Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 nznmm „þettu et'-fyrstl olcLQurirm- minn. Eg h'elb abþetfa uxri-mötuntytl fol/C6ins." Fyrst þú ert byrjaður á lýta- aðgerðum, viltu þá ekki rétta á mér nefið í leiðinni? Fyrst auðmýkti hann mig með því að stela frá mér konunni og svo bætti hann um betur og skilaði henni aftur BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hvað er esperanto? Frá Auðuni Braga Sveinssyni: Væri ekki dásamlegt/ ef allir menn í heiminum gætu gert sig skiljanlega gagnvart hverjum öðr- um? Þessi hugsun hlýtur að vakna hjá flestum einhvern tíma á ævinni. Er ekki óhugnanlegt að vita til þess, að fólk skuli þurfa að eyða mörgum árum í tungumálanám, en geta að þeim tíma liðnum tæplega bjargað sér í móðurlandi þessara tungu- mála. Það er léleg útkoma. Sumir segja, að ensk tunga sé að verða alheimsmál og því óþarft að leita annað. - Hvað gæti leyst málaerfiðleika þá, sem ég hefí lýst hér að framan? Til er tungumál, sem ber heitið esperanto. En hvað er það? Svarið er hér — á sjálfu tungumálinu: „Int- emacia, moderna, neutrala lingvo estas necesa por la modema mondo. Por internacia laboro — internacia lingvo.“ Þetta hljóðar þannig á okk- ar tungu: „Alþjóðlegt, nútímalegt, hlutlaust tungumál er nauðsyn nú- tíma heimi. Fyrir alþjóða samskipti eitt alþjóðlegt tungumál." Gerð hafa verið yfir þúsund drög að al- þjóðlegu hlutlausu tungumáli og hefur esperanto eitt þeirra hlotið útbreiðslu og lifað til þessa dags. Esperanto er talað af að minnsta kosti milljón manns í öllum löndum heims. Það er notað um öll svið mannlegs lífs. Þetta er ekki há tala notenda eins tungumáls, en það er ekki bundið við nein landamæri, heldur er það alheimsmál. Þróun þessa tungumáls heldur áfram, líkt og í öðrum tungumálum, en ákveð- in nefnd stjórnar þróuninni og nefn- ist „Akademio de Esperanto" (Mál- nefnd esperantos). UNESCO, menningar- og vísindástofnun Sam- einuðu þjóðanna viðurkennir esper- anto nothæft í samskiptum síma og íjölmiðlunar, og jafnrétthátt þjóðtungunum. Hvaða kosti hefur esperanto fram yfir þjóðmál til að geta orðið alþjóðlegt hjálparmál, því að málinu er ekki ætlað að útrýma þjóðtung- unum, heldur að vera til hjálpar? Skulu nú talin fram nokkur atriði, sem renna stoðum undir þessa full- yrðingu. 1. Esperanto er reglulegt; það hefur engar undantekningar, líkt og þjóðmálin. 2. Esperanto er hlutlaust. Allir hljóta að skilja, að hvaða þjóðtungu- mál sem hlyti þann sess að verða alheimsmál, yrði ekki hlutlaust og um það skapaðist aldrei friður. 3. Esperanto er borið fram næst- um eins og það er ritað. Allir vita, hversu mjög þjóðtungurnar víkja frá stafsetningu í framburði. 4. Esperanto gerir félagsbundn- um notendum sínum kleift að tala við fólk í öllum löndum heims, sem ekki verður sagt um jafnvel ensku, því að margar þjóðir tala ekki það mál eða hliðar sér hjá því, eins og t.d. Frakkar. 5. Esperanto skapar kynni milli fólks af ólíkum kynþáttum og þjóð- um. Esperantistar veita hverjir öðr- um aðstoð á margan hátt, og er það ómetanlegt, ekki síst á ferða- lögum. 6. Esperanto auðveldár nám í öðrum tungumálum, ekki síst í róm- Frá Sigrúnu Halldórsdóttur: Tannlæknar þurfa ekki að flýja land til að fá sér atvinnu. Þeir eru ekkert of margir. Þeir ættu með góðu fordæmi að lækka verðið á tannviðgerðum. Þá myndi fólkið flykkjast til þeirra og þeir halda sinni atvinnu. Það er engin þörf fyrir þá að leita sér að atvinnu á erlendri grund. Sannleikurinn er sá að tannskemmdir halda áfram að vera til. Fólkið hefur ekki svo mikið í pyngju sinni að það geti greitt 20.000 kr. í hvert skipti og það opnar munninn. Þetta myndi létta róðurinn hjá fólkinu og tann- læknar gætu alveg slegið af kröf- um sínum og komið á móts við fólkið. Aðrar stéttir í landinu hafa gert það sama. Það er þungur róð- ur hjá heimilunum í landinu. Þess vegna verða tannlæknar að skilja það að verðið verður að lækka. í samræmi við greiðslugetu fólks. Ekki vilja þeir það að þjóðin verði önskum málum, og það hefi ég reynt, en talið er, að 70% orðstofna þess séu þaðan runnir. 7. Esperanto notar samsetningu orða meira en önnur mál. Til saman- burðar má geta þess, að franska setur ekki saman orð, sbr. orðið póstkort, sem er carte postale. Esperanto hins vegar postkarto. 8. Aðeins einn ákveðinn greinir er í esperanto og nefnist „la“. Svip- ar til frönsku. Hann er eins í öllum kynjum, en ekki eins og í frönsk- unni: la í kvenkyni og le í karl- kyni, og fleirtaka les. Einfaldleiki esperantos er staðreynd. Þó skyldi enginn halda, að ekkert þurfi fyrir því að hafa að læra þetta mál, svo að gagni komi. Esperanto verður að lesa eins og önnur mál, ef árang- ur á að verða af því tungumálanámi. Esperantistar hafa aðsetur að Skólavörðustíg 6a í Reykjavík og geta þeir sem áhuga hafa á að kynna sér þetta tungumál, leitað þangað klukkan 4 til 6 síðdegis alla virka daga, og fengið upplýsingar. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. hálf tannlaus. Stundarerfiðleikar þeirra eru ekkert meiri en hjá öðr- um stéttum þjóðfélagsins. Taki þeir höndum saman við fólkið leys- ist þessi vandi á svipstundu. Að hugsa bara um það að fara úr landi. Það er óskiljanlegt. Hér á landi eru nóg verkefni. Það er ör- uggt mál. Þetta minnir á söguna af manninum, sem var að selja glæsikerru sína ungum manni. Hann strauk bílnum ástúðlega og sagði við hinn unga mann: Þú seg- ir mér hvernig hann reynist. Alveg sjálfsagt, svaraði ungi maðurinn á augabragði. Þú segir mér bara hvað þú ætlar að gera vi peningan- að mína. Svo menn.sjá að með sameinuðu átaki getum við leyst þessa deilu í sameiningu. Allt sem þarf er vilji. SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Erluhólum 3, Reykjavík. Tannlæknar í dag Yíkveiji skrifar ær eru heldur óhugnanlegar fréttimar sem berast af of- beldisverkum unglinga í Reykjavík. Margir foreldrar hljóta nú að velta því fyrir sér hvernig þeim megi best takast að koma í veg fyrir að þeirra börn verði fyrir ofbeldi eða beiti ofbeldi sjálf. Víkverji fylltist engri sérstakri bjartsýni meðan hann beið í nokkr- ar mínútur eftir dóttur sinni fyrir utan skóla í borginni fyrir skömmu. Þegar hann kom að skólanum stóðu nokkrar 13-14 ára gamlar stúlkur við skólavegginn og reyktu af kappi. Skömmu síðar komu aðvíf- andi nokkrir jafnaldrar þeirra og hröktu á undan sér dreng með höggum, spörkum og fúkyrðum. Síðan blandaðist hópurinn og sam- skipti ungmennanna einkenndust af stimpingum og ofbeldisfullu tali og Víkverji hugsaði með sér hvort þetta væri dæmi um venjulega hegðun unglinga samtímans. Ríkisvaldið lætur ekki að sér hæða hugsaði Víkveiji með sér þegar hann las ótrúlega frásögn í Morgunblaðinu í vikunni af við- skiptum umboðsmanns Alþingis og utanríkisráðuneytisins. Umboðs- maður fékk til meðferðar kæru umsækjanda um tollvarðarstöðu á Keflavíkurflugvelli. Umsækjandinn var annar tveggja sem uppfylltu menntunarskilyrði og höfðu starfs- reynslu, en starfið var veitt um- sækjanda sem ekki uppfyllti nein menntunar- eða starfsreynsluskil- yrði. Átta mánuðir liðu frá því um- boðsmaður óskaði eftir fyrstu upp- lýsingum um málið frá varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneyti þar til þær voru veittar. Og þá var megin- skýring ráðuneytisins á ráðning- unni sú að sá sem var ráðinn ætl- aði að sinna starfínu til frambúðar. Hins vegar kom fram að ekki hafði verið kannað hjá öðrum umsækj- endum hvort þeir hygðust starfa til frambúðar; raunar var ekkert við þá talað. Þegar umboðsmaður óskaði eftir frekari skýringum hjá vamarmála- skrifstofunni varð enn dráttur á svari. í skýrslu umboðsmanns segir síðan: „Hinn 12. mars 1992 (rúmu ári frá því upphaflega kæran barst. Innskot Víkveija) átti ég viðræður við skrifstofustjóra varnarmála- deildar um málið. Af þeim viðræð- um varð ljóst, að ekki var að vænta frekari skýringa eða gagna frá ut- anríkisráðuneytinu." Nú er ráðning á ríkisstarfsmanni í raun ekkert annað en ráðstöfun almannafjár. Og þeir sem borga brúsann, skattgreiðendur, hljóta að eiga heimtingu á því að þeir sem ráðnir em uppfylli nauðsynleg skil- yrði svo ekki sé verið að sóa fjár- munum, eða að minnsta kosti að eiga heimtingu á að vita hvers vegna fallið sé frá settum skilyrð- um. Og Víkveiji getur ekki annað en spurt: Ef stjórnvöld og embættis- menn haga sér með þessum hætti í málum sem kalla má minni hátt- ar, hvernig er hægt að treysta þeim fyrir stórum málum sem varða þjóð- ina alla?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.