Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 Vöruhús KEA Skósöfnun af hefjast Verða sendir til þróunarlandanna VÖRUHÚS KEA er að hefja skósöfnun í samstarfi við Skó- verslun Steinars Waage í Reykjavík undir nafninu „Láttu skóna ganga aftur“. Tilgangur söfnunarinnar er að gefa fólki tækifæri að koma notuð- um skóm sem það er hætt að nota í umferð aftur í þróunarlöndunum, en þar er þörfín mikil. Bæði getur verið um að ræða skó sem vörn gegn kulda, en einnig eru skór mikilvægir til að vemda fætur gegn sýkingum ýmiss konar, sem geta verið banvænar þar sem nauðsynleg sýklalyf eru ekki við höndina. Skófatnaður af ýmsu tagi kem- ur til greina, en einkum er mikil þörf fyrir bamaskó. Skómir þurfa ekki að vera óslitnir. Markmiðið er að fylla einn gám af skóm héðan af svæðinu og senda utan og eins að stuðla að því að Norðlendingar taki til í skápum sínum fyrir jólin. (Úr fréttatilkynningu.) Morgunblaðið/Rúnar Þór Pakkhúsið á Möðruvöllum endurbyggi SVERRIR Hermannsson smiður og félagar hans eru að gera upp pakkhúsið á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hús þetta tilheyrði Möðruvallaskóla og var byggt 1880. Þar var kennd leikfimi og skólapiltar sýndu leikrit. Þegar Möðruvallaskóli var fluttur til Akureyrar var hluti hússins rifinn og endurbyggður við Menntaskól- ann. Húsið var síðan notað sem pakkhús á Möðruvöll- um. Það var friðlýst á síðastliðnu ári. Pakkhúsið verð- ur gert upp á 3-4 árum. í sumar er suðurhliðin tekin í gegn. Sverrir, Krisján Pétursson og Birkir Björnsson voru búnir að lyfta húsinu af grunni og unnu við að rífa suðurhliðina þegar myndinn var tekin í gærdag. Málþing umbreytt hlutverk safna Menningarmálanefnd Akur- eyrar stendur fyrir málþingi um breytt hlutverk safna í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju næstkomandi laugardag, 9. október, og hefst það kl. 14. Hús og söfn skálda og rithöf- unda á Akureyri verða í brenni- depli. Þröstur Ásmundsson for- maður menningarmálanefndar flytur ávarp, að því loknu ræðir Erlingur Sigurðarson kennari um söfn skáldanna á Akureyri og hlut- verk þeirra. Hjörtur Pálsson stjórn- armaður í Rithöfundasambandi ís- lands ræðir um þjónustu safna við skáld og rithöfunda og Rakel Pét- ursdóttir safnakennari við Lista- safn íslands ræðir um safna- kennslu. Þátttakendum á málþinginu gefst síðan kostur á að koma skoð- unum sínum á framfæri í umræðu- hópum og munu forsvarsmenn safnanna á Akureyri sitja fyrir svörum. (Fréttatilkynning.) Morgunblaðið/Rúnar Þór Fulltrúi í umferðarfræðslu VALGERÐUR Hrólfsdóttir hefur tekið við starfi svæðisfulltrúa í umferðarfræðslu á Norðurlandi eystra. Svæðisfulltrúi í umferðarfræðslu Atak sem vænst er að skili árangri VALGERÐUR Hrólfsdóttir tók fyrir skömmu við starfi svæðisfulltrúa í umferðarfræðslu á Norðurlandi eystra, en starfið felst m.a. í því að hafa umsjón með umferðarfræðslu í umdæminu og aðstoða við útveg- un kennslugagna. Um tilraunaverkefni er að ræða og greiðir trygginga- félagið Sjóvá-Almennar laun svæðisfulltrúans. Valgerður sagði að áður hefðu samskonar tilraunir verið gerðar bæði á Austur- og Vesturlandi og tekist vel. I aðalnámskrá grunnskóla er rætt um ógreinabundið nám, m.a. umferðarfræðslu en ekki hefur fyrr en nú verið markvisst unnið með þessi mál. Umferðarráð samþykkti árið 1990 að ráða svæðisfulltrúa í hveiju fræðsluumdæmi í hálfa stöðu, en þar sem ráðið var fjárvana var leitað til tryggingafélaganna og féll- ust Sjóvá-Álmennar á að greiða laun svæðisfulltrúanna og fylgist félagið með starfseminni. Valgerður sagði að þó nokkuð kennsluefni væri til, sem hún gæti útvegað skólunum, en hægt væri að koma fræðslu um umferðarmál að f ýmsum tímum. „Við lítum svo á að um sé að ræða átak sem standi þetta skólaár í þessu kjördæmi og því er að okkar mati mikilvægt að forsvars- menn skólanna verði jákvæðir og taki þátt í þessu með okkur, en við væntum þess að átakið muni skila góðum árangri," sagði Valgerður. Hún hefur gert grófa áætiun um vetrarstarfið og í september og októ- ber verður lögð áherslaá endurskins- merki og notkun þeirra, auk þess sem farið verður yfir leiðina til og frá skóla og ijallað um útivistarmál. í októbermánuði verður fjallað um reiðhjólin í umferðinni og þegar skammdegið skellur á verður lögð áhersla á auknar hættur í umferð- inni. i janúar verður einkanlega fjallað um notkun hjálma við ástundun vetr- aríþrótta. Næstu tvo mánuði ætlar Valgerður að nota til að heimsækja skólana og kanna hvernig hefur gengið. í vor er síðan aftur komið að reiðhjólunum, að búa þau undir skoðun og þá verður ítrekuð notkun hjálma. Um 2.000 manns hafa séð Ferðina til Panama hjá Leikfélagi Akureyrar Leikför austur á land og síðan sýnt á Akureyri Morgunblaðið/Rúnar Þór Leikmyndin skoðuð KRAKKARNIR í Þelamerkurskóla fengu að skoða leikmyndina eftir sýningu á Ferðinni til Panama og leikararnir Arna María, Dofri og Sigurþór, sem eru á myndinni með börnunum, upplýstu þau um leyndardóma baksviðsins. TUTTUGASTA sýning Leikfé- lags Akureyrar á ævintýra- leiknum Ferðinni til Panama eftir Þjóðverjann Janosch var I Þelamerkurskóla í gær. Leik- urinn hefur verið sýndur víða um Norðurland frá því hann var frumsýndur í Grímsey 19. september síðastliðinn og hafa að jafnaði um 100 manns verið á hverri sýningu þannig að um 2.000 manns hafa séð þetta fyrsta verkefni Leikfélags Ákureyrar á þessu leikári. Leikhópurinn heldur austur á land eftir helgina og þá er röðin komin að Akureyring- um. Ferðin til Panama er ævintýra- sýning fyrir börn á öllum aldri, sem leikhópurinn hefur unnið upp úr sögum Janosch, en hann er einn kunnasti höfundur barna- bóka í Þýskalandi um þessar mundir. I sögunni segir frá litla birninum og tigrísdýrinu, sem finna kassa fljótandi í ánni sem lyktar af banönum, en kassinn reynist vera frá Panama og verð- ur landið umsvifalaust drauma- Iand þeirra félaga. Þeir leggja upp í ferðalag í leit að landinu, lenda í ýmsum ævintýrum á leið- inni og hitta ýmsa sem skemmti- legt er að kynnast. Sjö sýningar á Austurlandi Þegar er búið að sýna leikritið á 21 sýningu, eftir sýninguna í Þelamerkurskóla var sýnt í Ólafs- firði og á morgun verður sýnt í Laugaborg. Um helgina verða sýningar á Dalvík og síðan legg- ur leikhópurinn leið sína austur á land þar sem verða 7 sýning- ar, tvær á Egilsstöðum mánudag- inn 11. október, þá á Seyðisfírði og Fáskrúðsfírði á þriðjudag og á miðvikudag verður sýnt í Nes- kaupstað og Eskifirði og síðasta sýningin verður á Vopnafirði á fimmtudag í næstu viku. Eftir frumsýningu á Aftur- göngum Henriks Ibsens um miðj- an mánuðinn gefst Akureyring- um loks kostur á að sjá sýning- una og verður verkið á fjölum Samkomuhússins á sunnudögum eftir það. Fyrsta sýningin á Akur- eyri verður 17. október næstkom- andi. Með hlutverk í sýningunni fara Dofri Hermannsson, Sigurþór Albert Heimisson, Árna María Gunnarsdóttir og Aðalsteinn Bergdal. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir og Anna G. Torfadótt- ir gerði leikmynd, búninga og dýragervi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.