Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 Utandagskrárumræða um heimilið að Gunnarsholti Uppsagnír jafngilda 3% ársverka í hreppnum FJÓRIR þingmenn Suðurlandskjördæmis tóku til máls við utandag- skrárumræðu um lokun vistheimilisins að Gunnarshoiti á Alþingi í gær. Uppsagnir tólf starfsmanna jafngilda 3% ársverka í Rangár- vallahreppi að því er fram kom hjá Margréti Frímannsdóttur, Alþýðu- bandalagi, sem hafði framsögu í umræðunni. Ætlunin væri að spara 40 milljónir en hún fullyrti að þegar til lengri tíma væri litið myndi þessi niðurskurður leiða til aukinna útgjalda. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra, bar saman kostnað af vistun á einstökum með- ferðarheimilum, en um 450 vistun- arrými vegna áfengismeðferðar á mismunandi stigum væru í landinu. Kom fram að vistun á Vogi kostaði 5.896 krónur á dag, á Gunnarsholti 4.800 krónur og í Víðinesi 3.300 krónur. Á einu ári kostaði hvert vistunarrými 1.600 þúsund krónur á Gunnarsholti, 1.100 þúsund krón- ur í Víðinesi og 1.200 þúsund krón- ur á Staðarfelli. Einn vistmaður í Gunnarsholti hefði verið 13 ár þar og athugun sérfróðra á þörfum vist- manna sýndi að þarfir þeirra fyrir meðferð væru mjög mismunandi. Tölum ber ekki saman Jón Helgason, Framsóknarflokki, sagði útilokað fyrir ráðherra að telja fólki trú um að það væri til að bæta möguleika fólks að loka heim- ilinu. Pálmi Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, sagðist hafa aflað sér upp- lýsinga hjá Ríkisendurskoðun um kostnað af rekstri Gunnarsholts og bæri þeim tölum ekki saman við þær tölur sem ráðherra hefði kynnt. Kostnaðurinn á dag væri 3.800 krónur en ekki 4.800 eins og komið hefði fram hjá ráðherra. Rekstrar- kostnaður nettó í fyrra hefði verið 29 milljónir króna. Hvatti hann ráð- herra til þess að kynna sér vel upp- lýsingar um spamað af því að loka Gunnarsholti. Guðni Ágústsson, Framsóknar- flokki, sagði að fyrrum heilbrigðis- ráðherra hefði veitt peningum til að endurbyggja heimilið. Hann skoraði á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína og kynna sér alla vega hvað hefði orðið til þess að fyrrum heilbrigðisráðherra hefði skipt um skoðun á því að loka heim- ilinu. Eggert Haukdal, Sjálfstæðis- flokki, sagði að Gunnarsholt hefði verið ein ódýrasta heilbrigðisstofn- un landsins í gegnum tíðina. VEÐUR / DAG kl. 12.00 HeimiW: Veðurstofa Í9lands (Byggt é veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 7. OKTOBER YFIRLIT: Um 500 km suðvestur af landinu er 1033 mb hæð og frá henni hæðarhryggur norðaustur yfir austanvert ísland. Á Grænlandssundi er lægðardrag sem þokast austur. SPA: Á morgun verður fremur hæg vestlæg átt á landinu. Skýjað að- mestu og súldarvottur á stöku stað norðan- og vestanlands, en að mestu bjart veður austanlands. Hiti víðast 2 til 8 stig er líður á daginn, en allvíða frost, einkum austanlands í nótt og fram eftir morgni. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestlæg átt á Vestfjörðum og á annesjum norðanlands en hægviðri annars staðar. Skýjað með köflum norðan- lands og vestan en annars bjartviðri. Fremur svalt og víða næturfrost. HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austlæg eða norðaustlæg átt, sums staðar strekkingur á sunnudag. Skýjað suðaustanlands en bjartviðri norðanfands og vestan. Fremur svalt áfram. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12,45, 16.30, 10.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 900800. o Heidskírt r r r r r r r r Rigning <k Léttskýjað * r * * / r * r SJydda & & Hátfskýjað Skýjað V $ * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað * V Skúrir Slydduél Él Sunnen, 4 vindstig. Vmdðrin 6ýnirvtndstefáu og fjaMrftar vmdstyrk, fieil fjéður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka sög-| FÆRÐA VBGUM: (Kf. 17.30 ígær) Þjóövegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Víða er þó unniö að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam- kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna- leið er fær til austurs frá Sprengisandi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænniiínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tfma hiti veður Akurgyri 0 iéttskýjað ReykjavA 3 skýjað Bergan 10 Hefáinkl 10 Keapmsnnahðfn 14 NersMtMitaq 15 Nuuk 4 0*6 11 Otokkhólmur 18 WNWI0 6 alskýjað þokumóða alskýjað rignlnr rignint rigning Ainsterdam Boriín Chtcago Frankfurt Hamborg London Loe Angeles Lúxemborg Madrid Malaga Mallorca Montreal NewYork Oriando París Madeira Róm Vín Wsshington Winnlpeg 20 16 17 11 18 16 10 16 16 16 15 15 21 23 6 9 21 14 22 25 22 38»I tetxsky iéttský skýjeö ckýjað þokumóða skýjað rigning rigning skúr hoiðskirt skýjað skýjað skýjað léttskýjað skýjað heiðskírt alskýjað skúr skýjað skýjað léttskýjað léttskýjað skýjað Skór á leið til fátækra STARFSMAÐUR hjá Jónum hf. sem geyma þann tuttugu þúsund skópör sem safnast hafa í skósöfnun Steinars Waage stendur hjá hluta söfnunarinnar. Skórnir munu í náinni framtíð hlífa fótum fátæklinga I Suður-Ameríku eða á Grænhöfðaeyjum. Skósöfnun Steinars Waage 20 tonn hafa safn- ast á einum mánuði SKÓSÖFNUN skóverslana Steinars Waage hefur nú staðið í um mánuð og er búið að safna í hálfan annan gám, en hvor gámur er tuttugu fet að lengd. Að sögn Steinars eru um 13-14 þúsund skópör í gámi þannig að ætla má að um 20 þúsund pör hafi safnast, og kveðst hann reikna með að hvert par vegi eitt kíló og því hafi íslendingar skilað um 20 tonnum af skóm á einum mánuði. Skósöfnunin mun halda áfram enn um sinn og í samtali við Morg- unblaðið kvaðst Steinar vonast til að henni ljúki ekki fyrr en þörfina þryti. Hann segir undirtektir við söfnuninni vera framar björtustu vonum og að henni hafi bæst liðs- auki, þar sem Kaupfélag Eyfirð- inga á Akureyri hyggist einnig hefja skósöfnun á næstunni. Steinar hefur einnig hafið söfnun á handverkfærum til skóviðgerða, þar sem skortur er á slíku hjá móttökuaðilum, og er tekið á móti slíkum verkfærum í búðum hans. Steinar er nýkominn frá Þýska- landi þar sem hann ræddi við for- stöðumenn kirkjunnar í Braun- schweig, en þeir hafa milligöngu um dreifingu skónna, sem sendir verða til Ekvador og Chile eða Grænhöfðaeyja að öðrum kosti, þar sem þörfin er einnig mikil fyrir þróunarhjálp, og segir Stein- ar ákvörðunarstað ráða því hvort skórnir leggi land undir fót á næstu vikum eða um áramót. Þingflokkur framsóknarmanna Páll Pétursson end- urkjörinn formaður PÁLL Pétursson var endurkjör- inn formaður þingflokks fram- sóknarmanna á þingflokksfundi í gær. Páll fékk níu atkvæði af þrettán. Ingibjörg Pálmadóttir var kosin varaformaður og Jón Kristjánsson meðsljórnandi. Páll Pétursson hefur verið for- maður þingfiokksins samfellt frá 1980 og í fyrrahaust og sumar hefur komið fram í fréttum að ein- hverjir þingmenn vilji skipta þar um. „Ég ætla ekki að einoka þetta embætti til eilífðar og það er ekk- ert óeðlilegt þó einhverjir hafi áhuga á því. Það er heldur ekkert óeðlilegt í svona starfi að einhverjir finni að einhverju sem maður gerir, þó maður reyni að gera það eftir bestu samvisku. Menn getur alltaf greint á um málefni,“ sagði Páll. Hann sagðist vona að áfram yrði góð samstaða I þingflokknum og að honum takist að starfa vel í vetur. „Það er óheppiiegt að ágrein- ingur sé innan raða ókkur, við höf- um verið blessunarlega lausir við það framsóknarmenn," sagði Páll Pétursson. Drengurinn ekki kom- inn til með- vitundar LITLI drengurinn sem slasað- ist í fyrrakvöld þegar bifhjóli var ekið á barnavagn sem amma hans ók var enn ekki kominn til meðvitundar á gjör- gæsludeild Borgarspítalans í gær. Drengurinn, sem er 6 mánaða gamali, meiddist á höfði. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar er hann tal- inn úr bráðri lífshættu og var líðan hans eftir atvikum. Aituna hans slasaðist einnig i óhappinu. Níu ára gamail drengur eem varð fyrir í bíl við Skjólvang í Hafnarfirði í fyrrakvöid er mikið mekWur en talinn á batavegi. Hann brotnaði á mjöðm og við- beini auk þess sem lungu hans félki saman, að sögn lögreglu. Vextir ríkisvíxla lækka MEÐALÁVÖXTUN tekinna til- boða ríkissjóðs í þriggja mánaða ríkisvíxla var lægri í útboði sem Iauk í gær en í síðasta útboði. Meðalávöxtunin var 8,61% sem er 0,26% lækkun. Ávöxtunin hefur lækkað við hvert útboð síðan í byrjun júlí. Margir vildu kaupa ríkisvíxla. Alls bárust 17 gild tilboð, samtals að fjár- hæð tæpar 4,5 milljarðar kr. Ríkið hafði skuldbundið sig til að taka til- boðum á bilinu 500 til 2.500 milljóna kr. Þó heimildin væri nýtt til fulls og keyptir víxlar fyrir 2.510 milljóna kr. var aðeins hægt að taka fjórum tilboðum. Þar af voru 400 milljónir frá Seðlabankanum á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun tekinna tilboða var 8,61%, sem svarar til 8,17% for- vaxta, samkvæmt fréttatilkynningu Lánasýsiu ríkisins. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á 8,6% ávöxtun en það hæsta upp á 8,7%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.