Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993
EFTIRMALAR UPPREISNARINNAR I RUSSLANDI
rjá I' íknft' ’ i IV
I L
Reuter
Lausir úr haldi
SERGEI og Misha, tveir ungir Moskvubúar, fyrir framan Lefortovo-
fangelsið skömmu eftir að þeir voru leystir úr haldi. Þeir voru hand-
teknir í átökunum um Hvíta húsið en hafa líklega fremur verið með-
al áhorfenda en þátttakenda í hildarleiknum.
CFE, homsteinn hinnar nýju skipunar öryggismála í Evrópu
Sairniingurmn er ónýtur
segi Rússar honum upp
Brussel. Reuter.
STJORNVÖLD í Rússlandi hafa hótað að segja upp CFE-samningnum
um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu verði þeim ekki leyft
að auka viðbúnað rússneska hersins á óróasvæðunum í Kákasusfjöll-
um. Var þetta haft eftir heimildum í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, í Brussel í gær en aðildarríki bandalagsins og Austur-
Evrópuríkin hafa neitað að fallast á nokkrar undanþágur frá samningn-
„Rússar eru augljóslega áhyggju-
fulliryfir ástandinuí Kákasusfjöllum
og hafa gefið í skyn, að þeir muni
segja CFE-samningnum upp fái þeir
ekki undanþágu frá suraum tak-
mörkunum hans. Ef þeir gera það
er samningurinn ónýtur,“ sagði
ónefndur embættismaður hjá NATO.
Flókinn samningur
Með CFE, sem tekur til alirar
Evrópu austur til Úraifjalla, eru sett-
ar verulegar skorður við fjölda skrið-
dreka, stórskotaliðsvopna, brynvar-
inna farartækja og annars herbún-
aðar í NATO-ríkjum og fyrrverandi
Lýsing á viðbrögðum andstæðinganna, Jeltsíns og Rútskojs, á ögurstund
Alger upplausn og ringul-
reið innan múra Kremlar
Róm. Reuter.
aðildarríkjum Varsjárbandalagsins.
Var samningurinn gerður 1990 en
vegna hruns Sovétríkjanna kom
hann fyrst til framkvæmda á síðasta
ári. CFE er flóknasti afvopnunar-
samningur, sem gerður hefur verið,
og á hann er litið sem hornstein
hinnar nýju öryggisskipunar í Evr-
ópu að kalda stríðinu loknu. Sam-
kvæmt samningnum á að bijóta tug-
þúsundir skriðdreka og annarra
þungavopna ‘fram til 1995 og að
stórum hluta í Rússlandi.
CFE-samningurinn skiptir Evrópu
í svæði og innan þeirra eru ákveðn-
ar takmarkanir við vígbúnaði. Það
er einmitt það, sem vefst fyrir
Móskvustjórninni og hún hefur farið
fram á undanþágur frá takmörkun-
unum við umsvifum rússneska hers-
ins á norður- og suðursvæðinu. Ný-
lega og áður en til atburðanna í
Moskvu kom um síðustu helgi skrif-
aði Borís Jeltsín, forseti Rússlands,
bréf til leiðtoga nokkurra NATO-
ríkja þar sem hann fór fram á þetta
og bað þá að sýna skilning á því
erfíða ástandi, sem nú væri í Rúss-
landi.
Herforingjarnir friðaðir
RÚSSNESKUR blaðamaður, sem var innandyra í Kreml allan tímann,
sem uppreisnartilraun harðlínumanna stóð yfir, segir, að ástandið þar
hafi einna helst minnt á „geðveikrahæli". Virtist honum sem Boris
Jeltsín, forseti Rússlands, væri sem lamaður og ekki alveg með sjálfum
sér. Kom þetta fram í viðtali, sem ítalska ríkisútvarpið átti við Sergei
Parkhomenko, fréttaritara rússneska dagblaðsins Segodnya, en auk
þess birti það útdrátt úr símasamtali, sem Vladímír Rútskoj, fyrrver-
andi varaforseti, átti við Valery Zorkín, sem nú hefur sagt af sér sem
forseti rússneska stjórnlagadómstólsins. Lýsir það vel örvæntingu
Rútskojs eftir að árás hersins á þinghúsið var hafin.
Parkhomenko var staddur í
Kreml sl. sunnudag þegar átökin
hófust við þinghúsið og var þá öllum
hliðum lokað umsvifalaust.
„Þegar fréttimar um ástandið á
götum Moskvu bárust breyttist ótt-
inn í skelfingu. A tímabili var eins
og það væri engin Kreml lengur.
Allt var stjómlaust," sagði Park-
homenko um ástandið áður en Jelts-
ín kom á skrifstofuna. „Það breytt-
ist þó ekkert með komu hans. Mér
virtist hann ekki alveg með sjálfum
sér og alls ekki fær um að taka
ákvarðanir. Þetta var tóm ringul-
reið.“
Jeltsín æpti og öskraði
Parkhomenko sagði, að þegar
fréttir bárust um, að stuðnings-
menn þingsins hefðu ráðist gegn
sjónvarpshúsinu í borginni, hefði
ástandið í Kreml breyst í algjöran
trylling.
„Jeltsín æpti og öskraði og allir
aðrir voru að leita að Sergei Fílatov
(talsmanni Jeltsíns). Þá sagði ein-
hver, að hann hefði farið í Danílov-
klaustrið til samningaviðræðna við
fulltrúa þingsins. Þegar hér var
komið breyttist þessi harmleikur í
skrípaleik," segir Parkhomenko.
„Nú spurði hver annan: „Hver sendi
hann?“ „Kallið hann til baka. Við
getum ekki samið. Þessir menn
ætla að ráðast á Krernl." Þetta var
algjör geðveiki."
Parkhomenko var spurður hvort
Jeltsín hefði rætt við einhvern í síma
eða gefið fyrirskipanir. „Nei, alls
ekki. Hann var ekki fær um það,“
svaraði hann.
Búrbúlís og Poltoranín í
forsetahlutverki
Þegar þeir Gennadíj Búrbúlís,
vinur Jeltsíns og ráðgjafí, og blaða-
fulltrúi hans, Míkhaíl Poltoranín,
komu loks á vettvang var eins og
bylur dytti af þaki.
„Þeir tóku málin í sínar hendur,
tóku að sér forsetahlutverkið. Þeir
30 vlðbótarsæti
til Kanarí
um jólin
Jólaferðin seldist upp í síðustu viku
Við höfum nú samið um að fá stærri flugvél með Air Europa, þvf jólaferðin okkar
seldist upp f síðustu viku. Við þökkum frábærar undirtektir við Kanaríferðum
Heimsferða og hlökkum til að veita frábæra þjónustu á Kanarí í vetur.
Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Verð kr. 59.800,-
pr, mann m.v. hjón með 2 börn, 2—14 ára Las Isas
Verð kr. 75.200,-
pr. mann m.v 2 í íbúð. Las Isas.
6. janúar - 3 vfkur
Verð kr. 42.300,-
pr mann m.v. hjón með 2 börn. 2-14 ára, TurboClub
Verð kr. 59.700,-
pr mann m.v 2 f fbúð, Turbo Club
18. des. - fólaferð
30 viðbótarsœti.
6. janúar
27. janúar
17. febrúar
10. mars
24. mars
HEIMSFERDIR hf.
W TURIlUIA-’iSr Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
Jeltsín Rútskoj
komu kerfinu af stað og gáfu út
fyrirskipanir á báða bóga,“ sagði
Parkhomenko. Hann bætti því við,
að hann hefði reynt að fá þessa
frásögn birta í blaði sínu en ritskoð-
ararnir, sem Jeltsín skipaði aftur
til starfa eftir uppreisnina, hefðu
bannað það.
Ljóst er af samtali Rútskojs og
Zorkíns, að Rútskoj gaf sig fljótt
örvæntingunni á vald eftir að árás
hersins á þinghúsið hófst. Hann var
skrækróma og Zorkín gat aðeins
skotið inn orði öðru hveiju:
Rútskoj: „Hringdu til sendiráð-
anna. Láttu þau senda menn hing-
að. Fáðu fulltrúa óháðra ríkis-
stjórna til að koma hingað. Þú ert
með fulltrúa rússnesku lýðveldanna
hjá þér. Sendu þá hingað. Tsjerno-
myrdín (forsætisráðherra) er lyg-
ari. Jeltsín er lygari. Ég bið þig,
Valeríj. Ég bið þig. Þú ert trúaður
maður. Þú drýgir synd ef þú gerir
þetta ekki. Valeríj, þeir eru að
skjóta á okkur, skilurðu, með byss-
um. Þú ættir að sjá það.“
(Oskiljanlegt svar frá Zorkín).
Rútskoj: „Nei. Við erum ekki að
skjóta. Hlustaðu eftir þögninni. Ég
ætla að taka tólið frá eyrunum.
Hlustaðu. Hér er hljótt (inni í þing-
húsinu).“
Zorkín: „Nei. Þeir eru ..."
Rútskoj (grípur fram í fyrir hon-
um): „Þeir eru að hlaða byssurnar.
Skriðdrekarnir beina þeim að okkur
og síðan munu þeir skjóta á okkur.
Hringdu til erlendra sendiráða
strax. Ég bið þig, Valeríj. Láttu
sendiherrana koma hingað. Þú hef-
ur gott samband við þá. Fáðu þá
til að senda einhveija hingað. Þá
munu þeir (hermenn Jeltsíns) ekki
þora að skjóta frammi fyrir um-
heiminum, í viðurvist vitna. Það
verður að stoppa þá ... Þetta eru
morðingjar. Skilurðu það ekki?“
Rútskoj var síðan handtekinn
ásamt Rúslan Khasbúlatov, forseta
þingsins, og eru þeir nú báðir í
haldi í Lefortovo-fangelsinu í
Moskvu.
Eftir ýmsum stjórnarerindrekum
er haft, að þetta bréf og annað þar
sem Jeltsín varar við útþenslu NATO
til austurs virðist hafa þann tilgang
fyrst og fremst að þóknast rúss-
neska hernum en Jeltsín getur ekki
án stuðnings hans verið eigi hann
að halda völdum.
„Yfirmenn hersins eru óánægðir
vegna þess, að þeim'finnst samning-
urinn takmarka athafnafrelsi sitt,“
segir einn heimildamaðurinn hjá
NATO. „Þeir segja, að Kákasus-
svæðið sé nú viðsjárverðasti hluti
ríkisins og því sé CFE-samningurinn
ekki lengur í samræmi við raunvéru-
leikann.“
Þetta svæði liggur meðal annars
að Georgíu og Azerbajdzhan þar sem
er og hefur verið mjög ófriðlegt og
Rússar segjast óttast, að átökin þar
kunni að breiðast út til Kákasushér-
aðanna í Rússlandi. Þess vegna vilja
þeir fá að flytja þangað herbúnað
frá Austur-Evrópuríkjum og Eystra-
saltslöndunum.
Stjórnarerindrekar segja, að á
Vesturlöndum sé töluverður skiln-
ingur og samúð með Rússum enda
sé það valdajafnvægi milli austurs
og vesturs, sem CFE átti að tryggja,
bara orðin tóm eftir hrun Sovétríkj-
anna og Varsjárbandalagsins.
Hersveitirnar voru upp-
teknar við kartöflutínslu
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKI herinn lagði sitt af mörkum til að styðja við bakið á
Borís Jeltsín Rússlandsforseta er stuðningsmenn fulltrúaþingsins
gripu til vopna á sunnudag. Deildar meiningar er um hve heilhuga
stuðningur sumra hershöfðingja hafi verið en svo virðist sem yfir-
menn hersins hafi talið það vænni kost að styðja forsetann en að
eiga sljórnleysi í landinu á hættu. Nú þegar stillt hefur verið til
friðar vaknar upp sú spurning hvort að herinn eigi hugsanlega hönk
upp í bakið á forsetanum.
„Hið borgaralega vald stendur í
mikilli skuld við herinn," segir Alex-
ander Golts, fréttaskýrandi hjá blað-
inu Krasnaja Zvezda, sem gefið er
út af hemum. „Rússland er hins
vegar ekki Suður-Ameríkuríki. Hers-
höfðingjarnir munu ekki knýja dyra
hjá forsetanum og skipa honum að
gera hitt og þetta gegn því að fá
stuðning hersins. Skuldin er mun
frekar í því formi að menn taka til-
lit hvor til annars."
Svo virðist sem uppreisnin á
sunnudag hafi komið þeim Pavel
Gravtsjov varnarmálaráðherra og
Viktor Jerín innanríkisráðherra al-
gjörlega í opna skjöldu. Golts bendir
á að OMON-sveitimar, sérsveitir inn-
anríkisráðuneytisins, hafi verið nær
óvopnaðar flestir hermenn á Moskvu-
svæðinu, 21 þúsund allt í allt, hafi
verið uppteknir við að aðstoða bænd-
ur við kartöfiuuppskeruna.
Það liðu því nokkrar klukkustund-
ir eftir að ráðist var á Ostankíno-
sjónvarpshúsið þangað til að liðs-
styrkur barst. Og þegar hann barst
loksins þá voru það OMON-sveitir
en ekki venjulegar hersveitir.
„Það liggur ekki alveg Ijóst fyrir
enn hvers vegna tók svona langan
tíma að fá hermenn, sem staðsettir
voru rétt fyrir utan borgina á vett-
vang. Ein hugsanleg skýring er sú
að ringulreið hafi ríkt jnnan raða
hersins. Þá kann einnig að vera, og
það væri mun alvarlegra, að yfir-
mennirnir hafi hreinlega verið hik-
andi við að styðja forsetann,“ segði
vestrænn hernaðarsérfræðingur í
Moskvu.
A meðan á deilunni stóð benti þó
aldrei neitt til þess að hersveitir
hefðu orðið við kalli Rútskojs vara-
forseta um að styðja þingið í stað
forsetans. Vestrænir sérfræðingar
benda líka á að þó að ekki hafi mik-
ill herafli verið notaður við að beija
uppreisnina niður þá hafi hermenn
úr mörgum mismunandi herdeildum
tekið þátt til að dreifa ábyrgðinni.
Meginniðurstaða manna er sú að
vissulega kunni herinn að hafa sýnt
ákveðinn veikleikamerki um helgina
en þegar á reyndi hafi hann staðið
á bak við Jeltsín og engan annan.
Líklega mun því Jeltsín hlusta meira
á áhyggjur hershöfðingja sinna og
taka tillit til krafna þeirra á næst-
unni.