Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 Sláturtíð lokið hjá sláturhúsi KEA Lítíl sala á dilkakjöti o g minni slátursala FREMUR lítil sala var á dilkakjöti í sláturtíðinni hjá sláturhúsi KEA á Akureyri sem lauk í byijun vikunnar og segir sláturhússtjóri að söluátak á lambakjöti skömmu fyrir sláturtíð sé helsta skýring þar á. Sláturtíð lauk síðasta mánudag og var slátrað tæplega 34.500 fjár, sem er um 500 minna en sláturfjár- loforð hljóðuðu uppá. Óvenjuhá meðalvigt, eða 16 kíló skýrir þann mun. „Sláturtíðin gekk eins og best var á kosið og ég held jafnvel að hún hafí aldrei gengið betur,“ sagði Kyrrðarstund Kyrrðarstund verður í hádeginu í dag, miðvikudaginn 20. október, í Glerárkirkju og stendur hún frá kl. 12 til 13. Orgelleikur, helgistund, altarisganga og sameiginlegur máls- verður. Á morgun, fímmtudaginn 21. október, kl. 18.15 verður fyrirbæna- stund í kirkjunni. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri. Peningaspursmál Slátursala var nokkru minni en verið hefur siðustu tvö ár og þá var sala á dilkakjöti í sláturtíðinni lítil. Óli taldi að vinsældir þessara afurða færu ekki dvínandi eins og ætla mætti miðað við sölusamdráttinn. „Þetta er peningaspursmál, það er verið að selja mikið magn af kjöti á útsölu ofan í sláturtíðina og fólk er búið að byija sig upp, þessu kjöti er sullað inn á markaðinn með lát- um og selt á einum mánuði rétt áður en aðalsölumánuðurinn ætti að heíjast," sagði Óli, en að hans mati væri farsælla að selja útsölu- kjöt á lengri tíma og byrja slíkt átak í upphafí sumars. Hár- og snyrtistofa opnuð á Dalvík HÁRSNYRTI-, snyrti- og nuddstofan Frá toppi til táar, Svarfaðarbraut 23, var opnuð fyrir skömmu á Dalvík. Eigendur eru Auður Helgadóttir, hárgreiðsludama og Sigrún V. Heimisdóttir, snyrtifræðingur. Stofan býð- ur upp á alla almenna hársnyrti-, snyrti- og nuddþjónustu og er hún opin frá kJ. 9-17 mánudaga til fímmtudaga, 9-19 föstudaga og frá kl. 10-14 laugardaga. Á myndinni eru eigendur stofunnar, Auður Helgadóttir og Sigrún V. Heimisdóttir. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Fyrstu tónleikarn- ir um næstu helgi SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands sem er arftaki Kammerhljóm- sveitar Akureyrar leikur á sínum fyrstu tónleikum um næstu helgi, en með þessum tónleikum hefst nýr þáttur í hljómsveitarmálum á Norðurlandi. Á þessum tímamótum verður Áhugamannafélag um rekstur Kammerhljómsveitarinnar sameinað Tónlistarfélagi Akur- eyrar undir nafni þess síðarnefndar, en það er 50 ára um þessar mundir. Samningur milli ríkis, bæjar og forráðamanna hljómsveitarinnar um árlegan rekstrarstyrk til Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands er um það bil að líta dagsins ljós, en með þeim samningi verður dregið mjög úr þeirri fjárhagslegu óvissu sem oft tefldi starfí Kammerhljómsveit- ar Akureyrar í tvísýnu og háði henni á ýmsa lund. Jón Hlöðver Áskels- son, framkvæmdastjóri hljómsveit- arinnar, sagði það stóran áfanga að koma sveitinni í þetta horf, hljómsveitin hafi ekki búið við rekstraröryggi áður. Tónlistarfélag Akureyrar verður rekstrarfélag hljómsveitarinnar, auk þess að gangast fyrir fjöl- breyttu tónleikahaldi eins og það hefur gert allt frá stofnárið árið 1942. Þijú verk á fyrstu tónleikunum Á fyrstu tónleikun Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands verða flutt þijú verk, forleikur að Töfra- flautunni og flautukonsert nr. 1 í G dúr eftir W. A.Mozart ásamt fyrstu sinfóníu Beethovens. Einleik- ari á flautu verður Martial Narde- au, en hann hlaut fyrir leik sinn margskonar verðlaun og viðurkenn- ingar í fæðingarlandi sínu, Frakk- landi. Árið 1983 flutti hann til ís- lands og hefur stundað flautuleik og flautukennslu hér á landi. Hann hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands og haldið fjölda tónleika í mörgum löndum, m.a. Rússlandi, Þýska- landi, Frakklandi og Finnlandi. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Guðmundur Oli Gunnarsson. Tónleikarnir verða í Akureyrar- kirkju næstkomandi sunnudag, 24. október, og hefjast þeir kl. 17. For- sala aðgöngumiða verður í Bókabúð Jónasar á Akureyri, en miðar verða einnig seldir við inngangi klukku- stund fyrir tónleika. Morgunblaöið/Kúnar Pór Pælirinn NÝJA tækið, Pælir, hefur reynst vel um borð í Harðbak EA, en það mælir magn olíu í tönkum af mikilli nákvæmni. Helgi Magnússon yfirvélsljóri skoðar tækið og Böðvar Eggertsson fylgist með. Nýtt tæki í Harðbak frá Davíð Gíslasyni uppfinningamanni Mælir magn olíu í tönk- um af mikilli nákvæmni PÆLIR, nýtt tæki sem Davíð Gíslason uppfinningamaður á Akur- eyri hefur hannað, var notað um borð í síðustu veiðiferð Harðbaks EA og reyndist afar vel. Tækið mælir magn vökva í geymum og telja kunnugir að um byltingu sé að ræða frá því sem áður var. Böðvar Eggertsson vélstjóri á Harðbak sagði að tækið reiknaði út með mikilli nákvæmni hversu mikil oiía er í hveijum tanki skips- ins. Nema er komið fyrir í botni tanksins og vigtar hann olíuna og tekur tillit m.a. til hitabreytinga og fleiri atriða og síðan er yfírlit yfír stöðu hvers tanks sent út til vélstjóranna. Tækið hefur auk þessa ýmsa fleiri eiginleika. Magn olíu í tönkum hefur verið mælt með loftþrýstingi, en að sögn Böð- vars kom oft fram skekkja við slík- ar mælingar. Reyndist vel „Við fengum þetta tæki um borð í síðustu inniveru og fórum með það í síðustu ferð og er skemmst frá því að segja að tækið reyndist afar vel við allar þær að- stæður sem upp komu og engin kvillar komu upp sem þó gjarnan fylgja nýjum tækjum," sagði Böð- var. „Helstu kostirnir eru hversu nákvæmt tækið er og það eykur mjög öryggi í meðferð ollu um borð I fískiskipum. Nú vitum við með vissu hversu mikið magn af olíu við erum með á hveijum tíma, en það þarf oft að færa hana til í skipinu. Davíð Gíslason hefur verið að hanna og þróa þetta tæki í um eitt ár, en lengra er síðan hann fór að huga að því. Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu um hádegi I gær. Engin meiðsl urðu á fólki þegar tveir fólksbílar skullu saman á gatnamótunum og skemmdust báðir mikið og voru dregnir burt af slysstað með krana. Miðstöð fólks í atvinnuleit Læknir flytur erindi MIÐSTÖÐ fyrir fólk í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju verður með opið hús í dag, miðvikudaginn 20. október milli kl. 15 og 18. Gestur á þessari samverustund verður Friðrik Vagn Guðjónsson Iæknir. Hann spjallar við viðstadda og mun koma víða við. Ýmsar upplýsingar liggja frammi og veitingar verða á borðum þátt- takendum að köstnaðarlausu. Allir sem misst hafa vinnu eða standa frammi fyrir atvinnuleysi eru hvattir til að mæta. í miðstöðinni eru upplýsingar gefnar í síma milli kl. 15 og 17 á þriðjudögum og föstudögum. Skipulagsnefnd Land fyrir hundaeig- endur ekki á lausu SKIPULAGSNEFND Akur- eyrar getur ekki orðið við er- indi Svæðisfélags hundarækt- arfélags Islands sem sótti um land til nota fyrir hundaeig- endur. Svæðisfélag hundaræktarfé- lags íslands sendi umhverfís- nefnd erindi þar sem sótt var um aðstöðu fyrir hundaeigendur og var sótt um land sem væri að minnsta kosti 10 hektarar að stærð. Nota átti svæðið undir félagsaðstöðu til námskeiðshalds á vegum félagsinps og eins til að viðra hunda félagsmanna. Hundahald bannað Umhverfísnefnd óskaði eftir ábendingum skipulagsnefndar um hugsanlega staðsetningu. I bókun nefndarinnar segir að þar sem hundahald sé bannað á Ák- ureyri og ekki gert ráð fyrir svæði fyrir umrædda starfsemi í aðalskipulagi Akureyrar sem gildir til ársins 2010 geti skipu- lagsnefnd ekki orðið við erindi félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.