Morgunblaðið - 20.10.1993, Blaðsíða 43
43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1993
HANDKNATTLEIKUR
FH kærir úrslit leiksins gegn
UMFA vegna mistaka dómara
HANDKNATTLEiKSDEILD FH hefur kært úrslitin í leik Aftureld-
ingar og FH í 1. deild karla í handknattleik, sem fór fram s.l.
sunnudag, til dómstóls HSÍ. Kært var það atvik, þegar dómararn-
ir sviptu FH aukakasti, sem þeir höfðu dæmt á Aftureldingu,
þegar um 15 sekúndur voru til leiksloka, og dæmdu Aftureldingu
boltann. Þess er krafist að óiögmæt ákvörðun dómara leiksins
verði metin ómerk og þar með úrslitin og leikið verði að nýju.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær var staðan 24:23
fyrir Aftureldingu, þegar hálf mín-
úta var til leiksloka og FH með
boltann. Brotið var á FH-ingi og
dæmt aukakast á Aftureldingu.
Leiktíminn var stöðvaður, liðsstjóri
FH fékk rauða spjaldið fyrir mót-
mæli, Aftureldingu var dæmdur
boltinn og liðið skoraði áður en yfír
lauk. í kæru FH segir að „þessi
ákvörðun dómara fer berlega í bágá
við handknattleiksreglur IHF og er
því ólögmæt. Hin ranga ákvörðun
dómaranna hafði afgerandi áhrif á
úrslit leiksins og þar sem um brot
á reglum IHF er að ræða er óhjá-
kvæmilegt annað en að kæra þessa
ólögmætu ákvörðun og krefjast
ógildingar á úrslitum leiksins.“
Kærandi byggir kröfu sína á því
að ákvörðun dómara leiksins hafí
verið í ándstöðu við ákvæði 11.
mgr. 17. gr. handknattleiksreglna
IHF og HSÍ, þar sem segir m.a.
að ef brot á sér stað meðan á leik-
stöðvun eða leiktímastöðvun stend-
ur skuli heija leik að nýju með kasti,
sem er í samræmi við ástæðu stöðv-
unarinnar. Eins er vitnað til 13.
mgr. 18. gr. fyrrnefndra reglna, þar
sem segir að heimilt sé að mót-
mæla úrskurði dómara, ef hann er
ekki í samræmi við reglur. Morg-
unblaðið í gær er lagt fram á með-
al gagna, en í frétt blaðsins viður-
kennir annar dómari leiksins að
hafa gert mistök.
Kæran var þingfest hjá dómstóli
HSÍ í gær og er Aftureldingu gef-
inn frestur til hádegis á morgun,
fimmtudag, til að skila greinargerð
um málið.
KNATTSPYRNA
Óska Skaga-
mönnum
góðs gengis
- segir Lúðvík S.
Georgsson hjá KR
Gunnar Sigurðsson, __ formaður
Knattspymufélgs ÍA sagði í
Morgunblaðinu í gær að vinnubrögð
KR við ráðningu Guðjóns Þórðar-
sonar sem þjálfara væru ekki til
fyrirmyndar, og taldi KR-inga hafa
átt að tilkynna forráðamönnum ÍA
að þeir væru í viðræðum við Guðjón
þar sem hann hefði verið samnings-
bundinn félaginu. Lúðvík S. Ge-
orgsson, formaður knattspymu-
deildar KR, sagði við Morgunblaðið
í gær, þegar ummæli Gunnars vom
borin undir hann, að þegar KR-ing-
ar hefðu haft samband við Guðjón
hefði strax komið í ljós gagnkvæm-
ur áhugi aðila og að Guðjón hefði
sagt KR-ingum að samningur hans
við ÍA væri uppsegjanlegur. „Þegar
við hittumst í fyrsta sinn fyrir al-
vöm um helgina náðist samkomu-
lag,“ sagði Lúðvík. „Ég óska
Skagamönnum góðs gengis og vona
að samstarf okkar verði gott eins
og það hefur ávallt verið,“ sagði
Lúðvík.
Reuter
Gott hjá enskum
Norwich varð fyrst enskra liða til að sigra Bayern Múnchen á heimavelii í Evrópukeppni, vann 2:1 í gærkvöldi í fyrri
leik liðanna í 2. umferð UEFA-keppninnar. Aston Villa sótti Deportivo á Spáni heim og gerði 1:1 jafntefli, en á myndinni
er Tony Daly til hægri i baráttu við Ribera hjá spænska liðinu.
Ólafur áfram hjá ÍA
Olafur Adolfsson, vamarmaðurinn stóri og sterki, leikur áfram
með liði íslands- og bikarmeistara Akurnesinga næsta sumar.
Sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarið um að hann hygðist e.t.v.
flytja sig um set, en hann skrifaði í gær undir samning til eins árs
við ÍA.
Ánægðurmeð
íslendingana
Semjum við Kristján og Anthony Karl ef
þeir eru ódýrari en norskir leikmenn, seg-
irframkvæmdastjóri Bodö/Glimt
Kristján Jónsson, knattspyrnu-
maður úr Fram og Anthony
Karl Gregory úr Val eru í Bodö í
Noregi hjá úrvals-
Frá deildarliðinu
Erlingi Bodö/Glimt. Þeir
Jóhannssyni hafa æft með liðinu
i oregi að undanförnu og
forráðamönnum norska liðsins segj-
ast ánægðir með þá.
Að sögn Eriks Jonsen, fram-
kvæmdastjóra Bodö/Glimt, verður
rætt við Kristján og Anthony Karl
áður en þeir fara heim til Islands
á morgun. Enn hefur ekkert verið
rætt um samninga. „Ef íslending-
arnir em ódýrari en sambærilegir
norskir leikmenn reynum við að fá
þá hingað. Við eigum líka eftir að
ræða við Val og Fram svo það er
of snemmt að segja til um að hvort
við gerum þeim tilboð,“ sagði Jons-
en.
Hann sagði að nú snérist allt hjá
félaginu um bikarúrslitaleikinn á
Ullevalle-leikvanginum í Osló á
sunnudaginn. En þar mætir
Bodö/Glimt 1. deildarliðinu
Stromsgodset frá Darmmen. Upp-
selt er á leikinn nú þegar.
KORFUBOLTI / URVALSDEILDIN
Grindvfldngar
skutuKRíkaf
GÓÐIR kaflar í lok fyrri hálfleiks
og í upphafi seinni hálfleiks
gerðu út um leik Grindvíkinga
og KR í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í gærkvöldi þar sem
Grindvíkingar unnu 113:92.
Marel Guðlaugsson hóf stór-
skotahríðina þegar 3 mínút-
ur voru eftir af fyrri hálfleik með
tveimur þriggja
Frímann stiKa körfum í röð
Ólafsson og endaði með
skrifar tveimur vítaskotum
og þriggja stiga
körfu að auki. Hjörtur Harðarson
tók síðan við í seinni hálfleik með
11 stigum í röð með þremur 3ja
stiga körfum og tveimur vítaskotum
og heimamenn náðu 20 stiga for-
skoti í upphafi seinni hálfleiks.
Þetta var of mikið fyrir gestina í
KR og þeir náðu ekki að nálgast
Grindvíkinga að ráði. Þeir léku sér-
staklega leiðinlegan körfuknattleik
á lokamínútunum þegar þeir hugs-
uðu um það eitt að bijóta á and-
stæðingnum til þess að fá knöttinn
þrátt fyrir að munurinn væri það
mikill að kraftaverk þyrfti til að
brúa hann. Ekki góð auglýsing fyr-
ir körfuboltann og skemmdi fyrir
skemmtilegum leik.
„Þetta gekk vel hjá okkur í kvöld.
Við áttum von á hröðum bolta og
góðri vörn hjá þeim, en við náðum
valdi á hraðanum og leiknum. Við
hittum vel þannig að þeir breyttu
í svæðisvörn en þá hittum við enn
betur. Við spiluðum eins og við
þurftum í kvöld ogjétum leikinn á
undan ekki hafa nein áhrif á okk-
ur,“ sagði Nökkvi Már Jónsson,
fyrirliði Grindavíkur, í leikslok.
Grindvíkingar léku þennan leik
mjög vel og var allt liðið vel með
á nótunum. Liðið hitti vel úr þriggja
stiga skotum og hitti samtals úr
14 slíkum og munar um minna.
Nökkvi, Hjörtur og Wayne Casey
áttu mjög góðan leik ásamt Mareli.
KR byijaði vel í leiknum en missti
móðinn eftir að Grindvíkingar fóru
að hitta. David Grissom hélt KR á
floti í fyrri hálfleik en hitti illa í
þeim seinni en Ólafur Ormsson tók
upp hanskann fyrir KR með ágæt-
um seinni hálfleik. Það vakti at-
hygli að Nikolic var utan vallar
megnið af seinni hálfleik.
ÚRSLIT
Körfuknattlelkur
UMFG-KR 113:92
íþróttahúsið í Grindavík, úrvalsdeildin í
körfuknattleik þriðjudaginn 19. október -
1993
Gangur leiksins: 0:6, 4:13, 11:13, 20:18,
31:32, 42:41, 55:46, 68:48, 80:57,91:69,
100:80, 107:89, 113:92.
Stig UMFG: Hjörtur Harðarson 25, Marel
Guðlaugsson 24, Wayne Casey 24, Nökkvi
Már Jónsson 16, Bergur Hinriksson 11,
Guðmundur Bragason 7, Pétur Guðmunds-
son 3, Unndór Sigurðsson 2 og Ingi Karl
Ingólfsson 1.
Stig KR: David Grissom 28, Ólafur Orms-
son 15, Lárus Ámason 10, Guðni Guðnason
10, Mirco Nikolic 9, Benedikt Sigurðsson
8, Tómas Hermannsson 7 og Sigurður Jóns-
son 5.
Dómarar: Kristján Möller og Leifur Garð-
arsson sem dæmdu vel. t
Áhorfendur: Rúmlega 400.
1. deild karla
Leiknir-ÍR....................64:46
Handknattleikur
Stjarnan - FH...................25:20
Garðabær, 1. deild kvenna í handknattleik,
þriðjudaginn 19. október 1993.
Gangur leiksins: 2:1, 5:2, 8:4, 11:7, 12:9,
14:10, 16:11, 18:13, 21:15, 25:20.
Mörk Stjörnunnar: Inga Fríða Tryggva-
dóttir 8, Guðný Gunnsteinsdóttir 6, Una
Steinsdóttir 4/2, Ragnheiður Stephensen
3/1, Herdís Sigurbergsdóttir 2, Drífa Gunn-
arsdóttir 1, Hrund Grétarsdóttir 1.
Varin skot: Sóley Halldórsdóttir 9/1 (þar
af eitt til mótheija), Nina Getsko 5.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk FH: Björg Gilsdóttir 6, María Sigurð-
ardóttir 3, Björk Ægisdóttir 4; Hildur Páls-
dóttir 4, Arndís Aradóttir 2, "Hildur Harðar-
dóttir 1/1.
Varin skot: Kristtn M. Guðjónsdóttir 11.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur
Kjartansson.
■ Stjömustúlkur voru með undirtökin í
leiknum en FH-stúlkurnar börðust vel. Þeg-
ar 10 mfnútur vom eftir af ieiknum var
staðan orðin 22:15 fyrir Stjörnuna og hvíldu
þá nokkrir leikmenn Stjömunnar. Hjá
Stjömunni voru atkvæðamestar þær Inga
Fríða Tryggvadóttir og Guðný Gunnsteins-
dóttir, afmælisbam dagsins. Einnig varði
Sóley, markmaður Stjömunnar, mjög vel.
Kristín M. Guðjónsdóttir, markmaður, var
best f liði FH og Björg Gilsdóttir var einnig
sterk.
Guðrún R. Kristjánsdðttir.
Knattspyrna
UEFA-keppnin
2. umferð, fyrri leikir:
Lahti, Finnlandi:
Kuusysi Lahti - Brendby (Danmörku)l:4
Ismo..Liua..(13.)..„..Ucha..Qkechuku:u..(l.),
Kim Vilfort (59.), Mark Strudai (64., 84.).
Bordeaux, Frakklandi:
Bordeaux - Servette (Sviss)........2:1
Stephane Paille (35.), Philippe Vercmysse
(56.) - Anderson Da Silva (55.). 15.000.
Miinchen, Þýskalandi:
Bayem Miinchen - Norwich (Engl.)...1:2
Christian Nerlinger (41.) - Jeremy Goss
(13.), Mark Bowen (30.). 28.500.
■Norwich kom á óvart með tveimur glæsi-
legum mörkum, sem tryggðu sigurinn.
Heimamenn sóttu meira fyrir hlé án þess
að skapa sér færi og var refsað fyrir að
sofna á verðinum. Bryan Gunn, markvörður
Norwich, bjargaði meistaralega stundar-
fjórðungi fyrir leikslok, þegar Adolfo Va-
lencia frá Kólombíu skallaði að marki, og
Norwich varð fyrst breskra liða til að sigra
Bayem á heimavelli í Evrópukeppni.
La Coruna, Spáni:
Deportivo - Aston Villa (Englandi).1:1
(Pedro Riesco 87.) - (Dean Saunders 80.).
26.800.
Frankfurt, Þýskalandi:
Frankfurt - Dnepropetrovsk (Úkr.)..2:0
Jan Furtok (65.), Augustine Okacha (79.).
7.000.
Undankeppni HM
Asíuriðill
Suður-Kórea - írak................2:2
Staðan:
Suður-Kórea.............2 1 1 0 5:2 8
SaudiArabía.............2 1 1 0 2:1 3
Norður-Kórea............2 1 0 1 4:4 2
Íran....................2 1 0 1 2:4 2
írak....................2 0 1 1 4:5 1
Japan...................2 0 1 1 1:2 1
■Tvö efstu liðin fara í úrslitakeppnina.
England
1. deild
Birmingham - Bolton...............2:1
í kvöld
Handknattleikur
Evrópuiandsleikur:
Kaplakriki.: Island - Króatía20.30
l...deild..kuenna:.......
Austurb.: Ármann - ÍBV...18.15
Selt.nes: Grótta - Haukar...20
Hlíðarendi: Valur - Fylkir..20
Víkin: Víkingur - KR........20
2. deiid karla:
Austurberg: Fram - HK.......20
Körfuknattleikur
Úrvalsdeildin:
Stykkish.: Snæfell - ÍA..*..20