Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 42
^2 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 HANDKNATTLEIKUR Fyrsti heimaleikur íslenska landsliðsins í Evrópukeppninni verður í Kaplakrika í kvöld Króatía með eitt besta lið heims „Legg áherslu á varnarleikinn og mark- vörsluna," sagði Þorbergur Aðalsteinsson „ÉG GET fullyrt að Króatía er með eitt besta landsiið heims um þessar mundir,“ sagði Þor- bergur Aðslsteinsson, lands- líðsþjálfari íhandknattleik, sem fylgdist með leik Hvít- Rússa og Króatíu í Minsk í síð- ustu viku sem endaði með jafn- tefli, 23:23. Króatar komu til landsins í gær og leika gegn íslendingum í Kaplakrika í kvöld kl. 20.30. Þetta er annar leikur íslands í Evrópukeppn- inni og sá fyrsti á heimavelii. Þorbergnr sagði að Króatar væru gríðarlega sterkir. „Það er enginn veikur hlekkur í þessu liði. Bestu menn liðsins eru Zlatko Saracevic, sem er vinstri handar skytta og Iztok Puc, sem er öflug tveggja metra hægri handar skytta. Við þurfum að hafa sérstakar gæt- ur á þeim. Markverðir liðsins eru mjög góðir og eins beita þeir snögg- um hraðaupphlaupum. Þeir spila 3-2-1 vöm — koma vel út á móti, og sú vamaraðferð hefur oft valdið okkur höfuðverk, en við erum búnir að kortleggja liðið og vitum að hveiju við göngum," sagði Þorberg- ur. Hann sagðist ætla að halda sér við 6-0 vömina eins og áður. „Við reynum flötu vörnina til að byija með og síðan verður bara að koma í Ijós hvort hún gengur upp, annars verðum við að reyna annað. Það er ljóst að við verðum að vinna heimaleikina í keppninni ætlum við okkur að komast áfram. Þetta er Zdravko Zovko, þjálfari Króatíu, til vinstri og Iztok Puc skömmu eftir kom- una til Reykjavíkur í gær. Þjálfarinn ákvað að sleppa æfingu, þar sem liðið kom seint til landsins, en hópurinn æfír einu sinni í dag fyrir leikinn. mjög mikilvægur leikur og hann verður ömgglega erfiður. í þessum leik legg ég fyrst og fremst áherslu á sterkan vamarleik og góða mark- vörslu.“ Leikurinn hefst eins og áður seg- ir kl. 20.30 í Kaplakrika. Stuðnings- menn landsliðsins ætla að hittast á Fjörakránni í Hafnarfirði fyrir leik, kl. 19.00. Eins gefst áhorfendum kostur á að láta mála sig í fánalitun- um í Kaplakrika frá kl. 19.30 og fram að leik. Morgunblaðið/Þorkell Lagt á ráðin ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, leggur á ráðin á æfingu í gær. Þorbergur fylgdist með leik Hvít-Rússa og Króata í síðustu viku og segir að Króatía tefli fram einu sterkasta liði heims. Fjórar breytingar Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, til- kynnti 12 manna hópinn, sem mætir Króötum í kvöld, eftir æf- ingu í gærkvöldi. Þorbergur gerði ijórar breytingar frá hópnum, sem gerði jafntefli við Finna á dögunum; Geir Sveinsson, fyrirliði, Júlíus Jónasson, Sigmar Þröstur Oskarsson og Ólafur Stefánsson koma inn í staðinn fyrir Patrek Jóhannesson, sem er meiddur, Berg- svein Bergsveinsson, sem gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæð- um, Magnús Sigurðsson og Hálfdán Þórðarson. Aðrir í hópnum eru Guðmundur Hrafnkelsson, Konráð Olavson, Gunnar Beinteinsson, Gústaf Bjarnason, Valdimar Grímsson, Héðinn Gilsson, Einar Gunn- ar Sigurðsson og Dagur Sigurðsson. Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrverandi formaður HSÍ, átti stóran þátt í að Evrópukeppni landsliða varð að veruleika með núverandi sniði og verður hann heiðursgestur á þessum fyrsta leik íslands í keppninni. Aðstöðuleysi landsliðsins óþolandi segir þjálfarinn Ætlaði að æfa á Lækjartorgi okkur stig - segir þjálfarí Króatíu dravko Zovko, þjálfari Króatíu, ■■ var yfirvegaður og jarðbund- inn skömmu eftir komuna til lands- ins í gær. „Við höfum aðeins verið saman sem landslið í tvö ár og höfum hvorki keppt á Ólympíuleik- um né í heimsmeistarakeppni svo ég get ekki sagt hvar við stöndum í samanburði við aðrar þjóðir," sagði hann við Morgunblaðið að- spurður um hvort Króatía væri með Íbesta lið heims. „En því er ekki að neita að við erum með mjög sterkan ^Jjóp og öfluga einstaklinga," bætti |* hann við. Króatía hefur aðeins tapað einu 1 stigi í riðlinum, gerði 23:23 jafn- tefli við Hvíta-Rússland á útivelli í é síðustu viku. „Þegar tvær mínútur voru eftir voram við tveimur mörk- um yfir, en misstum leikinn niður í jafntefli. Það var ekki nógu gott, en samt er ég ánægður með að hafa náð stigi í Hvíta-Rússlandi.“ Zovko sagði að baráttan í riðlin- . um stæði á milli Króatíu, Hvíta- Rússlands og íslands. „Leikurinn í Jlafnarfirði skiptir íslendinga' mun meira máli en okkur, en við leggjum I allt kapp á heimasigur gegn þeim og Króötum. íslendingar eru með { sterkt lið og ég á von á að það leiki vel, en ég legg líka áherslu á að mínir menn sýni góðan leik, því þá má gera ráð fyrir hagstæðum úrslit- um f kjölfarið. Þetta verður bar- átta, en við ætlum að bæta stöðu okkar, ætlum okkur stig.“ ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik hefur átt í hinu mesta basli með að fá æfingaaðstöðu fyrir leikinn gegn Króatfu, sem fram fer i Kaplakrika f kvöld. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari segir þetta ástand óþolandi. orbergur segir að landsliðið hafi komið nær alls staðar að lokuðum dyrum þvað varðar æf- ingaaðstöðu. Félögin vilja yfirleitt ekki gefa tíma sína eftir fyrir lands- liðið. „Við höfum yfirleitt átt greið- an aðgang að Laugardalshöll fyrir velvilja íþrótta- og tómstundaráðs, en þar sem landsfundur Sjálfstæðis- flokksins verður þar í næstu viku er hún upptekin við undirbúning fyrir fundinn," sagði Þorbergur. Landsliðið kom saman á mánu- daginn. Ekki var ljóst fyrr en eftir hádegi þann dag að liðið fengi æfingu í Valsheimilinu þá um kvöldið og var það fyrir velvilja Þorbjörns Jenssonar, þjálfara Vals, sem gaf eftir tíma meistaraflokks. í gær voru sömu vandræði: „Ég var ákveðinn í því að ef ég fengi ekki inni fyrir landsliðið ætlaði ég að hafa æfingu á Lækjartorgi til að vekja athygli á aðstöðuleysi okkar. Allir ætlast til að liðið standi sig vel en svo er ekki hægt að út- vega æfingaaðstöðu þegar á þarf að halda,“ sagði Þorbergur. Málið leystist rétt fyrir hádegi í gær þannig að landsliðsmennirnir sluppu við að æfa undir berum himni á Lækjartorgi. Liðið æfði í Valsheimilinu í hádeginu og í Kaplakrika kl. 17. Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka, gaf landsliðinu eftir æfingatíma meist- araflokks félagsins í Kaplakrika, en FH-ingar neituðu að víkja fyrir landsliðinu. Á hádegi í gær hafði HSÍ aðeins tekist að útvega einn æfingatíma fyrir landslið Króatíu, það var kl. 21.30 í gærkvöldi í Kaplakrika. Króatar voru ekki ánægðir með það og fengu inni í íþróttahúsinu í Graf- arvogi kl. 18. Þegar til kom vildu þeir svo ekki æfa þar sem þeir voru þreyttir eftir ferðalagið til landsins. Þeir æfa fyrir hádegi í dag í Kaplakrika. ■ ZLATKO Saracevic, annar tveggja bestu manna landsliðs Kró- atíu — mjög öflug örvhent skytta — kom ekki til landsins í gær. Hann býr og leikur í Marseille í Frakklandi, en vegna verkfalls flugmanna þar í landi komst hann hvergi frá París, og snéri aftur heim til Marseille. ■ SARACEVIC átti að leggja af stað að heiman eldsnemma í dag og von er á honum til landsins síð- ari hluta dags, þannig að hann verð- ur væntanlega með gegn íslandi í kvöld. ■ MARKVÖRÐURINN snjalli úr FH, Bergsveinn Bergsveinsson, gefur ekki kost á sér í landsleikinn gegn Króatíu í kvöld. Ástæðan er sú að hann fékk ekki frí úr vinnu til að æfa með liðinu fyrir leikinn. Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður KA, tekur stöðu hans í liðinu. ■ PATREKUR Jóhannesson, leikmaður Stjörnunnar, leikur ekki með íslenska landsliðinu í kvöld vegna /neiðsla. H HÉÐINN Gilsson, kom til landsins frá Þýskalandi í gær og beint á æfinguna í Kaplakrika sem hófst kl. 17. ■ LANDSLEIKURINN í kvöld verður sýnt beint á Stöð 2 í læstri dagskrá. ■ NJÁLL Eiðsson, sem þjálfaði 2. deildar lið KA í knattspyrnu sl. sumar, hefur verið endurráðinn þjálfari Akureyrarfélagsins. ■ INGIBJÖRG Arnardóttir, margfaldur íslandsmeistari í sundi, er orðinn þjálfari hjá Ægi. Hún hefur því ákveðið að hætta keppni. Heimaleikur Vals í Garði Einn af leikjum 1. deildar karla í handknattleik verður spil- aður í nýja íþróttahúsinu í Garðinum, en hús þetta var form- lega tekið í notkun Frá Arnóri sl. laugardag. Ragnarssyni Leikurinn, sem ' Gar6i fram fer míðviku- daginn 27. október, er milli ís- landsmeistara Vals og Aftureld- ingar úr Mosfellsbæ og er leikinn að undirlagi HSÍ í tilefni opnunar íþróttamiðstöðvarinnar í Garði. Garðmenn fagna þessari ákvörðun sem gefur þeim mögu- leika á að kynna hið nýja hús og munu taka vel á móti gestun- um. Handbolti hefur ekki verið stundaður í Garðinum vegna að- stöðuleysis, en nú sjá heimamenn fram á bjartari tíma í inniíþrótt- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.