Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR / EM LANDSLIÐA Páll eini nýlið- inn í hópnum PÁLL Þórólfsson, Aftureldingu, er eini nýliðinn í landsliðshópnum, KNATTSPYRNA Óskar ráðinn þjálfari Leifturs Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin, seinni leikir í 2. umferð (sanianlögð markatala í svigaj: Aston Villa - Birmingham......1:0 (2:0) Brighton - Middlesbrough......1:3 (1:8) Chelsea - WBA.................2:1 (3:2) Derby-Exeter..................2:0 (5:1) Everton - Lincoln.............4:2 (8:5) Leeds - Sunderland............1:2 (2:4) Leicester - Rochdale..........2:1 (8:2) Man. United - Stoke...........2:0 (3:2) Norwich - Bradford............3:0 (4:2) Nott. Forest - Wrexham........3:1 (6:4) Oldham - Swansea..............2:0 (3:2) QPR-Bamet.....................4:0 (6:1) Reading - Man. City...........1:2 (2:3) Sheff. Wed. - Bolton..........1:0 (2:1) Shrewsbury - Southampton......2:0 (2:1) Tottenham - Burnley...........3:1 (3:1) Skotland Úrvalsdeildin Rangers - Motherwell ............1:2 St Johnstone - Celtic.............2:1 Staðan: Hibernian............10 5 3 2 15: 9 13 Aberdeen..............10 4 5 1 11: 5 13 Motherwell...........10 5 3 2 13: 9 13 Kilmarnock...........10 4 4 2 9: 6 12 DundeeUnited.........10 2 7 1 8: 8 11 St Johnstone ........10 3 4 3 12:13 10 Rangers..............10 3 4 3 11:12 10 Hearts...............10 4 2 4 6: 8 10 Celtic...............10 2 5 3 10: 9 9 Partick..............10 2 4 4 13:14 8 Raith................10 1 4 5 11:21 6 Dundee...............10 1 3 6 8:13 5 Spánn Valencia - Rayo Vallecano............3:1 Celta-Lerida........................1:0 Sporting Gijon - Tenerife............1:2 Real Madrid - Racing Santander.......2:1 Sevilla - Atletico Madrid............2:1 Real Sociedad - Real Oviedo..........2:2 Albacete - Deportivo Coruna.........0:0 Barcelona - Real Valladolid.........3:0 Real Zaragoza - Osasuna..............2:1 ítalfa 2. umferð bikarkeppninar (fyrri leikir): AC Milan - Vicenza..................3:0 Piacenza - Perugia...................3:1 Cosenza - Atalanta..................0:2 Ascoli - Torino......................1:3 Napoli - Ancona.....................0:0 Lazio - Avellino.....................0:2 Fiorentina - Reggiana................3:0 Juventus - Venezia..................1:1 Parma - Palermo.....................2:0 Brescia - Cremonese..................2:2 Cagliari- Cesena................... 1:1 Foggia - Triestina...................2:2 Sampdoria - Pisa....................0:0 Udinese - Lecce.....................2:0 Lucchese - Internazionale............0:1 ULeikurinn flautaður af vegna bleytu. Frakkland Paris St Germain - Lens...........1:0 Cannes - Martigues................2:1 Mónakó-Lyon.......................1:1 Marseille - Strassbourg...........2:1 Lille - Sochaux...................3:1 Le Havre - Auxerre................1:0 Nantes - Metz.....................2:0 St Etienne - Caen.................5:0 Toulouse - Angers.................2:1 Bordeaux - Montpellier............1:1 ÓSKAR Ingimundarson hefur verið ráðinn þjálfari Leifturs frá Ólafsfirði fyrir næsta keppnis- tímabil. Hann tekur við af Mar- teini Geirssyni sem hefur verið ráðinn þjálfari Fram. Oskar, sem þjálfaði ÍR-inga í sumar, er ekki alveg ókunnur Leiftursliðinu því hann þjálfaði það í þrjú ár; 1986, 1987 og 1988. Hann tók við liðinu í 3. deild og kom því upp í 1. deld. „Það leggst vel í mig að fara aftur norður. Ég þekki vel til á Ólafsfirði og veit að hverju ég geng. Ég er búinn að fylgjast með liðinu síðustu árin — hef alltaf taugar til liðsins. Það vantaði ekki nema eitt stig núna að liðið kæmist upp og því er raunhæft að setja stefnuna á fyrstu deildar sætið,“ sagði Óskar. Hann sagðist reikna með að allir leikmennirnir sem léku með liðinu sl. sumar yrðu áfram næsta keppn- istímabil, nema Pétur Hafliði Mar- teinsson og Gústaf Ómarsson, sem hefur ákveðið að hætta. PÁLL Þórólfsson, Aftureld- ingu, er eini nýliðinn í lands- liðshópnum, sem hefur verið valinn vegna fyrstu leikja ís- iands í Evrópukeppni landsliða í handknattleik. orbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, tilkynnti 16 manna hóp í gærkvöldi vegna leikj- anna gegn Finnum ytra n.k. sunnu- dag og Króötum heima 20. októ- ber. Geir Sveinsson og Júlíus Jónas- son verða með í verkefnunum, sem framundan eru, nema hvað þeir geta ekki leikið í Finnlandi á sunnu- dag vegna leiks Avidesa í spænsku deildinni, en um tíma leit út fyrir að þeir yrðu ekki með landsliðinu á næstunni og reyndar gerði Geir ekki ráð fyrir að byrja aftur að leika með því fyrr en eftir áramót. Ólafur Stefánsson er einnig í hópnum, en hann kemst ekki til Finnlands vegna anna í háskólanum. 12 leikmenn fara til Finnlands um helgina, en eftirtaldir leikmenn eru í 16 manna hópnum: Bergsveinn Bergsveinsson......FH Guðmundur Hrafnkelsson........Val Páll Þórólfsson......Aftureldingu Gunnar Beinteinsson............FH Konráð Olavson...........Haukum ÓSKAR Ingimunfarson Geir Sveinsson.............Avidesa Birgir Sigurðsson..........Víkingi Gústaf Bjarnason..........Selfossi Yaldimar Grímsson...............KA Ólafur Stefánsson..............Val Einar Gunnar Sigurðsson ....Selfossi Héðinn Gilsson.........Diisseldorf Júlíus Jónasson............Avidesa Patrekur Jóhannesson ....Stjörnunni Dagur Sigurðsson...............Val Magnús Sigurðsson.......Stjörnunni Stefnum á úrslita- keppnina orbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að breiddin væri mikil í íslenskum handknattleik og markið væri sem fyrr sett hátt varðandi landsliðið. „Við setjum stefnuna á að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins, sem verður í Portúgal í júní á næsta ári,“ sagði þjálfarinn. Til að ná markmiðinu hefur verið samið um leiki í vetur og reyndar liggur áætlun fram að HM á ís- landi í maí 1995 nánast fyrir. Auk leikjanna í EM tekur landsliðið þátt í móti í Strassbourg í Frakklandi í byijun desember, en fjórum efstu liðunum frá Ólympíuleikunum í Barcelona var boðið. Milli jóla og nýárs koma Danir og leika hér tvo leiki og stefnt er að þátttöku á Friðarleikunum næsta sumar. Æf- ingamót fyrir HM verður í Reykja- vík í byrjun nóvember á næsta ári og hafa Norðmenn, Svíar og Frakk- ar staðfest þátttöku, en beðið er svars frá Dönum, Ijóðveijum, Svisslendingum og Bandaríkja- mönnum, sem var boðið eftir að Spánveijar afþökkuðu. Rúmenar leika hér þrjá leiki milli jóla og nýárs að ári og Portúgalir tvo leiki í apríl 1995, en Þorbergur sagði að semja ætti eftir um fjóra lands- leiki til viðbótar á umræddu tíma- bili. KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Þorkell KOLBEINN Pálsson, formaður KKÍ, og Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri VISA-ísland, eftir að samningur KKÍ og VISA-ísland var undirritaður í Viðey í gær KKÍ gerir fjögurra ára samning vid VISA Körfuknattleikssamband íslands hefur gert fjögurra ára samning við VISA-ísland vegna íslandsmótsins I körfuknattleik. VISA verður einn aðalstuðningsaðili KKÍ og mun úrvalsdeildin bera nafn fyrirtækisins og heita VISA-deildin. KKÍ, VISA og RÚV hafa gert með sér samning um útsendingar frá leikjum í úrvalsdeildinni og mun RÚV sjónvarpa beint frá allmörg- um leikjum. Fyrsti leikurinn sem verður sýndur beint er leikur Vals og Snæfells á laugardaginn kl. 16. Haukar átlu aldrei möguleika HAUKAR áttu aldrei möguleika gegn gríðarlega sterku liði Dijon í síðari leik liðanna f Evr- ópukeppni félagsliða f gær- kvöldi. Allt frá upphafi var Ijóst í hvað stefndi og aðeins spurn- ing um hversu mikill munurinn yrði. Leikmenn Dijon gáfust aldrei upp þrátt fyrir að vera með mikla forystu og unnu 118:65. Það ríkti mikil taugaspenna með- al leikmanna Hauka á fyrstu mínútunum. Þeir hittu illa og leik- menn Dijon voru allt annað en gestrisnir og léku gífurlega stífa vörn þannig að Haukar áttu í hinum mestu erfiðleikum að koma knettin- Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Dijon um hver til annars. Þrátt fyrir hræðilegar upphafsmínútur munaði ekki nema fjórum stigum, 16:12, eftir átta mínútna leik. En því mið- ur entist það ekki. Sóknarleikur Hauka var í algjör- um molum enda var varnarleikur Dijon það sterkur að Haukar kom- ust hvorki lönd né strönd og heima- menn skoruðu fjöldan allan af körf- um úr hraðaupphlaupum þar sem tveir og þaðan af fleiri Haukamenn sátu eftir í sókninni. Jean-Luc Monschau, þjálfari Dijon, sagði eftir fyrri leikinn í Hafnarfirði að þeir ættu fleiri góðar skyttur sem myndu vonandi ná sér á strik í síðari leiknum. Og það kom heldur betur á daginn. Allir leik- menn liðsins fengu nú að leika og allir skoruðu. enginn lék þó betur en Henry III sem gerði 31 stig og þar af 7 þriggja stiga körfur. Aðrir leikmenn léku einnig vel og liðið hreinlega yfirspilaði Haukana. Haukarnir máttu eiga það að þrátt fyrir að eiga aldrei möguleika börðust þeir eins og þeir gátu og gáfust aldrei upp. Þeir hefðu ef til vill getað róað leikinn aðeins til að halda skorinu niðri en gerðu það ekki, heldur héldu áfram á fullu eins og þeir gátu, en að var einfald- lega ekki nóg. A stundum vor- kenndi maður bakvörðunum því þeir voru yfirdekkaðir af tveimur rúmlega tveggja metra mönnum og það er langt frá því að yera skemmtilegt. Haukarnir eru þó reynslunni ríkari og það var aðal markmiðið með þátttökunni. Eins og svart og hvítt „Leikirnir tveir voru eins og svart og hvítt. Þeir hafa her manns til að skoða fyrri leikinn og þeir vissu greinilega allt um okkur núna,“ sagði Ingvar jónsson þjálfari Hauka. „Þetta er gífurlega sterkur heimavöllur sem þeir hafa og þeir voru í miklu stuði. Hittnin var rosa- leg og ég held ég hafi ekki oft séð annað eins. Þeir léku grimma og grófa vörn og gáfu okkur í raun- inni aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Þetta hefur verið mik- il og góð reynsla fyrir strákana og þegar upp er staðið þá man maður bara eftir fyrri leiknum heima.“ Dijon-Haukar 118:65 íþróttahöllin í Dijon, annar leikur í Evrópu- keppni félagsliða í körfuknattleik, miðviku- daginn 6. október 1993. Gangur leiksins: 6:0, 12:2, 16:12, 20:15, 38:20, 50:26, 55:30, 55:33, 55:38, 73:45, 84:47, 86:55, 97:59, 106:62,111:65,118:65 Stig Dijon: Henry III 31, Deganis 20, Hughes 18, Lopez 16, Pastres 14, Pellegr- ini 6, Laure 4, Bergeron 4, Lecerf 3, Han- arte 2. Stig Hauka: John Rhodes 19, Jón Amar Ingvarsson 13, Bragi Magnússon 9, Tryggvi Jónsson 8, Jón Öm Guðmundsson 7, Pétur Ingvarsson 5, Guðmundur Bjömsson 2, Dómarar: Hermeyer frá Hoilandi og Meisch frá Luxemborg. Áhorfendur: 3.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.