Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 39
Alþjóðlegir fugla-
dagar 9.-10. október
eftirÁrna Waag
Um næstu helgi, 9.-10. október,
verður gert eitt mesta átak til
fuglaskoðunar og fuglaverndar
sem sögur fara af hér á landi.
Alþjóða fuglaverndarráðið (Bird-
Life International) mun standa
fyrir fuglaskoðun víðs vegar um
heim þessa daga í samvinnu við
fuglavemdarfélög og fuglaáhuga-
menn á hveijum stað. Fuglavernd-
arráðið eru áhrifamestu alþjóða-
samtök um fuglavernd og eiga 111
þjóðlönd aðild að ráðinu. Islend-
ingar hafa starfað þar frá 1948.
Fuglaverndarfélag íslands verð-
ur í forsvari fyrir alþjóðlegum
fugladögum hér á landi. Veiga-
mesta markmið fugladaganna er
að vekja þjóðir heims til vitundar
um fugla og búsvæði þeirra. Þeim
mun fleiri sem fá áhuga á fuglum
og þjálfast í að þekkja þá, þeim
mun meiri líkur eru á því að mark-
mið fuglaverndar náist.
Talið er að um ein milljón
manna í 90 þjóðlöndum muni taka
þátt í alþjóðlegum fugladögum.
Fuglaáhugamenn, bæði leikir og
lærðir, munu fara á vettvang hver
í sínu landi með mismunandi verk-
efni sem miða þó að hinu sama;
að auka skilning fólks á mikilvægi
þess að vernda fugla og búsvæði
þeirra. Margar íslenskar fuglateg-
undir eiga það sameiginlegt að
búsvæðatap ógnar tilvist þeirra.
Hér má nefna framræslu mýrlend-
is, uppfyllingu leira og voga og
miðlunarlón vegna raforkufram-
leiðslu.
Sums staðar er líklegt að frem-
ur fáar fuglategundir sjáist á Al-
„Veigamesta markmið
fugladaganna er að
vekja þjóðir heims til
vitundar um fugla og
búsvæði þeirra“.
þjóðlegum fugladögum um næstu
helgi, en margir farfuglar eru að
tygja sig á brott þessa dagana.
Alftir, gæsir og sumar andarteg-
undir sjást þó í stórhópum í fyrri
hluta október og heiðlóur sömu-
leiðis. Einnig eru margir skógar-
þrestir eftir á landinu, en þeir ís-
lenskir spörfuglar og vaðfuglar
sem hafa vetrardvöl í útlöndum
eru flestir farnir. Þá er líklegt að
eitthvað muni sjást af erlendum
flækingsfuglum sem villast hingað
á leið frá heimkynnum í Norður-
Evrópu á leið til suðlægari slóða.
Alþjóðlegir fugladagar eru eitt
umfangsmesta verkefni sem
Fuglaverndarfélag íslands hefur
tekið að sér. Það er því þýðingar-
mikið að sem flestir leggi sitt af
mörkum og taki þátt. Fuglaskoðun
er heilsubætandi og víkkar sjón-
deildarhringinn, auk þess að þjálfa
menn í að greina fuglategundir
og auka skilning á mikilvægi
verndunar búsvæða fyrir fugla,
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku
í Alþjóðlegum fugladögum er bent
á skipulega fuglaskoðun á all-
mörgum stöðum á landinu, sbr.
skrána hér á síðunni. Fuglavemd-
arfélag íslands hvetur alla þá sem
áhuga hafa á fuglum og verndun
þeirra að taka þátt í Alþjóðlegum
fugladögum með því að líta til
fugla nú um helgina, einnig þar
sem ekki er um skipulega fugla-
skoðun að ræða. Nánari upplýs-
ingar er hægt að fá hjá formanni
Fuglaverndarfélags íslands, Árna
Waag, í síma 91-40241.
Alþjóðlegir fugladagar —
fræðsla og skoðunarferðir
Vestmannaeyjar 9.-10. október:
Fugladagar á Náttúrugripsafninu.
Fuglamerkingamenn spjalla við gesti,
segja frá fuglamerkingum og árangri
þeirra, einkum frá ferðum vestman-
neyskra fugla og afdrifum þeirra í
útlöndum. Fuglabækur liggja frammi.
Eyrarbakki 9. október:
Leiðbeinendur verða við hafnar-
garðinn á Eyrarbakka frá k!. 15-17.
Njarðvík, Keflavík, Sandgei-ði,
Garður, 9. október:
Mæting við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja kl. 9. Ekið á nokkra staði og
höfð u.þ.b. klukkustundar viðdvöl á
hveijum stað: Njarðvíkurfitjar kl 9.15,
Síkin í Garði kl. 10.30, Qarðskagaviti
kl. 11.30, og Sandgerði kl. 12.45.
Grindavík, 10. október:
Mæting við Fjölbrautaskóla Suður-
nesja kl. 9 og ekið þaðan í Grindavík.
Fuglaskoðun fram að hádegi. Skoðun
við höfnina kl. 9.30.
Hafnarfjörður, Álftanes, Kópavog-
ur, Reykjavík, 9.-10. október:
Skipuleg fuglaskoðun verður á
nokkrum stöðum á þessu svæði báða
dagana. Hinn 9. október er flóð kl.
12.10 í Reykjavík og sólarlag kl. 18.29
og flóð er kl. 13.41 hinn 10. og sólar-
lag 18.25. Menn koma gangandi eða
á eigin bílum á vettvang og bent á
ákveðna staði á ákveðnum tíma. Þar
verða leiðbeinendur sem ganga með
mönnum stuttan spöl, en síðan verður
haldið á næsta viðkomustað.
9. október:
1. Tjömin kl 10-11. Mæting á
móts við Ráðherrabústaðinn og gengið
hring um Tjarnarsvæðið. Álftir, end-
ur, gæsir.
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
SKÓGARÞRÖSTUR. Vorboðinn
ljúfi sem Jónas kvað um og allir
þekkja. Skógarþrestir eru al-
gengir varpfuglar á láglendi,
einkum þó í birkikjarri. Flestir
skógarþrestir eru farfuglar og
hverfa af landi brott í október.
Vetrarstöðvar þeirra eru á Bret-
landseyjum, í Frakklandi, á
Spáni og í Portúgal. Skógar-
þrestir eru veiddir til matar á
meginlandi Evrópu, m.a. fuglar
sem merktir hafa verið hér á
landi. Meðal mikilvægra verk-
efna alþjóðlegra fuglaverndar-
samtaka er að koma í veg fyrir
fjöldadráp á spörfuglum á við-
komustöðum þeirra og á vetrar-
stöðvum. Sumir veiðimenn drepa
hundruð og jafnvel þúsundir
fugla á dag og nota til þess að-
ferðir sem flestar siðmenntaðar
þjóðir hafa bannað fyrir löngu.
2. Seltjarnarnes kl. 11.30-12.30:
Mæting við bílastæðið úti við Suður-
nes (við endann á golfvellinum) og
gengið þaðan niður að Bakkatjörn og
síðan út að Dalstjörn. Einnig farið upp
á Bakkagranda. Flóðsetur sjófugla og
vaðfugla, einnig endur og gæsir.
3. Shell-ræsið í Sketjafirði kl.
13-14: Mæting við Shell-stöðina og
gengið eftir nýja göngustígnum. Máf-
ar, æðarfugl.
4. Kópavogur kl. 14.30-17: Nátt-
úrufræðistofa Kópavogs, Digranes-
vegi 12, er opið allan daginn. Ætlast
er til að menn komi fyrst þar við og
hittist síðan við Urðarbraut vestan
Kópavogshælis um kl. 16 og gangi
niður að vognum. Váðfuglar og mar-
gæsir.
5. Skógræktin í Fossvogi kl. 17.30-
18.30-. Mæting við aðalhlið og gengið
þaðan inn í ræktina. Starar og skógar-
þrestir koma í náttból.
10. október:
1. Elliðavatn kl. 13-14: Menn hittist
við Elliðavatnsbæinn og gangi þaðan
að Myllulækjargirðingunni og síðan
niður að Elliðavatni. Endur, gæsir.
2. Álftanes kl. 14.30-16: Mæting
við Bessastaðakirkju, gengið niður að
Bessastaðatjörn og aftur til baka í
bíla. Þaðan farið að Skógtjöm. Endur,
gæsir, álftir, vaðfuglar.
3. Hvaleyrarlón kl. 16-17: Menn
hittast neðan við bátaskýlið við Hva-
leyrarlón, gengið niður að lóninu og
út í tangann. Vaðfuglar.
Hvanneyri, 10. október:
Mæting við kirkjuna kl. 14. Sagt
frá mikilvægasta viðkomustað bles-
gæsa á Vesturiandi og hugað að gæs-
unum á Hvanneyrartúni.
Sauðárkrókur, 9. október:
Fuglaskoðun, nánari upplýsingar
gefur Sesselja Bjamadóttir, Hólma-
grund 11, sími 95-36183.
Siglufjörður, 9. öktóber:
— eða 10. ef viðrar illa hinn 9. Hist
við Hólsbrú kl. 10. Gengið Langeyrar-
veg að bænum og farið út á Oldu-
bijót. Þá haldið upp í grunnskóla og
Náttúrugripasafnið skoðað. Nánari
upplýsingar hjá Örlygi Kristfinnssyni
í síma 71728.
Neskaupstaður:
Hafið samband við Einar Þórarins-
son á Náttúrugripasafninu.
Höfn í Hornafirði:
Fuglaskoðun með Brynjúlfi Brynj-
ólfssyni, Elínborgu Pálsdóttur og
Benedikt Þorsteinssyni — hafið sam-
band við þau varðandi tíma og fyrir-
komulag.
Höfundur er formaður
Fuglaverndarfélags íslands.
Dagur frímerkisins og ný
frímerki 9. október nk.
________Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Eftir nokkurt hlé geta frí-
merkjasafnarar glaðzt laugar-
daginn 9. október, því að þann
dag koma hvorki meira né minna
en sjö frímerki út. Ekki verður
þetta síður veizla fyrir þá, sem
einkum safna flugfrímerkjum,
því að öll þessi væntanlegu frí-
merki heyra sérstaklega undir
þá söfnun.
Fyrst er þá að geta smáarkar,
sem helguð er Degi frímerkisins,
en um leið þeim einstæða at-
burði í flugsögu okkar, sem gerð-
ist árið 1933, þegar ítalskur flug-
floti hafði hér viðkomu á leið
sinni frá Róm á Ítalíu til Chicago
í Bandaríkjunum og heim aftur
um Asoreyjar. Lögðu 24 flugbát-
ar upp í þessa för, en einum
hlekktist á á leið hingað og einn
fórst síðar í leiðangrinum. Leið-
angursstjóri var Italio Balbo
hershöfðingi, flugmálaráðherra
ítala.
Ferð þessi vakti heimsathygli
á sínum tíma. Tveimur árum
áður höfðu ítalir farið flugferð
til Suður-Ameríku og öðlazt við
þá ferð dýrmæta reynslu, sem
kom að miklum notum í norður-
ferðinni. í tilkynningu póst-
stjórnarinnar segir svo orðrétt:
„Tilgangur ferðanna var að sýna
styrk og samhug ítölsku þjóðar-
innar, því Italía var orðið stór-
veldi og endurminningin um
fornaldarfrægð hafði vaknað að
nýju meðal ítala.“ Flugflotinn
ri Put> Þ
kom til Reykjavikur 5. júlí 1933
eftir sex stunda flug frá Lon-
donderry á írlandi. Lentu flug-
vélarnar í Vatnagörðum, en þar
hafði fjöldi fólks ásamt helztu
fyrirmönnum hópast saman til
þess að fagna leiðangursmönn-
um. Sú sjón, þegar þessi glæsti
flugfloti sveif úr vestri inn yfir
Reykjavík og lenti inn á Sundum,
verður þeim, sem þetta skrifar
ógleymanleg. Héðan hélt flug-
flotinn til Cartwright á Labrador
12^ júlí.
ítalski flugflotinn flutti póst í
þessari einstæðu flugferð. ís-
lenzka póststjórnin bauð mönn-
um upp á að senda bréf með
þessari ferð til Bandaríkjanna
og einnig áfram til meginlands
Evrópu. Af því tilefni lét hún
yfirprenta þijú verðgildi úr frí-
merkjaútgáfu með mynd Krist-
jáns konungs X. frá 1920 og
1931, 1 krónu, 5 kr. og^ 10 kr.,
með orðunum Hópflug ítala og
ártalinu 1933. Upplag þessara
frímerkja var mjög lítið, enda
munu þau einungis hafa verið
ætluð til nota sem burðargjald
undir væntanleg bréf, en það var
ákveðið 16 krónur undir hver 10
grömm. Fékk ítalska póststjórn-
in hluta af því gjaldi. Við bættist
svo 30 aura skrásetningargjald.
Alls voru send héðan 298 skrá-
sett bréf. Ofangreint fluggjald
var mikið fé árið 1933 í miðri
kreppunni. Þar mun ekki sízt að
leita þeirrar skýringar, hversu
fá bréf fóru að lokum héðan með
þessari einstæðu og eftirminni-
legu flugferð.
Af sjálfu sér leiðir, að þessi
flugfrímerki, sem oftast eru köll-
uð Balbófrímerki eftir leiðang-
ursstjóranum, eru með sjaldgæf-
ari íslenzkum frímerkjum og þá
ekki sízt á heilu flugbréfi. Þessi
298 bréf hafa ekki heldur skilað
sér öll til safnara, heldur misfar-
izt mörg hver í áranna rás.
Nú hefur íslenzka póststjórnin
látið gera skemmtilega smáörk
með þremur frímerkjum, þar sem
myndefnið eru Balbómerkin frá
1933, en hvert þeirra margfaldað
með 10. Verðgildið er þannig 10,
50 og 100 krónur til burðar-
gjalds. Síðan bætist yfirverð við,
40 krónur, sem rennur í Frí-
merkja- og póstsögusjóð, svo að
söluverð arkarinnar eru 200
krónur. Umgerð frímerkjanna og
bakgrunnur þeirra er landabréf
af Evrópu. Þar má í neðra hægra
homi greina Ítalíu og lesa nafnið
Roma, þaðan sem flugflotinn hóf
ferð sína. í efra vinstra horni
sést svo ísland með nafninu
Reykjavík. Kemur þetta einkar
j ÍSLAND
•....•••>;•
' i
.
IIOIM I U<; 1'IAI.A
<•() ÁIÍA
nom.
vel út. Hönnuður arkarinnar er
Hlynur Ólafsson. Minnist ég þess
ekki, að hann hafi áður komið
við íslenzka frímerkjasögu.
Svo sem venja er, verður not-
aður sérstimpill á útgáfudegi
arkarinnar. Má greina þar sex
flugvélar úr ítalska flugflotan-
um.
Smáörk þessi er prentuð hjá
BDT, International Security
Printing Ltd. í Englandi, en
prentunin mun hins vegar fara
fram í Dublin á írlandi. Hin síð-
ari ár hefur íslenzka póststjórnin
hallað sér nokkuð að Englend-
ingum um prentun frímerkja
sinna. Trúlega er það einkum
vegna þess, að þeir hafi reynzt
eitthvað ódýrari en þær ágætu
og velþekktu prentsmiðjur í Sviss
og Hollandi, sem fram á síðustu
ár hafa nær einvörðungu prentað
íslenzk frímerki. Er þetta vænt-
anlega liður í þeim sparnaði, sem
íslenzka ríkistjórnin krefst af
opinberum fyrirtækjum. Hins
vegar er _ hér nokkur vandi á
höndum. I sannleika sagt hefur
komið í ljós við sumar þær útgáf-
ur, sem Englendingar hafa séð
um, að vinnubrögð eru ekki nógu
vönduð, hvorki um liti né miðjun
merkjanna. Póststjórnarmönn-
um hefur verið bent á þetta, og
vonandi hafa þeir ekki dregið að
koma þessum ábendingum á
framfæri við rétta aðila. Þetta
rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég
fékk tilkynningu póststjórnar-
innar um nýju frímerkin.
Safnarar hafa veitt því at-
hygli, að liturinn á 5 kr. frímerk-
inu, sem er myndefni 50 kr. frí-
merkis arkarinnar, er í tilkynn-
ingu póststjórnarinnar allur ann-
ar en á upprunalega merkinu,
þ.e. rauður og grár í stað brúnn
og gráblár. Nú hef ég átt þess
kost að skoða sjálfa örkina og
fengið staðfestingu á því, að hér
hafa því miður orðið mistök í lit-
greiningu merkisins. Þó ekki eins
slæm og tilkynningin ber með
sér. Þrátt fyrir þetta er ég sann-
færður um, að þessi smáörk
verður eftirsótt sem safngripur,
og það verðskuldar hún. Hins
vegar er vonandi, að slík mistök
sem þessi endurtaki sig ekki við
íslenzka frímerkjaútgáfu.
I næsta þætti verður sagt frá
öðrum þeim flugfrímerkjum, sem
út koma 9. október.