Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 5 Áhrif aðgerða í skattamálum á tekjur Skattbyrðin léttist 1994 FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur reiknað út hvaða áhrif áformað- ar breytingar í skattamálum koma til með að hafa á efnahag fjög- urra manna fjölskyldna í nokkrum tekjuflokkum. Samkvæmt út- reikningum ráðuneytisins léttist skattbyrðin og það mest hjá telqu- lágum barnafjölskyldum. Dæmi ráðuneytisins miðast við hjón með tvö börn, þar af annað yngra en 7 ára, og að annað hjóna sé heimavinnandi. Dæmi voru reiknuð út fyrir fjölskyldur þar sem meðaltekjur á mánuði 1994 eru 100 þúsund, 150 þúsund, 250 þús- und, og svo fyrir fjölskyldu sem hefur 500 þúsund króna mánaðar- laun. Samkvæmt skattframtölum munu meðaltekjur fjölskylda af þessari gerð liggja nálægt 200 þúsund krónum á mánuði. 20% tekna til matarkaupa Helstu aðgerðir í skattamálum eru lækkun virðisaukaskatts á matvæli um næstu áramót, þ.e.a.s. ef kjarasamningar halda. Sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytisins veija barnafjölskyldur að jafnaði um fimmtungi tekna sinna til kaupa á matvöru. Þetta hlutfall Kveikt á 7 ný umferð- arljósum 18 umferðarljós sett upp á árinu KVEIKT verður á 7 nýjum um- ferðarljósum í Reykjavík á laug- ardaginn. Umferðarljós hafa verið sett upp á II stöðum það sem af er árinu og hefur því gatnamótum með umferðarljós- um í borginni fjölgað um 18 á árinu. Að sögn Guðbjarts Sigfússonar yfirverkfræðings rekstrardeildar Gatnamálastjóra hafa umferðar- ljósin verið sett upp vegna aukinn- ar umferðar. Minni slysahætta Hann sagði að það hefði sýnt sig að umferðarljós drægju úr slysahættu á gatnamótum og hefði þótt nauðsynlegt að fjölga umferð- arljósum vegna aukins umferðar- þunga. Ekki hafa verið sett upp ný gangbrautarljós á árinu. Umferðarljósin sem tekin verða í notkun á laugardaginn eru á eftir- töldum gatnamótum: Hringbraut — Framnesvegur, Geirsgata — Tryggvagata, Geirsgata — Póst- hússtræti, Geirsgata — Kalkofns- vegur, Grensásvegur — Ármúli — Skeifan, Breiðholtsbraut — Norð- urfell og Breiðholtsbraut — Jaðar- sel. Til að áminna ökumenn um hin væntanlegu umferðarljós verða þau látin blikka gulu ljósi í nokkra daga áður en þau verða tekin í notkun. ------» ,».+---- er heldur hærra hjá hinum tekju- minni en hjá þeim fer allt að þriðj- ungi tekna til matarkaupa. Þessar upplýsingar eru byggðar á neyslu- könnun Hagstofunnar sem gerð var á neyslusamsetningu 300 fjöl- skyldna í ýmsum tekjuflokkum. Tæplega fjórðungur. lækkunar matarskattsins er þegar kominn fram eftir að niðurgreiðslur voru hækkaðar á mjólkurvörum, svína- kjöti, kjúklingum og eggjum í tengslum við gerð kjarasamninga síðastliðið vor. Barnabótaauki verður hækkað- ur og kemur það tekjulágu barna- fólki til góða. Fyrirhugað 0,5% atvinnutryggingagjald kemur hins vegar þyngra niður á hinum tekju- hærri. Þessar skattabreytingar leiða til þess að fjölskylda með 100 þúsund króna mánaðartekjur hefur 33.600 krónum meira á ári til ráð- stöfunar og sú tekjuhæsta, með 500 þúsund á mánuði, hefur 10.800 krónum meira til ráðstöf- unar. HeímikL' Efnaliagsskrifstofa fánnálaráduneytísins Dæmi um skattbyrði fjölskyldna1994 Hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára M á n a ð a r I a u n Fjárhæðir i þús. kr. 100 150 250 500 1. Án aðgerða í skattamálum Tekjuskattur (34,3% + 5% hátekjusk.) 34 51 85 177 Útsvar (7,04%) 7 11 18 35 Tekjuskattur og útsvar 41 62 103 212 - persónufrádráttur -41 -43 -43 -43 Tekjuskattur og útsvar - persónufrádráttur 0 19 60 169 Barnabætur 20 13 6 6 Tekjur - tekjuskattur og útsvar + barnabætur 120 144 196 337 2. Áhrif aðgerða í skattamálum á tekjur (fjárhæðir I krónum) Lækkun VSK á matvælum, krónur 2.500 2.800 3.000 3.400 0,5% tryggingagjald -500 -750 -1.250 -2.500 Hækkun barnabóta 800 800 - - Heildaráhrif, krónur á mánuði 2.800 2.850 1.750 900 Sem hlutfall af tekjum 2,8% 1,9% 0,7% 0,2% Enn ineðvit- undarlaus eftir árás STÚLKAN sem varð fyrir árás í miðborg Reylgavíkur aðfara- nótt laugardagsins var enn með- vitundarlaus á Borgarspítalan- um í gær, samkvæmt upplýsing- um Rannsóknarlögreglunnar. Tvær stúlkur, 14 og 16 ára, hafa gengist við árásinni á stúlk- una. Onnur er í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi, hin er í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda. OPEL CORSA 94 YERÐ FRÁ KR. 899.000.- REYNSLUAKIÐ OPEL OG ÞIÐ GETIÐ UNNIÐ FERÐ TIL ÞÝSKALANDS MEÐ FLUGLEIÐUM FYRIRTVO. OPEL- MEST SELDU BÍLARÍ EVRÓPU FLUGLEIDIR Jiw BÍLHEIMAR Fosshálsi 1 Reykjavík Sími 634000 OPEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.