveg að óvörum, því að sýnilegt þótti síðustu vikur að hvetju drægi. Samt sem áður eru fréttir sem þess- ar alltaf áfall þeim sem að viðkom- andi standa. Auðvitað vonuðum við og báðum þess að Dísu tækist að víkja sér undan skárum „sláttu- mannsins snjalla", en „enginn má sköpum renna“. Það þykir eðlilegur gangur lífsins að fölnuð lauf falli til jarðar að hausti, svo sem nú gerist í náttúr- unni. En iðjagrænt lauf sem fellur á miðju sumri lífs síns, er erfitt að sætta sig við. Það hefur gerst núna, og eftir stöndum við undrandi, ráð- villt og spyijandi. Dísa fæddist í Reykjavík 3. mars 1953 og óx úr grasi á heimili for- eldra sinna, Ingunnar Hlínar Björg- vinsdóttur úr Reykjavík, og Friðriks Sófussonar frá Eskifirði, ásamt systkinum sínum ijórum, Björgvini Steinari, F’riðriki Marinó, Guðnýju Hlín og Freygerði Maríu. Bernsku- spor sín steig hún í Höfðaborginni, þar sem fjöiskyldan bjó hennar fyrstu ár. Þangað’ var gott að koma þegar erindi þurfti að reka í höfuðstaðnum. Þar biðu vinir í varpa, þá von var á gestum. Oft var þá glatt á hjalla, ekki síst vegna nærveru Dísu litlu, sem söng og dansaði fyrir viðstadda, auk þess sem mörg spakleg setning- in kom frá henni. Sannast sagna áttu viðstaddir stundum erfitt vatni að halda þegar henni tókst sem best í sinni barnslegu einlægni. Á æsku- og unglingsárum sínum dvaldist Dísa oft á sumrum hjá ömmu sinni og afa á Eskifirði, þeim Þórdísi Guðjónsdóttur og Sófusi Eyjólfssyni, sem hún reyndar bár nöfn af. Þau eru nú bæði látin. Þar var henni vist- in kær, ekki síður en ömmu og afa. Svo liðu árin eitt af öðru. Fjöl- skyldan fluttist að Grensásvegi 52 og síðan að Safamýri 46. Á unglingsárum sínum slasaðist Dísa illa í umferðinni, en með dugn- aði og þrautseigju náði hún heilsu á ný. Eins og flest ungt fólk, fór hún að vinna fyrir sér þegar aldur leyfði. Ég veit að þar fór góður starfskraft- ur, ekki síst vegr.a jákvæðrar og léttrar lundar. Enda sagði hún oft á þeim árum skemmtilegar sögur af vinnustöðum sínum, þegar heim var komið að kveldi. Dísa hóf sjúkraliðanám í byijun árs 1974 og lauk því 1975. Sem sjúkraliði starfaði hún síðan meðan kraftar leyfðu. Árið 1974 gekk hún eitt af sínum mörgu gæfusporum. Þá giftist hún eftirlifandi manni sínum, Karel Kristjánssyni prentara. Þeim varð auðið tveggja efnilegra barna, en þau eru Friðrik Ingi sem nú er tæpra 18 ára, og Þórdís sem er aðeins 11 ára. Heimili fjölskyldunnar er að Álfheim- um 9. Mér er það kunnugt að Karel annaðist konu sína af sérstakri alúð og fómfýsi í hennar erfiðu sjúkra- legu. Fyrir það ber honum virðing og þökk. Enginn getur lýst þeim söknuði og þeirri sorg sem nú sækir fjöl- skyldu Dísu. Þar duga skammt nokk- ur fátækleg orð sem fram eru sett sem þökk til Þórdísar Soffíu, fyrir þá birtu sem hún veitti inn í líf sinna samferðamanna. Ég veit að sú birta mun áfram lýsa eiginmanni hennar, börnum, foreldrum og systkinum, ásamt okkur hinum sem henni kynnt- umst. Við vonum að tíminn, þetta torskilda hugtak sem bæði gefur og tekur, mildi þann söknuð, sem nú hefur sest að í sálum ástvina henn- ar, og skilji eftir ljúfar minningar um hana. Þeim er hér vottuð dýpsta samúð. Útför Þórdísar Soffíu verður gerð 7. október frá Áskirkju. Dísa mín. Eins og „vinir í varpa“ þinnar fjölskyldu hafa ætíð tekið móti mér og mínum, veit ég að tekið verður móti þér í þinni nýju vist. Far þú í friði. Jóhann B. Sveinbjörnsson. Bróðir okkar, t SIGURÐUR J. SIGURÐSSON frá Skammbeinsstöðum, verður jarðsunginn frá Marteinstungukirkju laugardaginn 9. októ- ber kl. 14.00. Systkini hins látna. t Móðir okkar, ÞÓRVEIG S. AXFJÖRÐ, Auðarstræti 9, Reykjavík, andaðist á Vífilsstöðum 4. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. Brynhildur og Jensina Jensdætur. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA INGIBJÖRG ÞORGILSDÓTTIR frá Þórshamri í Sandgerði, Eskihlfð 12b, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. október 1993 kl. 10.30. Oddný Jónasdóttir, Þorgils Jónasson, Vilborg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGER MARIE STIHOLT, andaðist í Danmörku 28. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðalsteinn Guðnason, Sigrfður Aðalsteinsdóttir, Sigþór Hilmisson, Guðni Niels Aðalsteinsson, Ásta Þórarinsdóttir, Björn Aöalsteinson, Erla María Sigþórsdóttir. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARLÓSKARJÓNSSON skipstjóri, sem andaðist þriðjudaginn 28. septem- ber, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni f Reykjavfk föstudaginn 8. október kl. 13.30. Ingigerður Karlsdóttfr, Hjalti Pálsson, Valdimar Karlsson, Steinunn Bjarnadóttir, Karl Karlsson, Anna Marfa Valsdóttir, Jón Þór Karlsson, Unnur K. Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Laufskálum, Álfheimum 35, lést á öldrunardeild Landakotsspítala 5. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN STEFÁNSSON, Siglufirði, sem lést 1. október sl., verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Gunnar Stefánsson, Hanne Tomsen, Sune Bjarke og ída Freyja. t Faðir minn, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK GUÐMUNDSSON, áðurtil heimilis á Skúlagötu 68, er lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. október, verður jarð- settur frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. október kl. 13.30. Örn Friðriksson, Unnur M. Guðmundsdóttir, Þórunn Arnardóttir, Helgi Gfslason, Elín Arnardóttir, Friðrik Arnarson, Guðrún Arnardóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR INGUNNAR BJÖRNSDÓTTUR, Ásbraut 15, Kópavogi. Sérstakar þakkirfærum við starfsfólki deildar 11-E, Landspítalanum. Magnús A. Magnússon. Kolbrún D. Magnúsdóttir, Björn Ólafsson, Björn M. Magnússon, Steinunn Torfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, EIRÍKSS. GUÐJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar 11E, Landspítalanum, og starfsfólki við Héimastoð krabbameinsdeilder fyrir frábaera umönnun og hlýhug. Katrín Sæmundsdó«ir., Agnes S. Eiríksdóttir, Marinó 6. Gíslasen, Guðjón Eiríksson, Guðrún M. Gunrrarsdóttir, Þröstur Eiríksson, Ann Toril Lindstad, Guðrún K. Eiríksdóttir, Jóhannes Brynjólfsson, Katrín Þóra; Ingvar Örn; Agnes Sunniva; Bára Dís; Gfsli Erlendur; Bjarki Dagur; Brynjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.