Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 Verðlaunaafhendingin. KEPPNI Til mikils að vinna Barnablaðið ABC og Flugleiðir efndu fyrir skömmu til teikni- samkeppni undir yfírskriftinni „Flug og flugvélar". Verðlaunin GÓLFHIRÐULÍNAN W -fyrir parket ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR voru nokkurra daga ferð til Disney- lands í Flórída. Þeim sem lentu í þremur efstu sætunum var boðið út, en allmargir fengu aukavinn- inga, bókagjafír frá útgáfufélaginu Fróða, sem gefur ABC út. Mikil þátttaka var í keppninni, 150 myndir bárust og var valið úr þeim. Myndin sem þessum línum fylgir er frá verðlaunaafhendingunni. Frá vinstri talið eru Pétur Omar Ág- ústsson frá Flugleiðum, Amdís Gísladóttir, aðstoðarritstjóri ABC, Brynjar Ýmir sem sigraði, Jóhann- es Gabríel sem varð annar, Hjördís Ósk sem varð þriðja og loks Hildur Gísladóttir sem ritstýrir barnablað- inu ABC. COSPER Ég þvæ upp, amma mín. Lísa þurrkar og Gunna litla tínir upp brotin. SKOT Ryan lét Stone heyra það Meg Ryan er löngu viður- kennd sem úrvalsleik- kona í kvikmyndaborginni Hollywood, en hún þykir vera að gera það alveg sérstaklega gott í nýjustu mynd sinni, „Sleepless in Seattle", þar sem hún leikur á móti Tom Hanks. Yfirleitt hefur hún þótt réttu megin við línuna hvað hógværð snertir, enda er hún afar vinsæl jafnt meðal almennings svo og starfsbræðra og -systra. Ekki er þó alveg víst að leikkonan Sharon Stone sé nú í hópi þeirra sem telja Meg Ryan flest til tekna. Ekki eftir ummæli sem Ryan lét nýlega falla um Stone í blaðaviðtali! Ryan nefndi að vísu ekki nafn Stone, en þegar málið er skoðað, er ljóst að nöfn voru óþörf. Skotið varð ekki misskilið. Ryan var að fjalla um að leiðin á toppinn væri oft grýtt og þyrnum stráð og margar ágætar leikkonur næðu þangað aldrei þrátt fyrir mikla verð- og hæfíleika. Dæmin væru mý- mörg að þær nytu ekki sann- mælis og væru jafnvel misnot- aðar og kastað síðan til hliðar eins og hveiju öðru sorpi. Á sama tíma hlytu aðrar heims- frægð fyrir það eitt að kross- leggja fótleggi nærbuxnalausar á hvíta tjaldinu! Og hún vildi taka það sérstaklega fram, að hún bæri ekki virðingu fyrir þannig fenginni frægð. Meg Ryan lét sverfa til stáls! Frá sýningunni „Heilsu og heilbrigði". Það eru heilbrigðisráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson, fjær og markaðsstjórinn, Stefán Á. Magnússon, nær, sem fá blóðþrýstinginn mældan af stúlkum á vegum Landssamtaka hjartíisjúklinga. SYNINGAR Mannfjöldi í Perlunni Fyrir skömmu lauk í Perlunni sýningunni „Heilsa og heilbrigði", þar sem tugir fyrirtækja og félagasamtaka sýndu og kynntu framlög sín til umræddra mála. Áð sögn Stefáns Á. Magnússonar, markaðsstjóra Perlunnar, telst Perlumönnum til að um 17.500 manns hafi komið í Perl- una að skoða sýninguna þá níu daga sem hún stóð yfir. „Við byijuðum með þessar sýningar síðasta vetur, kölluðum þær mess- ur, og þ’etta heppnaðist í alla staði vel. Nú höldum við áfram á sömu braut og næst á dagskrá er sýningin „Hugspil, leikföng og tómstundir“, sem hefst í húsinu 27. október og stendur til 31. sama mánaðar. Húsið er að fyllast hjá okkur, margir af stærstu aðilunum verða með, félög, skól- ar, spilaumboð, verslanir og leikfangaumboð. Þetta verður ævintýraveröld fyrir börn á öllum aldri,“ sagði Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.