Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1993 BOLA- PRENTUN Prentum á boli fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir. Tökum viö tilbúnum fyrirmyndum eða útfærum texta og teikningar eftir ykkar hugmyndum. Föst verðtilboð, góð og hröð þjónusta. SÍÐUMÚLA33 SÍMI 9T -81 41 41 Græðandi lína Heilsufæði húðarinnar □ Græðandi Banana Boat ALOE VERA gel, 99,7% hreint. Hreinasta 09 ódýrasta Aloe Vera gelið á markaðnum. 6 túpu- og brúsastærðir frá kr. 295,-. □ Græðandi Banana Boat E-gel. Fæst einnig hjá Samtökum psoriasis- og exemsjúkiinga. □ Græðandi Banana Boat BODY LOTION með 100% Aioe Vera, A, B, D og E-vítamíni. □ Húðstinnandi Banana Boat collagen & elastin-gel. □ Mýkjandl og hrukkuhindrandi Banana Boat A-gel. □ Næringarkremið Banana Boat Brún-Án-Sólar. 3 gerðlr: Fyrir andlit, fyrir viðkvæma og fyrir venjulega húð, □ Nærandi Banana Boat djúpsðlbrúnkugel fyrir Ijósabðð. □ Banana Boat sðlbrúnkufestir fyrlr Ijósaböð. □ Húðnærandl og frfskandl Banana Boat sturtu- og baðgelán sápu. □ Naturica hrukkubanlnn GLA+, 24. tíma krem. □ Naturlca kvefbaninn Akta Propolis. □ Naturlca Sólbrún-lnnan-Frá Beta Karotin-hylki. □ C-vítamln lorðatöflur Irá Naturica og GNC. □ Alnáttúrulegi svitalyktareyðirinn Le Crystal Natorel kristalsteinninn. □ Mega Acídophilus 12 slnnum sterkari en venjulegur. □ Yfir 20 tegundir af sjampóiog hárnæringu. M.a. Banana Boat llækjubaninn, upplýsandi Banana Boat bárnæring, sem lýslr hárlð á náttúmlegan hátt, djúphreinsandi Naturade Aloe Vera sjampó, uppbyggjandi Naturada Aloe Vera sjampó fyrlr borra og slitna hárenda og skaðað hár af völdum hárliðunarefna eða hárlltunar. Biddu um Banana Boat, heilsufæði húðarinnar, í apótekinu eða snyrtivöruversluninni. Fæst lika i ÖLLUM heilsubúðum utan Reykjavíkur, líkamsræktar- og sólbaðsstofum og hjá Samtökum psoriasis- og exemsjúklinga (Banana Boat E-gelið). Heilsuval, Barónsstíg 20, ®11275 og 626275. JAPAN Á TÍMAMÓTUM é Japanska þjóðin elskar hvalkj öt Texti og ljósmyndir Agnes Bragadóttir I JAPAN þykir hvalkjöt hið mesta lostæti og á ferð minni um Japan fékk ég gjarnan spurningu sem þá hvort ég lumaði nokkuð á eins og einu vænu stykki hvalkjöts. í japanska al- þjóða viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu (MITI), sjávarútvegs- ráðuneytinu og fiskveiðideild japanska utanríkisráðuneytisins mátti ráða af máli viðmælenda minna að ákjósanlegt væri að strandríki og eyþjóðir fengju að nýta þær náttúrulegu auðlind- ir sem í sjónum eru í landhelgi þeirra, að því marki að verndar- sjónarmiða væri gætt og engir stofnar væru í útrýmingar- hættu. En sá fyrirvari var hafður á, að ekki mætti taka nein- ar þær ákvarðanir, svo sem um hvalveiðar, sem stofnað gætu viðskiptasamböndum í hættu, kallað yfir þjóðir viðskiptaþving- anir eða jafnvel viðskiptabann. Því gætti mikillar varfærni í máli embættismanna og stjórnmálamanna sem um málið ræddu, þótt í hjarta sínu væru þeir þess augljóslega hvefjandi að smáþjóðir sem hafa haft atvinnu af hvalveiðum í gegnum ár- in, þjóðir eins og Norðmenn, íslendingar og Færeyingar, reyndu að ryðja þyrnum stráða braut í átt til hóflegra hvalveiða. Framtíð hvalveiða er í hugum Japana mjög óljós og ljóst af máli þeirra að þeir vilja gjarnan að smáþjóðir eins og Noregur og ís- land ryðji brautina, þannig að japanskir hvalfangarar geti á ný hafið hvalveiðar, án þess að Japan eigi yfir höfði sér viðskipta- þvinganir Bandaríkja- manna Öðru máli gegndi hins vegar um forsvarsmenn bæjarfélags í Norður-Japan, Ayukawa í Miyagi- sýslu, skammt norður af Sendai. Umfangsmiklar hvalveiðar voru stundaðar þaðan, þar til hvalveiði- bannið var sett á. Þar á bæ eru menn ómyrkir í máli gagnvart Alþjóðahvalveiðiráðinu og segja afstöðu þess gagnvart hvalveiðum ekki byggða á vísindalegum niður- stöðum rannsókna á stærð hvala- stofna, heldur einungis á tilfinn- ingalegri afstöðu. Þeir eru enn harðari í afstöðu sinni gagnvart samtökum eins og Grænfriðung- um og segja slík samtök ekki hafa nokkurn rétt til að eyðileggja af- komumöguleika heilu byggðarlag- anna, með rökum sem öll séu til- finningalegs eðlis, en ekki vísinda- legs. Ibúatala Ayukawa hefur fall- ið úr rúmlega 13 þúsund íbúum niður í um 7 þúsund íbúa frá því að hvalveiðibann tók gildi og meðalaldur þeirra sem eftir eru Yojiro Toba, forstjóri Toba-hvalveiðistöðvarinnar í Ayukawa, er þess hvetjandi að Islendingar hefji hvalveiðar á nýjan leik. í Ayukawa hefur myndarlegu minjasafni verið komið upp um þróunarsögu hvalsins, og er hún rakin í máli, myndum og líkönum allt aftur til risaeðla. Safnið ber nafnið Hvalaland og þessi mynd sýnir eina veggskreytingu þaðan. er afar hár. Hvalveiðistöðvarnar í Ayukawa, sem áður voru, eru nú ýmist auðar eða með lítilsháttar starfsemi, svo sem netaviðgerðir og þess háttar. íbúarnir sem eftir eru hafa hafið tilraunaeldi, bæði á silfurlaxi í kvíum úti á firðinum, á ostru og á ál, en bæjarstjórinn, Shigehiko Azumi, segir að at- vinnulíf sé ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var, auk þess sem það sé skelfilegt fyrir ekki stærra bæjarfélag en Ay- ukawa, hversu mikið af hinum ungu, dugmiklu mönnum, sem áður höfðu atvinnu sína af hval- veiðum og vinnslu, hafi nú flust á brott ásamt fjölskyldum sínum, í leit að betri afkomumöguleikum en bæjarfélagið geti nú boðið upp á. Gagnrýna Grænfriðunga Raunar virtist mér sem japansk- ir embættis- og stjórnmálamenn sem ræddu um hvalveiðar og hval- veiðibann við mig, vildu að nokkru leyti kenna ijölmiðlaumfjöllun um hversu almenningsálitið víða í heiminum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum væri gegn hval- veiðum. Til dæmis sagði Satoshi ft HARÐVKJARVAL HARÐ1 KRÓKHÁL /IÐARVAL HF. Sl 4 R. SÍMI 671010 Kolaportsdagar til jóla! _____________Brids__________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Nú er haftð Bautamót Bridsfélags Akureyrar. Mótið er þriggja kvölda tvímenningsmót með þátttöku 26 para. Að loknu fyrsta kvöldi er staða efstu para sem hér segir: PállPálsson-ÞórarinnB.Jónsson 376 Jónas Róbertsson - Sveinbjörn Jónsson 364 Skúli Skúlason - Stefán Stefánsson 364 Reynir Helgason - Sigurbjöm Haraldsson 360 Hermann Tómasson - Ásgeir Stefánsson 351 Meðalskor er 312. Bridsfélagið gengst einnig fyrir spilakvöldum í starfsmannasal KEA í Sunnuhlíð á sunnudagskvöldum. Fyrsta spilakvöldið var síðastliðinn sunnudag og var þátttaka fremur dræm. Hún á þó örugglega eftir að glæðast. Röð efstu para varð sem hér segir: Anton Haraldsson - Magnús Magnússon 109 Reynir Helgason - Sigurbjöm Haraldsson 93 Skúli Skúlason - Sigurbjöm Þorgeirsson 92 Með spilakvöldum á sunnudögum gefst spilurum tækifæri til þess að koma og grípa í spil kvöld og kvöld en eru ekki bundnir af löngum mótum. Spilarar sem litla sem enga reynslu hafa af keppnisbrids eru hvattir til að koma og taka þátt í eins kvölds keppni. íslandsmótið í einmenningi 9.-10. okt. íslandsmótið í einmenningi verður haldið í Sigtúni 9, helgina 9.-10. okt. Skráningu lauk mánudaginn 5. okt. og skráðu sig 96 manns og verður spilað í sex sextán manna riðlum. Spilaðar verða þrjár þrjátíu spila lotur og er spilatími frá kl. 11.00 á laugar- dag til 15.16, hlé til 16.00 og seinni lotan á laugardag endar 20.15. Byijað verður aftur kl. 11.00 á sunnudag og spilað til 15.15 en þá lýkur mótinu með verðlaunaafhendingu. Núverandi íslandsmeistari í einmenningi er Magnús Magnússon frá Akureyri og er hann meðal keppenda og mun vafa- laust reyna að veija titilinn. Keppnis- stjóri verður Kristján Hauksson. Bridsfélag Sauðárkróks Vetrarstarf Bridsfélags Sauðár- króks er nú hafið. Fjórða október sl. var sj+ilaður tvímenningur með forg- jöf. Urslit urðu þannig: Sigurgeir Angantýsson - Bjami Brynjólfsson 51 Haukur Haraldsson - Erla Guðjónsdóttir 48 ÞórdísÞormóðsdóttir-ElísabetKemp 44 I vetur verður spilað í félagsheimil- inu Bifröst vikulega á mánudagskvöld- um kl. 19.45. Firmakeppni Bridssambands Islands 1993 Firmakeppni Bridssambanda ís- lands er á dagskrá helgina 23.-24. október nk. Skráning e_r hafín á skrif- stofu Bridssambands íslands í síma 91-619360. Spiluð verður sveítakeppni með Monrad-sniði, 7 umferðir. í Monrad-kerfi mætast alltaf sveitir Helgarnámskeið með Gurudev Máttur sjálfsvitundar Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, dagana 22. október - 24 október. tóeaslöðin _ HElMSUOS Skeifunni 19, 2. hæð, sími: 91-679181. Innritun og miðasala í Jógastöðinni Heimsljósi alla virka daga frákl. 17.00- 19.00. Verð: 9.800 kr. fyrir einstaklinga, 18.600 kr. fyrir hjón, 7.000 kr. fyrir námsmenn, 1.000 kr. fyrir föstudag, 6.000 kr. íyrir laugardag, 3.500 kr. fyrir sunnudag. Gurudev (Yogi Amrit Desai) upphafsmaður Kripalujóga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.