Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 Stálkonan Líkaminn sem listaverk Myndlist Bragi Asgeirsson Maður var satt að segja farinn að sakna sýninganna sem Hannes Sigurðsson listsögufræðingur í New York lagði hönd að á Mokka kaffi. Einfaldlega vegna þess að þetta voru einhverjar best skipu- lögðu og upp settu sýningar sem sést hafa í listhúsi í Reykjavík, og sannkallaður óskadraumur okkar listrýnanna. Nógar upplýs- ingar um sýnendur og auk þess löng ritgerð um viðkomandi lista- mann eða eðli sýningarinnar, sem maður fékk stundum upp í hend- umar löngu fýrir sýningarnar. En í þessum efnum eigum við því miður, án efa, heimsmet í sérvisku og útkjálkahætti. Nú er Hannes sem betur fer kominn aftur á stúfana og enn kemur hann á óvart, því að þetta er ekki nein venjuleg sýning, þó hún sé borin uppi af glæsilegum ljósmyndum Bill Dobbins, heldur er niðurtálgaður kvenlíkaminn tekinn til meðferðar, eða réttara sagt vöðvar hans upptendraðir og þjálfaðir. Sjálf stálkonan er kom- inn á vettvang! Menn hugsa almennt öðruvísi til konunnar en sem vöðvafjalls, og til að mynda dýrka ég mýkt kvenlíkamans og formræna yfir- burði hans, og er að auk lítt hrif- inn af af þeirri tegund vaxtar- ræktar hjá karlpeninginum, sem hér er hafður að leiðarljósi. Ennfremur er ég alveg ósam- mála þeirri fullyrðingu, sem kem- ur fram á fýrstu síðu viðtals Hannesar við vöðvabúntið Laurie Fierstein „að kona sé álitin veik- byggð og aum, eða með öðrum orðum duttlungafull og ósjálf- bjarga, villt og ótamin, og í sam- ræmi við það hafí henni síðan verið stjórnað". Nú álít ég konuna í eðli sínu einmitt mjög sterka og hafa um margt yfírburði yfír karlmanninn í ljósi kvenleika síns, og á bak við karlmann sem náð hefur langt í lífinu er oftar en ekki sterk og ákveðin kona. Þá er það hinn heimski, en ekki sterki, sem vill drottna vegna aflsmunar, því að andagift og hugvit hafa ávalt sigr- að kraftana að lokum. Flettum einungis upp í mannkynssögunni og þar eru nöfn margra kvenna skráð, sem sigrað hafa kraftana fýrir hugvit stjómvisku og slægð. Hins vegar er ég hjartanlega sammála Fierstein í því að konur eiga, eða ættu að hafa, fullkominn rétt á að klæðast því holdafari sem þeim er eiginlegast - óáreittar. Formrænt samræmi kemur nefni- lega einnig fram hjá feitum kon- um og getur ekki síður verið hríf- andi, og það er alveg óháð hæð og þyngd. Margbreytileikinn er það sem gildir. Viðtalið er upp á heilar 16 þétt- skrifaðar síður, en er mjög fróð- legt og á köflum launkímið. Hefði átt skilið að birtast einhvers stað- ar og ríkulega myndskreytt, því að hér er hreyft við atriðum, sem að mestu hafa farið fram hjá okk- ur, ásamt því að frumleg og ögrandi rökfræði Laurie Fierstein er óþekkt hér í sambandi við þessa tegund líkamsræktar. Til viðbótar liggur frammi á sýningunni grein eftir Fierstein „Bodybuilding and the Female Physique", sem ætti að vera fróð- leg lesning fyrir vöðvadýrkendur. Stálkonan er alveg ný stærð hvað kvenréttindi snertir og eðli- legt er að ýmsum hrylli við henni, því að líkast er sem hún sé að þurka út þann lífgefandi og yndis- þokkafulla mismun kynjanna, sem býr yfír svo miklum dulmögnum og töfrum („gender indentity“). Alveg ósjálfrátt fer maður að hugleiða hvað og hvernig skyldi það breytast hjá stálkonunni, sem Morgunblaðið/Bill Dobbins „Hugsuðurinn“ Ungfrú Alþjóð Laura Crevalle í íhugunarfullri stellingu. Hinn skúlptúríski eiginleiki líkamsræktarkonunnar býð- ur upp á skírskotanir til klassískra gilda. svo oft hefur verið tíundað varð- andi karlpeninginn, þar sem mikil- vægur útlimur missir „fyllingu" svo maður noti orðfæri vaxtar- ræktarfólksins og kvenfólk er væntanlega ekki par hrifið af? Vissulega er ekki um að ræða hina almennu kvenímynd um feg- Á vit dulúðar í fremri sal Portsins í Hafnar- firði heldur ung myndlistarkona, Berglind Sigurðardóttir, fyrstu veigamiklu sýningu sína, og stendur hún til 31. október. Áður hefur hún tekið þátt í samsýningu í menntamálaráðuneytinu (1991) og sýnt í kaffístofu Hafnarborgar fyrr á þessu ári. Berglind nam við Myndlistar- skóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla íslands, og lauk þaðan námi úr málunardeild 1990. Snemma kom fram til- hneiging til hins dularfulla og yfírskilvitlega í myndum Berg- lindar, og þær einkenndust í senn af einhverri innri togstreitu og sálrænum átökum. Jafnframt var hið trúarlega svið ekki langt und- an, þótt ekki kæmi það jafn greinilega fram og á þessari sýn- ingu. Það eru ekki nema 6 mynd- ir á sýningunni, en þær eru flest- ar stórar og auðséð er að gerand- inn hefur lagt mikið í þær hverja og eina, þvi þær eru málaðar af mikilli alúð. Því miður er einhver áferð á þeim, sem gerir það að verkum að þær njóta sín ekki til fulls í salarkynnunum, en undantekning er þó minnsta málverkið „Þrá“ (4) á hliðarvegg. Jafnframt er það að mínu mati best málaða og áhrifaríkasta mynd sýningarinn- ar, þótt einungis sé hún af and- liti. En þetta andlit er afar sér- stakt í beinskeyttri tjáningu sinni og segir mér mun meira en aðrar og táknrænni myndir, þar sem meira er lagt í beina frásögn. Þessi mynd bendir til þess, að með Berglindi búi ótvíræðir hæfi- leikar, en sem liggja djúpt og hún á ennþá erfítt með að nálgast. í myndunum eru iðulega mjög vel málaðir hlutir einkum hvað tján- Berglind Sigurðardóttir ingarrík andlitin og nakið hold áhrærir, en heildaráhrifin eru dá- lítið á reiki. Aðrar myndir sem vöktu einkum athygli mína voru urð, hér eru engin afbrigði úr hinu sígilda kökuformi fegurðarímynd- arinnar, engar limamjúkar barbídúkkur formfagurra bobb- inga og tælandi þjóhnappa, heldur einungis harkan sex. Það sem athygli vekur í ljós- myndum Bill Dobbins er að sum vöðvabúntin eru einmitt fyrrum fegurðardrottningar úr nefndu kökuformi, sem má sjá á fegurð höfuðlagsins, en eins og segir í viðtali Hannesar „þá er eins og að höfuðuð á Dolly Parton hafi farið ofan á einhvern kolvitlausan algjörlega" speisaðan „búk“! En ef við lítum á þetta sem listaverk, skúlptúr, og hugsum minna um að hér sé um hold og blóð að ræða býr gjörningurinn yfir vissri fegurð, harkalegri að vísu og kannski ekki í samræmi við almenn fagurfræðileg gildi, en fegurðin er afstætt hugtak og það ætti sýningin einmitt áþreif- anlega að minna okkur á. Ljósmyndarinn Bill Dobbins er afburðamaður á sínu sviði og kann eins vel að meta klassísku fegurð- ina og niðurskornar stálkonur, því að hann hefur m.a. tekið að sér verkefni fyrir „dónablöð" eins og Playboy og Penthouse. og Hann hefur auk þess verið viðriðinn fræg rit eins og „Newlook", „Sport Illustratet", Muscle & Fit- ness „og gefið út „Arnold’s (Schwarzenegger) Encyclopedia of Modern Bodybuilding“ í sam- vinnu við vöðvatröllið o.fl. ofl. Og þá er einungis að skunda á Mokka og uppgötva nýjan flöt á mannlífsflórunni. myndirnar „Ævi“ (5) og „María“ (6) en í þeirri mynd er hin trúar- lega skírskotun áþreifanlegust og jafnframt er þetta eins konar gjörningur. Andlit Maríu er dálítið á skjön við mjúkt og fínt málaðan líkamann og líkist frekar sjálfum frelsaranum. Myndin er lýst upp af 4 gildum kertum sem komið er fyrir á gömlum kistli undir henni, hvar á er hvítur dúkur. Myndefnið er nakin liggjandi kona og þvert yfir myndina ganga fimm þráðbein strik, að því er virðist laglína úr nótnablaði. Hin tónræna skírskotun virðist þannig ekki langt undan og ei heldur hin ljóðræna, því Berglind leggur út af ljóði eftir Jóhannes úr Kötlum í sýningarskránni „Djúpsæir, dularfullir/ dagarnir hennar líða,/ tíbrá varpar titrandi bliki/ á silkið síða/ og eitt er víst:/ að óskirnar fljúga víða“. Hér er komið sjálft inntak sýningarinnar, vonin blíð á mörkum draums og veruleika, sem leynist í djúpi sál- arkimunnar og reynir að þrengja sér fram. Lokabindi Þjóð- sagna Sigfúsar Sig- fússonar komið út ítarlegar skrár fyrir allt safnið Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur sent frá sér XI. bindi íslenskra þjóð- sagna og sagna Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvindará. Það er loka- bindi þessa mikla þjóðsagnasafns og hefur að geyma síðasta efnis- flokk safnsins, Ijóðaþrautir, grein um ævi og starf Sigfúsar eftir dr. Jón Hnefil Aðalsteinsson, textaskýringar og skrár, m.a. nafna- og atriðaskrár sem Eiríkur Eiríksson og Knútur Hafsteinsson tóku sam- an. Söngsmiðjan Agiista Agústs- dóttir heldur söngnámskeið ÁGÚSTA Ágústsdóttir söngkona mun halda söngnámskeið fyrir söngvara og söngnema á vegum Söngsmiðjunnar dagana 22.-24. október n.k. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Söngsmiðjunnar virka daga. Fjögur fyrstu bindi safnsins komu út árið 1982 og bjó Óskar Halldórsson þau til prentunar. Þeg- ar Óskar lést árið 1983 tóku Grím- ur M. Helgason og He’gi Grímsson við verkinu og bjuggu V. - IX. bindi til prentunar. Grímur féll frá árið 1989 og hefur Helgi annast útgáfu X. og XI. bindis. Hafsteinn Guð- mundsson stóð að útgáfu safnsins uns hann seldi fyrirtæki sitt síðast- liðinn vetur. Þá var vinna við undir- búning lokabindis vel á veg komin og hafa nýju eigendumir lagt sig fram um að gera það vel úr garði. Stærsta safn sinnar tegundar Þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfús- sonar er stærsta safn sinnar teg- undar á íslandi skráð af einum manni. Safninu er skipað í sextán flokka sem greinast nánar eftir efni í sagnahópa og atriði. Texti Sigfús- ar er rúmar 4000 blaðsíður en for- málar og skrár á sjötta hundrað síðna. Sigfús Sigfússon fæddist á Miðhúsum í Eiðaþinghá 21. október 1855. Hann ólst upp við hina fornu sagnaskemmtun þjóðarinnar, las og nam fornsögur, þjóðsögur og kvæði, skráð og óskráð. Ungur hóf hann að safna þjóðlegum fróðleik, helg- aði líf sitt þeirri söfnun og hélt henni ótrauður áfram til æviloka árið 1935. Auk ýmissa draga og smærri uppskrifta er heildarsafn Islenskra þjóðsagna og sagna Sig- fúsar til í tveimur megingerðum í eiginhandarriti hans, um margt ólíkum að efni, orðfæri og skipan sagna. Árið 1922 hófst útgáfa yngri gerðar safnsins á Seyðisfirði og lauk henni í Reykjavík árið 1958. í þeirri útgáfu sem nú er lokið hef- ur verið farið eftir eldri gerðinni en hún stendur nær hinni munnlegu sagnalist, því formi og málfari frá- sagnanna sem Sigfús nam af vörum heimildarmanna sinna. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.