Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 33 Umhleypingar í Indókína Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Indókína - Indoehine Leikstjóri Régis Wargnier. Að- alleikendur Catherine Dene- uve, Linh Dan Pham, Vincent Pérez, Jean Yanne. Frönsk. Gaumont 1992. Það kom ekki mjög á óvart í vor að hin franska Indókína stóð uppi sem sigurvegari í kapphlaup- inu um Óskarinn fyrir bestu er- lendu mynd ársins. Því þó hún hlyti misjafna dóma hefur hún óneitanlega uppá marga þá kosti að bjóða sem ganga í augun á kvikmyndaakademíunni — og áhorfendum almennt. Hér er sögð saga af óvenjuleg- um ástarþríhyrningi með bylting- arkenndum þjóðfélagsbreytingum í bakgrunninum. Myndin hefst í Indókína á fjórða áratugnum. Hinir innfæddu eru farnir að rísa upp gegn hinum frönsku nýlendu- drottnurum, en þeirra á meðal er Elaine (Deneuve), glæsileg, mið- aldra kona sem á stórar gúmmí- plantekrur ásamt öldruðum föður sínum. Hún hefur ætleidd sextán ára, innfædda prinsessu, Camille (Pham), sem er augasteinn henn- ar í annars heldur snauðu tilfinn- ingalífi. Það rofar þó til hjá Elaine er hún kynnist ungum sjóliðsfor- ingja, Jean-Baptiste (Pérez) og ástin blómstrar um sinn, uns þau kynnast, hann og Camille hin unga. Elaine sér þann kost vænst- an í stöðunni að fá sjóliðsforingj- ann fluttan til afkima í ríkinu en Camille gefst ekki upp og hefur uppá ástmanni sínum en endur- fundirnir verða afdrifaríkir. Hér er ósvikin stórmynd af gamla skólanum á ferðinni, miklar ástir og dramatík, stórbrotin mannleg örlög í bland við vaxandi átök innfæddra og franskra; hnignandi mátt nýlenduherranna, uppgang þjóðernissinna. I ná- grannaríkinu Kína eru kommún- istar að taka völdin og áhrif þeirra að verða leiðandi afl meðal hinna fótum troðnu heimamanna. Indó- kína er jafnframt afar ásjáleg mynd, listilega vel tekin, töku- staðir seiðandi og fagrir. Áhorf- andinn skynjar og verður þátttak- andi um stund í dulúð hinna fram- andi Austurlanda fjær og skyn- samleg og manneskjuleg sögu- skoðun gefur myndinni annað og meira en eintómt skemmtana- gildi. Leikstjórinn, Wargnier, kann vel til verka, á bestu augna- blikum myndarinnar minnir hand- bragðið á tvo snillinga stórmynd- arinnar, þá Lean og Bertolucci. Enda skemmir hin mikla lengd, tæpir þrír tímar, aldrei fyrir áhorf- andanum, jafnvel þó að samtölin séu á köflum yfirborðskennd og leikurinn upp og ofan. Ein glæst- asta og hæfileikaríkasta leikkona samtímans, Catherine Deneuve, heldur myndinni ávallt gangandi og athyglisverðri (er einnig sögu- maður) en leikur hinnar ungu Linh Dan Pham er sveiflukennd- ari og Vincent Pérez er ekki ýkja atkvæðamikill í krefjandi hlut- verki. Minnisstæðari eru skurð- ristur gúmmítijánna á plantekr- unni — blóðmjólkun nýlendu- aflanna í hnotskurn. Gyðingaandúð í menntó Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Skólaklíkan („School Ties“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Robert Mandel. Aðalhlutverk: Brendan Fraser, Chris O’Donn- ell, Andrew Lowry, Matt Dam- on. Skólaklíkan í Háskólabíói er einföld að allri gerð. Fátækur drengur úr iðnaðarsmábæ fær tækifæri til að sækja nám í einka- skóla fyrir forréttindastéttina af því hann er svo góður í amerískum fótbolta. Hann verður stjarna skólans í kappleikjum og hrókur alls fagnaðar þrátt fyrir ólíkan uppruna enda maður góðhjartað- ur og vís. Ástarmálin eru einnig í blóma. En þegar félagar hans komast að því að hann er gyðing- ur - staðreynd sem hann hefur reynt að leyna - snúast þeir gegn honum og framtíð hans er í húfi. Nema þeir snúast aldrei neitt verulega gegn honum svo meló- dramað verður á endanum hvorki fugl né fiskur. Það er einn svartur sauður í hópnum en flestir hinir riku strákarnir eru nógu skyns- amir til að hlusta ekki á gyðinga- andúðina. Og spennan í lokin, er snýst um prófsvindl sem reynt er að klína á fátæka drenginn, er óvenju linkuleg því við vitum frá upphafi hvernig allt reddast og hvernig á líka þessi fallegi dreng- ur að geta farið illa út úr lífinu, sérstaklega þegar hann á heima í bíómynd frá Hollywood? Svo um hvað er myndin þá? Mest um lífið í menntó á fimmta áratugnum. Eins og í „Dead Po- ets Society", þaðan sem myndin sækir sinn innblástur, er mikið gert úr þrýstingnum sem dreng- irnir í einkaskólanum búa við frá hendi ijölskyldu sinnar. Þeir verða að standa sig eða hreinlega deyja í ljúfsárum og mikið undirbúnum atriðum. Svo er þarna fótboltinn ameríski og hin ómissandi mennt- skælingaást og leiðinlegi frönsku- kennarinn og hrekkurinn sem bekkurinn gerir honum. Sakleysi menntaskólaáranna er góður efniviður í þroskasögu en hér er allt handfjatlað á mjög kunnuglegum nótum. Frumleiki er ekki aðal myndarinnar, sem er undir andlausri leikstjórn Roberts Mandels, heldur eru troðnar kunn- uglegar slóðir sem allar- leiða í átt til meðalmennskunnar og leikur- inn er aldrei meira en sæmilegur. Hið fagra umhverfi skólans gleður augað en myndin, þótt horfa megi á hana ef ekkert annað býðst, er fyrirsegjanleg og lítt áhugaverð. Dunaway, og uppfylla skilyrði um barneignir. Schlöndorff tekst best upp í lýsingu á alræðisríkinu, múgsefjuninni í aftökum á þeim sem haldið hafa framhjá eða eitt- hvað álíka, kerfinu sem gerir ekki ráð fyrir tilfinningum, allra síst kvenna, og ástandi í landi sem á í sífelldri styijöld. Einnig er fróð- legt að sjá hvernig „æxlunin" fer fram en hún á sjálfsagt ekki að virka kómísk eins og hún gerir. Þegar kemur að persónulega dramanu og samskiptum persón- anna virkar myndin ekki vel. Það vantar í hana alla spennu og alla raunverulega hættu og raunveru- lega tilfinningasemi svo menn geti látið sig varða örlög persón- anna. Elizabeth McGovern leikur illa lesbíu í sífelldri hættu í hliðar- sögu sem ekkert vinnst úr og Richardson er full stíf og líflaus í hlutverkinu. Duvall er aftur góð- ur sem einn af æðstu mönnum ríkisins sem nýtur svallsins út í ystu æsar. Hér er góður efniviður á ferð og ekki er hægt að kvarta undan mannskapnum, bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar, en það er eins og hægt hefði verið að búa til betra bíó úr þessu öllu. Kvikmyndahátíð Sambíóanna Saga þermiimar Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Saga þernunnar („The Hand- maid’s Tale“). Sýnd í Bíóborg- inni. Leikstjóri: Volker Schlöndorff. Handrit: Harold Pinter. Aðalhlutverk: Natasha Richardson, Robert Duvall, Faye Dunaway, Aidan Quinn, Elizabeth McGovern, Victoria Tennant. Bíómynd þýska leikstjórans Volker Schlöndorffs, Saga þern- unnar, er frá árinu 1990 og er gerð í Bandaríkjunum eftir sam- nefndri sögu Margaret Atwood sem komið hefur út á íslensku og segir frá því hverju konur mega búast við í nánustu framtíð. Sagan er ágæt og hugmyndirnar í henni allrar athygli verðar en myndin, sem breska leikritaskáldið Harold Pinter skrifar, er einhvern veginn of dösuð til að hanka mann nema einstaka sinnum. Hún er eiginlega um það hvern- ig karlmaðurinn hefur komið því þannig fyrir að konur eru honum fullkomlega undirgefnar. Hún gerist í alræðisríki nánustu fram- tíðar, sem Schlöndorff tekst bæri- lega að skapa með miklum tilbún- aði, þar sem geisar stríð og meiri- hluti kvenna er orðinn ófrjór en ungar, hraustar og fijóar konur, þernur, eru settar í sérstakar búð- ir og síðan sendar æðstu mönnum ríkisins svo þeir geti átt með þeim nýja og hreina kynslóð. Þetta er ríki hægri öfgamanna — hommar og kommar eru ekki lengur til — en uppreisnaröfl berjast gegn þeim og von er gefin um bjartari framtíð í lokin. Við fylgjumst með einni þern- unni eða ambáttinni, Natasha Ric- hardson, sem send er til yfir- manns öryggissveitanna, Robert Duvall, þarf að eiga við afbrýði- semina í eiginkonu hans, Faye Greinarhöfundur og Snorri yfirverkstjóri með trésktirðarmyndina „Hafarnarungann" á milli sin. Villta vestursáhrif Þenkingar um listsýningu í Eden eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson Sýningarhaldi á þessu ári í Eden í Hveragerði er að Ijúka. Síðastur til að sýna þar er Snorri Snorrason verkstjóri í fiskvinnslu — og lýkur sýningu hans 10. október næstkom- andi. Greinarhöfundur kom á þessa sýningu íjórum til fimm sinnum til að virða fyrir sér verkin. Þau falla ekki við kynningu nema síður sé. Það er sérstakur blær yfir myndun- um, svolítið kannski eilítið framand- legur blær — mér dettur helzt í hug villta vesturs-áhrif. Ég er hrifinn af þessum verkum — kraftinum og flinkheitunum — einkum og sér í lagi nr. 11 (pastelmynd), nr. 9 og mynd nr. 6: American Style. Síðri er mynd nr. 7 og ennfremur eru olíumyndirnar misheppnaðar, sem eru of hráar og þvottablámalegar. Tréskurðarmyndimar (og nú er komið að kjarna málsins eins og stendur í auglýsingu um Morgun- blaðið) eru skemmtilegar flestar hverjar, þó misjafnar eins og geng- ur. Mynd nr. 12 ólgar af h'fi, svo og myndin Hafarnarunginn (nr. 41), svo að kúnstnerinn hefur greinilega tilfinningu fyrir villimennsku. Foglamyndirnar eru athyglisverð- ar og upplifaðar, enda býður mér í grun, að Snorri sé fuglaveiðimaður. Hann eiginlega hlýtur að vera það. Mynd nr. 24 er tíguleg — eiguleg — og sú númer 28. La skvís nr. 24 er sérstök, en brjóstin á Kleópötru eru óeðlilega ofarlega... það er athafnagleði og spenna (,,action“) í mynd þijátíu og eitt. Þetta er skemmtileg lífmikil sýn- ing, alvörusýning, gerð og unnin af alvörumanni með reynslu — auðsjá- anlega — enda er ferillinn skrautleg- ur og langur: Júess tuttugu ár; hörð vinna við verkstjórn í frystihúsum á Suðurlandi árum saman; herþjón- usta í bandaríska hernum um skeið á tímum kalda stríðsins; auglýsinga- teiknun við tvö-þijú amerísk stórblöð — og þar fram eftir götunum. Til Iiamingju með þessa sýningu þína, Snorri. Að mínu viti er þetta ein allra bezta sýning, sem hefur verið haldin í Eden. P.t. Hótel Örk í Hveragerði. ÞESSIR drengir héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.400 krónur. Þeir heita Þorsteinn Ragnar Ein- arsson og Ingi Már Úlfarsson. ÞESSAR stúlkur héldu hluta- veltu til styrktar hjálparsjóði Rauða kross íslands og varð ágóðinn 2.429 krónur. Þær heita Hjördís Björnsdóttir, Ingibjörg I. Davíðsdóttir. Jónína R. Ingi- mundardóttir tók þátt í hlutavelt- unni, en hana vantar á myndina. Höfundur er listmálari og rithöfundur. í tilefni afmælisins veiturn við 20% afslátt dagana 1.-10. okt. Einnigfær 40. hver viðskiptavinur gjöf. leiseru Borgarkringhmm, sími 36622.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.