Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
4
FERÐALAG
Keisarahjónin
hittu páfa
Japönsku keisarahjónin, Akihito og Michiko,
hófu langa Evrópuferð nú á dögunum á því
að dvelja sex daga í Róm. Síðan lá leiðin til Si-
ena, Pisa og Mílanó. Þá tók Jóhannes Páll páfi II
á móti þeim í sumarhúsi sínu í Castelgondolfo, litl-
um bæ rétt utan við Róm. Þetta var í fyrsta skipti
sem japanskur keisari heimsækir æðsta mann
kaþólsku kirkjunnar og var því litið á heimsóknina
sem tímamót í samskiptum Japans og Páfagarðs.
Eftir Ítalíudvölina fóru hjónin í heimsókn til Belg-
íu og Þýskalands.
Keisaraynj-
an Michiko
og Akihito
keisari hittu
Jóhannes
Pál páfa II.
BORGIN
Frumraun Berg-
þórs Pálssonar
sem j azzsöngvari
Gary Glitter og samlokurnar.
ROKKARI
Gary Glitter
opnar sam-
lokustað
Ekkert hefur heyrst lengi vel frá
rokkaranum Gary Glitter, 49
ára, sem var upp á sitt besta lík-
lega á árunum 1975-80. Hann ætl-
ar sér þó ekki að láta tónlist sína
gleymast heldur spilar hann gömlu
lögin sín á veitingastað sem hann
er nýbúinn að opna í London, að-
eins steinsnar frá veitingahúsinu
Planet Hollywood. Ekki er hægt að
segja að rokkarinn og kvikmynda-
stjörnurnar sem eiga Planet Holly-
wood séu í samkeppni því Gary
leggur áherslu á samlokur og
heilsufæði, en Planet Hollywood á
alls kyns mat.
Bergþór Pálsson óperusöngvari
kom fram í fyrsta sinn sem
jazzsöngvari á Hótel Borg síðast-
liðið fimmtudagskvöld. Verður
boðið upp á þá nýjung á Hótel
Borg á fimmtudagskvöldum í
október að bera fram þríréttaðan
kvöldverð og bjóða upp á jazz á
eftir. Að sögn Arna Siemsen veit-
ingastjóra verður framhald á ef
vel tekst til og syngur þá Bergþór
Páisson fyrir gesti. Bergþór upp-
lýsti á frumsýningarkvöldinu að
hann hefði alltaf langað að syngja
jazz, en aldrei fyrr látið drauminn
rætast nema í sturtu!
Dagskráin fer fram í Gyllta sal
hótelsins, sem hefur verið gerður
upp. Meiningin er, að sögn Árna,
að endurvekja þá stemmningu
sem ríkti í Gyllta salnum á hans
glæstustu árum. Því eru spiluð
þekkt jazzlög frá þeim árum auk
sígildra jazzlaga frá seinni árum.
Hljómsveitina skipa þeir Þórir
Baldursson á píanó, Tómas R.
Einarsson á kontrabassa og Einar
Scheving á trommur.
Þríréttuð máltíð og skemmtun-
in kostar 2.490 krónur. Sem dæmi
af matseðlinum má nefna fersk-
marineraðan lax með tómötum,
sveppum og heitri kryddjurtasósu
í forrétt, grillaða kjúklingabringu
með stökkri svartrót, rauðvíns-
soðnum perum og fannelsósu í
aðalrétt og heitar súkkulaði-peca-
hnetubökur með calvadosbættri
vanillusósu í eftirrétt.
Morgunblaðið/Þorkell
Bergþór Pálsson lætur drauminn rætast og syngur jazz. í for-
grunni er Þórir Baldursson.
Gestir fylltu salinn og kunnu vel að meta rómantískt og afslapp-
að andrúmsloftið.
Löðrungaði lögregluþjóninn
einnig að maðurinn á húddinu væri
frændi hennar. Hinn 26 ára fylgi-
sveinn Marlene heitir Patrick Wer-
mer og hafa þau oft sést saman að
undanförnu, eftir því sem heimildir
kveða á um.
Frásögn Marlene var ekki tekin
á húddínu
trúanleg og var hún færð á lögreglu-
stöðina eftir að hafa verið skráð
fyrir hættulegt ökulag og fleira. Hún
var þó borubrött þegar hún gekk
út úr lögreglustöðinni. „Eg framdi
engan glæp. Ég drap engan,“ sagði
hún.
Þegar lögregluþjónn stoppaði
Marlene og bað hana um að fara í
próf vegna gruns um ölvun gaf hún
honum löðrung. Hún sagði honum
Marlene Chalmers Cooke í fylgd lögreglunnar, en maðurinn á húdd-
inn sést, hvergi.
Guðrún Bergmann og Snæfríður Jónsdóttir veita persónuiega ráðgjöf og þjónustu.
VIÐ VERÐUM Á „HEILSU OG HEILBRIGÐI" í PERLUNNI DAGANA
9.-17. OKTÓBER OG KYNNUM M.A. EARTH SCIENCE VÖRURNAR.
Póstkröfuþjónusta
- greiðslukortaþjónusta
ER ÖLLUMÆTLAÐ
Líttu við
KRINGLUNNI4 - sími 811380 i Borgarkringlunni
Þeysti um
Marlene Chalmers Cooke, fertug
eiginkona auðjöfursins Jack
Kent Cooke sem á liðið Washington
Redskins á litríkan æviferil að baki
og lætur sér ekki allt fyrir brjósti
brenna. Það er sama hvaða hneyksl-
ismálum hún hefur lent í eiginmað-
urinn stendur alltaf að baki hennar
eins og klettur — þar til nú að ekk-
ert hefur heyrst frá honum.
Jack er áttræður og er Marlene
fjórða eiginkona hans. Þau giftu sig
árið 1990 en fljótlega fór Marlene
þó að stunda samkvæmislífið og oft-
ar en ekki án eiginmannsins, að
minnsta kosti síðustu árin. Nýjasta
dæmið að sögn blaðsins People var
um miðjan september þegar Marlene
ók um götur Georgetown eins og
brjálæðingur með mann framan á
húddinu líkt og í kvikmynd. Maður-
inn átti að sjálfsögðu fullt í fangi
með að halda sér föstum.
HNEYKSLI
með mann
beURMip
í BORÚARKRINOLUNNI
HUGSAÐU VEL UM HUÐIIMA
stærsta líffæri
A líkamans með
§ sem unnar eru úr 100% náttúrulegum efnum.
^ Hjá Earth Science fara saman frábær
► gæði og hagstætt verð.
Snyrtivörur fyrir dömur:
Beta-Ginseng dagkrem 60 g................1.950,-
DBeta-Ginsengdagkrem15g....................... 490,-
Apricot næturkrem 120 g................... 990,-
Cellagen hrukkumeðferð 30 ml........... 1.270,-
Placentagen augn- og hálskrem 60 g.......1.325,-
Azulene augnkrem 60 g....................1.120,-
MintTingleandlitsmaski70g................. 990,-
Papaya-Glycolic andlitsmaski 120 ml......1.855,-
ÍApricot andlits„skrúbb“mjólk 118 ml.......... 585,-
Apricotandlits„srúbb"krem 14g............. 585,-
Almond Aloedagkrem 150ml.................. 765,-
► Clarifying facial wash andlitsvatn......... 775,-
A-D-E hreinsimjólk 260 ml................. 775,-
Clarifying Herbal andlitsvatn 260 ml...... 755,-
Jojoba olíaáandlitoghúð30ml............... 550,-
Aprikósuolía á andlit og húð 118 ml..........
DE-vítamín olía á andlit og húð 30 ml...........
Liken svitalyktareyðir.......................
Herbal Plasma, rakaúði f/húð 260 ml..........
Hand- og líkamskrem 260 ml...................
. BodySatin BathOil-fitulausolía................
p Snyrtivörur fyrir herra:
Almond Treatment Scrub f. rakstur 60 g....................845,-
Dry Skin IntersiveTreatment á húð60g......................760,-
Azulene rakkrem 120 ml................................... 670,-
Azulene rakkrem 20 ml.....................................195,-
Problem Skin After Shave vökvi 260 ml.....................915,-
After Shave Skin Soother 260 ml...........................915,-
Face & Body Skin Care Balm 260 ml.........................790,-
VÍTAMÍN í FUÓTANDI FORMI -
ALGER NÝJUNG FRÁ EARTH SCIENCE
Complexion ADE 30 ml......................................990,-
Multiple Vitamin & Minerals 30 ml.........................990,-
High Energy B 30 ml.......................................990,-
Lipotropic Factor 130 ml..................................990,-
(Yucca og hvítlauksolía)
Lipotropic Factor II 30 ml................................990,-
(Lýsisolía og DHA)
Einnig sjampó, hámæring, gel í hárið, hárlakk og sápukrem úr Aloe
Vera - allt úr náttúrulegum og óskaðlegum efnum á frábæru verði.
.....740,-
.....630,-
.....695,-
.....810,-
.....585,-
.....895,-