Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 47 Um veðurfregriir Frá Páli Bergþórssyni: Árni E. Valdimarsson skrifar hugleiðingar um veðurstofu og veð- urfregnir í Morgunblaðið 1. október sl. Síðan höfum við Árni átt vinsam- legt símtal um þetta efni og ég hygg að eftir það hafi okkur borið fátt í milli. En vegna annarra les- enda tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum athugasemdum. 1. Sá siður að leysa skeyti frá veðurstöðvum á undan spá er ekki nýr. Það er aldarfjórðungur síðan farið var að lesa þessi skeyti klukk- an 18.45 og síðan veðurspána rétt á eftir. Ég minnist þess ekki að yfir þessu væri kvartað fyrr en eft- ir að sami háttur var tekinn upp á öðrum veðurfregnatímum fyrir einu ári. Þessi tilhögun er að því leyti rökrétt að hún beinir athyglinni fyrst að allra nýjustu fregnum, sem eru þýðingarmiklar í öryggisskyni, en í eðlilegu framhaldi af þeim kem- ur spáin. Sú framför varð haustið 1992 að nýjustu veðurskeyti eru nú lesin í öllum veðurfregnatímum, en áður var það aðeins gert fjórum sinnum á sólarhring. Þeirri viðbót hafa hlustendur tekið mjög vel, einkum sjómenn, enda eiga þeir manna mest undir því að fá sem oftast fréttir af nýjustu veðrabrigð- um, ekki aðeins af spánni. 2. Það var alls ekki í fyrsta skipti haustið 1992 sem veðurfregnir voru færðar til í dagskránni. Fyrir 1968 var meðal annars óhjákvæmilegt að færa flesta veðurfregnatíma til tvisvar á ári vegna klukkubreytinga haust og vor. Fólk kvartaði ekki yfir þessu hringli því að það skildi að þetta var gert til þess að veður- fregnirnar yrðu í sem bestu sam- ræmi við tíma veðurathugana, sem til dæmis voru klukkan 2 að vetri en 3 að sumri. Þess vegna voru veðurfregnir alltaf kl. 3.30 á vet- urna en 4.30 á sumrin, 90 mínútum eftir athugun. Breytingin haustið 1992 var einmitt til þess .ætluð að laga alla veðurfregnatíma eftir at- hugunartímum samkvæmt þessari reglu, þó að það tækist ekki að fullu vegna afstöðu útvarpsins. Gott er að heyra að Árna þykir veðurfregnatíminn kl. 7.30 mjög heppilegur. Þessa fyrstu aðalspá sem fólk heyrir að deginum þarf að undirbúa rækilega, enda hefur veðurfræðingur til þess gott ráð- rúm, og þá liggur oftast fyrir all- mikið af nýjum veðurskeytum og veðurtunglamyndum í kringum landið, ólíkt því sem er fyrir næstu aðalspá á undan, klukkan 4.30. Fyrir aukatímann kl. 6.45 er ekki fullnægjandi tími til að gera nema smábreytingar á spánni og það í flýti. 3. Lestur veðurstöðva í staðar- falli (þágufalli) er í samræmi við álit ýmissa fremstu kunnáttumanna í íslensku máli, svo sem Helga Hálfdanarsonar ljóðaþýðanda, Gísla Jónssonar menntaskólakennara og Baldurs Jónssonar prófessors og forstöðumanns Islenskrar mál- VELVAKANDI MISSKILNINGUR SELMU VEGNA KVITTANA JÓNA Guðmundsdóttir, for- stöðumaður Félagsmiðstöðva aldraðra, Lönguhlíð 3, hringdi til Velvakanda vegna pistils Selmu um gjaldtöku fyrir ýmsa þjónustu á vegum Félagsmið- stöðvanna. Hún vildi taka það skýrt fram að allir fengju kvitt- anir fyrir þeim greiðslum sem fólk innti af hendi. Hún sagði að það væri einnig rétt að fólk tæki nú þátt í þeim kostnaði sem af þessu starfi hlýst, en það væru 300 krónur á mánuði fýrir hvern einstakan þátt sem í boði er og er þá fijáls mæting, þ.e. fólk ræður hvort það mætir einu sinni í viku eða einu sinni á dag. Númeraðar kvittanir eru gefnar fyrir allri þessari þjón- ustu. Það á einnig við um hár- greiðslu og fótaaðgerðir. TAPAÐ/FUNDIÐ Jakki tapaðist ULLARJAKKI með húslyklum tapaðist í miðbænum um helg- ina. Finnandi vinsamlega hringi í síma 10697. Orðsending frá Hagrögnum LEÐURJAKKI: Hingað hringdi nýlega stúlka vegna leðuijakka og biðjum við hana vinsamlega að hringja í okkur aftur. Einnig viljum við vekja athygli fólks á því að hér á Melabraut 18 höfum við ógrynni hluta af ýmsu tagi sem fundist hafa í strætisvögn- um og biðskýlum. Vekjum at- hygli á: Úlpum, húfum, treflum, lúffum, handklæðum, leikfimi- fötum, töskum, gleraugum, tölvuleikjum og ýmsu fleiru. Það getur borgað sig að hafa sam- band við okkur því það liggja verðmæti í þessum hlutum. Hagvagnar hf., Melabraut 18, Hafnarfirði, sími 654566. Hálsmen tapaðist HÁLSMEN með steini, svoköll- uðum blóðsteini, á silfurkeðju tapaðist, líklega á leiðinni frá Búðagerði 5 að strætisvagna- skýli á Bústaðavegi fímmtudag- inn 30. september sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 14441. Gullúr tapaðist GULLÚR tapaðist í Fífuseli, Fljótaseli, Flúðaseli eða við póst- húsið í Mjódd sl. föstudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 73197 á kvöldin. Gleraugu fundust GLERAUGU í brúnni umgjörð fundust að morgni fímmtudags- ins 30. september á gangstéttinni milli Suðurvers og Menntaskól- ans við Hamrahlíð. Þetta eru fjar- sýnisgleraugu. Upplýsingar í síma 691323 á milli kl. 10 og 12 og 14 og 16. Týnt hjól GRÁTT tólf gíra Murrey-reiðhjól með gylltu frambretti en svörtu afturbretti hvarf frá Basrmahlíð 42 aðfaranótt sl. sunnudags. Hafí einhver orðið hjólsins var er hann vinsamlega beðinri að hringja í síma 627987. GÆLUDÝR Ponsa er týnd GULBRÖNDÓTT læða týndist í Hafnarfirði sl. miðvikudag. Mögulegt er að hún sé á leið í Garðabæinn, en þar á hún heima. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 657790. Kettlingar TVEIR yndislegir kettlingar, fress og læða, fást gefins. Upp- lýsingar í síma 811289. Kettlingur ÞRIGGJA mánaða gömul læða, grábröndótt, óskar eftir að kom- ast á gott heimili. Upplýsingar í síma 46289. stöðvar. Baldur telur að þessi til- högun í lestri veðurfregna kunni meira að segja að stuðla að því að varðveita ævaforna notkun staðar- fallsins, til dæmis í utanáskriftum og undirritun bréfa. Ekki er ástæða til að láta í þessu efni ráða smekk útlendinga, sem stöku sinnum kunna að leggja eyru við íslenskum veðurfregnum. - Stöðvarnafnið Breiðavík er eins í nefnifalli og þágufalli eftir héraðsvenju. - Ammasalik er þannig ritað á nýj- ustu kortum sem hafa verið gefín út af Grænlandi. 4. Það er gömul venja á Veður- stofunni að tilgreina staði lægða og hæða með íjarlægð í kílómetrum frá kennileitum á landi og nú hefur sá háttur líka verið tekinn upp til að skýra frá stöðu skipa,_sem senda veðurskeyti. Eins og Árni tekur fram munu flestir aðrir en sjómenn vilja nota kílómetra fremur en sjó- mílur í þessu skyni og gera sér ekki grein fyrir hvar skip er, ef hnattstaðan er tilgreind með breidd og lengd eins og áður var gert. En sjómönnum og sérstaklega skip- stjórnarmönnum er líka hægur eft- irleikurinn að breyta kílómetrum í sjómílur, en til þess er í þessum tilfelllum oftast fullnægjandi ná- kvæmni að deila í kílómetratöluna með tveimur. 5. Það er góð hugmynd Árna að þulir veðurfregna kynni sig. Reynd- ar væri enn meiri ástæða til þess að sagt væri hvaða veðurfræðingur hefði s_amið spána. 6. Árið 1983 hætti þáverandi þjóðgarðsvörður að gera veðurat- huganir á Þingvöllum. Síðan var veðurskeytastöðin að Heiðarbæ til 1990, en eftir það hefur ekki tekist að fá athuganir gerðar á því svæði. 7. Það barst í tal milli okkar Árna að frá því í fyrrahaust eru stormviðvaranir og stuttar veður- fregnir, eða veðurfregnir í fullri lengd, alltaf fluttar á Rás 2 á þriggja tíma fresti þegar þess er kostur. Fyrir bragðið eru hlustendur veðurfregna stórum fleiri en áður. Útvarpsráð samþykkti sumarið 1992 að stuttar spár yrðu með frétt- um kl. 12.20 og 19.00 eins og kl. 8.00, en því hefur ekki fengist fram- gengt. Það væri þó til mikilla þæg- inda fyrir þá mörgu hlustendur sem hentar þessi framsetning veður- fregna. Þó eru stormviðvaranir lesnar í þessum fréttatímum. 8. Við Árni teljum báðir að við- varanir um illviðri beri að lesa í útvarp á milli reglulegra veður- fregnatíma, ef sérstök ástæða er til, eins og til dæmis var 17. mars í vor þegar mannskaði varð við Akranes. Vonandi tekst að koma þvi til leiðar innan skamms, enda fer nú vetur í hönd. PÁLL BERGÞÓRSSON, veðurstofustjóri. Pennavinir Svissneskur póstkortasafpari vill skiptast á kortum: Frank Stettler, Haupstrasse 83, CH-8264 Eschenz TG, Switzerland. Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka með áhuga á tónlist: Nana Mensah, P.O. Box 987, Oguaa, Ghana. Fimmtugur- bandarískur karl- maður sem getur ekki áhugamála annarra en að eignast íslenska pennavini: Bob Weick, 2740 Cropsey Ave, Brooklyn, N.Y. 11214, U.S.A. LEIÐRÉTTIN G AR Föðurnafn brenglaðist í minningargréin Bryndísar Svavarsdóttur um Vilhjálm Ingólfs- son málarameistara í Morgunblað- inu í gær brenglaðist föðurnafn ömmu hins látna, móður síra Ing- ólfs Þorvaldssonar. Hún hét Jónat- anía Sólveig Kristinsdóttir. Hlutað- eigendur eru beðnir afsökunar á þessum mistökum. | KARAMELLPOJKARNA1 Beiskur brjóstsykur - einnig án sykurs Laufld Glœsilegurfatnaður d góðu verði. , Iðnaðarhúsinu, s. 11845. Schiesser# N Æ R F Ö T Það besta næst pér! maxFactor INTE RNATIONAL Nýja Max Factor naglalakkið er demanthart og endingin ótrúleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.