Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Félagar taka mikilvæga ákvörðun varðandi íjárfest- ingu. Tilfinningamálin eru ofarlega á baugi hjá sumum í dag. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú átt auðvelt með að vinna með öðrum í dag og þér gengur vel að ná góðum samningum. Aðstoð veitt öðrum er mikils metin. Tvíburar (21.-maí - 20. júní) ■5» Dugnaður og fraratakssemi skila góðum árangri í vinn- unni. Þú íhugar að bjóða heim gestum. Ástarböndin styrkjast. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú tekur til hendi við breyt- ingar á heimilinu í dag. Sumir eru haldnir ævintýra- þrá og vilja reyna nýjar leið- ir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú gætir fundið áhugaverð- an hlut í verðlista eða aug- lýsingu. Annars eiga breyt- ingar heima fyrir forgang í dag. Meyja (23. ágúst — 22. septemberl Sumir hugsa vel um útlitið og íhuga fatakaup í dag. Þú kemur vel fyrir og nú væri vel til fallið að heimsækja góða vini. Vog (23. sept. - 22. október) Þú býrð yfír miklu sjálfstra- usti og nýtir þér það til að koma þínum málum á fram- færi. Aðlaðandi framkoma er góður kostur. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú eignast nýjan vinahóp, en gefur þér samt tíma til að sinna sameiginlegum hagsmunum ástvina. Ferða- lag gæti verið í vændum. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Góð sambönd greiða þér leiðina í viðskiptum dagsins. Þú ættir að sinna bókhaldinu og kanna leiðir til tekju- aukningar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vinur gefur þér góð ráð varðandi viðskipti. Nú er hagstætt að semja við ráða- menn. Þú skemmtir þér vel í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Einbeitni og festa styrkja stöðu þína í dag, og nú er rétti tíminn til að koma skoð- unum þínum á framfæri hjá ráðamönnum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Sí ■ Sumir eru að ráðgera fjár- festingu í safngrip. Áform þín varðandi komandi helgi lofa góðu. Smá ferðalag er í uppsiglingu. Stjörnusþána á aó lesa sem tdœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK Þetta er ritgerðin mín um árstíðirnar fjór- ar... Hafnabolti, fótbolti, körfu- bolti og hokkí... APPARENTLY, i’ve been MISINFORMER. Ég hef greinilega fengið rang- ar upplýsingar ... BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Spil dagsins kom upp í keppni sterkra sveita í bandarísku bikar- keppninni (Grand National) í sumar. í ÁV voru spilarar frá New York, Michael Radin og Michael Kopera. Þeir sýndu frábæra vörn gegn 4 hjörtum suðurs, en sagnir þeirra vekja nokkra furðu. Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ Á10763 V D5 ♦ ÁD ♦ D1094 Norður ♦ DG85 V G72 ♦ KG873 ♦ 3 Suður Austur ♦ K2 y 104 ♦ 109652 + G762 ♦ 94 y ÁK9863 ♦ 4 ♦ ÁK85 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 työrtu Pass Pass Pass Útspil: lauftía. Hvað er svona skrýtið við sagnir? Pass vesturs við opnun suðurs á hjarta. Nema vestur sé þeim mun sérvitrari hlýtur hann að hafa sorter- að vitlaust — annars hefði hann strögglað á spaða. Hvað sem því líður var niðurstaða sagna eðlileg. Sagnhafi tók útspilið heima á ás og spilaði strax litlum tígli. Vestur drap á ásinn og austur lét tíuna! Þannig vildi hann sýna styrkinn í spaða. Vestur lagði sama skilning í tígultiuna og spilaði undan spaðaás. Austur fékk á kónginn, spilaði aftur spaða á ás vestur og þriðji spaðinn lagði grunninn að trompslag varnarinnar: Norður ♦ D8 y G72 ♦ KG87 ♦ - Vestur Austur ♦ 1073 ♦ - y D5 y 104 ♦ D !"!j' ♦ 9652 ♦ D94 Suður ♦ - * G76 ▼ AK9863 ♦ - * K85 Austur trompaði með hjartatíu og tryggði félaga sínum úrslitaslaginn á trompdrottninguna. Ságnhafi gat auðvitað unnið samninginn með því að taka fyrst á ÁK í trompi. En það blasir ekki við að það sé besta spilamennskan. SKAK Umsjón Margeir Pétursson í deildakeppni Skáksambands Islands um helgina kom þessi staða upp í 1. deild í viðureign þeirra Guðmundar M. Daðason- ar (1.900), Skáksambandi Vest- fjarða sem hafði hvítt og átti leik, og Björns Björnssonar (1.650), Ungmennasambandi Austur-Hún- vetninga. Hvítu mennirnir eru í ógnvekj- , andi stöðum á kóngsvæng og nú kom þrumuleikur: 21. Rxg6! — hxg6,22. Dxg6+ - Bg7, 23. Rg5 (Svartur er nú varnarlaus, en kaus samt að tefla skákina allt til enda:) 23. - He7, 24. Dh7+ - Kf8, 25. Dh8 mát. Um helgina: Úrslitakeppnin á atskákmóti Reykjavíkur fer fram í kvöld og annað kvöld í félags- heimili TR, Faxafeni 12. Teflt með útsláttarfyrirkomulagi og úrslita- viðureignin sjálf fer fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardag. Sigurvegarinn teflir svo á sunnu- daginn við þriðja stigahæsta skák- mann heims, Anand, Indveijann eldsnögga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.