Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 27 ið verða iimokkar Davíð Oddson athygli að íslendingar hafi verið að safna erlendum skuldum á undan- förnum árum. Auðvitað er það for- kastanlegt ef stjómvöld láta það við- gangast að skuldir þjóðarinnar í út- löndum vaxi stórkostiega þegar eng- ar efnahagslegar ástæður eru til þess, þegar aflabrögð og afurðaverð er hagstætt, eins og var á tímabilinu 1988-1991. Þá voru ytri skilyrði hagstæð en stjómmálaforustan brást. Á undanförnum árum hefur hins vegar verið tekist á við vandann en ekki hlaupist undan honum þótt andróður hafi verið töluverður. Nú er skuldasöfnun íslendinga erlendis hætt, þrátt fyrir minnkandi afla og þrátt fyrir það, að afurðaverð hafi lækkað á einu ári um 18% í erlendri mynt. Skuldasöfnun íslensku þjóðar- innar erlendis hefur verið stöðvuð og erlendar skuldir þjóðarbúsins lækka að raungildi milli áranna 1992 og 1993 og munu enn halda áfram að lækka á næsta ári. Á þremur árum hefur dregið úr viðskiptahalla íslendinga um hvorki meira né minna en 13 milljarða. Þessi árangur er afskaplega mikilvægur og hefur náðst þrátt fyrir að erfið ytri skil- yrði hafi leitt til samdráttar og stöðn- unar í þjóðarbúskapnum nú um nokkurra ára skeið. Þegar þannig áraði áður í íslensku efnahagslífi fór verðbólga á flugskrið og viðskipta- halli jókst. Nú hefur hins vegar tek- ist að hemja bæði verðbólgu og við- skiptahalla, minnka reyndar hvom tveggja verulega. Þannig hefur að- haldssöm hagstjórn og ekki síst raunsætt mat aðila vinnumarkaðar- ins nú tryggt þjóðinni stöðugleika. Umbætur á öðrum sviðum Mikilvægt er að láta ekki glímuna við efnahagserfiðleika taka alla at- hygli frá öðrum framfaramálum og ríkisstjómin hefur því kappkostað að vinna ötullega á öðrum sviðum á sama tíma. Sú umbylting sem komið var fram á síðasta ári, með aðskiln- aði dómsvalds og umboðsvalds í hér- aði og meðfylgjandi aðgerðum, er mesta breyting á íslensku réttarkerfl í a.m.k. hálfa öld. Þegar liggur fyrir að þessi breyting hefur skilað auk- inni skilvirkni á héraðsdómsstigi, auk þess að bæta réttaröryggi. Tillögur liggja fyrir um viðlíka umbætur til betri og hraðari meðferðar mála fyr- ir Hæstarétti. Þá liggja nú fyrir umfangsmiklar tillögur um sameiningu sveitarfé- laga. Ríkisstjórnin telur mikilvægt að sveitarfélög styrkist frá því sem nú er, og geti þannig tekið við veiga- miklum verkefnum frá ríkisvaldinu, m.a. á sviði skólamála, heilbrigðis- mála og félagsmála. Hinn 20. nóv- ember nk. verður kosið um tillögur umdæmanefnda en þær fela í sér fækkun sveitarfélaga úr 196 í 43. Vonandi er að mál þróist á þann veg að sveitarfélög eflist og geti þannig haft meiri áhrif á þá málaflokka sem íbúar þeirra telja mikilvæga. í menntamálum hefur verið unnið öflugt starf sem lýtur að uppbygg- ingu og stefnumörkun til lengri tíma. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega til- lögur að stefnu í vísinda- og tækni- málum en á henni Verður hægt að byggja starfsemi komandi ára í þess- um málaflokki. Þá hafa tillögur um Listaháskóla verið lagðar fram, og þannig mætti lengi telja. Ríkisstjómin vill setja umhverfis- mál í öndvegi en á þeim vettvangi hefur ísland öll skilyrði til að vera fordæmisgefandi fyrir aðrar þjóðir. Þessir þættir ásamt einhveiju mesta samgönguátaki sem Islendingar hafa gert á fáum árum, munu ásamt öðru stuðla að því að ferðamannaþjónusta eflist enn sem helsti vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs. Siglum senn lygnan sjó Við íslendingar horfum mjög til stöðu sjávarútvegsins í landinu og við höfum öll þungar áhyggjur þegar illa gengur þar og erfiðleikar magn- ast og hriktir í þessari undirstöðu- grein. Sjávarútvegurinn hefur ekki í áratugi þurft að beijast í gegnum aðra eins boða og hann hefur orðið að gera á undanförnum misserum. Við þekkjum öll hinn mikla samdrátt í afla og hið óvenjulega hefur gerst, að um leið og afli dregst saman hríð- lækkar afurðaverð. Verð sjávaraf- urða er með því lægsta sem þekkist í sögulegu samhengi á sama tíma og þorskafli er minni en við höfum áður þurft að búa við. En það er engin ástæða til að örvænta, og for- ráðamenn í sjávarútvegi, hvort sem þeir fara með stjórn einstaka fyrir- tækja, skipa eða vinnslustöðva eða heildarsamtaka, hafa aldrei misst von. Við sjáum nú að ástæða er til að ætla að við siglum senn lygnari sjó í þessum efnum. Skilyrði í haflnu hafa batnað og seiðamælingar vís- indamanna gefa tilefni til nokkurrar bjartsýni. Halli í sjávarútvegi er um 2% um þessar mundir þrátt fyrir að greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði komi ekki lengur til eins og á síðasta ári. Framreiknaðar tölur miðað við afla- samdrátt benda til þess að halli á næsta ári í sjávarútvegi gæti orðið 4,5%. Auðvitað er þetta töluverður halli. En þá er rétt að hafa í huga að þessar hallatölur byggja á því að engin hagræðing eigi sér stað í grein- inni, og að afurðaverð fari ekki hækkandi. Ýtrasta varkárni segir okkur þó, að miðað við reynslu á þessu ári sé ástæða til þess að ætla að hagræðing muni skila nokkru til greinarinnar, ekki síst eftir að Þró- unarsjóður sjávarútvegs hefur tekið til starfa. Líkur benda einnig fremur til þess að verðlag afurða okkar fari nokkuð hækkandi á næsta ári. Varanlegur árangmr I landbúnaðarmálum Landbúnaðurinn hefur ekki síður en sjávarútvegur átt við erfíðleika að glíma á undanfömum árum. Dregið hefur verið úr framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða í sam- ræmi við búvörusamninga. Jafnvægi hefur náðst í mjólkurframleiðslu, en minnkandi neysla kindakjöts veldur því að enn þarf að draga saman í þeirri grein. Þar er framleiðsluskerð- ingin orðin mjög mikil og fyrirsjáan- legir erfiðleikar á næstu árum. Með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994 hafa útgjöld til landbúnaðar- mála verið dregin saman um tæplega fjóra og hálfan milljarð á ári eða um 40% miðað við meðalútgjöld á síð- asta kjörtímabili. Um er að ræða varanlegan árangur en ekki tíma- bundinn frest. Með gildistöku EES-samninganna og þó einkum með væntanlegri nið- urstöðu í Úrúgvæ-lotunni hjá GATT opnast fyrir innflutning á flestum unnum búvörum með heimild til að leggja á stiglækkandi jöfnunartolla. Ríkisstjórnin hefur mótað ákveðna stefnu í þessum efnum og leggur áherslu á að framkvæmdin verði skipuleg og landbúnaðinunr gefist möguleiki á að aðlagast þessum breyttu aðstæðum. Nauðsynlegt er að endurmeta ýmsar álögur á land- búnaðinn og rekstrarskilyrði hans að öðru leyti í því skyni að styrkja samkeppnisstöðu innlendrar fram- leiðslu. Að því er nú unnið. . Vaxtamálin Verðbólgan minnkar nú ört og nafnvextir munu lækka að sama skapi. Nýgerður samningur Seðla- bankans og hins almenna bankakerf- is mun stuðla að hraðri nafnvaxta- lækkun. Bankarnir hafa á síðustu árum þurft að hafa mikinn vaxtamun til þess að bæta sér upp útlánatap. Þetta er ekkert einstakt fyrir ís- lenskt bankakerfi. Útlánagleðin var mikil um allan hinn vestræna heim á liðnum áratug. Ekki er vafi á því, að hagsmunaaðilar í löndunum og stjórnvöldin sjálf ýttu mjög undir þá útgjaldagleði og fjárfestingaröldu sem þá reis. Hér á landi gengu stjórnvöld á undan með vondu for- dæmi er fé var ausið á báða bóga af miklu kappi en að sama skapi af lítilli forsjá. Menn þekkja dæmin úr fiskeldi, loðdýrarækt og geðþóttast- uðningi við einstök atvinnufyrirtæki. Þessar óreiðuskuldir erum við nú að borga, m.a. í miklum vaxtamun bankanna. Þessar skuldir getur eng- inn borgað nema við, íslenskir laun- þegar og íslenskt atvinnulíf. Við getum ekki vísað þeim neitt annað þótt við fegin vildum og þótt við séum saklaus af þeim. Meðan bank- amir eru að komast fyrir vind í þess- um efnum munu þessar skuldir vissulega gera okkur erfitt um vik að lækka raunvexti svo sem nauð- synlegt væri á samdráttarskeiði. Því hefur hins vegar verið haldið fram að ríkisvaldið hafi forgöngu um há- vaxtastefnu. Þær tölur sem nýjastar eru benda ekki til þess. Raunávöxt- unarkrafa spariskírteina ríkissjóðs á verðbréfaþingi er nú 6,89% en var þegar ríkisstjórnin tók við 8,42% og hefur því lækkað umtalsvert á þess- um tíma. Ríkið hefur dregið úr út- gjöldum sínum ár frá ári, þótt ríkis- sjóðshalli hljóti enn að vera nokkur vegna minnkandi tekna. Frá árinu 1991 hafa heildarútgjöld ríkisins lækkað um 10 milljarða króna, ef miðað er við það frumvarp að íjárlög- um sem lagt hefur verið fram á Al- þingi. Þessi árangur er einstakur í íslensku efnahagslífi og íslenskri efnahagsstjóm. Við skulum skoða aðrar tölur til samanburðar. Á því tuttugu ára tímabili sem sumir kenndu við Framsóknarflokkinn, frá 1970-1991, jukust heildarútgjöld ríkissjóðs um 243% að raungildi. Á sama tíma jukust þjóðartekjur um 140%. Á þessum tuttugu árum juk- ust útgjöld ríkissjóðs um 3,6 millj- arða á hveiju ári að raungildi eða 5,8%. Augljóst mátti vera, að þannig gat það ekki gengið, að útgjöld ríkis- sjóðs voru aukin langt umfram tekj- ur þjóðarinnar. Menn flutu kannski ekki sofandi að feigðarósi en fráleitt hafa þeir verið vakandi fyrir þeim vandræðum sem þeir vom að skenkja komandi kynslóðum. Minnkandi lánsfjárþörf í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa verið tekin upp ný vinnubrögð. Það má nefna nokkur dæmi um varanleg- an spamað, sparnað sem þó breytir engu um það að Island er og verður í fremstu röð velferðarríkja. Við höf- um þannig sparað rúmlega milljarð króna árlega á fjárveitingum til Lánasjóðs íslenskra námsmanna ein- göngu og veitir hann þó eftir sem áður námsmönnum öflugri stuðning en víðast hvar þekkist. Á árinu 1994 verða framlög til landbúnaðarmála og stofnana land- búnaðarins 4,5 milljörðum króna lægri að raungildi en á árinu 1991. Þétta jafngildir því að á fjórum árum, einu kjörtímabili, drægi úr þessum útgjöldum um 18 milljarða króna, hvorki meira né minna. Framlög almannatrygginga hækkuðu að jafnaði um 4% á ári og ljóst var að þessi stóri málaflokkur stefndi í hreint óefni, óefni sem myndi fyrr en síðar ríða fjárhag rík- isins að fullu eða framkvæma glóru- lausa skattasprengingu. Þar hefur verið tekið á af mikilli festu en um leið varkárni. Ef horft er til annarra bóta almannatrygginga en atvinnu- leysisbóta hafa þær lækkað um 2% á ári frá 1991, miðað við fjárlaga- frumvarp næsta árs. Þetta eru nokk- ur dæmi um sparnað í stórum liðum, en ráðuneytin hafa öll í smáu sem stóru sparað verulega í útgjöldum sínum. Stjórnarandstaðan hefur am- ast mjög við allri þessari sparnað- arviðleitni og reynt að koma í veg fyrir að hún næði fram að ganga hér á þinginu. Það segir miklu skýr- ara frá því hvers af henni væri að vænta heldur en fagurgali og yfirboð hennar. Lánsíjárþörf hins opinbera var 40 milljarðar árið 1991. Gert er ráð fyrir að hún verði 26 milljarðar á þessu ári og lækki í 23 milljarða á næsta ári. Það er lækkun um 17 milljarða frá 1991. Sparnaður í ríkis- útgjöldum og minnkandi lánsfjárþörf hins opinbera stuðla að því að raun- vextir fari lækkandi í landinu. Breyting á liðsskipan í varnarliði Virðulegi forseti, við lifum á tímum sem sífellt virð- ast geta komið á óvart. Skammt er síðan menn urðu vitni að skyndileg- um og stórkostlegum breytingum í Austur-Evrópu og hruni Sovétríkj- anna. Enn hafa ótrúlegir hlutir gerst með samkomulagi fornra fjenda fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Þótt eftir séu flóknir samningar er þetta engu að síður fyrsta og stærsta skrefið í átt til varanlegrar og réttlátrar lausnar fyrir alla aðila í þessum heimshluta. Líkt og svo margir aðrir vonum við og trúum að þarna hafi reyndar ver- ið stigið svo stórt skref að ekki verði aftur snúið. Þegar Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, hafði í heimsókn sinni hingað í ágúst gert grein fyrir aðalat- riðum samkomulagsins, sem hann var sannfærður um þá að yrði að veruleika innan örfárra vikna, lagði hann áherslu á að því yrði fylgt eft- ir með bættum lífskjörum Palestínu- manna á sjálfstjórnarsvæðunum. Undir það var tekið af minni hálfu og lofað að kanna hvort íslensk stjórnvöld gætu orðið við beiðni ísra- elsmanna um fjárframlag í þessu skyni. Ríkisstjórnin ákvað síðan að íslendingar legðu sitt af mörkum til samnorrænnar áætlunar um efna- hagsaðstoð við Palestínumenn. Við megum einnig eiga von á að kallað verði eftir stuðningi okkar sem annarra vegna átakanna í fyrrver- andi Júgóslavíu. Þau eru skýrasta dæmið og hið hræðilegasta um nýjar hættur, sem steðja að stöðugleika í Evrópu eftir þær stórstígu breyting- ar sem fólust í lokum kalda stríðs- ins. Serbar, og reyndar Króatar einn- ig, hafa með framferði sínu í Bosníu fótum troðið alþjóðalög og mannrétt- indi. Grundvallargildi eru því í húfi. Finna verður réttláta lausn í Bosníu til að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu. Frá lokum kalda stríðsins hafa NATO-ríkin unnið að því að draga úr hernaðarlegum viðbúnaði og út- gjöldum til landvarna með tilliti til breyttra aðstæðna. Um leið reyna menn að átta sig á hverjir séu varan- legir öryggishagsmunir bandalags- ríkjanna óháð þeim breytingum sem orðið hafa, og vegna þeirrar óvissu sem áfram ríkir og þeirra nýju vandamála sem við hafa tekið. Ríkis- stjórnin kom í fyrra á fót nefnd til að leggja sjálfstætt mat á öryggis- hagsmuni íslendinga eftir kalda stríðið og ræða niðurstöðumar við helstu bandamenn. Nefndin gaf út skýrslu í marsmánuði síðastliðnum, þar sem öryggishagsmunir þjóðar- innar eru skýrt skilgreindir. Þá hafa verið í gangi viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna um hugsanlegar frekari breytingar á varnarliðinu en lær sem þegar eru orðnar. Staðfest er af hálfu bandarískra stjórrivalda, iar á meðal á fundi sem ég átti með varaforseta Bandaríkjanna í Was- hington í ágúst síðastliðnum og á fundi sem utanríkisráðherrar land- anna áttu í síðustu viku, að breyting- ar verði ekki gerðar nema í samráði og' með samkomulagi beggja ríkj- anna. Báðir aðilar hafa ítrekað nauð- syn þess að halda áfram nánu varn- arsamstarfi og ítrekað skuldbinding- ar sínar í varnarsamningnum frá 1951. Það undirstrikar að þótt vænta megi einhverra breytinga á liðsskip- an í varnarliðinu byggist varnarsam- starfið á varanlegum öryggishags- munum íslands, Bandaríkjanna og NATO á Atlantshafi og innan og utan varnarsvæðis bandalagsins f- Evrópu. ísland hefur ætíð áskilið sér rétt til að nýta þá hvalastofna við landið sem ekki væru í hættu. Næstu skref okkar í því máli eru nú undirbúin og hlýtur ákvarðanataka í því efni að koma mjög til kasta Alþingis, enda var það ákvörðun þess að mót- mæla ekki banni Alþjóðahvalveiðir- áðsins á sínum tíma. Framangreind tvö mál snerta Joæði efnahagslega afkomu okkar. Ég hygg að það sé sæmileg sátt um að efnahagsleg sjónarmið eigi ekki að ráða neinum úrslitum um vamarmálin. Nýting hvalastofna er á hinn bóginn tengd lífríki hafsins og allra nytjastofna þess og er því þýðingarmikill hluti af lífsafkomu þessarar þjóðar sem á allt sitt undir því að jafnvægi í haf- inu sé ekki raskað. Líkt og mörg önnur strandríki liafa íslendingar mikilla hagsmuna að gæta utan 200 mílna efnahags- lögsögunnar. Það á ekki síst við í ljósi þess að búast má við að sam- keppni um matvælaöflun á hafinu aukist í framtíðinni. Ná þarf sam- komulagi við Norðmenn um veiðar í Smugunni svonefndu og veiðar þeirra utan 200 mílna við Island. þeim samningi þarf í senn að tryggja réttindi á alþjóðlegu hafsvæði, hags- muni strandríkis og sameiginlega hagsmuni íslands og Noregs á al- þjóðavettvangi, sem lúta að rétti strandríkja varðandi verndun fiski- stofna utan 200 mílna. Slíkt sam- komulag hlýtur að vera mögulegt ef vilji er fyrir hendi og að því ber að vinna. Horfum vonglöð til framtíðar Virðulegi forseti, góðir íslending- ar. Orðið vonleysi hefur aldrei verið fyrirferðarmikið í íslenskum tals- máta og í raun hafa aðstæður á ís- landi verið þannig að ekki hefur ver*' ið rúm fyrir það orð í hugsun eða tungutaki þeirra sem barist hafa fyrir tilveru sinni og þjóðar sinnar í þessu landi. Þvert á móti hafa íslend- ingar ætíð haft trú á landinu og trú á getu sinni til þess að vinna sig út úr hveijum vanda. Sagan sýnir að gildar ástæður hafa búið að baki þessu lífsviðhorfi. Ég hef leitast við að færa rök fyrir því að erfíðar efnahagsaðgerðir á undanfömum misserum séu að skila verulegum árangri - árangri sem gefur okkur ærið tilefni til bjart- sýni ef við látum ekki hrekjast af leið. Ég sagði fyrr í ræðu minni, að í tíð síðustu ríkisstjórnar hefðu yty aðstæður verið hagfelldar en stjórn- völd hefðu bmgðist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur allt þetta verið með gagnstæðum hætti. Aðstæður hafa verið erfiðar en stjórnvöld hafa ekki bmgðist. Auðvelt er að ímynda sér hvernig staðan væri, ef nú hefðu farið saman erfiðar ytri aðstæður og menn við stjórnvölinn sem heykt- ust á að takast á við vandann, menn sem brygðust líkt og þeir sem við völd voru fyrir þremur áram. Fjárlagafmmvarpið, og öll stefnu- mörkun af hálfu ríkisstjómarinnar mun miða að því á þessum vetri acT treysta þann árangur sem náðst hef- ur og tryggja að hann skili okkur öllum miklu þegar ytri skilyrði batna, en flest bendir til að þau verði okkur hagfelldari á næstu misserum en þau hafa verið nú um skeið. Við höfum því öll efni til þess að horfa vonglöð til framtíðar með ást á landinu og óbilandi trausti á því dugandi fólki sem það byggir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.