Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 Skipstjóra- og stýrimanna- félagrð Aldan 100 ára eftir Lýð Björnsson Veruleg breyting varð á menntun og réttarstöðu skipstjórnarmanna á síðasta tug 19. aldar, Stýrimanna- skólinn tók til starfa árið 1891 og Alþingi setti lög um atvinnu við siglingar’tveimur árum síðar, en þau lögvernduðu störf skipstjórnar- .n manna. Lagasetningin mun hafa ýtt við skipstjórnarmönnum í Reykjavík. Asgeir Þorsteinsson skipstjóri hvatti til félagsstofnunar með þeim árangri að 26 skipstjórar og stýrimenn stofnuðu Ölduna hinn 26. október 1893. Félagsmenn gátu þeir einir orðið sem hföðu réttindi til að stjóma skipi. Aldan er elstu starfandi samtök sjómanna á ís- landi og raunar einnig elsta eða að minnsta kosti eitt elsta starfandi félag manna með tiltekín lögvernd- uð réttindi. Öldumenn hafa verið trúir upprunanum. Varðstaðan um réttindin og barátta gegn hvers konar undanslætti á því sviði hefur verið rauði þráðurinn í starfi félags- > ins allt frá stofnun þess. Það hefur oft þurft að mótmæla undanþágum frá lögbundnum menntunarkröfum og stundum harkalega. Sjóslys voru tíð á árum áður og áttu margir um sárt að binda af þeim sökum. Öldumenn stofnuðu Styrktarsjóð árið 1984, og átti hann að létta félögum og ekki síður að- standendum látinna félaga róðurinn á erfiðleikatímum. Margir styrkir voru veittir úr sjónum árlega fram yfir heimsstyijöldina síðari, en þá /y tók að halla undan fæti. Sjóðurinn var í upphafi vistaður í Söfnunar- sjóði íslands og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hann hlaut sömu ör- lög og margir sjóðir aðrir og rýrn- aði mjög í verðbólgubálinu á stríðs- árunum og síðar. Margar tilraunir voru gerðar til að ná Styrktarsjóði Öldunnar út úr Söfnunarsjóði, en þær voru allar árangurslausar. Styrktarsjóðurinn var svo veikburða orðinn á 7. áratugnum, að fé úr honum var einungis nægilegt til að greiða jólagjafir til ekkna fyrrver- andi félagsmanna. Öldumenn stofn- uðu þá annan sjóð, Styrktar- og sjúkrasjóð, sem hefur síðan gegnt hinu upphaflega hlutverki eldri sjóðsins. Aldan markaði sér félagssvæði með stofnun Styrktarsjóðsins 1893, félagsmenn skyldu búa við Faxa- flóa. Þetta breyttist árið 1943, en þá var mönnum utan Faxaflóa- svæðisins heimilað að ganga í Öld- Stofnendur skipstjóra- og stýrimannafélagsins Aldan árið 1893 Hér sjást myndir flcstra þcirra scm voru í frcmstu röð skipsstjórnarmanna frá Rcykjavík fyrir síðustu aldamót. Þctta cru skipstjórar frá skútuöldinni trsiAm rssnr Bergur Sigurðsson Þorsteinn Þorsteinsson Markus F. Bjarnason Þorvaldur Jónsson Þorlákur Teitsson Petur Þorðarson Bergur Jónsson Marteinn Teitsson Kir-Aor rr* vinsth: Guðmundur Steíansson Páll Hafliðason Guðmundur Kristjansson Hannes Haíliðason Jens Nyborg Pétur Þórðarson Sigurður Simonarson ÚjpriW. úipritaft uipiiit.v úiputoti úipuiori HtDSTA »05 r»A TMTT. Finnur Finnsson Sigurður Jónsson Jón Þórðarson u.pwiw úipWiO'i liio Coifciml ^fiipúoii »0 Ciofyi una, ef ekkert skipstjóra- og stýri- mannafélag starfaði í heimabyggð þeirra eða slíkt félag óskaði eftir að sameinast Öldunni. Afleiðing þessa varð sú, að margir skipstjórar og stýrimenn í öllum útgerðarbæj- um á Snæfellsnesi, Þorlákshöfn og Höfn í Homarfirði gengu í Ölduna á næstu árum, einkum þó um og eftir 1960. Sérstakar félagsdeildir voru stofnaðar í sumum þessara þéttbýlisstaða, en síðar reyndi fé- lagsstjórnin að efla tengslin við þessa félagsmenn með heimsóknum formanns og framkvæmdastjóra og fundarhöldum. Lítið kveður að kjarmálum innan Öldunnar fyrstu hálfa öldina að fyrsta starfsárinu undanskildu. Or- sökin mun sú, að obbinn af félags- mönnum var yfirmenn á þilskipum og þar miðuðust laun við fornar Stefán Pálsson Ásgeir Þorsteinsson Magnus Magnusson ÚipWIMI UlptllOI, kolMtl hlutaskiptareglur. Yfirmenn á tog- urum virðast hafa erft þessar regl- ur. Föst laun hafa raunar ætíð ver- ið óverulegur hluti af Iaunum þeirra yfirmanna sem fiskað hafa. Á stríðsárunum síðari börðust Öldu- menn við hlið annarra samtaka sjó- manna fyrir sanngjarnri áhættu- tryggingu til handa sjómönnum í siglingum til Bretlands og Banda- ríkjanna og með verulegum árangri. Kjarmál háfa sett vaxandi svip á félagsstarfið frá stríðslokum, ekki síst mál annarra stýrimanna á tog- urum, sem áttu ekki jafn fastan sess í hlutaskiptakerfinu og aðrir yfirmenn. Aldan tók þá einnig að semja um kjör skipstjóra og stýri- manna á hvalveiðibátum, skipum Hafrannsóknastofnunar og sand- dæluskipum, en þeir hafa verið fé- lagar síðan á 6. áratugnum eða um Ellerl Schram Stelán Snorrason Bjom Sveinsson úipoiion úipoiMi það bil. Kjaramál hafa sett vaxandi svip á félagsstarfið síðastliðna hálfa öld, ákvæði um aflatryggingu, kauptryggingu, greiðslur í veik- indatilvikum og vegna legu inni á höfnum umfram tiltekinn tíma hafa einnig sett vaxandi svip á samn- inga. Sú breyting hefur orðið á kjara- baráttu Óldumanna síðustu áratugi að „mjúku málin“ hafa sett vaxandi svip á hana líkt og hjá öðrum félög- um. Styrktar- og sjúkrasjóðsins var áður getið. Lífeyrismál Öldumanna komust í nokkurn vegin viðunandi horf á tímabilinu 1957 og fram yfir 1970. Orlofsmál hafa einnig sett svip á starfsemina. Aldan hefur tekið sumarhús á leigu fyrir félags- menn erlendis og félagið á sumar- hús í Brekkuskógi og eru þau eftir- sótt. Félagið hefur rekið skrifstofu .* -tynr goltauka ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR GÓLFHIRÐULÍNAN l . FRÁ -fyrír parket ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR -fyrírJsU gólf nema trégðlf ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR GÓLFHIRÐULÍNAN , FRA ohnson NYTT! !ð bónuð gó/f ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR Lýður Björnsson „Aldan markaði sér fé- lagssvæði með stofnun Styrktarsjóðsins 1893, félagsmenn skyldu búa við Faxaflóa. Þetta bryttist árið 1943, en þá var mönnum utan Faxaflóasvæðisins heimilað að ganga í Olduna, ef ekkert skip- stjóra- og stýrimanna- félag starfaði í heima- byggð þeirra eða slíkt félag óskaði eftir að sameinast Öldunni.“ síðan árið 1944, en fyrst var hún aðeins opin stuttan tíma dag hvern. Skrifstofuhald komst í fastara form er Aldan keypti húsnæði á Báru- götu 11 árið 1959. Skrifstofan flutt- ist í Borgartún 18 árið 1978 og er þar enn til húsa. Fyrirlestrar um ýmis efni hafa verið fluttir á Öldufundum, einkum á fýrri árum. Aldan styrkti Jóhann- es Kjarval myndarlega til myndlist- arnáms árið 1912. Þá er félagið elsti ævifélagi Slysavarnafélags Is- lands. Kvenfélagði Aldan, samtök eigin- kvenna Öldumanna, var stofnað árið 1959. Aldan og Kvenfélagið. Aldan hafa átt með sér mikið sam- starf, einkum í tengslum við árshá- tíðir og jólatésskemmtanir, en síð- arnefndu samkomurnar voru fyrst haldnar fyrir síðustu aldamót. Þessari grein er ætlað að minna á merkisafmæli eins af elstu og virðulegustu félögum landsins. Hún gefur skiljanlega engan veginn við- unandi mynd af félagsstarfinu í eina öld, rými leyfði slíkt ekki. Öldu- mönnum skal að lokum óskað til hamingju með daginn. Höfundur er sagnfræðingur. ----» ♦ ♦- Félag íslenskra náttúrufræðinga Lokun barna- heimila mótmælt STJÓRN og kjararáð Félags ís- lenskra náttúrufræðinga mót- mælir einarðlega hugmyndum heilbrigðisráðherra um lokun barnaheimila spítalanna, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: „Margir félags- menn eiga börn á þessum heimilum. Lokun þeirra er kjaraskerðing og brot á ráðningakjörum sem gengið var út frá er fólk réði sig til starfa Og hlýtur að kalla á viðeigandi við- brögð af hálfu félagsins. Sparnaður af lokunaraðgerðum þessum er minni en enginn. í raun er hér á ferð tilraun til að ýta fólki út af vinnumarkaði og með því tapast bæði fagþekking og starfsreynsla."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.