Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 17
MMORGIÍMBM. ÐIÐ! PIM'Ma* UMGH 17 C i OK,T0BBR( MS93 ðl7 Lionshreyfingin aðstoðar Blindrafélagið Menntun o g útivist efst á verkefnalista BLINDRAFÉLAGIÐ hefur nú efst á stefnuskrá sinni að auka mögu- leika blindra til menntunar og útivistar. Það á að gera með því að styrkja námssjóð blindra og sjónskertra og með því að koma upp aðstöðu á útivistarsvæðum sem blindir geta nýtt sér. Lionshreyfing- in ætlar að aðstoða félagið við að afla fjár til þessara verkefna með söfnun 3.000 styrktarfélaga. Söfnunarátakið fer fram 14.-16. októ- ber næstkomandi. 15. október, á degi hvíta stafsins, ætla blindir að vekja athygli á sérstöðu sinni með göngu niður Laugaveginn. Samstarfsverkefni Blindrafélags- ins og Lionshreyfingarinnar var kynnt á blaðamannafundi sl. mánu- dag. Þar rakti Kristján Kristjánsson, fjölumdæmisstjóri Lionshreyfingar- innar, í stuttu máli hvernig hreyfing- in hefur beitt sér í þágu blindra. Hún hefur m.a. staðið að uppbygg- ingu á Landakotsspítala með tækja- kaupum frá 1951 og 1972 var seld rauð fjöður til styrktar blindum. 3.000 nýir styrktarfélagar Dagana 14.-16. október nk. ætla Lionsmenn að finna 3.000 styrktar- aðila sem borgi 1.500 króna gjald árlega.til Blindrafélagsins. í Lions- hreyfingunni starfa um 3.000 karl- ar, konur og unglingar og er ætlun- in að biðja hvert þeirra að leggja Blindrafélaginu til einn styrktarfé- laga. Auk þess munu fulltrúar Lions- hreyfingarinnar og Blindrafélagsins verða við símann á degi hvíta stafs- ins, 15. október, og skrá nýja félaga. Göngustígar fyrir blinda Halldór S. Rafnar, framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins, sagði mikil- vægt fyrir blinda að geta notið úti- veru og farið um einir með aðstoð hvíta stafsins en án fylgdar. Þeim fjármunum sem safnast í átaki Li- onshreyfingarinnar verður annars vegar varið til að útbúa göngustíga fyrir blinda. Hugmyndin er að breyta núverandi göngustígum, t.d. í Öskju- hlið og Elliðaárdal í samvinnu við Reykjavíkurborg. Til að blindir geti notfært sér þá þarf að breyta undir- lagi þeirra og koma fyrir sérstökum steinum og hljóðmerkjum sem blind- ir geti notað sem kennileiti. Hins vegar á að styrkja námssjóð blindra og sjónskertra en æ fleira ungt fólk leitar aðstoðar til að geta stundað nám. Halldór sagði að ef þetta gengi eftir þá yrði starf Lionsmanna að ómetanlegu gagni fyrir blinda. Dagur hvíta stafsins Brynja Arthúrsdóttir kynnti al- þjóðlegan dag hvíta stafsins. Hann hefur verið notaður frá 1981 til að vekja athygli á því hversu mikilvæg- ur hvíti stafurinn er til að merkja blinda og fyrir þá til að komast leið- ar sinnar. Undanfarin ár hefur Umferðarráð og lögreglan átt sam- vinnu við blinda á degi hvíta stafs- ins. Umferðarráð hefur auglýst í útvarpi og látið prenta áróðursmiða til að setja undir rúðuþurrkur á bílum sem hefur verið lagt upp á gang- stéttir en það getur verið verulega óþægilegt fyrir blinda og þar að auki stórhættulegt. Að þessu sinni ætla blindir að efna til hópgöngu niður Laugaveg- inn kl. 16 á degi hvíta stafsins. Hemmi Gunn ætlar að slást í hópinn með göngumönnum með bundið fyr- ir augun og segja frá uppiifun sinni eftir á. Öllum, sem styðja vilja mál- stað blindra, er boðið að taka þátt í göngunni. Morgunblaðið/Þorkell Prófað að vera blindur Á blaðamannafundi Blindrafélagsins og Lionshreyfingarinnar fengu blaðamenn tækifæri til að setja sig örlítið i spor þeirra sem eru blindir. Þeir fengu dökk gleraugu sem byrgðu þeim algjörlega sýn, gengu úr húsi Blindrafélagsins og út á Hamrahlíð þar sem eru göngu- ljós. Síðan fóru þeir yfir götuna undir eftirliti og með aðstoð hvíta stafsins. Á myndinni er Guðrún Eyjólfsdóttir frá Ríkisútvarpinu að fara yfir götuna. Guðrún Guðjónsdóttir umferliskennari fylgist með. Steingrímur Hermannsson víkur úr stjórn Mótvægis Leigusamningur á nafni Tímans endurskoðaður STEINGRIMUR Hermannson, formaður Framsóknarflokksins, kveðst ekki hafa viljað liggja undir ámæli um að standa í vegi fyrir að stofnun Mótvægis tækist, og því sagt sig úr stjórn fyrirtækisins. Steingrímur segist áreiðanlega eiga einn stærstan þátt í því að ýta Mótvægi á flot, en þar sem hann hafi orðið var við að stjórnendur blaðsins leggi mikla áherslu á að bein tengsl við Framsóknarflokk- inn verði sem minnst og hafi sérstaklega bent á að sú staðreynd að formaður Framsóknarflokksins sat í sljórn Mótvægis verki sem mjög bein tengsl við flokkinn, hafi hann ákveðið að víkja. Mótvægi hefur óskað eftir formlegum viðræðum við Framsóknarflokkinn um endurskoðun á leigusamningi á nafni Tímans. Steingrímur segir að uppsögn sín um um leigu á nafni Tímans. úr stjórn Mótvægis tengist ekki leigu Framsóknarflokksins á nafni Tímans til Mótvægis, og kveðst hafa átt sáralítinn þátt í samningn- Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, tekur sæti Steingríms í stjórninni. Mótvægi hefur óskað eftir form- legum viðræðum við Framsóknar- flokkinn um endurskoðun á leigu- samningi á nafni Tímans, að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, stjórnar- manns í Mótvægi, og segir hún það forgangsatriði nú að ákveða hvort Mótvægi hyggist nota nafn Tímans á blað sitt. Blaðið mun á næstu vikum flytja starfsemi sína niður á Hverfisgötu 33 í húsnæði sem er í eigu Olíufélagsins, og að sögn Þórs Jónssonar, ritstjóra Tímans, munu breytingar á útliti og efni blaðsins koma til framkvæmda á sama tíma og flutningurinn. FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU Taktu Dömubolir VetíLáámO^W,- Ferðatilboð Pólóbolur herra VetíLá5u^r«5,- Ferðatilboð Barnagallabuxur Yrrff iíflur l.ftyj, Ferðatilboð Herraskór Verð á/iiig-2r£95. Ferðatilboð Steikarsteinn Vferð^ðor7395,- Ferðatilboð Nú færðu ofangreindar vörur á einstöku ferðatilboði í viku, 7,-13. okt. Lyftu þér nú upp og nýttu þér ferðatilboð í verslunum Hagkaups í vikunni. Ef Hagkaup er ekki í byggðarlaginu þá er ^ hægt að notfæra sér þjónustu Póstverslunar Hagkaups, grænt símanúmer 99 66 80. Æ Tilboðið gildir á meðan birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.