Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 39, I 1 J I tf í fl j I . fl I fl ■£®| « 4 Af toppnum Frá Islenska fjallahjólaklúbbnum: SÍÐASTLIÐINN þriðjudag birtist frétt á Stöð 2 þess efnis að Gunnar Guttormsson forstjóri Einkaleyfa- skrifstofunnar notaði reiðhjól til vinnu sinnr flesta daga ársins. Þetta þótti félögum úr Islenska fjalla- hjólaklúbbnum tíðindum sæta og sýna svo gott fordæmi, að hann er hér með orðinn fyrstur til að hljóta nafnbótina „Heiðursfélagi ÍFHK“. En þessi skrif koma ekki af góðu einu saman. Einn er sá máttarstólpi í þjóðfélaginu, sem mikill styrr hef- ur staðið um undanfarna daga. Jón er maður nefndur og er Sigurðsson, bankastjóri að atvinnu og hefur getið sér orð fyrir að vera bílstjóri mikill og góður. Sú var og mikil frétt að kaup á 5 millj. króna tor- færutrölli stæði fyrir dyrum. Sá hinn mikli farkostur átti að feija títtnefndan bankastjóra í og úr vinnu, sem mun vera rúmir 6 km. aðra leið. Svo brá við að Jón karl- inn afneitaði tækinu eftir mikið japl, jaml og fuður. Viljum við óska hon- um til hamingju með þessa ákvörð- um í ljósi þessara nýju tíðinda viljum við hjá ÍFHK vekja athygli banka- stjóra á kostum reiðhjólsins sem samgöngutækis. Bæði er það að reiðhjólið er vistvænn fararskjóti sem og góð líkamleg þjálfun fýrir kyrrsetufólk. Við í ÍFHK erum boð- in og búin til að veita allar ráðlegg- ingar um kaup og almenna notkun á þessu samgöngutæki. Einnig get- ur Jón snúið sér beint til kollega síns hjá Einkaleyfaskrifstofunni um það hvernig best er að haga ferðum sínum á reiðhjóli heim og að heim- an. Gunnar hefur sýnt okkur það að til eru þeir menn í ábyrgðarstöð- um sem láta ekki glepjast af bíla- „menningu“ nútímans. Það má benda okkar háttvirtu ráðherrum og öðrum „toppum“ í opinbera geir- anum á að lítill vandi er að stunda hjólreiðar hér innanbæjar. Fyrir- myndin er til staðar, hún fer til vinnu sinnar í jakkafötum með regngalla meðferðis. Til eru hlífðar- föt sem hæfa hversdagslega klæddu fólki hvort sem er í vetrarhörkum eða vorhretum. Við viljum hvetja alla til að ganga í lið með Gunn- ari, bæta umhverfismál Stór- Reykjavíkursvæðisins og stiga á bak fáka sinna og hjóla í vinnuna, ellegar skólann. Ekki þarf að tíunda þá kosti sem minni einkabílanotkun og aukin hjólreiðanotkun hefur í för með sér. Þá má benda á hreinna and- rúmsloft og minni umferð í bænum, aukið svigrúm fyrir gangandi veg- farendur sem og almenningsvagna. Jón Sigurðsson, við skorum á þig að stíga skrefið til fulls á reiðhjóli. Við getum veitt þér ráðgjöf og fyrir- greiðslu við kaup á góðu banka- stjórahjóli (langt, langt undir 5 milljónum). Jón minn, sýndu nú hvers þú ert megnugur, vertu mað- ur með mönnum og skelltu þér á hjólfák. Að lokum mætti benda umhverfis- og samgöngumálaráð- herrum á að kynna sér notkun reið- hjólsins til daglegra nota af augljós- um ástæðum. Hvað varð um grænu byltinguna? F.h. íslenska fjallahjólaklúbbsins, JÓN ÖRN BERGSSON, Box 5193, 125 Reykjavík. Otímabær ljósanotkun bifreiða Frá Skúla Júlíussyni: SIGURÐUR Helgason upplýsinga- fulltrúi Umferðarráðs skrifar í Morgunblaðið 10. október sl. um ljósanotkun bifreiða. Hann segir að Norðurlandaþjóðirnar hafi haft for- göngu um framfarir í umferðarmál- um. Það kann að vera rétt. Hemla- ljós í afturgluggum bifreiða sem sannarlega hafa minnkað aftaná- keyrslur um 53% í Bandaríkjunum eru ekki komin frá Norðurlöndum og hafa ekki verið lögleidd á íslandi því miður. Sigurður Helagason skrifaði í D.V. í desember 1988, og segir þar frá tilrauntim með ljósanotkun allan sólarhringin í Texas og hafi slysum fækkað svo um munaði. Nú segir Sigurður Helgason frá samskonar rannsóknum í Bandaríkjunum og Kanada gerðum 5 árum seinna og séu niðurstöður einróma hvað, sem það táknar. Staðreyndin er sú að þessar stóru þjóðir hafa ekki tekið upp ljósanotk- un bifreiða í dagsbirtu. Dagljósa- notkun í Þýskalandi er ekki talin æskileg, hvað sem síðar verður. Dagljósanotkun kostar 360-400 milljónir kr. hér -á landi. í sænskri rannsókn, sem Sigurður Helgason vitnar í, sé ég engin rök, svo sem samanburð milli ára og gef því lítið fyrir hana. Ég er sammála Sigurði Helgasyni um að ljósabúnaði bifreiða sé víða ábótavant, og mætti löggæslan gefa því gaum fyrir veturinn. Ég hefi ekki séð nein haldbær rök fyrir því að ljósanotkun í björtu auki öryggi í akstri. Tilkoma ökuferilsskrár, sem fylgt væri eftir af fullri hörku, ásamt stórbættri ökukennslu, er líklegri til að fækka slysum en ökuljós í björtu, að því ber að stefna, ég veit að Sig- urður Helgason er mér sammála í þeim efnum. Hann er allur af vilja gerður, en ljósin hafa blindað hann eins og fleiri góða menn. SKÚLI JÚLÍUSSON, Grenigrund 16, Reykjavík. LEIÐRÉTTIN G AR Jóhann Jónsson og Finnbogi Björnsson í frásögn fréttaritara í Garðinum í blaðinu í gær af opnun íþróttamið- stöðvar sl. laugardag urðu slys við setningu og frágang fréttarinnar. Heimsmeistarinn í frjálsum íþróttum, Jóhann Jónsson, og oddvitinn, Finn- bogi Björnsson, voru gerðir að einum og sama manninum. Setningin sem klúðraðist átti að hljóða svona: Vígsluhátíðin hófst með því að íþróttafólk gekk í skrúðgöngu frá íþróttahúsi Víðis og gekk heims- meistarinn Jóhann Jónsson í broddi fylkingar sem fánaberi. Oddviti Gerðahrepps, Finnbogi Bjömsson, setti hátíðina, en Sigurður Ingvars- son, formaður byggingarnefndar, lýsti framgangi byggingarinnar ... o.s.frv. Þá fór allt úrskeiðis í fréttinni þar sem sagt var frá helztu verktökum. Nesprýði hf. sá um hellulagnir, Þor- geir Valdimarsson um dúklagnir og Verkþjónustan um þakefnalagnir. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessari handvömm. Nafn féll niður í frétt Morgunblaðsins á laugardag um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, féll niður nafn eins fram- bjóðandans, Svans M. Gestssonar, verzlunarmanns, en hann er 45 ára. Beðizt er velvirðingar á mistökunum Kirkjubygging á Þórshöfn í frétt af kirkjubyggingu á Þórshöfn í blaðinu í gær var sagt að Bjarni Konráðsson væri arkitekt að kirkj- unni. Þar sem hann er bygginga- tæknifræðingur er réttara að segja að hann hafí teiknað bygginguna. Prentvillur í „Mat og matgerð“ í þættinum „Matur og matgerð“ 10. okt. sl. var uppskrift af slátri, en tvær slæmar prentvillur voru þar. Blóðið í blóðmörnum átti að vera 2'A en ekki 'A lítri og í lifrarpylsuna vant- aði 150 g af haframjöli. Vonandi hafa lesendur áttað sig á að þetta gat ekki staðist. Er beðið velvirðingar á þessum mistökum. Kristín Gestsdóttir. VELVAKANDI ALLIR UNDIR SAMAHATTIÍ ÁFENGISMEÐFERÐ ÉG VIL mótmæla þeirri stað- hæfingu sem fram kemur í grein þeirra geðlækna, dr. med. Ottars Guðmundssonar og Tóm- asar Helgasonar prófessors, í Morgunblaðinu 16. október sl. Þeir fullyrða að hefðbundnum aðferðum geðlæknisfræðinnar sé beitt á áfengisdeild Land- spítalans á Vífilsstöðum. Þetta er fjarstæða. Þar er ekki reynt að nálgast vandamál áfengis- sjúklinga frá sem flestum hlið- um. Það er af og frá. Ekkert er farið í að kanna æsku við- komandi eða uppeldisskilyrði. Sjúklingur er nær eingöngu í viðtölum hjá óvirkum alkóhó- listum sem enga þekkingu hafa á sálfræði og því síður geðræn- um vandamálum. Aðeins þá reynslu og þekkingu hvernig sé hægt að halda sér frá áfengi. Því er það að áfengissjúklingar sem ná tökum á áfengisvanda sínum sitja eftir sem áður með sín sálrænu vandamál og þekki ég þess mörg dæmi að margur eiginmaðurinn sem náð hefur tökum á áfengisfíkn sinni held- ur áfram að berja konu sína. Það er fullvissa mín að á þess- ari stofnun séu allir settir undir sama alkahattinn og sé því ekki um neina einstaklingsmeðferð að ræða. Sigríður Gísladóttir. GÆÐI LAMBAKJÖTS í GREIN í Morgunblaðinu 14. október sl. fullyrðir „M. Þorv.“ að minnkandi neyslu lambakjöts megi rekja til hnignandi gæða. Þetta er sett fram án minnsta rökstuðnings. Það er lágmarks- krafa að höfundur fylgi eftir full- yrðingu af þessu tagi með viðhlít- andi rökum. Þess er hér með óskað. Sveinn Tyrfingsson, Lækjartúni. TAPAÐ/FUNDIÐ Týnd snittvél SNITT- , T VÉLIN sem nýby^ngu ur árum. Hafi eintíver hugmynd um hvar þessa vél er að finna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 76600 á daginn eða 43701 á kvöldin. Magnús. GÆLUDÝR Kettlingar TVEIR þriggja mánaða, kassa- vanir kettlingar fást á góð heim- ili. Þeir eru hvítir með grá/brún- um flekkjum. Upplýsingar í síma 621883. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E j v/Reykjanesbraut. ^ J Kopavogi, simi 671800 Opið: Virka daga kl. 9-19. Laugardaga kl. 10-17. Sunnudaga kl. 13-18. Bíll fyrir vandláta Mercedes Benz 260 SE '87, hvítur, sjálfsk., ek. 90 þ., leðurklæddur, rafm./hiti í sætum, sóllúga, álflegur o.fl. V. 3,3 millj., sk. á ód. Heimsókn til McDonald's Morgunverðarfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, fimmtudaginn 21. október nk. kl. 8.00-9.30 í Fákafeni 9. Forráðamenn Lystar hf., rétthafa McDonald’s veitingahúsakeðjunnar á íslandi, kynna stefnu fyrirtækisins og svara fyrirspurnum, út frá slag- orðunum: „Gæði, þjónusta, hreinlæti1'. Á fundinum verður borinn fram léttur morgun- verður. Félagar FVH og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA ÍÓnLflKflP PflUÐ fiSKPIfTflPPÖÐ Háskólabíói fimmtudaginn 21. október, kl. 20.00 Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari Einleikari: Pascal Devoyon 1 Edward Grieg: Sigurður Jórsalafari Pjotr Tsjajkofskíj: Píanókonsert nr. 2 Uuno Klami: Kalevala svíta Miðasala er í Háskólabíói alla virka daga frá kl. 9 -17 og við innganginn við upphaf tónleika. Kynnið ykkur áskriftar- og afsláttarskírteini hljómsveitarinnar. Skólafólk og eldri borgarar fá afslátt af miðaverði. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Hljómsveit allra íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.