Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐURB/C 238. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fornleifafundur aldarinnar í Danmörku Bronsaldarsverð í kartöflug'arði Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MERKAR fornleifar fundust á Djurslandi í Danmörku í fyrradag, sjö sverð frá bronsöld, 1600-1500 f.Kr. Er talað um fundinn sem fornleifafund aldarinnar en finnandinn er ellefu ára gamall strák- ur, sem var að hjálpa fjölskyldu sinni við að taka upp kartöflur. Diuga að senda samveld- isher til hjálpar Georgíu Rússar þvertaka fyrir einhliða afskipti af borgarastyrj öldinni í landinu Porí í Finnlandi, Tbilisi. Reuter. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar gætu ekki gripið til hernaðaraðgerða í Georgíu þar sem hægt væri að túlka slíkt sem íhlutun í innanríkismál annars ríkis. Hann sagði hins vegar að rússneskir, azerskir, armenskir og georgískir hermenn kynnu að verða sendir til Tbilisi, höfuðborgar Georgíu, að beiðni Edúards She- vardnadze, leiðtoga Georgíu, til að tryggja að matvæli og lyf bærust til landsins. Torben var við kartöflutínsluna þegar hann sá eitthvað standa upp úr plógfarinu. Stakk hann því á sig og þegar heim kom um kvöldið sýndi hann mömmu sinni hvað hann hefði fundið. Var þá óðara hringt í minja- safnið á Djurslandi og fornleifafræð- ingar þaðan sáu strax, að um var að ræða hjöltu og hluta af sverðs- blaði. Með málmleitartækjum tókst síðan fljótt að finna sjö sverð í kart- öflugarðinum. Bandaríkin Hættulegt æði meðal unglinga New York. The Daily Telegraph. KVIKMYND um skólahetju í bandarískum fótbolta, sem sýnir fram á karlmennsku sína með því að leggjast flat- ur á fjölfarna hraðbraut, virðist vera að valda hættu- legu æði meðal sumra ungl- inga í Bandaríkjunum. Er einn látinn og tveir alvarlega slasaðir eftir að hafa leikið „hetjudáðina" eftir. Hundruð unglinga hafa apað eftir atriðið í myndinni, sem heitir „The Program", og til dæmis er haft eftir lögreglu- stjóra í Pennsylvaníu, að á hveijum tíma megi gera ráð fyrir, að fjórir drengir liggi ein- hvers staðar á hraðbrautunum í ríkinu. Á Long Island söfnuð- ust saman meira en hundrað skólakrakkar til að verða vitni að þessum karlmennskutilburð- um strákanna. Michael Shingledecker, 18 ára gamall, fær þó ekki fleiri tækifæri til að sanna sjálfan sig með þessum hætti því hann lést strax þegar ekið var yfir hann og vinur hans, Dean Bart- lett, liggur enn á milli heims og helju. Óslitin og egghvöss Þrjú sverðanna eru alveg heil og hefur ekki einu sinni kvarnast úr egginni í öll þessi árþúsund. Þau eru beitt og óslitin og virðast ekkert hafa verið notuð. Talið er hugsanlegt, að þeim hafi verið komið fyrir þama til geymslu í því augnamiði að selja síð- ar. Fornleifafræðingum fínnst líkleg- ast, að sverðin hafi upphaflega kom- ið frá Dónárlöndum. Ekki verða teknar upp fleiri kart- öflur í garðinum þar sem hann hefur nú verið afhentur fornleifafræðing- unum til rannsóknar. Fjölskyldan fær þó nokkrar bætur þar sem fundur af þessu tagi telst Danafé. Það þýð- ir, að finnandi fái ekki að halda fund- inum, heldur skuli hann fá greiðslu fyrir hann í hlutfalli við verðmæti. Talið er líklegt, að hún verði ein- hvers staðar á bilinu 100-500.000 íslenskar krónur. „Georgía er sjálfstætt ríki sem hefur ekki gert neinn samning við Rúgsland um hernaðarsamvinnu. Georgía er ekki í Samveldi sjálf- stæðra ríkja og því ekki aðili að samningum þess í öryggismálum,“ sagði Gratsjov. „Þess vegna getum við ekki komið til hjálpar með hern- aðaraðgerðum þar sem önnur ríki gætu túlkað slíkt sem íhlutun í innanríkismál annars ríkis.“ Mikilvæg samgönguleið varin Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði að nokkur aðildarríki Samveldis sjálfstæðra Reuter Uppgjöf ÞESSI georgíski sljórnarher- maður hefur farið að dæmi margra félaga sinna og gefist upp. Landið er að brotna upp í fjögur eða fimm héruð eða smá- ríki, sem eiga í stríði hvert við annað, og eina von stjórnarinnar í Tbilisi er að Rússar eða Sam- veldið komi henni til hjálpar. ríkja væru að íhuga sameiginlegar aðgerðir til að aðstoða stjórnarher Georgíu við að veija þjóðveg milli Tbilisi og hafnarborgarinnar Poti fyrir árásum uppreisnarmanna Zviads Gamsakhurdia, fyrrverandi forseta Georgíu. „Þessi vegur er lífæð fyrir Tbilisi og rússneskar hersveitir í Georgíu, sem og fyrir Armeníu og Azerbajdzhan.“ Varað við hungursneyð Uppreisnarmenn Gamsakhurdia hafa náð stóru svæði í vesturhluta landsins á sitt vald að undanförnu. Shevardnadze, sem varð leiðtogi landsins nokkrum mánuðum eftir að herinn steypti Gamsakhurdia af stóli í fyrra, sagði í fyrrakvöld að sókn uppreisnarmannanna skapaði mikla hættu fyrir ná- grannalöndin. „Við stöndum nú frammi fyrir hungursneyð, ekki aðeins í Georgíu heldur líka í Armeníu. Þetta kemur einnig hart niður á Azerbajdzhan," sagði hann. Stuðningsmenn Gamsakhurdia, sem er þjóðernissinni og harður andstæðingur Rússa, segja að Shevardnadze hafi gerst sekur um landráð með því að óska eftir hern- aðaraðstoð Rússa. Ennfremur er talið að beiðnin hafi orðið til þess að draga úr stuðningi hófsamari afla í Georgíu við Shevardnadze. Kasparov hélt titlinum London. Reuter. GARRÍ Kasparov sigraði í einvíginu við Nigel Short en 19. skákinni lauk í gær með jafntefli. Er Kasparov þá kominn með 12 vinninga en Short 7, hefur aðeins unnið eina skák, en þeir ætla samt að ljúka við að tefla allar skákirnar 24. Kasparov heldur því heimsmeistara- titlinum þótt FIDE, Alþjóðaskáksambandið, sé að vísu á öðru máli. Kasparov hefur borið höfuð og herðar yfír aðra skákmenn síðan hann vann heimsmeistaratitilinn fyrst árið 1985 en þeir Short sögðu fyrir nokkru skilið við FIDE og stofnuðu sérstakt samband at- vinnuskákmanna. Gengust þeir sjálfír fyrir einvíginu í London en FIDE svaraði með því að efna til síns heimsmeistaraeinvígis milli þeirra Anatólíjs Karpovs og Jans Timmans. Þeir síðastnefndu viður- kenna þó báðir, að FIDE-einvígið sé miklu síðra einvígi þeirra Kasp- arovs og Shorts. Einvígið heldur áfram á morgun og þarf Kasparov ekki nema hálfan vinning í viðbót til að tryggja sér fimm áttundu af verðlaunafénu, sem er rúmlega 177 milljónir ísl. kr., það mesta í skáksögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.